Alþýðublaðið - 13.12.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1939, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 13. DEZ. 1939. ALt&ÝÐUBLAÐIÐ Næturgalinn. §4) Og þá fór næturgalinn að syngja. — Þetta er næturgalinn, sagði litla stúlkan. Hlustið nú á, og þarna situr hann. Og hún benti á lítinn fugl, sem sat á grein. 35) Getur það verið, sagði hirðmaðurinn. — Þannig hafði ég ekki hugsað mér hann. Hann hefir sennilega misst lit við það að svona margir heldri menn horfa á hann. 36) Litli næturgali, sagði eldabuskan — vertu náðugur, keisarann langar svo mikið til að heyra þig syngja. 37) Það skal ég með ánægju gera, sagði næturgalinn. Manchettskyrtnr, bindi pg annar karlmannafatnaður í miklu úrvali. Tekjuafgangur eftir árið. ^ökaupíélaqiá Mð hljótlð að vlta að líftryggingar eru til orðnar yðar vegna. Fyrstu líf- tryggingarfélögin í hverju landi hafa oftast verið stofn- uð af, eða með stuðningi viðkom- andi ríkisstjórna. Enda eru líftrygg- ingarfélögin ekki rekin sem gróðafyrirtæki, heldur er ágóðinn, þegar um hann er að ræða, látinn ganga til hinna tryggðu. Það er nú talin fyrsta skylda hvers manns, sem ætlar að sjá fyrir sér sjálfur, að byrja með því að kaupa líftryggingu og þannig fyrst að fyrirbyggja að fráfall hans verði öðrum til byrði, næst að skapa öryggi fyrir afkomu aðstandenda og í þriðja lagi — það er líka gott að fá útborgaða mikla pen- inga, ef þér lifið hið ákveðna aldurstakmark. LÍFTR Y GGIN G ARDEILD. Aðalskrif stof a: Tryggingarskrif stofa: Eimskip, 2. hæð. Carl D. Tulinius & Co. h.f. [Sími: 1700. Austurstr. 14. Sími: 1730. Póstferðir 13/12 1939. Frá R: Mosfells- sveiiar-, Kjalarness-, Reykja- ■ess-, Ölfuss- og Flóapóstar, Laugarvatn, Hafnarfjörður, Álftanesspóstur. Til R: Mos- fellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa- póstar, Laugarvatn, Hafnar- fjörður, Borgarnes, Akranes, Húnavatnssýslupóstur, Skaga- f j árðarsýslupóstur. Blindrafélagið þakkar öllum þeim, er með gjöfum, vinnu og á annan hátt stuðluðú að hinum ágæta árangri, er varð af bazar félagsins síðast- liðinn sunnudag. Ceylon nefnist nýútkomin bók eftir John Hagenbeck. Ársæll Ámason gefur bó'kina út. Er bókin um lifnaðarhætti og náttúralíf á Ceylon. Tvð skáld. \ 1' Einar benediktsson hefir gefið þjóð sinni kon- unglega gjöf, hverjum einasta íslending, er vill við henni taka. Ég finn mér skylt að þakka E. B. fyrir ljóðin hans, fyrir þær ógleymanlegu ánægjustundir, er þau hafa veitt mér. Hverjum íslendingi ætti að vera það metnaðarmál að lesa þau og læra, láta þau hrista burt hversdagsleikann og vekjá til lífsins það fegursta, er býr í hverri mannssál, því það gera þau óhjákvæmilega, ef menn á annað borð fást til að kynnast þeim. Það gladdi mig þyí mjög mikið. þegar ég sá og heyrði í blöðum og útvarpi að minnzt var rækilega 75 ára afmælis E. Benediktssonar. í þessu sambandi kemur mér í hug atvik frá alþingishátíð- inni 1930, á Þingvöllum. Mér varð ásamt mörgum öðrum gengið fram hjá þar sem æðsta stjórn landsins ásamt nokkrum helztu mönnum þjóðarinnar var að halda veizlu konungi og fylgdarliði hans. Mér varð starsýnt á einn mann, er stóð fyrir dyrum úti og studdist við staf. Maðurinn var óvenju aðsóps- mikill og tígulegur þó ekki væri hann í veizluklæðum. Augun voru starandi og fjar- skygn. Mér var sagt að þessi maður væri E. Benediktsson. Ég hafði aðeins séð hann á myndum. Mér brá við, þarna stóð þá þessi stórbrotni maður, skáldkonungur íslands, eins og hver annar beiningamaður úti fyrir dyrum veizlusalsins. Hann hafði þó ort hátíðarljóðin, — sem aðeins fengu önnur verð- laun. Ef til vill hefir það ekki legið fyrir E. B. að yrkja tæki- færisljóð, þau þurfa helzt að vera auðskilin og fljótlærð, en þess háttar Ijóðagerð hentaði ekki E. B. Hann kann ekki að vaða grunnt. Hitt skáldið, er ég stend í þakkarskuld við, er Jakob Smári. Hann átti fimmtugsaf- mæli nýlega, og kom þá út 3ja ljóðabók hans. Þessi skáld eru eins ólík og tvö skáld geta verið, en þó hafa þau margt sameiginlegt. Báðir eru frumlegir og fara sínar göt- ur, en ekki annarra. Hvorugur þeirra er alþýðuskáld eins og það hugtak er skilið. Báðir eru hárfínir í skáldskapnum, svo fínir, að hvergi verður, vart við örðu af sora. Báðir hafa inni- lega samúð með þeim, er bera skarðan hlut frá borði. Báðir fyllast þeir lotningu fyrir því æðsta og háleitasta í tilver- unni, guðdóminum og öllu því fegursta, er mannsandann dreymir um. E. B. geysist áfram með storminum um víða ver- öld. Hann er eins og vormorg- unn x upprennandi sól, sem heimtar allt og alla til starfs og dáða. J. S. lætur andblæinn vagga sér um himingeiminn, í fylgd með honum er friður hið innra og töfrandi hillingar inn í framtíðarlöndin. Gimsteina- djásn og glitrandi perlur E. B. sjást í gegnum brimrótið og stórfengleik íslenzkrar náttúru. Gimsteinar J. S. birtast í bláma víðáttunnar, angan blómanna og hjali barnsins. Hver á sinn hátt lyfta þeir anda manns upp úr grárri þoku hversdagsleikans og hugurinn fyllist lotningu fyrir tilverunni einn og alheimssálin hefir ætl- azt til. Með þessum línum vildi ég vekja athygli allra, er fögrum ljóðum unna, á bókum þessara tveggja skálda. Á meðan eruð þið í góðum félagsskap og ykk- ur líður betur á eftir. A. J. .... ■ 1 ^ Háskólinn vann beðsnndið. HIN ÁRLEGA boðsundkeppni milli skólanna fór fram i Sundhöllinm í fyrrakvöld. Á- horfendur vom eins margir og húsrúmið leyfði, og mörgum var vísað frá. Átto skðiar tóku þátt í keppninni, og sýnir það, ásamt áhorfendafj öldanum, hve mikill áhugi er nú á sundiþróttiimi í skólunum. Hver skóli sendi 20 manna sveit, og synti hver maður tvisv- ar sinnum 33V$ m. Alls vom þátt- ftakenduir í keppninni því 160, og er það áieiðanlega mesti fjöldi, éem í sundmóti hefir tekið þátt hér á landi. Orslitin urðu þessi: 1. Háskólinn 17:56,3 mín. 2. Iðnskólinn 18,00,8 — Verzlunarskólinn 18:25,3 •— Menntaskólinn 18:31,1 — Gagnfræðaskóli Reykjavíkur 19:29,0 — Gagnfræöaskóli Reykvikinga 19:40,6 — Stýrimannaskólinn 49:38,0 — Kennaraskólinn 20:14,8 — Allar sveitimar, nema tvær þær fyrstu, vom dæmdar úr leik, ýmist vegna þess, að keppendur stungiu sér of fljótt eða þeir ikomu ekki rótt í mark. Háskólinn vann nú bikar þann, sem hann hefir getið til þessarar keppni, í þiiðja sinn í möð og því til fullr- ar eignar. finllarmband hefir fundizt. Eigandi vitji þess gegn fundarlaunum og greiðslu þessarar aug- lýsingar. — A. v. á. JOHN DICKSON CARR: Moróin í vaxmyndasafninn. 8. gustlns á armlegg mínum, þegar Bencolin fór að athuga lásinn. -— Það. er smekklás, sagði hann, — og hefir verið opnaður í kvöld. — Eru dyrnar ólæstar? hrópaði Augustin. — Standið kyrrir, hrópaði Bencolin. — Það hljóta að vera spor í sandinum. Hann greip vasaklút upp úr vasa sínum, yafði honum um hendina á sér og ýtti á hurðina. Við vorum staddir í þröngum gangi, sem lá fram með aft- urhlið hússins. Og við gátum séð múrvegg næsta húss og við heyrðum umferðaskarkalann á götunni. 1 miðjum ganginum lá lítil handtaska og innihald hennar lá á dreif um góífið. Á gólíinu og veggjunum lágu blóðdrefjar. Bencolin stundi þungan og sneri sér að Augustin. — Og hvað getið þér sagt mér um þetta? — Ekkert, herra! Ég hefi búið hér í húsinu 1 fjörutíu ár. Ég fer mjög sjaldan um þessar dyr. Ég veit ekki einu sinni hvar lykillinn er. Leynilögregluþj ónninn brosti biturt. Og samt sem áður er lásinn nýsmurður. Og hjarirnar eru nýsmurðar. Það er nú svo með það. Ég fylgdi honum eftir niður ganginn, sem lá út að stræt- inu. Þar voru aðrar dyr. En þær dyr voru opnar upp á gátt. B«ncolin blístraði lágt. — Þegar þessar dyr eru lokaðar hlýtur að vera þreifandi myrkur í ganginum. Mér þætti gaman að vita, hvort nokkur ráðstöfun hefir verið gerð til þess að hægt væri að kveikja hér. En hvað er nú þetta? Hann hafði komið auga á ofurlítinn hnapp á steinveggn- um um sex fet frá jörðu. Hann þrýsti á hnappinn. Daufum bjarma brá um hinn skuggalega gang. Hann hrópaði upp yfir sig og slökkti þegar í stað aftur. — Hvað er að? spurði ég. Af hverju slekkurðu ljósið? — Ætlarðu ekki að rannsaka ganginn? — Hafðu ekki hátt, sagði Bencolin. — Ég kæri mig ekki .um að fá lögregluna hingað inn. — Lögregluþjónarnir myndu þvælast hér í alla nótt, taka myndir og rannsaka. Ég get ekki hleypt þeim hingað inn. Flýttu þér nú. Lokaðu hurðinni. Taktu nú upp vasaklútinn þinn og taktu upp töskuna þarna og innihald hennar. Ég verð að rannsaka hitt í flýti. Hann hafði læðst á tánum um ganginn. Ég fylgdi dæmi hans. Hann laut að veggnum, til þess að rannsaka blóðdrefj- arnar. Hann tautaði fyrir munni sér og tók upp og lét í um- slag eitthvað, sem glitraði á gólfinu. Ég gætti þess vandlega, að mér sæist ekki yfir neitt og tíndi upp allt, sem hrotið hafði úr töskunni. Það var varalitur, vasaklútur, nokkur nafnspjöld, séndibréf, bíllykill, bók með heimilisföngum og ýmislegt fleira. Svo benti Bencolin mér að fylgjast með sér og við fórum aftur inn um dyrnar á safninu og þangað, sem hafurfætlingurinn var. Leynilögreglumaðurinn leit á dyrnar og gretti sig. — Já, sagði hann við sjáifan sig. Ef þessar dyr væru loka^ar en hinar opnar, þá væri hægt að sjá grænu ljósin. Hann snéri sér að Augustin, sem skalf eins og lauf í vindi. Hugsið yður nú vel um, sagði hann. Þér sögðuð okkur, að þegar þér fóruð, klukkan um hálf tólf, hafið þér slökkt öll ljósin. — Já, sagði hann. — Þér eruð sannfærður um, að þér hafið slökkt öll ljósin? — Já, það er áreiðanlegt. Bencolin strauk ennið. . — Það er eitthvað bogið við þetta — eitthvað bogið við þetta. Þetta ljós, að minnsta kosti, hefir ekki verið slökkt. Chaumont! Hvað er klukkan? Chaumont var utan við sig. Hann tók upp stórt gullúr. Klukkan er nærri því eitt, svaraði hann dauflega. Mér virtist eftir Bencolin að dæma, að hann væri um það bil að komast á slóðina. — Jæja, sagði hann, — þá skiljum við lík ungfrú Martels eftir hér stundarkorn. Bíðið aðeins andarták. Hann kraup aftur niður við hlið líksins. Hann tók aftur upp festina, sem var um hálsinn á líkinu. Festin er mjó, sagði hann, en hún er mjög sterk. Þegar hann stóð á fætur og gekk upp stigann, sagði Chau- mont: — Ætlið þér að skilja líkið eftir hér? Hvers vegna ekki? Ungi maðurinn strauk hendinni yfir augun. Ég veit ekki, sagði hann. — Það gerir máske ekkert til. En hún var vön því að margt fólk væri umhverfis hana, meðan hún var á lífi. Staðurinn er svo drungalegur — umhverfið ömurlegt. Er yður sama, þó að ég verði hérna eftir. Bencolin horfði á hann forvitnisaugum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.