Alþýðublaðið - 15.12.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.12.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 15. DEZ. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 42) í höllinni var mikið um viðbúnað. Allt var fægt hátt og lágt, veggir og gólf voru úí postulíni. Svo hljómuðu allar klukk- umar. 43) í miðjum stóra salnum, þar sem keisarinn sat, var settur upp gullpinni. Þar átti næturgalinn að sitja. 44) Og litla eldabuskán'hafði fengið leyfi til þess að standa bak við hurð- ina. 45) Allir voru í skrautlegustu fötunum, og allir horfðu á næturgalann. Og keisarinn kinkaði kolli. Kerti tii Jólanna gott úrval — lágt verð. 51. i pfinlun lefcftuikíflcutqWt ejjfaí cVúÁ % óska öllum mínum velunnurum, kunningj- «m og frændum í bæjum og.hús- w.m í sveit og við sjó hjartanlega gle'ðilegra jóla og far&æls árs 1940. rÉg hý nú: alieinn, :því vinur mi’nn ©g fóstbróöir, Guðrn. Sig- urðsson • skipstjóri, er alltaf á sjúkrahúsi. Ef vinir mínir vildn gleðja. mig eitthvað fyrir jólin, þá hittist ég á götum bæjarins álltaf einhvern tírna dagsins. Líði löllum vel! Oddur Sigurgeirsson einbúi. . ■ Penin,giagjafir til Vetrarhjálpar- innar: N. N. 10 kr„ J. G. 5 kr„ Starfs- fólk á skrifstofu borgarstjóra 140 kr„ Ása & Ingi 25 kr-» Mb. „Jón Þórfáks;son“ 100 kr„ A. E. J. 59 kr„ N. N. 2 kr„ Sæmundur Bjarna sion 50 kr„ ínnkomið við skáta- [söfnun í yestiurbænum, Miðbæn- um og Skerjafirði kr. 2035,57, N. N. 10 kr„ C. P. 5 kr. — Kærar þákkir. F. h. Vetrarhjálparinnar. Siefán A. Pálisison. UMRÆÐUEFNI Hvað er nýtilegt í höggorms- frumvarpinu? Fréttastarf- semin í landinu, útvarpið og blöðin. „Iceland Press“. — Bændurnir og menntastofn- anirnar. Framfærslulögin, styrkþegarnir og kaupið. Bændurnir og kaupgreiðslur þeirra. Dæmi um framkomu sveitarstjórnar. Lögreglu- frumvarpið. Unglingavinn- an. Hálkan og úthverfin. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÞAÐ ERU VÍST engin líkindi til þess, að hið svokallaða höggormsfrumvarp verði samþykkt óbreytt og ekki einu sinni aðalat- riði þess. Það má hins vegar búast við því, að einstaka atriði þess verði samþykkt, þar á meðal greinin um útvarpið, sem telja verður til bóta frá því, sem nú er. Aðalatriði hennar eru þau, að rík- isstjórnin skipi útvarpsstjóra og að fréttastofan verði lögð undir út- varpsráð, það er að hún verði tek- in undan yfirstjórn' útvarpsstjóra og að útvarpsráð hafi síðan sam- vinnu við blöðin um stjórn og rekstur fréttastofunnar. ÞETTA ER MIKIL BÓT frá því, sem nú er, og þó að telja megi að núverandi útvarpsstjóri verði úr þessu alls ekki ellidauður í emb- ættinu, þá er það samt gott að út- varpsráð og blöðin stjórni og reki þessa fréttastofu, sem gæti hæglega orðið um leið hin opinbera frétta- stofa íslands, en hennar er brýn þörf. Vitanlega yrði að gæta jafnt hagsmuna útvarpsins og blaðanna í sambandi við rekstur slíkrar fréttastofu, og er það vel hægt og líka nauðsynlegt að koma á slíkri samvinnu. Til þessa hefir það varla átt sér stað. ÍSLENZK FRÉTTASTOFA er varla til, þó að fréttastofa blaða- manna hafi að nafninu verið til undanfarið, þá hefir hún ekki komið að gagni, enda varla til þess ætlast, þar sem hún hefir raunverulega ekki haft neitt fé og enga skrifstofu. Opinbera íslenzka fréttastofu ætti að stofna um leið og nýskipun verður tekin upp á þessu sviði með samvinnu milli útvarpsins og blaðanna og gæti hún vel heitið „Iceland Press“. FLEST ÖNNUR atriði högg- ormsins eru óhæf, enda mæta þau megnri andúð flestra eða allra, ekki aðeins verkamanna á sjó og landi, heldur og annarra starfs- stétta. Verkamaður sagði við mig í gær: „Þó að ég hafi ekki nema allt gott að segja um sveitalífið og bændastéttina, þá finnst mér skör- in vera farin að færast upp í bekk- inn, ef það á að fara að verða skil- yrði fyrir upptöku í menntastofn- anir landsins, að viðkomandi ung- lingur hafi meðmæli frá einhverj- um sveitabónda." OG ÉG VERÐ nú að segja það, ð þetta er rétt. Bændastéttin er DAGSINS. vel skipuð, en að hún sé fær um þetta nýja hlutverk tel ég ekki líklegt, að minnsta kosti teldi ég mjög slæmt ef sonur minn þyrfti á meðmælum Jóns Pálmasonar að halda til að vera tekinn gildur í fyrsta bekk menntaskólans hér í Reykjavík eða aðra skóla. GAMLI er glöggur karl og greinagóður. Mér þykir vænt um bréf hans, því að þau eru vel skrifuð. Hér er það síðasta: „Eins og kunnugt er varð talsverður bruni hjá KRON í Bankastræti fyrir alllöngu síðan, og urðu tölu-i verðar skemmdir á vörum, að sögn. En hvernig er það, hvenær á „brunaútsalan" að verða, sem fé- lagið tilkynnti er það opnaði aft- ur? Máske á að gefa mönnum kost á ódýrum vörum fyrir jólin. Því ekki vil ég ætla, að KRON vilji reikna sér stríðsgróða á skemmd- um vörum, sem félagið auðvitað hefir fengið bættar af vátrygging- arfélaginu." í HINUM NÝJU framfærslulög- um er sveitarstjórnum gefið vald til að ráðstafa þurfalingum í vinnu, þó það jafnvel sé fjarri heimili þeirra og þeim nauðugt. En hvernig er með kaupið? Styrkþeg- inn hlýtur að eiga heimtingu á því, að honum sé tryggt sómasamlegt kaup, úr því hann er sviftur sjálfs- ákvörðunarrétti. Hann er enginn glæpamaður og á fullan þegnrétt úr því hann er þvingaður til að bera skyldurnar." „Á RÁÐNINGARSTOFUNUM liggja oft fyrir beiðnir um menn í vinnu í sveit. Eru næstum æfinlega skilyrðin: kaup eftir samkomulági. En hvernig gefst þetta? Nokkrir bændur borga sómasamlega eins og tilskilið er, aðrir illa, og nokkr- ir svíkjast um að greiða fyrir vinn- una að mestu eða öllu leyti Það ætti að vera lögskylda um greiðslu ákveðins lágmarkskaups fyrir hvers konar vinnu alls staðar á landinu." „MÉR ER ÞAÐ í BARNSMINNI að fátæk hjón urðu að skilja sam- vistum og koma börnum sínum fyrir með ábyrgð hreppsnefndar. Maðurinn vann eins og hann gat og konan vildi hjálpa honum. Þá fann hreppsnefndin upp á því snjallræði, að ráða konuna sem vinnukonu hjá hreppstjóranum fyrir fimmtíu krónur í árskaup. Bónda einum fannst þetta ófagrar aðfarir, og með hjálp hans fékk konan að vera laus og innvann sér 135 krónur yfir sumarið. Það voru miklir peningar þá 85 krónur, enda gátu hjónin til samans unnið fyrir börnunum og þurftu ekki sveitarstyrks með. En hugsunar- háttur þessarar sveitarstjórnar, að meta hag hreppstjórans meira en hag þurfalingsins, er víða til enn. Fyrir þeim hugsunarhætti á að verja smælingjana." „ÞÚ MANST ÞAÐ SJÁLFSAGT Hannes minri, að Alþýðuflokkur- JOHN DIGKSON CARR: Morðin í uaxmynöasaíninu. i©. — Ske til, sagði Chaumont. —< Ég get ekki horft á hana, án þess mér detti Odette í hug. Ég get ekki að því gert. —- Verið þér r.ólegur, sagði Bencolin — og komið þér með okkur. Þér þurfið að fá yður staup af víni. Við fórum upp stigann, út úr safninu ög til íbúðarherbergja Bencolins. Ungfrú Augustin hætti að rugga sér á stólnum, beit sundur þráðinn og leit á okkur. Hun hefir hlotið að sjá það á okkur, að við höfðum fundið fleira en við áttum von á. Au.k þess var handtaskan grunsamleg. Án þess að segja orð, gekk Bencolin að símanum, en Augustin, skjálfandi á beinunum, þreifaði inn í skáp og kom fram með flösku af víni. Dóttir hans horfði á þegar hann hellti í vænt staup handa Chaumont. Mér var íarið að líða óþægilega. Klukkan tifaði og ungfrú Augustin ruggaði sér í stólnum. Hún mælti ekki orð frá vör- um, en sat eins og stirðnuð á stólnum. Bencolin kom aftur inn í herbergið. —r Ungfrú, sagði hann —: mig langar til að spyrja- — Marie, greip faðir hennar fram í. Ég gat ekki sagt þér frá þvþ en það hefir verið framið morð. — Gerið svo, vel og þegið, sagði Bencolin. — Mig langar til að spyrja ungfrúna, hvenær hún hafi kveikt ljósin í safn- inu í kvöld. Hún lagði saumadótið í kjöltu sér og sagði: —Ég kveikti rétt eftir að pabbi fór. — Hvaða ljós kveiktuð þér? — Ég kveikti ljósin í aðalsalnum og í stiganum, sem. liggur niður í hryllingadeildina. — Hvers vegna gerðuð þér það? Hún horfði rólega á hann: — Það var mjög eðlilegt. Mér heyrðist einhver ganga um safnið. — Þér eruð ekki taugaóstyrk? — Nei. —- Fóruð þér að rannsaka, hvað um væri að vera? — Já, Ég leit inn í aðalsalinn, þar sem ég þóttist heyra fótatakið, en þar var ekkert. Þetta hafði verið mis- skilningur. — .Þér fóruð þá ekki ofan stigann? — Nei, það gerði ég ekki. j- — Hvað létuð þér ljósin loga lengi? — Það man ég ekki fyrir víst. Máske í fimm mínútur, má- ske lengur. — En viljið þið nú segja mér, hvaða morð þið eruð að tala um? — Við fundum lík af stúlku, sagði Bencolin. Ungfrú Clau- dine Martel hefir verið myrt. Lík hennar hefir verið lagt í fang hafurfætlingsins. inn barðist góðri baráttu gegn rík- islögreglunni hér á árunum. Ég vona að hann verði enn vel á verði gegn hinni nýju ríkislögreglu, sem nú á að mynda, Hér er ekkert það, sem gerir ríkislögreglu nauð- synlega, og alltaf er nóg af þjóð- hollum verkamönnum til taks ef uppivöðslulýður ætlar að vaða uppi. Enda er hugmyndin aðeins sú, að beita verkamenn ofríki ef þeir ætla að halda fram rétti sín- um.“ „UNBANFARIN SUMUR hefir verið vinna fyrir unglinga á Þing- völlum. Stjórn hennar og fyrir- komulag allt hefir verið prýoileg1_. Brengirnir hafa þroskazt vel og menntazt og mér er sagt að vinnu- afköstin hafi verið meiri en hægt hefði verið að vænta. Það er ein- mitt slík vinna, þar sem urijfiliag- arnir læra að meta gildi sitt og fá laun fyrir, sem verkamenn óska eftir. En allri skylduvinnu, þó hún sé kölluð þegnskylduvinna, eru verkamenn mótfallnir. Þeir vita líka að þegnskylduvinnan á ein- göngu að vera handa börnum fá- tæklinganna, en ekki þeirra ríku eða bændunum. íslendingar hafa alltaf viljað vera frjálsir, verka- menn ekki síður en aðrir. Þeir hafa aldrei þolað að vera kvaða- bundnir þrælar.“ ÉG HEFI FENGIÐ fjölda marg- ar áskoranir frá lesendum mínum um það, að krefjast þess að þegar hált er sé betur hugsað um að bera sand á göturnar í úthverfum bæjarins en gert hefir verið und- anfarið. Það er nefnilega alveg eins hægt að beinbrjóta sig á £á- förnum götum eins og á fjölförn- um götum. Hannes á horninu.. Áskriftarlistar liggja enn þá frammi í öllum békaverzltunúm að „Síðusitu ljóð- um“ Siigurðar Sigurðssoinar frá Arnarhoíti. Menn ættu að muna, að upplagið að þessiu mmningar- riti (en svo mætti einnig nefna bókina) er svo lítið (3—400 ein- tök), að það verður ófáanlegt að vörmu spori. — En bókin Ikemur út í næstu viku, og þang- að til er hægt að tryiggja sér hana með því að gerast áskrif- andi í bókaverzlunum. — En eft- ir það mun varla unt að eignast hana, þar sem hún er gefin út aðeins fyrir áskrifendur. Peningagjafir til Vetrarhjálpar- innar: Frá Bergstaðastræti 50 A kr. 5,00. Starfsmenn á Hús- gagnaverkstæði Hjálmars Þor- steinssonar kr. 67,00. Eimskipa- félag Reykjavíkur (s/s „Hekla“ og s/s ,,Katla“) kr. 1000,00. P. L. A. 25,00, Starfsmenn hjá Timburverzl. Árna Jónssonar 35,00, Eimskipafélagið ísafold (s/s ,,Edda“) kr. 5,00. Kærar þakkir. F. h. Vetrarhjálparinn- I ar. Stefán A. Pálsson. 6BF1P BÆKUH I JÓLASJÖF. Fornritið i ár er VATNSDÆLA SI6A Eisaar Öl. Sveiiissei gaf út Verð kr. 16.00 í skinnbandi og kr. 9.00 heft BékoerslDB Siffúsar Epnidssoiar JélahangikJStið komið KJðt & Fiskar | Símar 3828 og 4764 i ________________________B Augustin gamli greip 1 handlegg Bencolins. Hann horfði bænaraugum framan í Bencolin og sagði: — Afsakið, herra, en hún hefir ekki hugmynd um þetta morð. — Þegiðu, sagði dóttir hans hvatlega. Skiptu þér ekki áf þessu, ég skal tala við þá. Gamli maðurinn dró sig í hlé, strauk skeggið, horfði með sýnilegu stolti á dóttur sína og bað hana afsökunar. Svo leit ungfrú Augustin djarflega á Bencolin. — Jseja, ungfrú? Kannist þér við nafnið Claudine Martel? — Herra minn! Áiítið þér, að ég vití nöfn állra þeirra, sem af tilviljun koma hingað á safnið, enda þótt ég kannist við mörg andlit. Bencolin laut fram: — Hvernig dettur yður í hug, að ungfrú Martel hafi heimsótt þetta safn? — Þér hafið gefið í skyn, að hún væri hér, svaraði hún ó- lundarlega. — Hún var myrt í ganginum bak við húsið, sagði Ben- colin. Hún hefir sennilega aldrei stigið sínum faeti inn á þetta safn. — Ef svo er, sagði ungfrúin, yppti öxlum og tók tíl sauma sinna á ný — þá kemur þetta mál víst ekki safninu við. Eða hvað finnst yður? Bencolin tók upp vindil. Hann leit á hana og sá, að hún hnyklaði brýmar. Marie Augustin brosti í laumi og keppt- ist við að sauma. Hún leit út eins og herforingi, sem er nýbúinn að vinna frægan sigur. !•

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.