Alþýðublaðið - 08.12.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.12.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 8. DES. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17) — Hér er sagt að sé merkilegur fugl, kallaður næturgali, sagði keisarinn. — Hvers vegna hefir mér ekki verið sagt frá honum? 18) —• Ég hefi aldrei heyrt á hann minnzt, sagði hirðamðurinn. — Hann hefir aldrei verið kynntur hér við hirðina. 19) — Ég vil að hann komi hingað að hirðinni í kvöld og syngi fyrir mig, sagði keisarinn. 20) — Ég hefi aldrei heyrt minnzt á þennan fugl, sagði hirðmaðurinn. — En ég skal leita hann uppi. Maltin Bruggið jólaölið tímanlega, þeim mun betra verður það. 5% í nxhéut • , lehluféqanquh ejjU% &UO Pemiigiaigjiafir til Vetrarhj'álparinnar. M. S. kr. 5,00, M. M. kr. 50,00, J. B. B. kr. 100,00, X. X. kr. 120,00, Guðm. Þorsteinsson, Banlt. 12, kr. 25,00. Kærar þakkir. — F. h. Vetrarhjiálparinnar. Stefán A. Pálsson. Ef ég væri konungur heitir myndin, sem GamiaBíó sýnir núna. Er hún um franska skáldi'ð Franoois Villon. Aðalhlut- vierkin leika Ronaid Colmian, Franoes Dee og Basil Rothbone. Ekstrabladet í Kaupmannahöfn birtir grein uim áróður Sovét- Rússlands á íslandi og minnist á rússnesku skeytasendiingarnar í því sambandi. (FÚ.) Útbreiðið Alþýðublaðið! Bækur M. F. A. irki, syidsap n lækna og lækningar, eftir Gronin kom nt í dag. -...------- Vilimandur Jénsson islenzkaðL Dr. A. J. Cronin. |7 INHVER langmerkasta bókin, sem komið hefir út á ís- lenzku á þessu ári, kom út í jdág. Er það fyrra bindi bókarinnar Borgarvirki, eftir dr. A. J. Cr> nin, skozkan lækni, en útgefandi er Menningar- og fræðslusám- band alþý'ðu. Vilmundur Jónssón Iandlæknir islonzkaði rneð leyfi höfundarins. Frá því bókin kom út hefir hún farið sigurför um allain hinn bók- lesandi heim og verið þýdd á fjölda tungumála. Kom hún fyrst fút í Englandi undir nafninu The Citadel í júiímánuði 1937. 1 janúarmánuöi árið eftir hafði hún komið út í þriettáin útgáfuim í Englandi og náði þar geysimikilli útbrieiðsliu.. A NorðurlöndUm hefir bókin náð meiri útbreiðslu en nokkur önnur bók á síðari árum. Höfun 'u inn, Archibald Joseph Croniin er fæddur árið 1896, tók læknispróf og stundaði lækningar þar til árið 1931, en þá fór hann að Leggja stund á ritstörf og er nú talinn éínhver snjallasti rit- höfundur Breta, Fimm aðrar skáldsögur hafa komið út eftir hanin og þykja frábærar, en þó þykir „Borgarvirki“ bezta saga hans, enda frægust. Bók þessi er skáldsaga um lækna. Hafa sumir ritdómarar skilið hana svo, sem hún væri árás á læknastéttina, en svo er ékki. Heldur höfundurinn mjög á lofti gildi læknavísindanna og hinni háleitu köllun læknastéttar- innar, að lina. þjáningar mann- kynsins og auka farsæld þess. Auk þess lýsir bókin erfiðleikum þeim, sem læknar eiga við að stríða, áhyggjum þeirrá, sigrUm og ósigrum. Auk þess sem bókin hefir sið- ferðilegan boðskap að flytja, sem á erindi til alls mannkyns- ins, er hún hinn háleitasti sikáld- skapur. Persónur þær, sem Iýst er í bókinni, eru mótaðar með svo lifandi svip, að lesandainum | finnst þær tala við sig mennsk- um rómi, og að hann sjái þær ljóslifandi fyrir sér. Bókin er þvi, auk hins siðferðálega boðskapar, sem hún flytur, eitt hið fuilkomn- asta listaverk, og mun hún verða íslenzkri alþýðu mjög kærkomin. Um þýðinguna þarf ekki að ræða. Auk þess sem þýðandinn, Vilmundur Jónsson, er læknir, er hann ,eins og öllum er kunnugt einhver pennafærasti maður, sem nú ritar íslenzka tungu. íslenzba glíman og skólarnir. Gftir OórariB Magnússon IDAGBLÖÐUM bæjarins hefir þess verið getið, að skóla- nefndir barnaskólanna hér í Rvik hafi á fundi, meðal annars tek- ið til meðferðar bréf frá I .S. í. um að íslenzk glíma yrði tekin upp sem kennslugrein í skólum> en skólanefndirnar sáu sér ekki fært að mæla með þvi. Þótt vit- að sé að almenningur þessa bæj- ar hefir ékki mikinn áhuga á íslenzkri glímu, var þess þó að vænta að skólanefndimar kynnu að ,meta hana sem þjóðaríþrótt og íþröttagildi hennar, að minsta kosti til jafns við aðrir íþróttir sem skólamar láta iðka, svo sem handknattleik, svo eitthvað sé néfnt, sem ekki hefir íþrótta- gildi, né sé þjööiegri íþrótt en íslenzka glíman. Þá er tæplega hægt að álíta, að skólanefndimar telji íþrótta- þjálfun bamanna svo vel komið innan skólanna, að engu þurfi við að bæta, þar sem aðgins tveir tímar í viku em ætláðir til fimléika- og handknattleiks- kennslu utan sundtímans, sem er alltof stutttur og öfullnægjandi. Enda veit ég. að íþróttakennarar líta svo á, að iþröttastarfsiemi skólanna sé ekki fullnægjandi, og fimikennari við Austurbæjar- bamaskólann, hefir boðið og hafið aukatímakermslu tvisvar í viku fyrir drenigi úr elztu bekkj,- um ofannefnds skóla, vestur í íþróttahúsi íþróttafélags Reykja- víkur, sem þó er af mörgum for- eldmm og félögum, sem sumir þessara drengja teljast til, mjög misséð, þar sem þessi starfsemi er talin áröður ininan skólans fyr- ir visst félag, en aulk þess er mjög óþægilegt fyrir drengi, sem eiga heima austur í bæ, áð sækja æfíngar vestur í bæ. Leyfi ég mér þvi að spyrja: Er hér um ólíölegheit að ræða af hendi skólastjórnar Austurbæjar- bamaskölans, að leyfa ekki þess- ar auknu æfingar í fimleikasal skólans, þar sem umræddir drengir tilheyra honum? Eða er þessi ráðstöfun kennarans af öðmm rótum mnnin? Þar sem fyr nefndur kennari telur eldri drengjum sfeólans nauðsyn á fjórum timum á viku til líkamsþjálfunar, efast ég ekki um, að hann væri fáanlegur og teldi jafnvel heppilegt, að tveir þessara tíma væm einmitt í ís- lenzkri glímu; en meira mun 1. S. I. ekki hafa farið fram á. Væri því æskilegt, að skóla- nefndimar tækju þetta mál til frekari meðferðar og kynntu sér þá áliit íþróttakennarastéttarinnar. Flestar þjóðir myndu telja sér skylt að hlynna sérstaklega að þeirri íþrótt, sem þær gætu með jafnmiklum rökUm og xétti til- einkað sér sem þjióðaríþrótt og vér getum með islenzku glímuna, auk þess sem vel glímdar glímur em með fegurstu iþróttum á að sjá, hefir hún mjög alhliða þjálf- andi íþróttagildi fyrir likama og sál. Að íslenzk glima hefir beðið Iægri hlut með iðkendafjölda fyrir öðrum íþróttum,.er ékki fyr- ir það, að.þær íþróttir Ixafi tekið (henni fram í einu eða öðm, held- ur að miklu leyti eða eingöngu fyrir þá sök, að þær koma að- fluttar, nýjar.fyrir fól’kið, móðins sem kallað er, en glíman, sem er gömul eins og íslenzku ullaríötin, verður að vikja um set. ÞjóÖrækniskennd vor er að vakna og allt, sean þjóðlegt er, á áð hiafa) í heiðri og varðveita frá gleymsku, og má þá ekki gleyma íslenzku glímu.nni, sem hefir lifað með þjóðinni og átt óútneifcnan- liegan þátt í aö viðhalda fomra líka.mshreysti og hugardjörfung íslendinga í gegnum svartnættis- timabll þjóðarinnar. Það er því Frh. á 4- síðu. sikal ég því til sönnunar benda á, að Aðalsteinn Hallsson leik- I er bók barnanna og bezta jélagjöfin. JOHN DICKSON CARR: Morðin í mmpdasafninn. 4. — Við skulum fara. Maðurinn er brjálaður. — En þegar ég athugaði þetta betur, sá ég, að þetta var mis- sýning. Herra minn, sagði Augustin, og horfði fast á Chaumont. Þér ættuð að hlusta á mig, því að þetta snertir yður. Þér segið, að unga. stúlkan, sem hvarf, hafi verið unnusta yðar. Jæja, þér spyrjið, hvort ég hafi séð unnustu yðar. Hlustið nú á. Hún kom inn í gær, um hálftíma áður en lokað var. Það vöru aðeins tveir eða þrír gestir í safninu, svo að ég veitti henni at- hygli. Ég stóð við dyrnar að göngunum, sem liggja ofan í kjallarann, þar sem ég geymi vaxmyndirnar af hinum deyjandi mönnum og glæpamönnum, „hryllingasafnið“. í fyrstu sýnd- ist mér hún vera úr vaxi og horfði á hana með athygli. Það var falleg stúlka. Svo vék hún sér að mér og spurði, hvar hafurfætlingurinn væri. — Hvað átti hún við með því? spurði Chaumont. — Það er ein myndin í safninu mínu. En hlustið nú á mig! Augustin laut fram, til þess að gefa orðum sínum meiri á- , herzlu. Skegghýjungurinn iðaði. — Hún þakkaði mér fyrir. Þegar hún var horfin ofan stigann, ætlaði ég að ganga fram og gæta á klukkuna, til þess að vita, hvort ekki væri kominn lokunartími. Um leið og ég fór leit ég til baka, niður stigann. Grænum ljósbjarma brá á veggi uppgöngunnar. Ung- frúin var komin þar að, sem stigapallurinn er. Ég heyrði fóta- tak hennar, hún gekk mjög gætilega. Þá sá ég aðra stúlku elta hana ofan stigann, Mér sýndist það vera vaxmyndin af frú Louchard, morðingjanum með öxina, því að ég sá litla, brúna hattinn. II. KAFLI GRÆNU LJÓSIN. Loks þagnaði þessi skræka rödd. Chaumont krosslagði hend- urnar á brjóstinu. — Þér eruð annað hvort útfarinn þorpari eða, eða kolbrjál- aður, hreytti hann út úr sér. — Hægan, sagði Bencolin. — Það er sennilegt, herra Aug- ustin, að konan, sem þér sáuð, hafi verið með holdi og blóði, en ekki vaxmynd. Reynduð þér að athuga það nánar. — Ég var hræddur, svaraði gamli maðurinn. Hann var mjög eymdarlegur á svipinn. En ég vissi, að enginn. sem leit þannig út, hafði komið inn á safnið mitt þennan dag. Ég var svo hræddur, að ég þorði ekki að fara og athuga þetta nánar. Ég átti von á því, að ég sæi vaxandlit og starandi augu. Ég fór því fram að dyrum til dóttur minnar, sem annast aðgöngu- miðasöluna og spurði hana, hvort nokkur kona hefði komið, sem líktist frú Louchard, En svo var ekki. — Hvað gerðuð þér þá? — Ég gekk til herbergja minna og dreypti á brennivíni. Ég fór ekki fyrr en eftir lokunartíma. — Þér hafið þá ekki selt aðgöngumiða þennan dag? — Það komu svo fáir, herra, sagði gamli maðurinn. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég minnist á þetta. Og þér segið að ég sé brjálaður. Ef til vill er ég genginn af vitinu. Hann grúfði andlitið í greipar sér. Eftir stundarkorn stóð Bencolin á fætur, setti á höfuð sér mjúkan dökkan haít, sem slútti fram yfir augun og sagði: — Við skulum ganga til safnsins. Við leiddum Augustin, sem virtist vera hálfblindur, út aft- ur, inn í danssalinn, þar sem danslögin ómuðu. Mér dátt skyndilega í hug maðurinn, sem Bencolin hafði bent mér á, maðurinn með bogna nefið, og einkennilegu augun. Hann sat ennþá í sama horninu og hélt á vindlingi. En augnaráð hans var starandi, eins og drukkins manns. Lagskonur hans voru farnar frá honum. Þegar við komum út á götuna var töluvert dimmt. Stóra St.-Martin steinbogann bar við himinn. Það var töluvert hvasst og laufin af trjánum í görðunum flögruðu um gangstétt- ina. Ljós voru ennþá í gluggum nokkurra kaffihúsa og inn um gluggana mátti líta þjónana, sem voru að raða upp stól- um og borðum. Tveir lögregluþjónar, sem voru að tala sam- an á götuhorni, vörpuðu kveðju á Bencolin um leið og við fórum fram hjá. Annars voru engir á ferli. En ég hafði það þó á vit- undinni, að gægst væri á eftir okkur út um hverja gluggarúðu, og út úr hverju porti. St.-Appoline-gatan er stutt og þröng. Á horninu er knæpa og heyrðist þaðan mikill hávaði. Við sáum danspörin svífa um gólfið bak við gluggatjöldin. Svo sáust engin ljós í glugg- um, fyrr en kom að húsi númer 25, en það var vinstra megin götunnar. Beint á móti því húsi námum við staðar frammi fyrir húsi með stórum dyrum og steinsúlum fyrir framan. Þar var stórt spjald áletrað klunnalegum stöfum: „Augustin- safnið, vaxmyndasafn, stofnað af J. Augustin 1862. Opið kl. 11 fyrir hádegi til kl.. 5 eftir hádegi.“ Þegar Augustin hafði hringt, var hurðin opnuð og marraði þá í hjörunúm. Við gengum inn í litla forstofu. Hún var lýst með daufum rafljósum. Á veggjunum voru með ljósastöfum lýsingar á myndunum, sem inni fyrir voru. Þar var skýrt frá spanska rannsóknarréttinum og pyndingatækjum þeim, sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.