Alþýðublaðið - 23.03.1920, Side 4

Alþýðublaðið - 23.03.1920, Side 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIB Nokkrar duglegar stúlkur g-eta feng-iö atvinnu við fiskverkan á Kirkjusandi hjá Th. Thorsteinsson. Ilér með aug’lýsist, að samkvæmt samkomulagi milli stjórnar verkakvennafélagsins Framsókn og Félags atvinnurekenda í Reykjavík, er tímakaup verkakvenna, að telja frá og með 13. þ. m., 0,85 — áttatíu og fimm aurar — (frá kl. 6 f. m. til kl. 6 e. m.). F. h. verhakvennafélagsins Framsókn Jónina Jónatansdóttir p. t. formaður. F. h. Félags atvinnurekenda í Reykjavík Pórður Bjarnason p. t. formaður. TOLG á kr. 1.30 hálft kg. fæst í Matardeild Sláturfél. Xoli konungur. Hftir Úpton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). XIII. Mike ganili sofnaði brátt, en Hallur hafði ekki unnið í nokkra daga og hafði um nóg að hugsa Þegar hann hafði um stund legið rótlaus, varð hann þess var, að einhver bærði á sér þar inni. Lít- ill lampi logaði dauft, og gegnum hálfopinn augun sá hann, að mað- ur settist upp. Hann var fyrst ekki viss um hver það var, en brátt þekti hann Grikkjan. Hann lá grafkyr. Einni eða tveimur mínútum síð- ar leit Hallur aftur; upp og sá þá manninni koma skríðandi og loks standa á fætur og læðast á tán- um í áttina til sín, en hann gætti þess vandlega að stíga ekki ofan á hina. Hallur gerði það sem hann gat til þess að draga andann eins og hann svæfi, en það var enginn hægðarleikur, þar eð maðurinn stóð hálfboginn yfir honum, og hann gat búist við því að verða lagður knífi þá og þegar. Hpnum fanst líða eilífðartími, áður en hann fann manninn fitla við treyjavasa hans. „Jæja, hann á þá að rannsaka mig,“ hugsaði Haílúr og beið þess að hendin þuklaði á fleiri vösum. En eftir endalausan tíma, að hon- um fanst, varð hann þess var, að hinn hafði rétt úr sér aftur og var í þann veginn að snúa til baka aftur á sinn fyrri stað. Augnabliki síðar, var hann lagstur fyrir og steinhljóð var í kofanum. Hallur fór með hendina ofan í vasa sinn. Hann fann eitthvnð, sem hann gat sér strax til að væru peningar. , • „Nú, já, svikráðl“ hugsaði Hall- nr og kfmdi; og jafnframt mintist hann allra skáldsagnanna, sem hann hafði lesið í æsku sinni, um þessháttar svívirðilegt athæfi; hroll- ur hafði farið um hann, er hann das söguna af sveitapíltinum, sem var nýkominn til bæjarins, þegar hann mættir þorpara, sem er ,ný- búinn að steia öllu úr fjárhirzlu húsbónda síns, og laumiar svo iiklinum að hirzlunni í vasa pilts- ins. Einhver, sem var í þjónustu „General Fuel Company“, hlaut að hafa lesið þessa sögu. Halli skildist það fljótt, að hann varð hið bráðssta að koma af sér seðlunum Honum datt í hug að lauma þeim aftur til svikarans, en ákvað svo, að bezt væri að geyma Edströrn þá, sem líklega yrði brátt féþurfi. Hann beið hálfa klukku- stund, svo Grikkinn hefði tíma til að sofna, siðan gerði hann með knífi sínum holu í kofagólfið og gróf peningana vel og vandlega. Því næst færði hann sig raeð var- kárni á annan stað, og hugsaði málið. Hvort myndu þeir bíða morg- uns, eða koma strax? Hann bjóst frekar við hinu síðara, svo hann varð ekki sérlega hissa, þegar hann heyrði, litlu siðar, að handfanginu á hurðinni var snúið. Rétt á eftir brakaði í hurðinni og hún hrökk opin fýrir átaki sterklegra herða. f>að er óskað eftir: Spítala-ráðsmanni. Manni sem kann að fara með mótor og veiða í net. Sjómönnum á opna báta. Auglýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Guð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- végi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðsl'unni á Laugavegi 18 b. Auglýsingaverð í blaðinu kr. 1,50 cm. dálksbr. Sjómannajélagar! Öllum tillögum til félagsins, eldri og yngri, er veitt móttaka á afgr. Alþbl. (Laugav. 18 B) alla virka daga kl. 10—7. Gjalðkerinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Olafur Friðriksson. Préntsiniðjan öutenberg.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.