Alþýðublaðið - 27.12.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.12.1939, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 27. DES. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 70) Og þannig leið heilt ár. Allir við hirðina kunnu lag gervi- fuglsins utan að. En það þótti þem einmitt allra bezt, því að þá gátu þeir sungið með. 71) En eitt kvöldið, þegar gervifuglinn var að syngja, heyrðist einkennilegt hljóð innan í fuglinum. Og hann þagnaði. 72) Keisarinn stökk á fætur úr rúminu og lét kalla i á líflækni sinn. En hvað gat hann gert? 73) Þá var sóttur úrsmiður. Og eftir langan tíma gat hann gert við fuglinn. En hann sagði, að „gangverkið“ væri slitið og það mætti ekki láta fuglinn syngja nema einu sinni á ári. 74) En tónmeistarinn hélt ofurlitla ræðu og sagði, að fuglinn væri jafngóður og áður, og þá var hann auðvitað jafngóður og áður. UMRÆÐUEFNI DAGSINS Gjafir til Mæðrastyrksnefndar. Systtir 5 kr. Mágiur og Ámi 10 kr. Helga Einarsd. 5 kr. Einar Guðmtmdsson 20 kr. únefndur 20 kr. Margrét Árnadóttir 10 kr. Guðlaug Gu'ðlaugsd. 3 kr. Ó- nefndur, áheit, 5 kr. María 2 kr. Kr. J. 5 kr. N. P. 10 kr. Jón 25 kr. ónefndur 25 kr. Áfengis- verzlun rikisins 300 kr. J. M. 10 kr. A. J. 15 kr. S. 30 kr. G. P. 10 kr. N. N. 15 kr. S. F. 50 kr. Óneíndur 10 kr. Nafnlaust 5 kr. S. J. 10 kr. Áheit 5 kr. J. F. 10 kr. Dóra 5 kr. M. G. 5 kr. Safn- að af frú S. J. 10 kr. Starfsfólk rafmagnsveitunnar 131 kr. S. L. H. 50 kr. N. N. 100 kr. Systkini 5 kr. Ónefndur 1 kr. D. J. 10 kr. S. I. S. og starfsfólk 111 kr. B. 2 nafnlaust 10 kr. ónefnd 10 kr. ó- nefnd 5 kr. Olíuverztan Islands 300 kr. Starfsfólk útvarpsins 8 kr. Gömúl kona hangikjöt o. fl. Heymarlaus fcona kjöt o. fl. mat- væfi, Einar Guðmundsson ýms smávara. Vigdís böggull. Heiga Símonardóttír bögguill. H. K. böiggull, Guðlaug fataböggull, Ó- nefndur böjggull. ónefndur bögg- ull. Frá drenig einir skór. Hansi frakki, Dosta böggull, Óli og Siigga böggull, Helga böggull. N-.t N. böggull, S. J. böggull, N. N. fataböggull, Telpa böggull, Ó- nefndur böggull. Verzlun Þórðar Péturssonar & Co. skófatnaður. Nanna jólapakki E. A. rófur og kartöflur. Liverpool sælgæti. — Kærar þakkir. — Nú er alveg komið að jólum og síðustu for- vöð fyrir þá, sem ætla að gefa gjafir, sem hægt verður að útbýta fyrir hátíðina. Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar- innar, Þingholtsstræti 18, sími 4349. Litla bókin mín. í fyrra komu út nokkrar smá- bækur undir þessu nafni. Voru þær ákaflega vinsælar meðal barna og seldust vel. Nú eru þrjár sTíkar bækur komnar út til I viðbótar. Töfrapípan, Litli græni ' froskúrinn og Siglt í strand og aðrar sögur. Sögurnar eru þýdd- ar af Marteini Magnússyni kenn- ara, en útgefandi er Steindórs- pnent h.f. Fyrstu stríðsjólin. Hvernig Rússar héldu upp á jólahá- tíðina. Á að breyta nafni lands vors. Viltu heita „Týlingur“ og tunga þín „týlíska“ eða segja að þú sért „týlískur“?(!) — Finnsk börn og íslendingar. Hjálp við náungann. Blaðamanna- félagið og skemmtanalífið. Stórbyggingar og geymsla jarðmatar. —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— FYRSTU stríðsjólin eru nú þegar liðin. Enginn gat vænst þess að hernaðaraðgerðirnar lægju niðri um hátíðina, Ég minnist þess,- að Franco, hinn trúaði, kaþ- ólski fasistaforingi á Spáni hélt upp á jólahátíðina 1937 með ægi- legri loftárás á Madrid og fleiri borgir og myrti við það tækifæri þúsundir manna. VIÐ GÁTUM VEL búizt við því, að innrásarherinn í Finnlandi reyndi að halda upp á jólahátíðina með líkum hætti. Og það var líka þannig, því að bæði á aðfangadags- kvöld og á jóladaginn gerðu Rúss- ar hvað eftir anað loftárásir á ó- víggirtar borgir. SIGURÐUR ÓLASON lögfræð- ingur skrifaði fyrir nokkru grein í Vikuna, þar sem hann leggur til að nafni lands vors sé breytt. Ég er í einu og öllu andvígur þessari tillögu og skil raunverulega ekki hvers vegna maðurinn er að koma með slíkar tillögur. Um þetta fékk ég bréf fyrir nokkru frá Sigtr. svohljóðandi: „Á AÐ BREYTA NAFNI land- ins? nefnist grein, sem birtist í Vikunni nýlega. Greinarhöfundur leiðir rök að því, að nafnið ísland hafi í öndverðu verið valið af ó- vildarhug til landsins til að níða landið og fá menn til að trúa, að fólksflutningar hingað væru fá- vizka ein, vegna þess, að í raun og veru væri landið óbyggilegt. Er greinarhöfundur þeirrar skoð- unar, að eigi verði lengur unað við nafngipt ,,búskussans“ Flóka og annarra óvildarmanna landsins, þar sem nafið ísland sé' bðæi ljótt, rangt og skaðlegt og eigi mikinn þátt í rangsnúnum hug- myndum erlendra þjóða um land- ið og gefi hugmyndini um Eski- móana á íslandi byr undir báða vængi. Eftir að hafa nefnt nokkur dæmi utan úr heimi um nafn- breytingar landa og borga stingur höfundur upp á því, að landinu verði gefið hið forna nafn Thule og færir hann söguleg rök fyrir, að Island sé raunverulega hið forna Tule og sé því ekki um annað að ræða en að taka upp á ný fornt og virðulegt heiti landsins. Bendir höf. á að Iokum, að gott tækifæri sé að skipta um nafn í sambandi við skilnaðinn við Dani í náinni fram- tíð.“ „ÞETTA ER í fám orðum skoð- un greinarhöf. Hvað sem annars kann um mál þetta mega segja, er tillagan athyglis-' og umræðuverð. Ég er höf. sammála um, að nafn- ið ísland hefir átt og á mikinn þátt í að gefa erlendum mönnum rang- ar hugmyndir um land okkar og er víst, að nafnið hefir einangrað okkur meira en landfræðileg af- staða gefur tilefni til. Við reyn- um að brjóta múrveggi fáfræðinn- ar um ísland — útvarp til útlanda — landkynning o. s. frv. En höf- um við gert okkur ljósa þá hættu, sem siglir í kjölfar almennrar ev- rópeiskrar viðurkenningar á því, að ísland sé ekki síður land sólar en ísa?“ „Á UNDANFÖRNUM ÁRUM hafa stórþjóðirnar fórnað heiðri sínum og blóði sona sinna til að brjótast til yfirráða í öðrum lönd- um. Heill kynflokkur er á flótta frá einu landi til annars, leitandi að einhverjum grið'astað. Viðburð- ir síðustu mánaða hafa sannfært um, að baráttan um hráefni og landrými verður grímulausari og harðvítugri með degi hverjum. — Það skyldi þó aldrei vera, að bú- skussin Flóki væri þess valdandi, að landræningjarnir úti í Evrópu hafa enn ekki komið auga á, að hér á íslandi gætu milljónir manna lifað? Hér mætti til dæmis sannarlega finna stað „guðs út- völdu þjóð“-----Ég geri ráð fyr- ir, að þótt ástæður þess, að við fáum enn .að vera í friði, séu með- al annars aðrar en nafn landsins, þá leiki það ekki á tveim tungum, að nafnið ísland hefir verið okkur vörn gegn erlendri ásælni og því sjónarmiði beri ekki að gleyma, þegar mál þetta er rætt.“ „ÞÁ ER ÉG ÞEIRRAR skoðun- ar, að umdeildara sé meðal fræði- manna að nafnið Thule eigi við ísland, en Sigurður Ólason vill vera láta, auk þess, sem nafnið fer illa í íslenzku máli (Týlingar, týl- iska o. s. frv.) Að mínu viti gæti aldrei komið til mála, að þurrka nafnið ísland út, enda myndi vafa- laust aldrei fást samþykki alls al- mennings til þess, enda þótt sterk- ari rök lægju til en hingað til hef- ir verið bent á. Hitt er það, að komið gæti til mála, að nefna landið tveim nöfnum — Island •— Thule — sbr. Finnland-Soumi — ef brýn nauðsyn þætti til þess.“ ATHUGULL skrifar: „Einhvers staðar sá ég ritað um að íslend- ingar ættu að taka við börnum frá Finnlandi og á þann veg, að sýna í verki þá samúð, sem öll þjóðin hefir með Finnum í þeirra hörm- ungum. Þessi tillaga er góð, en vafasamt hvort unnt er að koma henni í framkvæmd. En mér datt í hug. hvort ekki væri unnt að fá þá, sem ennþá hafa atvinnu, og sæmilega komast af, að taka til sín fátækt barn eða gamalmenni í há- degisverð á sunnudögum í vetur. Myndi af þessu verða mikill styrkur fyrir foreldra, sem lítil eða engin efni hafa sökum lang- varandi atvinuleysis. Gamlir fá- tækir einstæðingar þurfa og hjálp- ar við, og mörgum þeirra myndi þykja vænt um að fá hádegisverð á sunnudögum hjá einhverjum góðum vini.“ „FYRIR nokkru stóð Blaða- mannafélagið fyrir kvöldskemmt- un að Hótel Borg — og þótti sú skemmtun takast ágætlega. En ekki gátu allir, sem vildu, komist þangað, vantaði peninga til skemmtana. Eru það vinsamleg til- mæli mín til Blaðamannafélagsins að það endurtaki þessa skemmtun fyrir þá, sem atvinnulausir eru og ekki hafa ráð á að sækja skemmt- anir. Tel ég víst, að hóteleigandi gæfi kaffi og kökur handa þeim, sem boðnir væru — og ef svo yrði — þá myndi það í fyrsta skipti, að þeir fátæku fengju tækifæri til að kynna sér hina veglegu sali Hótel Borg, og hóteleigandi myndi sýna fádæma gestrisni og rausn. Skemmtikraftar myndu að sjálf- sögðu fást. Listamenn vorir eru flestir engir ríkir menn, og þeir, sem árum saman hafa barizt við fátækt og skilningsleysi, geta manna bezt skilið tilgang slíkrar skemmtunar. Ef ekki þykir heppi- legt að halda þessa skemmtun að Hótel Borg, þá mun vera hægt að halda hana í einhverju samkomu- húsinu. Aðalatriðið er, að þeir, sem nú eiga erfiðast, fái tækifæri Haukur snorrason, fulltrúi Vilhjálms Þórs á heimssýningunni í New York, kom hingað með Kötlu síðast, en Katla kom frá Ameríku hlað- in vörum. Alþýðubla'ðið náði tali af Hauki '|og spurði hann .frétta af sýnin.gunni. Hauikur sagði m. a. Sýningunni var lokað 31. okt. Voru þá fliestar þjó'ðir búnar að lioka sýnigum sínum, Island og Japan höfðu liengst opið. Aðsókn að sýninigu Islands var geysimikii eða rúmar tvær millj- ánir. Var t. d. rmeiri aðsákn að sýningu o'kkar en að sýningu Dana og Finna. Dómar voru ágætir um sýn- ingu okkar í amerískum blöðium. í blaði, sem Norðmenn gefa út til þess að gleyma áhyggjum, at- vinnuleysi og fátækt eitt kvöld — og myndi með því Blaðamannafé- lagið vinna mikið gagn og þarft.“ „FYRIR ALLLÖNGU átti ég tal við þig um nauðsyn á kartöflu- geymslum og hafði þá aðallega í huga íbúa hinna myndarlegu sam- bygginga við Hringbraut, Ásvalla- Brávalla- og Hofsvallagötur. Ný- lega var ég á gangi úti á Gríms- staðaholti og sá þá mann vera að þvo kartöflur, sem höfðu verið i lélegri geymslu og voru að mestu eyðilagðar. Maður þessi hafði ekki geymslu í húsnæði sínu og geymsl- an, sem hann fékk fyrir kartöfl- urnar var nú svona. Þúsundir króna virði í skemmdum garðamat árlega, leiðindi og vonbrigði er annars vegar — en framkvæmda- leysi og deyfð hins vegar. Væri ekki úr vegi að þú hreyfðir þessu í blaðinu, enda þótt þú getir ef til vill sjálfur geymt garðmat þinn ó- skemmdan. Virðist sjálfsagt, að við slíkar stórbyggingar, sem ég hefi nefnt, séu sérstakar geymslur — (jarðhús) fyrir garðmat. Myndi af því verða mikill sparnaður fyrir íbúana og hægðarauki. Mér er kunnugt um, að Elliheimilið lét gera fyrir nokkrum árum jarðhús, þar sem geymd eru mörg tonn af kartöflum, gulrófum og ýmiskon- ar öðrum garðmat yfir veturinn alveg óskemmt. Væri ekki úr vegi að þú fengir að sjá þessa geymslu, ef þú telur málið þess virði.“ ÉG HEFl ÁHUGA fyrir þessu, eins og ég hefi áður sagt, og mun kynna mér málið nánar. í Amieríku var t. d. sagt, að ís- lienzka sýningin væri betri en sýniing Norðmanna. Mangir háttstandandi gestir heimsottú sýningu okkar, svo sem Fri'ðrik ríkiserfingi og Ing- rád kona hans, Ólafur rikiserfingi Norömanna og toona hans, auk þess fjöldi mikilsmetirma Amer- íkumanna. Mai"gir gestanna, sem heimsiáttu sýningiuna, hafa síkrifað Vilhjálmi Þör og farið lofsain- legum orðum um sýningtuna. Fjölda margir íslendingar úr Bandaríkjunum heimsóttu sýning- una. Höfðiu sumir þeirra ekki hug mynd um, ao ísiendingar hefðu þarna nokkra sýningu, en komu í danska sýninigarskálann og spurðu hvort þar væri nú ekkert íslenzkt. Var þeim þá vísað á Frh. á 4- síöu. Gamlir Islendingar grétn af hrifn- ingn, er Deir sán sýningn okkar. Viðtal við Hauk Snorrason um heimssýniuguna fi Mew York. JOHN DICKSON CARR: Morðin í vaxmyndasafninn. 13. eruð, sagði Bencolin. Ég skal fræða hann. Upphaflega báruð þér doktorsnafbót. Þér áttuð að kenna bókmenntafræði í Ox- ford í Englandi. — Það skal játað, sagði Galant. — En þér voruð andstæðingur þjóðfélagsins. þér voruð mannhatari. — Það skal ennfremur játað. — Jæja, sagði Bencolin hugsandi — þá skulum við athuga sálarlíf þessa manns. Við skulum segja, að hann sé fram- úrskarandi gáfum gæddur. Við skulum ennfremur gera ráð fyrir því, að hann sé afburðavel lærður. Og hann fer að líta á heiminn, sem einhvern vandskapnað. Og til þess að svala hatri sínu á meðbræðrum sínum fer hann að grafast fyrir fortíð vina sinna. Galant sat steinþegjandi og strauk kettinum. Því næst, hélt Bencolin áfram — hóf hann baráttu sína gegn þjóðfélaginu. Það var drengskaparlaus rógsherferð, til þess að byrja með. Hann hafði njósnara á hverju strái. Hann náði á sitt vald einkabréfum og myndum og allt var undir- búið. Hann hóf styrjöldina aðeins gegn æðstu mönnum þjóð- félagsins. Hann gróf upp fortíð þeirra, leitaði uppi hneykslissögur um menn, breiddi þær út og ýkti þær. Svo beið hann hinnar réttu stundar. Ef kona af háum stigum var komin að því að gifta sig, sendi hann henni hótunarbréf, þar sem hann hótaði því að birta fortíð hennar. ef hann fengi ekki svo og svo mikið af peningum. Eins var um menn, sem voru að búa sig undir að taka að sér mikilsverð embætti. Ég hygg, að þetta hafi ekki einungis verið vegna peningana. Að vísu græddi hann ógrynni fjár á þennan hátt. En aðalatriðið fyrir honum var að sýna mátt sinn. Hann hafði gaman af því að geta sagt við valdamestu menn þjóðarinnar: — Sko til, þarna getið þér séð, að ég get rifið yður niður til grunna, fellt allar skýjaborgir yðar í rúst, ef ég kæri mig um og þér verðið ekki þægur ljár í þúfu. Þér haldið, að þér getið komist upp í hæsía valdaþrepið. Reynið það, ef þér getið. Chaumont stóð, eins og hann væri dáleiddur. Hann dró fram stól og fékk sér sæti.‘ Hann starði á Galant, en Bencolin hélt áfram og talaði lágt. — Skiljið þið nú, herrar mínir? Slík er dýrð þess manns. sem teflir blindskák við djöfulinn. Lítið á hann núna. Hann mun neita því, sem ég segi, en þið getið séð það á svip hans, að ég segi satt. Galant yppti öxlum. Það var bersýnilegt, að hann hafði dulda nautn af því að heyra talað um glæpi sína. — En það er ekki allt búið ennþá hélt Bencolin áfram. Ég minntist á drengskaparlausa rógsherferð. Þegar hann hafði tekið við mútum af fórnardýrum sínum og lofað þeim, að sjá þau í friði eftirleiðis, þá sveik hann það. Hann lét ekki af hendi sönnunargögnin, þó að búið væri að borga fyrir þau. Hann einmitt birti þau. eins og hann hafði hótað. Því að hann vildi koma sem flestum mönnum á kaldan klaka. En það var aldrei hægt að hegna honum. Hann hafði lag á því að koma málum sínum þannig fyrir, að ekki væri hægt að klófesta hann. Hann skrifaði fórnardýrum sínum aldrei bréf og ógnaði þeim aldrei, nema þegar engin vitni voru viðstödd. En þetta hefir hefnt sín. Það er aldrei tekið á móti honum í sölum heldra fólksins, þar sem hann í raun og veru er upp runninn. Og þess vegna þarf hann að hafa varðmann nótt og dag. — Fyrir þetta, sem þér hafið nú sagt, tók Galant til máls, gæti ég dregið yður fyrir lög og dóm. Bencolin hló, en þó ofurlítið þreytulega. og drap fingrunum á arinhilluna. — En þó hygg ég, að þér gerið það ekki, haldið þér það? Ég þykist viss um, að þér séuð að bíða eftir tækifæri til þess að gera upp við mig á annan hátt. — Ef til vill. Það gæti verið nógu gaman. — En í kvöld, hélt Bencolin áfram — kem ég til þess »ð ræða við yður um síðasta afrek yðar. — Einmitt það. — Já, ég þekki þetta vel. Hér í París hefir verið stofnaður dálítið sérkennilegur félagsskapur. Það er kallað „Félagsskap- ur svartgrímumanna.“ Hugmyndin er að vísu ekki ný, það eru til álíka félög annars staðar. Nöfnum félagsmanna er haldið stranglega leyndum. Galant varð einkennilegur á svipinn. Hann hafði ekki bú- izt við því, að Bencolin hefði hugmynd um þetta. En það fór hrollur um hann. — Jæja, sagði hann — nú held ég, að þér séuð búinn að tapa glórunni. Hvað ætti svo þessi félagsskapur að hafa á stefnuskrá sinni? — Þetta er félagsskapur manna og kvenna. Það eru konur, sem eru óhamingjusamar í hjónabandi sínu. Sumt eru gamlar konur, sem eru að leita sér að ævintýrum. Og karlmennirnir eru líka ævintýramenn. Konurnar leita sér að mönnum, sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.