Alþýðublaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 3
laugabdagur íe. dez. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ •—— ----------;--—-------« ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hana: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 49.03: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN *-------------------—----• Mitfii 09 kaap Éaldið. JöfINGAÐ ti'l hefir ekkert blað, sem, stendur að stjorninni, dregið það í efa, að kaupgjafd verkamanna, sjómanna og ann- arra láglaunamanna í landinu yrði að bækka verulega um nýj- árið vegna þeirrar miklu verð- hækkunar á lífsnauðisynjum, sem orðið hefir af völdum striðsins. Það fer því ekki hjá því, að það hljóti að koma mönnum dá- lítiö einkiennilega fyrir sjönir, að. eitt stjiómarbiaðið, Tíminn, skuli nú, þegar aðéins örfáir dagar eru eftir af þingtímanum og þar af leiðandi er komið fast að“ því, að þingið verði að taka ákvörðun um ikauphækkuniina, koma með aörar eins bolialeggingar um dýrtíöina óg iuutpgjaldiö og þær. sem liann birti nafnláusar í leiö- arastað á fimintudaginn í þessari viku. Því það er með bezta vilja ómöguiegt að koma auga'á ánn- an tilgang með slíkum skrifum en þann, að reyna á síðustu stundu að spilla fyrir því, að þær breyt- ingar verði gerðar af þinginu á kaupgjaldsákvæðum gengislag- anna, sem allir hafa hingað til viðunkenmt að, væri knýjandi nauðsynleg vcgna verðhækkunar- innar af völidum stríðsins og verkamenn eiiga siðferðislega kröfu tii, eftir að þeim grundvelli hefir verið gersamlega burtu kipt, siem kaupgjálidsákviæði geingislag- anna byggðust á. Eysteinn Jónsson viðskiþta- málaráðherra skrifáði fyrir sluttu síðan grein í Tímann um kaup- gjaldsmálin, þar sem fariið var sanngjörnum og velviljuðum iorð- um um þessa sjálfsögðu kröfu verkamanna og annarra láglauna- mianna og ekki talin nein tvímæli á þvi, að kaupgjaldið yrði að hækka vegna verðhækkunarinnar af völdumi stríiðsins. En nú kemur þessi nafnlausi leppalúði í Tím- anum með vangaveltur um það, að „þegar styrjöldin hófst, hafd það verið almennt viðkvæði, að menn ættu að spara meira en þeir hefðu gert undanfarið“ og „sé liins vegar heimtað, að kaup- gjaldið ied|gi að hækka í hlutfalli við dýrtíöina, verði vitanfega íökkert úr þeim spárnaði.“ Gagnvart sliikum bollaiegging- um verðúr manni á að spyrja: Ætlast þessi spamaðarpostuli í Tímanum til þess, að sparað verði með þeim hætti, að neita verkaroönnum, sjiómönnum og táglaunamönnum yfirleitt um launahækkun á sama tíma og all- ar innfluttar niauðsynjar þeirra stórhækka í vierði og aflar stétt- ir, sem eitthvað hafa út að flytja, hafa vaxandi tekjur af verð- hækku'ninni á 'erlendum markaði? Ætfast hann til, að verkaimenn sætti sig við kaupgjafdsákvæði geniglslaganina óbreytt á sama ttma og farið er í kring um verðlagsákvæði þeirra, að því er innlendar afurðir, mjólk og kjöt, snerlir, með þvi að hækka stór- kostlega verðið á hinum og þess- ú'm mjóikur- og kjötafurðum, svo sem smjöri og pylsum? Eða hvað er það annað, sem greinarhöf- undurinn er að fara fram á? Hann siegist óttast það, að kauphækkun hafi aukna dýrtíð í för með sér. Það „þarf að gera sér íulla greiim fyrir því,“ segir hann, „hváða áhrif kauphækkanir hafa á dýrtíðina. Reynslan virð- isit yfirleitt sú, að aukin dýrtíð fylgi á eftir kauphækkU'n.“ En beíir hann þá aldrei hugleitt það, hvaða láhrif dýrtíð hiýtur að hafa á kaupgjaldiö? Harðsvíraðar sérhagsmunaklíkuT og ábyrgðar- fausír eða skilningslausir spekú- íantar geta gert ti'fraun til þess að halda kaupinu niðri, þrátt fyrir vaxándi dýrtíð, en sú' tilraun er fyrirfram dæmd til þess að misheppnast. Og þá er aðeins mn þetta að ræða: Hvort hyggilegra er og farsælla fyrir þjöðina, að fara einhverja líka leið og þá, sem hin félagslega þroskaða sam- bandsþjóð okkar, Danitr, hafa far- ið ,að hækka kaup verkamanma rneð vissum millibilum til sam- ræmis við verðhækkunina á lífs- nauðsynjíum og tryggja þjóðinni þar með frið og eininigu á erfið- um og hættúlegum tímum, eða að stofna til verkfalla oig innan- landsófriðar um þessi mál, sem enginn veit hvaða afleiðingar kynni að hafa, mieð því að neita verkamönnununi um sjiálfsagðan Ojg siðferðilegan rétt þeirra, sem þ-ó fyrirsjáanfegt er, að neyöin fyrr eða seinma myndi knýja þá til að gera gildandi. Hér hjá okkur fara verkamenn ekki fiekar eu í Danmörku fram á annað en það, að fá þá dýrtíð, : sem þegar er orðin, upp bætta með kauphækkuin. Og að vitna glqgn slíkri kröfu í þá reynslu, „að aukin dýrtíð fylgi á eftir kauphækkun", eins og hinn nafn- liáúsi greinarhöfundur Tí'mans gerir, lýsir sannast að segja furðulegum hugsunarhætti. Hér er um það að ræða, að Ikaup- hækkun fari á eftir aukinni dýr- tíð og miðist við haha. Ef verð- l»a|ginu á lífsnauðsynjum yrði í framtíðimii hálidið niðri, þyrfti því enginn að kvíða áframbalid- andi kauphækkunum. En að krefjast hins, að kaupgjald verka- manna, sjómanna og annarra lág- launamanna haldist óbreytt, þó að bæði erlendar og irnllendar vörur iséu sprengdar upp i verði hvað eftir annað, viku eftir viku og mánuð eftir miánuð, sýnir svo kafdrifjaða og ósvífna yfirstéttar- hyggju, að maður iskyldi ekki hafa ætiað, að slíkur hugsunar- háttur kæmist að í iblaði íslenzkra bænda. Jölairé 00 kransar. Fáum jólatré þann 20. þ. m. Tekið á móti pönt- unum í Góðtemplara- húsinu, sími 3355, eftir kl. 3. -— Tryggið yður í tíma að þér getið haft JÓLATRÉ á jólunum. Dívanviðgerðir. Sama trausta vinnan og verðið óbreytt til áramóta á Freyjugötu 8. Sími 4615. Útbreiðið Alþýðublaðið! Starfsemi Meomngar- og fræðslusambands alþýðu. 5 bækur á 2. pns. blaðsiður fyrir aðeins 10 krónur aiiar ■--—— Meðal þessara bóka era tvær, sem hlot- itt haSa heimsfrægð á síðustn árnm. ÞRÁTT FYRIR hina gífurlegu verðhækkun, sem orðið hefir á pappír síðan stríðið hófst, er Menningar- og fræðslusamband alþýðu staðráðið í því að standa við lof- orð sín og gefa út 5 bækur, —— samtals á 2. þúsund blað- síður — þar af tvær með mörgum myndum, fyrir aðeins 10 krónur, á þessu starfsári. Meðal þessara bóka eru tvær af þeim ensku bókum, sem mesta athygli hafa vakið á síðustu árum: BORGARVIRKI eftir A. J. CRONIN í þýðingu Vilmundar Jónssonar landlæknis og „HRUNADANS HEIMSVELDANNA“ eftir DOUGLAS REED í þýðingu Magnusar Ásgeirssonar. Hinar bækurnar eru: „UNDIR ÖRLAGASTJÖRNUM“ eftir STEFAN ZWEIG, „FLUGLISTIN“ eftir norska prófessorinn EDGAR SCHIELDRÖP, en fimmta bókin í SJÁVARHÁSKA“, sem kom út á sjómannadaginn í vor. er Alþýðublaðið hefir snúið sér til útgáfustjórnar MFA og feng- ið eftirfarandi upplýsingar um starfsemi sambandsins á þessu ári. „Eins og kunnugt er, hóf sam- bandið starfsemi sína á sið- astliðnu ári með útgáfu fjög- urra bóka, sém seldar voru áll- ar fyrir 8 kr. til áskrifenda. Bækur þessar voru Svartfugl, eftir Gunnar Gunnarssón, Sælueyjan, eftir August Strind- berg, Verkalýðshreyfing nú- tímans, eftir Finn Moe, og Lönd og ríki, eftir J. H. Horra- bin, en sú bók er nú notuð í sambandi við fræðsluflokka út- varpsins. Náðu þessar bækur þegar svo miklum vinsældum, að þær máttu teljast uppseldar fyrir jól í fyrra. .Útgáfustarfsemi sína í ár hóf sambandið með bókinni „í sjávarháska“, frásagnir af mestu sjóslysum á 20. öld. Þessi bök náði óvenjulegri útbreiðslu, sérstaklega meðal sjómanna- stéttarinnar og varð til þess að auka að miklum mun tölu fastra félaga MFA. í sambandi við þessa aukn- ingu bættust við margir nýir umboðsmenn, svo að MFA hefir nú umboðsmenn í hverjum kaupstað, hverju kauptúni og mörgum sveitum landsins, Vantar það að vísu umboðs- menn í sumar sveitir, en á samt fleiri og færri félaga í hverri sveit. Vegna þessarar hækkunar á félagatölunni sá sambandið sér fært að auka útgáfustarfsemi sína að verulegu leyti á þessu ári, án þess þó að hækka árs- gjaldið að sama skapi. Það á- kvað að ráðast í útgáfu tveggja stórra og frægra bóka, sem hvor um sig höfðu vakið hina mestu athygli um víða veröld á síðustu árum. Hin fyrri þeirar er skáldsag- an Borgarvirki eftir skozka lækninn og rithöfundinn A. J. Cronin, sem var fyrir nokkrum árum í tölu þekktra lækna í London, en er nú talinn með allra fremstu rithöfundum á enska tungu. — Sú bók er nú nýkomin út, og hefir eftirspurn eftir henni verið svo mikil, að erfitt hefir verið að anna henni. Hin bókin er ekki síður fræg á sínu sviði. Það er „Hrunadans heimsveldanna“ („Insanity Fair“). Höfundur hennar er blaðamaðurinn Douglas Reed, sem var fréttaritari enska stór- blaðsins „Times“ í Berlín og Vínarborg á árunum 1928 til 1938. Fyrir þessa bók ávann hann sér heimsfrægð. Á einu ári hefir hún verið þýdd á flest menningarmál og hvarvetna hlotið þá dóma, að hún sé hin veigamesta og bezt ritaða bók af öllum þeim sæg bóka, sem heimskunnir blaðamenn hafa ritað á síðustu árum. í Englandi einu hafa komið út yfir 50 út- gáfur af bókinni og út um allan heim hefir hún verið meðal þeirra bóka, sem mesta athygli hafa vakið og mest hafa selst. Það hefir sízt dregið úr frægð bókarinnar og höfundarins, að styrjöldin, sem hann sagði fyrir og varaði við, er nú skollin á og það varð mjög með sama hætti og hann spáði. — Þótt „Hrunadans heimsveldanna“ fjalli um heimspólitík og sé í raun og veru einhver hin ljós- asta frásögn, sem til er um allan aðdraganda þeirrar styrjaldar, sem nú er háð, þá er hún jafn- framt listaverk vegna stílsnild- ar höfundarins og af þeim á- stæðum fékk MFA Magnús Ás- geirsson skáld til að taka að sér þýðingu hennar. Er þýðingin gerð með leyfi höfundarins og þess útgáfufyrirtækis í Eng- landi, sem á útgáfuréttinn, og hefir höfundurinn sjálfur lofað að skrifa sérstakan formála fyrir íslenzku útgáfuna. Er þó vafasamt hvórt hann nær hing- að í tæka tíð, vegna stríðsins. Þessar tvær heimskunnu bækur, Borgarvirki og Hruna- dans heimsveldanna, eru vitan- lega aðalbækur sambandsins í ár og er hvor þeirra um sig í raun og veru virði þeirra 10 króna, sem félagar greiða í árs- tillag. — En auk þeirra fá þeir þrjár bækur: „í sjávarháska“, sem út kom í vor og áður er getið, og tvær aðrar, sem nú eru í prentun. Hefir útgáfa þeirra tafizt vegna samgöngu- vandræðanna, sem af stríðinu stafa. þar sem pappír sambands- ins kom tveimur mánuðum síð- ar en til var ætlazt. Þessar bæk- ur, sem enn eru ótaldar, eru „Undir örlgastjörnum11, eftir Stefan Zweig í þýðingu Magn- úsar Ásgeirssonar og „Fluglist- in“, eftir Edgar Schieldrop. „Undir örlagastjörnum“ er fjórar ritgerðir um örlaga- stundir í mannkynssögunni, ritaðar af hinni. frábærustu snilld, eins og vænta má af þessum heimsfræga hÖfundi. Mun hver þeirra verða ógleym- anleg hverjum lesanda, eins og fegursta og stórfenglegasta kvæði, og má fullyrða að Magn- ús Ásgeirsson hafi farið um þær SÍnum beztu skáldahönd- um. Síðast en ekki sízt — munu margir hina yngri félaga MFA segja :— er að telja bókina „Fluglistin“ eftir Edgar Schiél- drop. Það er bók, sem allir geta lesið til ánægju og gagns, því að þó að flestir hér hafi séð flugvélar og margir flogið, er það varla ofmælt að allur al- menningur hér á landi muni vera næsta ófróður um þessa fögru og gagnlegu list, sem mannkynið nam ekki til fulls fyrr en nú á vorum dögum, þótt það hafi um hana dreymt frá örófi alda. Þessar fimm bækur, á ann- að þúsund blaðsíður alls, tvær þeirra með fjölda mynda, hafði MFA lofað félögum sínum og kaupendum fyrir 10 króna ár- gjald, það loforð var gefið löngu áður en stríðið skall á. En þegar verð á pappír og öðru til bóka- útgáfu hækkaði, svo sem raun varö á — sú hækkun mun nú nema allt að 100% —, varð það auðvitað tvísýnt, hvort auðið yrði að standa við það loforð, Hefir sá vafi einkum valdið því að óvenjulega hljótt hefir verið um útgáfu MFA síðustu mán- uðina, enda ollu samgönguerf- iðleikar því, að pappír tíl út- gáfunnar seinkaði svo, að til vandræða horfði. Nú er að vísu nokkurnveginn tryggt að pappírinn fáist. En útgáfan mun verða MFA miklu dýrari en ráð var fyrir gert. Þrátt fyrir þá gífurlegu veið- hækkun, sem orðin er, mun MFA hvorki draga úr útgáfu sinni né hækka ársgjaldið. Hins vegar valda pappírsvandræðin því, að færri munu geta notið þeirra vildarkjara, sem MFA býður, en ella hefði orðið. Og eftir viðtökurnar, sem Borgar- virki hefir fengið, þá fáu daga, sem liðnir eru síðan hún kom út, er allt útlit fyrir að reyndin verði hin sama og í fyrra, að miklu færri fái bækur MFA en vilja. Reynt verður þó að tryggja, að allir, sem þegarjiafa gerzt félagar og pantað bæk- urnar, geti fengið þær, og verða þeir látnir sitja fyrir, en viss- ara er þeim að vitja bókanna, og þá fyrst og fremst Borgar- virkis, sem allra fyrst.“ Ekkert áfengi pegar lifs- nauðspjar era skamtaðar. A morgun verður safnað undirskriftum kjósenda hér í bæn- um og víðar um landið undir áskorun til Alþingis og ríkis- strjórnar, um að hafa útsölustaði áfengis lokaða á meðan stríðið stendur. ÞaS er Umdæmisstúkan nr. 1 sem g'engst fyrir þessu, en vér undirritaðir, formenn þeirra félaga, sem stóðu að Bind- indismálavikunni hér í Reykjavík 5.—11. október í haust, heitum á alla góða menn og konur að skrifa fúslega undir á- skorunina, því að það er ekki sæmandi, að hér sé selt áfengi takmarkalaust, þegar dýrtíð og vandræði kreppa að á allar hlið« ar, og orðið hefir að grípa til þ’eirra ráða að skammta mönnum helztu lífsnauðsynjar. ( Jóhanna Egilsdóttir form. VKF. Framsókn. Jón E. Bergsveinsson framkvæmdastjóri Slysavarna- félags íslands. Helgi Tómasson skátahöfðingi. Stefán Jónsson varaformaður UMFÍ. Runólfur Pétursson formaður Iðju. Ragnhildur Pétursdóttir formaður Bandalags kvenna. Sig. Þorstelnsson þingtemplar. Ben. G. Waage forseti ÍSÍ. Sigurður Thorlacius form. Sandbands ísl. barna- kennara. Björgvin S. Sighvatsson forseti SBS. Sigurjón Á. Ólafsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sig. Guðnason varaformaður Dagsbrúnar. Leikfélag Reyk|avíkifir. „SHERLOCK HOLMES,, Sýning á morgun klukkan 8. Síðasta sinn fyrir jól. Lækkað verð. Aðgönguiniðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Fðrnmean er iélnbékii. Förumenn er vinsælasta bók ársins. Magnús Magnússon ritstjóri skrifar um bókina: „Auk þess, sem bókin er vel skrifuð sem skáldverk, hefir hún og menningarsögulegt gildi, því að hún bregður upp glöggri mynd af sumum þáttum í lífi, menning og háttum þjóðarinn- ar á liðinni öld. Förumenn er nýstárlegasta bók ársins. Fæst nú í vönduðu shirting- og skinnbandi og munu síðari bindi fást í samskonar bandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.