Alþýðublaðið - 28.11.1939, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 28.11.1939, Qupperneq 2
ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓV. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 131) Einn, tveir, þrír, og 132) þarna stóðu allir hundarnir. 133) Hjálpið mér nú, svo að ég verði ekki hengdur, sagði hermaðurinn. BAKARAR Stofnfundur „Sultu og efnagerðar“ bakarameistara í Reykjavík og Hafnarfirði verður haldinn fimmtudag 30. þ. m. kl. 5 e. m. að Hótel Borg. Lagt verður fram til samþykktar frumvarp að lögum fyrir félagið. !,.• , NEFNDIN. Orðsending t!l kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna gréiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. <C> Vestir-Isleidlagar miii- ast Bagnars E. Kvarai. ----♦--- Listamannafél. „Skandinaveme11 hefir opnað listsýnihgu í Char- jottenborg í Kaupmannahöfn. Af fslendinga hálfu taka pátt í sýn- ingunni þeir Svavar Guönason með 13 myndir, Porvaldur Skúla- son með fjórar, Sigurjón Ólafs- son með þrjár. (FO.) VESTUR-Í SLENDIN GAR minntust Ragnars E. Kvaran landkynnis á áhrifarík- an hátt. Var fjölmenn minning- arathöfn um Kvaran heitinn haldin í Sambandskirkjunni í Winnipeg 1. október og voru þar fluttar þrjár ræður um hann, af þeim dr. Rögnvaldi Péturssyni, S. Thorvaldsson varaforseta sameinaða Kirkju- félagsins og séra Jakobi Jóns- syni. Vestanblöðin íslenzku skýra frá þessari athöfn og birtir Heimskringla ræ'ðurnar þrjár. í sama blaði birtust eftirfarandi ummæli eftir dr. Rögnvald Pétursson, þegar látið barst honum til eyrna: „Sú sorgarfregn var símuð hingað frá Reykjavík á laugar- daginn var, 2. þ. m, að séra Ragnar E. Kvaran væri dáinn. Kom fregnin öllum að óvörum. Hið síðasta er Reykjavíkurblöð gátu hans var, að hann væri að búa sig í fyrirlestraferð til Noregs. Ö n n u r sorglegri frétt en þessi hefir mér ekki borizt síð- an Þorsteinn Erlingsson dó. Eftir símskeytinu að dæma, andaðist hann 24. ágúst af af- leiðingum af uppskurði. Fjölhæfari mann en hann gat ekki. Hann var glæsimaður á velli, gáfumap fjö.lbreyttar, viðmótið ástúðlegt, hluttekn- ingaríkur í kjörum annarra, einarður, hreinskilinn og hinn ágætasti vinur. Söngmaður var hann hinn mesti, eins og þeim er kunnugt sem honum kynnt ust hér, fyrirlesari og ræðu- maður, sem ávalt var unun á að hlýða. Síðustu samfundir voru á heimili hans í Reykjavík, 4. október 1937. Ekki kom mér þá til hugar að það yrði síðasti samfundur. Var þá svo fyrir gert að hann kærhi vestur __ á þessu vori í sambandi við fs- lands sýninguna í New York. Hann var skrifari sýningarráðs- ins. En ekki má sköpum renna. Mun heilsumissir hans hafa valdið því að ekkert varð af vesturferðinni. Með burtför hans harma ég missir eins míns bezta vinar. Er ég ekki einn um það mál, því hið sama munu allir hans mörgu vinir hér vestra segja. Sem stendur fæ ég ekki orðum komið að þessari harma- fregn; hún lamar okkur öll.“ í ræðu S. Thorvaldsson segir meðal annars: „Fréttin um lát séra Ragnars E. Kvaran heima á ættjörð- inni vakti söknuð í brjóstum vorum hér vestra. Hann var fæddur í þessu landi, í þessari borg, svo Canada á ekki síður en Island á bak að sjá einum af sínum beztu og ágætustu sonum. En þótt að hugsunin um það, að hann sé horfinn sjónum vorum, sé söknuði og sársauka blandin, minnumst við þess á- valt með fögnuði, að hann varði þjóðfélagi voru glæsileg- asta tímabili sinnar starfsríku æfi. Starf hans innan kirkju vorrar, hefir fest djúpar rætur í hjörtum samverkamannanna og allra sem nutu hans leið- sagnar, meðan hann dvaldi hér. Skoðanir hans voru ekki myrk- ar, framsetningin lipur og hrein og oft skáldleg og aðlað- andi, svo allir fylgdust með. Á- hrifin urðu vegna þessara miklu hæfileika hans djúp og varan- leg. Einlægni hans í skoðunum —• frumleiki í hugsun, viðkvæm réttlætistilfinning og víðtæk þekking, myndaði hið andlega umhverfi, hvar sem hann var staddur og snerti viðkvæma strengi í hjörtum þeirra, er hann umgengust eða á mál hans hlýddu. Ræður hans voru þrungnar af djúpri trúarmeðvitund og sannf ærðust samverkamenn hans um að hann var trúmaður þó máske ekki í venjulegum skilningi. En hann var einlægur lærisveinn hinnar frjálslyndu kirkju. Ég minnist að hann sagði oss frá því að það, sem hann skoðaði grundvöllinn að trúarlegri starfsemi í kirkjufé- lagi voru vestra sem annars- staðar, væru orð meistarans frá Nazaret: „Til þess er ég fæddur og til þess kom ég í heiminn, að ég beri sannleikan- um vitni.“ Og göfugri orð ætl- um vér ekki hafi verið töluð á þessari jörð.“ —o— Þá segir séra Jakob Jónsson meðal annars í langri og snjallri ræðu: „Listamaður var séra Ragnar aðallega með þrennu móti. Rit- list, sönglist og leiklist íslend- inga vestan hafs og austan áttu einn af sínum beztu fulltrúum þar sem hann var. Hann ritaði fagurt mál, lipurt í lestri, ljúft í framburði. Ræður hans og ritgerðir voru yfirleitt þannig byggðar, að huga lesandans var stefnt beint að ákveðnu marki og vissri niðurstöðu. Tel ég víst, að seinni tímar munu vitna í sumar bókmenntagrein- ar hans, til dæmis um Galdra- Loft, sem meistaraverk í sinni röð. — Stjórnmálagreinar hans voru og ritaðar af skarpri hugs- un og með æsingalausri fram- setningu. Þar fylgdi hann jafn- aðarstefnunni að málum, eins og margir prestar vorrar kyn- slóðar. Söng séra Ragnars ætla ég ekki að fara að lýsa fyrir yður, sem heyrðuð hann, né heldur hinum orðlagða framburði hans í ræðustól. Leiklist hans og leikstjórn kynntust mörg af yður líka af eigin raun. Sumir þeirra sem tóku þátt í sjónleikj- um með honum hafa lýst því fyrir mér, hvernig hann hafi svo að segja getað leikið hvert hlutverk leiksins einn, til leið- beiningar þeim, er var að æfa það. Eftir að hann kom aftur til íslands, mun hann hafa helgað leiklistinni flestar tóm- stundir sínar.“ —o--- Þetta sýnir hve geysimiklum vinsældum Ragnar E. Kvaran átti að fagna meðal Vestur-ís- lendinga, en sömu vinsældirnar ávann hann sér hér heima eftir að hann settist hér að. Samningur milli Vetka- kTennafóiagsins Framtið- in, Hafnarflrði, og siid- arsaltenða, Hafnarfirði. 1. gr. Ákvæðisvinnulaun við; síld- arsöltun skulu vera: Fyrir að kverka og salta hverja tunnu síldar kr. 1,00. Fyrir að kverka og krydda hverja tunnu síldar kr. 1,18. Fyrir að kverka og sykur- salta hveria tunnu síldar kr. 1,18. Fyrir að kverka og maga- draga hverja tunnu síldar kr. 1,80. Fyrir að kverka og tálkn- draga hverja tunnu síldar kr. 2,25. Fyrir að slóg- og tálkndraga hverja tunnu síldar kr. 2,50. Fyrir að hausskera og krydda hverja tunnu síldar kr. 1,62. Fyrir að hausskera og sykur- salta hverja tunnu síldar kr. 1,62. Fyrir að hausskera og slóg- draga hverja tunnu síldar kr. 2,35. Fyrir að hausskera og slægja hverja tunnu síldar kr. 2,70. Fyrir að flaka og salta hverja tunnu síldar kr. 7,70. Fyrir að roðfletta og „pilla“ hverja tunnu síldar kr. 9,00. Fyrir að rúnnsalta hverja tunnu síldar kr. 0,75. Hænsnafóðnr Bætiefnarík varp-blanda Hf. FISKUR Sími 5472. ################################# Fyrir að kverka og salta smá- síld, hverja tunnu síldar kr. 3,60. Ef síld er þvegin hækka verkunarlaun 10 aur. á tunnu. Ef síld er flokkuð, hækka verkalaunin 50 aura á tunnu. Fyrir óþekktar verkunarað- ferðir skal semja sérstaklega. 2. gr. Öll almenn ákvæði samnings Verkakvennafélagsins Framtíð- in við atvinnurekendur í Hafn- arfirði dags. 2. febrúar 1938 gilda einnig hvað þennan samn- ing snertir. 3. gr. Samningur þessi gildir frá og með 15. september 1939. Hafnarfirði, 16. nóv. 1939. Jón Gíslason. Gunnar Ásgeirsson. Beinteinn Bjarnason. F. h. Verkakvennafélagsins Framtíðin. Guðríður Nikulásdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Þóra Bachmann. Verkalýðurinn métmalir: Verbakonnr i Hafn- arfirði mótmœla fri. Bjaraa Snæbjðrnss. Verkalýðsfélögun- UM, sem mótmæla frum- varpi Bjarna Snæbjörnssonar fjölgar nú óðum. Alþýðublað- inu hafa nú borizt mótmæli frá verkakonum í Hafnarfirði. Hefir félagið nýlega sam- þykkt svofellda ályktun: „Fundur í V.K.F. Framtíðin, Hafnarfirði, haldinn 20. nóvem- ber 1939, mótmælir harðlega framkomnu frumvarpi frá Bjarna Snæbjörnssyni alþing- ismanni um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og telur að slíkt frumvarp, ef að lögum yrði, myndi skerða mjög sjálfsákvörðunarrétt verkalýðsfélaga um séi in»ri mál“. CHARLES NOBBHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppretsnin á Bonnty. 129 Karl ísfeld íslenzkaði. hönd mína með báðum höndum. Tárin streymdu niður kinnar hans, og fyrst í stað gat hann ekki komið upp orði. •— Maimiti, hrópaði hann. Taurua, Balhadi! Komið þið hingað, það er herra Byam! Þrjár eldri konur nálguðust mig og horfðu á mig með miki- um efasemdum. Svo hrópaði ein upp yfir sig, vafði örmunum um háls mér og kjökraði. Það var Taurua, kona Youngs And- lit hennar var nú orðið hrukkótt og hárið tekið að grána. Ég hafði ekki séð hana frá því hún var seytján ára. Kona Smiths var orðin nærri því blind. Hún þreifaði sig áfram í áttina til mín. Ég þekkti hana naumast aftur. En Maimiti þekkti ég aftur. Hún hafði ennþá sömu andlitsdrættina og þegar ég hafði séð hana sem kornunga stúlka heima hjá Hitihiti. Hún var nú um fertugt og töfrar hennar og virðuleiki höfðu þrosk- ast með aldrinum. Ég skal ekki fara út í aukaatriðin. Mér var ómögulegt að greina sundur alla þá Christiana, Smith-a, Young-a, McCoy-a og Quintal-a, sem buðu mig velkominn. Þar var enn fremur Mary Christian, seytján ára stúlka, sem var jafnfögur og móðir hennar hafði verið á sama aldri. Þar voru sex Young-ar og jafnmargir Quintal-ar og Sarah og Daníel McCoy, sem voru nærri því jafngömul og elzti sonur Christians. Hraust- legri og glæsilegri unglinga hafði ég aldrei séð og þetta virtist hin hamngjusamasta fjölskylda. En ég undraðst það, að að- eins Alexander Smith skyldi vera eftir af öllum þeim, sem farið höfðu með Christian á Bounty. Smith nefndi þá ekki á nafn, og það var auðséð, að hann vildi ekki tala um þá, meðan börnin voru viðstödd. Það var nú komið að sólsetri, og farið var að matbúa kvöld- verðinn. Ég hafði sagt Cobden liðsforingja, að ef til vill yrði ég um nóttina í landi, og að hann skyldi bíða mín þar til morguninn eftir. Smith bauð mér að vera gestur sinn og þáði ég það með þökkum. Maturinn var framreiddur samkvæmt siðvenju Tahiti-búa, maturinn var steiktur á heitum steinum. Við borðuðum steiktan grís, yamsrætur, kartöflur og drukk- um tært lindarvatn. Við Smith borðuðum einir, því að þeir höfðu haldið þeim sið, að karlmenn og konur mötuðust sam- an. Litlu dæturnar hans, Dinah og Rachel, matreiddu handa okkur. Þegar maturinn var framreiddur, bað hann sömu borð- bænina og ég hafði heyrt ungu mennina þylja. Þegar við höfðum matazt, reikuðum við út, til þess að njóta kvöldsloftsins. — Þetta var dásamlegt kvöld. Máninn var á fyrsta kvartili og varpaði bjarma sínum yfir umhverfið. Við gengum fram á fjallsbrúnina, settumst þar og nutum útsýnis yfir hafið langt fyrir neðan okkur. Smith var ennþá sami sjó- maðurinn, rekkjunautur minn og káetufélagi. Venjur sjó- mennskunnar voru honum svo rótgrónar, að það var naumast að ég gæti fengið hann til þess að setjast við hlið mér. Ég skýrði honum frá því, sem við hafði borið í Evrópu síðustu tuttugu árin, ég sagði honum frá styrjöldum okkar við Dani, Hollendinga, Spánverja og Frakka, og að við hefðum sigrað allsstaðar á sjónum. Hann hlustaði á mig með mikilli athygli, og þegar ég skýrði honum frá orustunni við Kaupmannahöfn, þar sem 9 brezk skip hefðu barizt við 18 skip og sigrað, stökk gamli maðurinn á fætur stórhrifinn, kastaði hattinum sínuaa upp í loftið og hrópaði húrra fyrir Englandi. — Ég hefi saknað alls þessa, herra Byam, sagði hann og hrissti höfuðið dapur í skapi. Svo settist hann aftur. Nú var hann orðinn laus við tregðuna. Og þegar hann hætti að líta á mig sem tiginn mann, byrjuðum við að tala saman, eins og í gamla daga, og við ræddum um Bounty. Hann var nú orð- inn jafn málreifur og honum hafði áður verið tregt tungu að hræra. Ég skýrði honum frá verkefni mínu hér í Suðurhöf- um, og hvernig það hefði verið hreinasta tilviljun, að ég kom auga á eyjuna. — Þetta er Pitcaireyjan, sagði hann, þegar ég spurði hann, hvað eyjan héti. Ég veit það, af því að Christian sagði okkur það. Munið þér eftir því, að hann hafði eitt af sjókortum Carteres í Bounty? Þegar hann fór frá Tahiti, kallaði hann okkur saman og sagði, að hann ætlaði sér að leita þessarar eyjar. Enginn okkar hafði nokkru sinni heyrt getið um þessa ey, en þegar við höfðum hlustað á fyrirætlanir Christians vorum við allir sammála um það, að þar yrðuin við að fela okkur. Við sigldum fram og aftur í meir en vikur áður en við fundum eyjuna. Lega eyjarinnar hafði verið rangt merkt á kortinu. Herra Christian þóttist nærri því viss um, að eyjan væri alls ekki til, þegar við loks komum auga á hana. Það var ég, sem sá hana fyrst. Við vorum í góðu skapi þann daginn, og vorum ennþá hamingjusamari, þegar við komura í land og sáum, hvað staðurinn var viðkunnanlegur. Okkur gekk erviðlega að koma alifuglunum, grísunum og geitunum í land. Svo ákvað herra Christian að sigla skútunni beint á hamrana. Sumir voru á móti þessu fyrst, en Christian barði niður allar mótbárur. Annað hvort urðum við að géra það, eða leita að annarri eyju. Þegar allir voru erðnir sam-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.