Alþýðublaðið - 22.12.1939, Side 3

Alþýðublaðið - 22.12.1939, Side 3
FÖSTUDAGUR 22. DÉS. 1939. •---------—--------------■<» ALÞVÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VAKDEMARSSON. I fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝ0UHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: AlþýSuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUFRENTSMIÐJAN *------------------------• Finnland og Spánn. HINAR drengilegu undirtekt ir, sem Finnlandssöfnunin hefir fengið hér á landi, hafa farið mjög í taugarnar á komm- únistum, eins og sjá má á grein, sem undanfarna þrjá daga hefir verið að birtast í Þjóðviljanum og nefnist „Hvar er landráðanna að leita?“ Þarf og enginn að undrast það, þótt þeim . þyki lítill árangur hafa orðið af lofsöng sínum um Sov- ét-Rússland, þegar íslenzka þjóðin sýnir svo einhuga sam- úð sína með Finnlandi í því stríði, sem það verður nú að heyja við ofureflið. Því að hún sýnir um leið, hve megna og almenna andstyggð hin lubba- lega árás Sovét-Rússlands á lít- limagnann hefir vakið hér á landi, eins og yfirleitt öll önn- ur svik þess við málstað frið- arins, lýðræðisins og smáþjóð- anna, sem það þóttist áður vera að berjast fyrir. Til þess að svala geðvonzku sinni út af þessu, er Þjóðvilj- inn í grein sinni að reyna að varpa einhverri rýrð á Finn- landssöfnunina með því að draga í efa þá einlægni við mál- stað frelsisins og lýðræðisins, sem lýsir sér í henni. Hann vitn- ar í því skyni í nokkur gömul ummæli Morgunblaðsins um Spánarsöfnunina, sem Alþýðu- flokkuririn gekkst fyrir hér á landi fyrir þremur og hálfu ári, til styrktar bágstaddri alþýðu á Spáni, sem þá átti bæði fjör, frelsi og löglega lýðræðisstjórn að verja gegn innlendum og er- lendum fasistum, og fer í því sambandi hinum mestu fyrir- litningarorðum um það, sem hann kallar „samúð burgeis- anna með bágstaddri alþýðu og löglegri lýðræðisstjórn.“ Þau ummæli Morgunblaðsins um Spánarsöfnunina, sem Þjóðviljinn vitnar í, hafa fátt annað inni að halda en óhróð- ur um Alþýðuflokkinn og Al- þýðublaðið fyrir þá einarðlegu afstöðu, sem þau tóku með lýð- ræðinu og móti fasismanum og hinum ítalska og þýzka innrás- arher á Spáni, og heimskulegar dylgjur um Spánarsöfnunina, svo sem þær, að hún væri hlut- leysisbrot af hálfu okkar ís- lendinga og ætluð til vopna- kaupa, enda þótt vitað væri, að sams konar söfnun til hjálpar bágstöddu fólki á Spáni, hungr- uðu, særðu og sjúku, fór þá fram um öll Norðurlönd og svo að segja í hverju einasta lýð- ræðislandi 1 heiminum. Þessi ummæli Morgunblaðs- ins um Spánarsöfnunina og sú afstaða, sem það tók yfirleitt til frelsisbaráttu spönsku al- þýðunnar gegn ofurefli hins innlenda og erlenda fasisma, verður því vissulega aldrei til .eeei .gaa .ss HuoAauTgöi neins sóma. En hvað vill Þjóð- viljinn með slíkum endurminn- ingum? Finnur hann ekki hvernig hann löðrungar sjálfan sig með þeim? Hann þóttist að vísu vera málsvari alþýðunnar og hinnar löglegu lýðræðis- stjórnar á Spáni móti uppreisn fasismans og innrásarher Hit- lers og Mussolinis. En hvar er ,,samúð“ hans í dag með „bág- staddri alþýðu og löglegri lýð- ræðisstjórn“ Finnlands, sem á frelsi sitt og sjálfstæði að verja fyrir innrásarher Stalins? Sér ekki Þjóðviljinn að það er sama afstaðan, sem hann tekur nú til hinnar blóðugu árásar rússneska bolsévi^mans á Finnland eins og Morgunblaðið tók sællar minningar til árásar ítalska og þýzka fasismans á Spán? Mál- staður kommúnistablaðsins er bara þeim mun verri, að það er uppvíst að því, að láta fyrir- skipa sér afstöðu sína frá því stórveldi, sem ráðizt hefir á Finnland, og vera kostað til þess af því, að reka áróður og breiða út róg um Finnland hér heima á íslandi. Alþýðublaðið vill að öðru leyti láta Þjóðviljann og Morg- unblaðið um það, að gera upp sínar sakir. Það hefir alltaf tekið afstöðu með lýðræðinu, án tillits til þess, hvort einræðis- stefnan, sem það átti í höggi við, var ítalskur og þýzkur fas- ismi, eða rússneskur bolsév- ismi. Það tók afstöðu með lýð- ræðinu á Spáni, án þess að kippa sér upp við árásir Morg- unblaðsins, á sama hátt og það tekur afstöðu með því á Finn- landi, hvað sem hinir keyptu erindrekar Sovét-Rússlands hér segja. Misskilningur. ÞAÐ er einkennilegur mis- skilningur hjá Morgun- blaðinu, ef það heldur, að sam- þykkt höggormsins hefði haft einhvern sparnað 1 för með sér við opinbera starfrækslu. En ALÞÝÐUBLAÐIÐ Verðnr áfengS un rfkisins lokaðf Meiri ðs nú vlð áfengiskaupin en fyrir JéSin I fyrra. ♦ það var að gefa það í skyn í leiðara sínum í gær og sakaði Alþýðuflokkinn um það, að sá sparnaður næði ekki fram að ganga, af því að hann hefði átt mestan þátt í því að kveða höggorminn niður. Samþykkt höggormsins ó- breytts hefði haft stóraukin út- gjöld fyrir ríkið í för með sér, og sumar þær tillögur hans, sem líkindi eru til að nái fram að ganga, að vísu í mjög breyttri og bættri mynd, eins og tillag- an um skipun þriggja manna nefndarinnar, sem tekin hefir verið upp í framfærslulögin sem bráðabirgðaákvæði, hafa nokkurn nýjan kostnað fyrir ríkið í för með sér. Það var að- eins ein tillaga höggormsins, sem hefði getað sparað ríkinu lítilfjörlega fjárupphæð, tillag- an um að fella niður prentun á ræðuparti þingtíðindanna. En það var ekki bara Alþýðuflokk- urinn, sem var á móti henni, heldur og menn úr öllum flokk- um. Morgunblaðið ætti því sem minnst að tala um sparnað í sambandi við höggorminn. Og ennþá síður að segja, að Al- þýðuflokkurinn hafi með gagn- rýni sinni á honum verið að verja nokkra eyðslu á fé ríkis- ins. Því að hvorttveggja er jafn- rangt. Með því að leggja högg- orminn að velli hafa ríkinu þvert á móti verið spöruð mikil ný fjárútlög. Jölatorgsala á blómum föstudag og laugar- dag á Hótel Heklu og búðinni Njálsgötu 1. FuIIvissið yður um, að það sé Freia fiskfars, sem þér kaUpið. Útbreiðið Alþýðublaðið. UM 13 þúsundir manna hafa skrifað bara hér í Reykja- vík undir áskorunina um að Áfengisverzlun ríkisins verði lokað. Þetta mun ekki koma mönnum neitt á óvart, því að hverjum finnst þa ð'ekki skyn- samlegt, að menn hætti að eyða fé sínu fyrir áfengiskaup á tím- um eins og þeim, sem við nú lifum á. Og raunverulega var hver maður spurður um þetta, þegar hann var beðinn um að skrifa undir áskorunina. En undirskriftasöfnunin hef- ir farið víðar fram en hér í Reykjavík. Munu samtals um 21 þúsundir kjósenda hafa skrif að undir áskorunina á öllu landinu, og er þó undirskrifta- söfnuninni ekki 'ennþá lokið. Áskorunin, se msend var út um kaupstaðina, þar sem áfeng- isútsölur eru, Reykjavík, Hafn- arfjörð, Vestmannaeyjar, ísa- fjörð, Siglufjörð, Akureyri og’ Seyðisfjörð, var á þessa leið: „Sökum ríkjandi dýrtíðar, vöruskorts og skÖmmtunar á helztu lífsnauðsynjum, og með því að enn er ekki lögfestur réttur kjósenda til að ráða því hvort áfengissala skuli leyfð í (nafn staðarins), þá skorum vér undirritaðir kjósendur á al- þingi og ríkisstjórn að stöðva nú þegar áfengisútsölu í (nafn staðarins), og gildi sú stöðvun meðan stríðið stendur.“ Enn fremur var safnað und- irskriftum í þessum kauptún- um hér sunnanlands: Borgar- nesi, Akranesi, Keflavík, Garði, Sandgerði, Grindavík, Eyrar- bakka, Stokkseyri og Vík í Mýr- dal. Áskorunin, sem send var um þessi kauptún, var á þessa leið: „Sökum ríkjandi dýrtíðar, vöruskorts og skömmtunar á helztu lífsnauðsynjum, skorum vér undirritaðir kjósendur í (nafn staðarins) á alþingi ag ríkisstjórn að loka áfengisútsöl- unum í Reykjavík og Hafnar- firði nú þegar og hafa þær lok- aðar meðan stríðið stendur.“ Alls hafa safnazt undir áskor- anirnar rúmlega 21 þúsund nöfn, og skiptast þannig á stað- ina: Reykjavík um 13 000 Hafnarfjörður 1 531 V estmannaey j ar 1 395 ísafjörður um 1 100 Siglufjörður um 1 100 Akureyri 2 016 Seyðisfjörður 258 Akranes 520 Keflavík 426 Garður 144 Sandgerði 115 Grindavík 211 Vík í Mýrdal 122 Stokkseyri 191 Enn vantar ákveðnar tölur frá Eyrarbakka og Borgarnesi, en þar hefir þátttakan verið hlutfallslega eins mikil og ann- ars staðar. Þess má geta hér, að um 80% allra þeirra, sem á kjörskrá eru í ísafirði og Siglufirði, skrifuðu undir, um 70% í Vestmanna- eyjum og Akureyri. Fjöldi manna spyr nú, hvort Áfengisverzluninni verði lokað. Um það hefir ekkert verið lát- ið uppi ennþá. En heyrst hefir, að fjármálaráðherrann muni verða tregur til þess eins og nú stendur vegna þeirra miklu tekna. sem ríkið hefir af áfeng isverzluninni og nema munu 3 milljónum króna á ári, í hrein- um ágóða og tolli. Svo mikið er víst, að áfengis- verzlunm er opm enn, og sam- kvæmt upplýsingum. sem Al- þýðublaðið fékk hjá henni í gær, er útlit fyrir, að enm meira verði keypt af áfengi fyr- ir þessi jól en fyrir jólin í fyrra.; Það hefiruöft áður komið fyr- ir, að’.ösin í áfengisverzlUtíinni, væri lítt viðráðanleg síðasta daginn eða síðustu klukku- stundirnar fyrir' stórhátíðir. En í þetta sinn hefir ösin byrjað ennþá fyrr, Hefir sérstaklega mikið verið gert að því, að á- fengi væri pantað fyrirfram, en miklu minna hefir kveðið að slíku áður og hafa margir spurt um leið, hvort verzluninni yrði lokað. En vitanlega getur starfsfólkið engu svarað um það. I I I I I Bannmenn spáðu því þegar barizt var um afnám bannlag- anna, að það myndu ekki líða möi-g ár þangað til margir þeirra, sem voru með því að af- nema bannlögin og greiddu at- kvæði með því, vildu fúsir fá þau aftur, og það jafnvel strangari en áður. Þetta er nú komið á daginn, enda hafa þær afleiðingar af afnámi bannsins, sem bannmenn sögðu fyrir, ræzt á raunalegan hátt. Áfengismálin eru ein af mestu vandamálum okkar. Það er blóðugt að svona lítil þjóð skuli eyða andvirði margra togara, eða brúa, eða stórbygginga, í áfengi árlega, að hún slculi sóa sínum litla gjaldeyri í áfengi á sama tíma, sem hún verður að neita sér og börnum sínum um margt það nauðsynlegasta. * Austurlönd eiga auðlegð nóga. „Vedantisminn“ er vizkan frjóa. Andið að yður „ILMI SKÓGA.“ Fra : *' } ■ ' ■ - ■ Landssimanum Eins og að undanförnu má senda jóla- og nýjársskeyti til flest allra landa fyrir hálft gjald. Skeytin má afhenda til sendingar til 5. janúar n.k. í skeytunum mega vera jóla og nýjárskveðjur eingöngu en ekkert verzlunarmál Til aðgreiningar frá öðrum skeytum skal skrifa stafina XLT á undan nafnkveðjunni. Simanotendnr eru minntir á að afhenda Jólaskeytin ekki sfðar en á þorláksmessu til hess að tryggja það að þan verði borin út á aðfangadag eða jóladag.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.