Alþýðublaðið - 22.12.1939, Side 1

Alþýðublaðið - 22.12.1939, Side 1
Mnnið Mæðra styrksnefndina RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 22. DES. 1939. 299. TÖLUBLAÐ. Eekinn nr Frið arfélaginu STJÓRN og fulltrúa- ráð Friðarfélagsins, íslandsdeildárinnar í Mel- lanfolkligt samarbete, á- kvað á síðasta fundi sínum að víkja Einari Olgeirssyni úr félaginu fyrir það að hafa í blaði sínu, Þjóðvilj- anum, t'ekið afstöðu með á- rás ítússlands á Finnland. Taldi félagsstjórnin og fulltrúaráðið slíkan mann ekki liæfan til þess að vera meðlimur í félagi, sem berst fyrir friði og sam- vinnu meðal þjóðanna. Innbrot í úrsmíða- vlnnnstofn í nótt. T NÓTT var framið innbrot í úrsmíðavinnustofu Jó- hanns Búasonar á Baldursgötu 8. Hafði verið brotin stór gluggarúða og farið þar inn á vinnustofuna. Var stolið 7 armbandsúrum, einum tóbaksdósum, gylltu háls meni og einum manséttuhnöpp- um. Hafa Finnar lokkað Rússa í gildru á Norður-Finnlandi ? ----«-- Undanhald Finna par hefii* skyndilega snáfzt upp í sékn off Rdssar eru uú á éskipuliigðum flétfa. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. UNDANHALD FINNA á Norður-Finnlandi, þar sem Rússum hefir miðað töluvert áfram undanfarna daga, hefir nú skyndilega snúizt upp í sókn, og hafa Rússar sam- kvæmt símskeytum hlutlausra fréttaritara orðið að hörfa undan í skyndi, og eru nú á óskipulegum flótta. Virðist svo sem Finnar hafi með undanhaldi sínu síð- ustu dagana verið að lokka Rússa í gildru, og látið af ásettu ráði framvarðasveitir þeirra sækja svo langt fram, að hægt yrði að króa þær af með óvæntri gagnsókn. Hríðarveður er á vígstöðvunum í Norður-Finnlandi og frostið sums staðar komið upp í 32 stig. Bardagarnir á Kyrjálanesi héldu áfram í hörkufrosti og snjó í gær, án þess að Rússum yrði nokkuð ágengt með áhlaup- um sínum. Fyrir norðan Lad- ogavatn var einnig barizt og segjast Finnar þar hafa her- tekið 9 stóra skriðdreka, 2 fall- byssur og mörg önnur hergögn. Margar loftárásir voru gerðar á finnskar borgir í gær og er talið, að um 150 rússneskar flugvélar hafi tekið þátt í þeim. Stærstu loftárásirnar voru gerðar á Helsingfors. Komu Memmúnistaflokkarinn pnrkaðnr ít á Sejrðisfirii. — ♦ Flokksfélagið farið sem heild úr flokknum. SÓSÍALISTAFÉLAG SEYÐ- ISFJARÐAR hefir sagt sig úr Sameiningarflokki alþýðu — sósíalistaflokknum, sem heild. Var þetta samþykkt á fundi í félaginu með öllum at- kvæðum fundarmanna gegn 2. Meðal þeirra, sem samþykktu tillöguna og liverfa um leið úr flokknum, eru Steinn Stefáns- son, sem var formaður komm- únistadeildarinnar áður, og Sveinbjörn Hjálmarsson bæjar- fulltrúi. I rökstuðningi félagsins fyr- ir úrsögninni segir m. a.: ,,Þeir stjórnendur Sósíalista- flokksins, sem hafa valið þá leið að fórna samhug og einingu ís- lenzku alþýðunnar á altari þeirrar trúar, að þeim bæri að fyigja, hvernig sem á stæði, á- kveðnum erlendum málstað, eru í augum félagsins óhæfir til að veita íslenzkum alþýðuflokki forustu." Þannig heldur upplausnin á- fram í kommúnistaflokknum. Þinpgnnnin komm- finistíi iendir sam- nn í Mjög neyðarlegt atvik kom fyrir á alþingi í gær við umræður um lögreglufrum- varp Hermanns Jónassonar. Þeim tveimur þingmönnum kommúnista, ísleifi Högnasyni og Einari Olgeirssyni, sem eftir eru síðan Héðinn sagði sig úr flokki þeirra, lenti saman út af því. ísleifur sagði í ræðu, sem hann hélt um frumvarpið, að lögreglan ætti samkvæmt því að vera takmörkuð og auk þess væri tryggt með lögum, að henni yrði ekki beitt í vinnu- deilum, svo að „alþýðan hefði ekkert að óttast“, eins og hann komst að orði. Hér væri aðeins verið að stofna nýja bitlinga. En að ræðu ísleifs lokinni reis upp Einar Olgeirsson og virtist vera mikið niðri fyrir. — Sagði hann, að það væri alger misskilningur, að alþýðan hefði ekkert að óttast af lögreglu- frumvarpinu og lét í ljós mikla vandlætingu yfir allri túlkun flokksbróður síns á því. Skemmtu þingmenn sér hið bezta við þessi óvenjulegu orða- skipti, nema Héðinn. Hann sat dreyrrauður undir umræðun- um, en þagði þó, og vissi ber- sýnilega ekki, hvorum fyrrver- andi flokksbróðurnum hann átti heldur að fylgja. sprengikúlur niður í 3 sjúkra- hús borgarinnar og urðu þau öll fyrir miklum skemmdum. Loft- árásirnar voru einnig gerðar á Tammerfors, Ábo og Hangö og er talið, að um 30 manns hafi samtals beðið bana af völdum þeirra í gær. Afmællsðagar Stalins. LONDON í gærkveldi. FÚ. í rússneskum blöðum er lítið um styrjaldarfréttir í dag og eru blöðin full af lofgreinum um Stalin. Honum er hælt fyrir vizku, hæfileika og mannelsku. Hann var í dag — á sextugsaf- mælinu — sæmdur Leninorð- unni, sem er mesta heiðurs- merki Rússa, en sá, er síðastur fékk það á undan Stalin, var von Ribbentrop utanríkismála- ráðherra Þýzkalands. Mýr landvarnamálaráð- herra í Neregi. KHÖFN í morgun. FÚ. Vegna veikinda landvarnar- ráðherra Noregs, Monsen. verð- ur nýr landvarnarráðherra skipaður þar í landi í hans stað, en ekki er þess getið, hver eigi að taka við þessu embætti. Stjórn sænsku loftvarnanna leggur til, að úthlutað verði ó- keypis gasgrímum til 1,2 millj- óna manna í þeim héruðum Sví- þjóðar, þar sem þörf verður að teljast á. 10000 sænskir sjáliboðaliðar ð Frá fréttaritara Alþýðubl. KHÖFN í morgun. QMMKVÆMT fregn frá ^ Helsingfors berjast nú þegar 10 000 sænskir sjálf- boðaliðar með Finnum á móti Rússum. Hafa þ'eir myndað sérstaka sænska herdeild og er henni stjórnað af sænskum liðs- foringjum, sem gengið hafa úr þjónustu sænska liersins til þess að fara til Finnlands, Þá hafa Finnar og sam- kvæmt sömu fregn nýlega fengið 37 flugvélar frá Svíþjóð, allar mannaðar Svíum. Hitfer fiskar Staiin langra Iffdaga. OSLO í gærkveldi. FÚ. TTITI.fr ríkiskanzlari Þýzka lands sendi Stalin heilla- óskaskeyti í tilefni af 60 ára af- mæli hans í gær, og er þess ekki getið, að nokkur annar þjóð- höfðingi hafi gert það. í skeyti þessu árnar Hitler Stalin langra lífdaga og far- sælla fyrir hann persónulega og vinaþjóðina í Rússlandi. Dauðinn nýtur lífsins. Þá nýbieytni hefir Leikfélagið tek'i'ð upp í sambandi við sýningu á leikriti þessu að á undan sýn- ingunni leikúr stór hljómsveit gndir stjórn Urbantsohitsch for- Ieiik eftir hann, sem sarninn er sérstaklega fyrir sýningu leiks- ins. Þýzkar loftárásir á Mi- skip Breta i Murs]ónin> Sprengikélum varpað á skfpin og skotið af vélbyssum á sjémennina Strætisvagnarnir hætta akstri á Ikvöld kl. 8. aðfangadags- Þ LONDON 1 morgun. FÚ. ÝZKAR flguvélar hafa sökkt br’ezka togaranum „River Anon“. Á togaranum voru allmargir danskir sjó- menn, sem hafði verið bjargað eftir að þeirra eigin skip hafði farizt á tundurdufli. Hinum dönsku sjómönnum og 10 manna áhöfn brezka togarans var bjargað og eru sjómenn Kallio Finnlandsforseti við liðskönnun í Helsingfors. Við hlið hans Hugo Österman, einn af æðstu foringjum finnska hersins. Finnskt stórskotalið á Kyrjálanesi. þessir allir komnir á land í brezkri höfn. Togaraskipstjóri að nafni Treacher hefir lýst árásum Þjóðverja á fiskiskip Breta. Er hann skipstjóri á einum togar- anum, sem varð fyrir slíkri á- rás. Tvær þýzkar árásarflugvélar réðust á togara hans kl. 11 síð- Frh. á 4. síðu. Fínnlandssðfnnnlii eins dæml I sðgu Islendlnga - —.— <>—.- Rauða krossi STinnlands veréur I dag send kvart milljén marka . ♦------- Söfnunin er nú 60 þúsund kr. AÐ mun vera algerlega einsdæmi í sögunni, að Islendingar hafi sýnt samúð sína eins áþreifanlega í verki og nú í sambandi við Finn- landssöfnunina. Ritari íslandsdeildar Nor- ræna félagsins, Guðlaugur Rósinkranz, sagði við Alþýðu- blaðið í morgun: „Við sém hófum þessa söfn- un, stöndum alveg undrandi. Okkur datt ekki í hug að þjóð- in myndi taka svona vel undir málaleitun okkar. Mér berst daglega mikill fjöldi bréfa, póstávísana . og símskeyta. Svo að segja í hverri einustu sveit á landinu ganga sjálfboðaliðar, sem taka það algerlega upp hjá sjálfum sér, bæ frá bæ og safna fé. í fjölda mörgum sveitum hefir hvert mannsbarn gefið sinn skerf. Menn, sem aldrei taka þátt í samskotum, álíta þau „humbug“ og eru taldir að- sjálir, koma jafnvel sjálfir með fé orðalaust. Það er auðfundið að menn líta á það sem skyldu sína að leggja fram fé. Það er áreiðanlegt, að íslenzku þjóð- inni finnst að með því að styrkja Finna í baráttu þeirra gegn hinum rússnesku land- ræningjum, þá taki hún sjálf þátt í landvörnunum með hin- um glæsilegu hetjum finnsku þjóðarinnar á vígvöllunum. Glæsilegastar hafa undir- tektirnar verið á Dalvík og í nágrenni. Þaðan komu á 3. þús- und krónur. Þá koma Borðeyri og nágrenni og Sauðárkrókur og nágrenni. Annars koma síð- ar skýrslur um allar gjafirnar. Söfnunin er nú komin upp í 60 þúsund krónur og í dag vona ég að við getum sent Rauða krossi Finna Va milljón finnskra marka í ávísun.“ — Hvað telur þú að söfnunin geti orðið mikil? „Það er alltaf erfitt að spá. En það er alveg víst að hún kemst upp í um 70 þúsundir króna, og það er meira en 60 aurar á hvert mannsbarn í land- Frh. á 4. slð«.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.