Alþýðublaðið - 27.12.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.12.1939, Blaðsíða 3
MÐVIKUDAGUR 27. DES. 1939. alþyðu b laðið FerOasaga. —---... "ÆS' Eftir Pétur Signrðsson. ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VAUDEMARSSON. t fjarveru hana: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. VUhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦-------------------------• Risi á bmnð- fðtnm? EF mark hefði verið tak- andi á stóryrðum útvarps- ins í Moskva dagana, sem rauði herinn var að ráðast inn yfir landamæri Finnlands, þá ætti í dag ekki mikið að vera eftir óunnið af þessu litla og fá- menna landi fyrir milljónaher hins rússneska stórveldis. Svo hreystilega var til orða tekið um það, hvernig „stríðsæsinga- mönnunum í Helsingfors,“ eins og finnska stjórnin var kölluð, af því að hún vildi ekki selja af hendi fullveldi og sjálfstæði lands síns, skyldi kennt að virða mátt og veldi hins stóra Sovét- Rússlands. En síðan er liðinn heill mán- uður, og rauði herinn er hér um bil allsstaðar jafn fjarri Hels- ingfors og hann var í upphafi stríðsins. Hann er í dag meira að segja fjarr höfuðborginni en hann var fyrir viku síðan. 'Hinar rússnesku hersveitir hafa síðustu dagana verið á hröðu undanhaldi allsstaðar þar, sem þeim hafði tekist að komast nokkuð verulega inn fyrir finnsku landamærin og á einum stað hafa Finnar meira að segja fylgt þeim eftir um fimmtíu kílómetra vegar inn á rúss- neskt land. Þetta er óvænt útkoma af fyrsta mánuði ófriðarins í Finn- landi. Að sjálfsögðu mun eng- inn hafa efast um, að Finnar myndu reynast harðir í horn að taka eins og ævinlega áður, þegar á þá var ráðizt, og heldur vilja leggja lífið í sölurnar en láta kúgast af hótunum hinnar rússnesku harðstjórnar. Og hins munu menn ekki heldur hafa gengið duldir, að hinir rússnesku hermenn hefðu litla ástæðu til þess að vera hrifnir af þeirri herferð, sem þeir hafa nú verið sendir í gegn frjálsri og friðsamri smáþjóð, í stað þess að berjast gegn þýzka fasisman- um eins og þeim hafði árum saman verið sagt að þeir ættu að gera. En liðsmunurinn er svo gífurlegur — stórveldi með 170 milljónum íbúa á móti smáþjóð, sem ekki telur nema 3 V2, millj- ón manna — að öllum blöskrar, að annað eins skuli vera hugs- anlegt og það, að hinn rúss- neski milljónaher skuli eftir mánaðarstyrjöld vera á undan- haldi eða flótta fyrir hinum fá- menna finnska her á öilum víg- stöðvum, að Kyrjálanesi einu undanteknu, en þar kemst hann heldur ekki þvers fótar fyrir hinum traustu landamæravíg- girðingum Finna. Er það að koma í Ijós, sem ýmsa hefir grunað, að rauði herinn sé hvergi nærri eins ó- sigrandi bákn og honum hefir v«w4ð lýet í áróðursfréttum sov- étstjórnarinnr? Hann er að vísu langfjölmennasti herinn, sem til er í heiminum. Það mun vera talið, að Sovét-Rússland geti haft 8—10 milljónir manna undir vopnum á ófriðartímum. Og þá hefir heldur ekki verið gert lítið úr öllum þeim fjölda flugvéla, skriðdreka og annarra vopna, sem hann hefði yfir að ráða. En eru þessi tæki sambæri leg við þau vopn, sem framleidd erU vestur í Evrópu? Það er að minnsta kosti grunsamlega mikill fjöldi rússneskra flug- véla og skriðdreka, sem Finnar hafa eyðilagt fyrir Rússum síðan stríðið hófst. Það er einn- ig sagt frá því í skeytunum, að rússnesku hermennirnir séu illa klæddir og hafi ófullnægjandi mat. Eru járnbrautirnar og samgöngurnar ef til vill ekki í betra lagi en það, að ekki sé hægt að birgja herinn upp að slíkum nauðsynjum? Eða er framleiðslan ekki komin á hærra stig, þrátt fyrir allar skrumauglýsingar sovétstjórn- arinnar, en það, að meira að segja herinn vanti það nauð- synlegasta, hvað þá hina, sem heima eru? Og hvernig er að endingu herforingjaliðið skipað eftir að Stalin hefir á undan- förnum árum látið taka af lífi flesta þekktustu og reyndustu foringja rauða hersins? Er yfirleitt nokkur furða, þótt menn fari að spyrja eftir þessa fyrstu reynslu af rauða hernum í árásarstyrjöld, hvort hann sé í raun og veru nokkuð annað en risi á brauðfótum? Það væri að sjálfsögðu rangt að álykta af þessari reynslu, að Finnar hefðu nú rekið árás Rússa fyrir fullt og allt af höndum sér. Til þess er liðs- munurinn allt of mikill. Með- an rússneski herinn rís ekki upp á móti harðstjórninni get- ur Stalin endalaust fyllt þau skörð, sem höggvin eru í her hans. En það getur hin fámenna finnska þjóð ekki til lengdar. Fyrr eða síðar vofir því yfir henni að verða ofureflinu að bráð, svo fremi að hún fái ekki þá hjálp, sem hún þarfnast. En hvað, sem því líður, hefir rauði herinn þegar beðið þann álitshnekki á þessum fyrsta mánuði styrjaldarinnar, að þess mun langt að bíða, að hann vinni hann upp aftur. Nýjar ðryggisrðð- stafanir á dðnsinm skipnm í Norðnrsjó. KHÖFN í gærkveldi. FÚ. ERZLUNARMÁLA- RÁÐUNEYTI DANA birt- ir í dag opinbera tilkynningu um fyrirhugaðar ráðstafanir til öryggis sjóafrendum í Norður- sjó, og er ráðgert að byrjað verði á þeim 1. jan. 1940. Á skipum, sem eru yfir 500 brúttó lestir og sigla um Norð- ursjó og Ermarsund, skal vera björgunarfleki nægilega stór til þess að taka helming áhafnar innar á skipum, sem eru undir 1000 brúttó lestum. En á skip- um, sem eru yfir 1000 brúttó lestir, skal björgunarflekinn vera nægilega stór, til þess að geta tekið alla áhöfnina. Björgunarflekar og björgun- arbátar skulu vera útbúnir með lyfja og umbúðakassa, sterkum rafmagnsljóskerum, raflampa til ljósmerkjagjafa, áhöldum til hljóðmerkjagjafa og góðri handexi. Á öllum björgunarflekum og björgunarbátuna skúlu vera OINDINDISMÁLAVIKAN var á enda og öll sú óregla, er hún hafði í för með sér fyrir mig sem regiumann. Ég lagði af stað að heiman um miðjan októ- ber, hálfþreyttur eftir langa vinnudaga oig annríki. Og auðvit- að varð maður að hefja ferðalag- ið að nóttu til, þó á þeim tíma næturinnar, sem nálgast sól og nýjan dag, og er sá tími hennar oftast lítið notaður af þeim, sem stunda næturlíf nútímamenning- arinnar. Sú er alltaf bót í máli, að bótt víða sé nú engan svefn- frið að fá fyrir ærslabelgjum ó- menningarinnar, er viða hægt að sofa, sem áður þekktist ekki, því að það er jafnvel hægt að sofa í bílurn. t.axfoss skilaði mér í Borgar- nes. Það hefir hamn oft gert svika laust, en þaðan flutti mig vökur bifreið norður á Hvammstanga. — En þau viðbrigði, að koma úr Reykjavíkur-amnriki og þarna (norður í kyrrðina og rólegheitin ! Ég rölti út í móa; veður var yndislegt, og nú fannst mér eins og sál míin verða hrein og heit og hefja sig til flugs í einhverri þrá, sem margir kannast við, en engintn getur lýst, og jafnvel ekki stórskáid eins og Ehiar Bene- diktsson, er finna leggja „ilm af hverjum steini". Hvað þýðir á slífcum augna- blikum að segja manninium, að enginn Guð sé til, þegar ekkert kemst að í meðvitund mannsins fyrir óslökkvahdi hungri eftir guði og góðleifc lífsins. Þá finnur maður bezt skyldléika sínn við hlmmn noig jörð, er maður dettur skyndilega niður úr svifflugi borgarlífsins í einhvern friðsælan dal, þar sem hin eilífu fjiöll eru volduguslu andstæður ails hringl- andalífs og festuleysis. En það er sennilega bezt að eiga sín drauma lönd sjálfur út af fyrir sig, því nútímanum fellur betur landnám á fastri jörðu. . • För mín um Húnavatnssýslu var bæði fljót og tilbreytingarlít- il. Ég hafði stutta viðdvöl á Hvamms'tanga, Blönduósi og Skagaströnd, og eitthvað hið merkiliegasta, sem ég get sagt af þessum stöðum, er það, að á Hvammstanga munu vera 70- 80 kýr og á Skagaströnd um 60. Kýrin er nú reyndar ekki heilagt dýr hjá okkur, en þó ekki ó- merkur liður í sögu þjóðarinnar. Þeir tímar eru ekki langt undan — það er eins og mig rámli i það, ekki fimmtugan manninn — að þeir viðburðir þóttiu einna merk- scstir, er kýrin bar eða kaupskip- ið fcom að Iandi. Kýrnar geta auðvitað brugðist, en þær bregð- ast síður en stjórnmálastefnur oig viðskipti nútímamenningarinnar. Á Skagastnönd þurfti ég að bíða nokkuð eftir okkar nýju og ágætu Esju, og bauð séra Björn O. Björnsson mér með sér í messuleiðangur. PredikaÖi ég þrisvar sinnum þann daginn, en sat svo um kyrt næstu tvo til þrjá sólarhringana á Höskulds- stöðum hjá séra Birni og naut þar góðrar gestrisni. Ungmenna- félágssamkoma var yfirstandandi á heimili hans, er við komum heim, og flutti ég þar erindi kl. 11 um kvöldið fyrir myndarleg- um hópi ungmenna. Þótt heimur- hlífðarföt og ullartreyjur. stöng með þjóðfána hlutaðeig- andi skips og tíu metra löpg kaðallína. Eftirlit skal hafp með því, að þessi tæki séu öll í lagi svo bft sem við verður komið er skipið er í heimahöfn. inn sé æfinlega í vandræðum með spámenn sína, þá þykir mér " það góð tilbreyting að hitta fyrir spámannlega vaxna menn, og þötti því fengur að spjalla við hinn hugumstóra og bjartsýna ritstjóra „Jarðar“. Hvort honum tekst að skapa nýja „jörð“, veit ég ekki. Slíkt er ekkert smáræð- is fyrirtæki. Frá Skagaströnd )á leið m'nn ■yfir í Strandasýslu, og auðvitað fékk ég hraðskreiðasta skip landsins til fararinnar, en samt vortum við hátt upp í sóiarhring til Hólmavíkur. Rúmgott var í hinum ríkmannlegu sölum Esju, langar mann heizt til að vera þar kyrr, þegar þangað er komið. Það var glampandi tunglskin, er við lögðum að bryggjiu í Hóilma- víik, og fannst mér eitthvað stað- arlegt við Hólmavík, því að brygigjan þar er hin myndarleg- asta. Yfirleitt kann ég vel við Hólmavík. Ég dvaldi þar nokkra daga og einnig í Kaldrananess- hreppi. Var að heimsækja stukur, er ég stofnaði í fyrra haust á þessum stöðum, og reyna að vinna bindindismálinu eitthvert gagn. Árangurinn befir þegar orðið góður af starfi þessara stúkna. í Hólmavík bar að garði eitt kvöldið, sem ég var þar, merki- legan mann. Það var bóndrnn á Lækjamóti í Húnavatnssýsiu, Jatoob Líndal. Hann kom gang- andi ofan úr reginfjöllum með fullan bakpoka sinn af. verðmæt- um ,er hann hafði sótt í trölla- hendur. Voru þar merkilegir steinar, er við fengum að skoða í töfrasjá þessa íslenzka bónda og vísindamanns. Þá sáum við líka merkilegar minjar, er steinar þessir geymdu, en frá því greini ég ekki, því að það ber vísinda- mönnum sjálfum að gera. Jakob Líndal þarf ekki að láta skrifa fyrir ,sig. Það má kallast vel af sér vikið, af manni, sem ekki hefir hlotið aðra skólamenntun en gagnfræði og er nú kominn vel til ára, að geta ritað grein á ensku, vísindalegs efnis, og það svo vel, að hún vékur mikla eftir- tekt erlendra vísindamanna og lofsamleg ummæli þeirra. En þetta hefir bóndinn á Lækjarmöti gert. „Þeim heiður, sem heiðurinn ber.“ Næst var það svo Sauðár- krókur, en ekki treysti ég mér til að svo stöddu, að skrifa um Sauðárkrók. Lifið er þar svo ein- kennilega samansett. Þar mæta gesti hinar elskulegustu sálir með hlý og göfug hjörtu, en þó ligg- ur í loftinu, áð eitthvað muni þar einnig vera af 'kulda oig hjartaharðúð, ef til vill þó aðeins uppgerð. Þar eru þrautseiigir og fullreyndir reglumenn, og þar er einnig töluverð óregla, og var mér sagt, að efnið væri sótt i á- fengisverzlun ríkisins á Siglufirði. Þá býr þar hlið við hlið, nú um stundir, rússneskur Stalinismi og kaliiforniskur pentikostalismus, kallaður hér á landi hvítasunnu- trú, og geta menn þá skilið, að lífið muini vera litauðugt, þar sem svo er ástatt. — En heppimn er Sauðárkrókur, að hafa þann klerk, er hversdagslega flytur þá predikun, sem ekki er auðgert að andmæla. Ég þóttist veiða vel, að fá hann í liðsveit okkar góðtemplara. Klukkan 9 að kvöldi fór ég í bíl frá Sauðárkróki í grenjandi norðaustan hríð, en þegar inn uindir Varmablið kom, var heið- skýr himinn, stjörnur og norður- Ijós, en kolsvartur hríðarbakkinn á aðra hönd. í Varmahlíð biðum við sunnanbítanna til kl- 2 úm nóttina, en þá vorum við orðin vonlítil um þá og tókum á okkur náðir. Kl. 6 um morguninn kornu bílamir, það er að segja annar, hinn var brotinn uppi á fjalli, og hafði sá, sem áfram komst, verið 10 fclukkustundir frá Blönduósi. All hörð var sú útivist. Á öxnadalsheiði var nálega enginn snjór. Við drukkum kaffi í Bakkaseli, en þar er slík um- gengni á gistihúsi, að ég gat ekki ainnað en dáðst að henni. Allt hreint, snoturt og smekklegt. Það gæti verið ýmsum öðrum til fyrirmyndar. Ég var svo heppinn að hitta á afmælisfagnað ungmennastúk- unnar á Akureyri. Þar var fríður hópur ungmenna saman kominn, og var mér sagt, að stúkan teldi um 140 féiaga. Þar rætist einnig, að „þeim gefst, sem hefir", þvi að á tveimur næstu fundum stúk- unnar bættust henni 70 nýir fé- iagar. Næsta kvöld 'flutti ég erindi í Glierárþorpinu, fór snemma næsta miorgun út í Hrísey, flutti þar tvö erindi og sat stúkufund, og veitti stúkunni þar ekki af upp- örfun. Vel leizt mér þó á hinn fámenna hóp. Þá fór ég til Öl- afsfjarðar, var þar nokkra daga, tvö erindi, predikaði við messu, sat ágætan barnastúkufund og stofnaði nýja undirstúku. Jón J. Þorsteinsson kennari tók að sér forystu hinnar nýstofnuðu stúku, og igerðu rnenn sér góðar vonir um þann lföstyrk. Flestir voru nýliðarnir' ungmenni úr barna- stúkunni. Óvíða hefi ég setið ifund í bamastúku, þar sem börn hafa setið jafn stilit og prúð iog hlustað prýðilega, og er þó ekki mienningarlegur gróður á hærra stigi í Ólafsfirði en víða annars staðar. Petrea Jóhannesdóttir ljósmóðir hefir um margra ára skeið veitt barnastúkunni for- stöðu og unnið að þessu með þolgæði oig mikium dugnaði. Hún hefir reynzt byggð sinni í hví- vetna ein hinna fágætu kvenna. Ég get ekki neitað því, að þessi ferðalög og það starf mitt, sem ég nú hefi talið, útheimti nokkra þrautseigju, en um Siglufjörð lagði ég leið mína aðeins til að hdtta vini og kunningja, því að bindimdisstarfið er þar í svo góðra manna höndum, að því er vei horgið. Þá þrjá daga, sem ég dvalidi í Siglufirði, gisti ég liið ágæta heimili séra óskars Þor- lákssonar. Meðal annars skoðaði ég hið nýja og myndarlega gesta- og sjómannaheimili Siglufjarðar, sem stúkan Framsókn hefir haft forgöngu í að koma á fót. Er vonandi að lýður landsins láti sér svo ant um þetta heúnili, sem menn úr öllum héröðum landsins eiga sjálfsagt eftir að gista á konmndi árum, að ekkí þurfi að kvíða áyfirstígánleg- um erfíðleikum. Þá lá leiðin aftur inn á Akur- eyri, með Esju, og sama dag tjl Húsavikur, en þangað hafði ég hlakkað nokkuð til að koma. Varð heldur ekki fyrir vonbrigð- um, því að ég hitti svo vel á, að þetta sama kvöld hófst hin merkilegasta samkoma á Húsa- vík. Var það afmælisveizla stúk- unnar. Höfðu stúkufélagar lagt mikla vinnu í undirbúninginn. All ir höfðu þeir sérstakan höfuð- búnað, sem gerður var aðeins úr pappír, en skrautlegur og hafði kiostaö mikla vinnu. Sýndi þessi höfuðbúningur greinilega í livers konar nefnd hver og einn var, því að auðvitað voru þarna margar nefndir, er allar höfðu sitt hlut- veilk. Einnig jók hann á glæsi- leiik samkomunnar, er allir vont seztir að borðum í hinum vel skreytta og þéttskipaða samkomu sal bæjarins. Mun þar háfa verið nokkuð á þriðja hundrað manns, því stúkufélagar eru um 120 og hiöfðu allir einhverja gesti. Æðstitemplar stúkuinnar, Birgir Steingrímsson, setti samkomuna og hófust þá veitingar. Aðalræð- una flutti séra Friðrik A Frið- riksson, og 'voru auk hennar flutt ar nokkrar ræbur undir borðum, þefm þó í hóf stillt. Á sjálfri sikemmitiskránni voru mörg góð atriði: leikur, upplestur, kórsiöng- ur unglingakórs, sem séra Frið- rik hafði æft, og vafalaust lagt í það allmikla vinnu. Voru í körnum um 40 unglingar. Síðast var svo skrautsýning,. er setti kórununa á kvöldið. Átti sýning- in að tákna útbreiðslu kristninn- ar. Fyrst kom fram á sjónarsvið- ið hvitklædd og fagurlega búin ung stúlka, er hélt á kertaljósi. Komu svo tveir og tveir og kveiktu á kertum sínum, fyrst hjá anda kristindómsins og svo hver hjá öðrum, unz komin voru þarna um 30 fagurklædd ungmenni, er héldu iotningarfyllst á ljósum sín- tum, í skrautlegum hóp á sjónar- sviðinu. Postulamir stóðu, en hin- ir krupu í fallegri hvirfingu. Þetta var orðlaus prédikun, en fögur og ágæt, og mun öllum nær- stöddum hafa þótt tilkomumikil. Allur undirbúniingur og öll skemmtiatriðin voru framkvæmd af stúkufólöigum og nokkrum börnum þeirra, sem enn höfðu ekki aldur til að vena félagar stúkunnar. Og flest er þetta ungt fólk innan við tvítugt. Þeir sem stjóma þessu félagslifi, vinna þar Frh. á 4- síðu. Hlutverk mjólkurinnar í mataræði voru. Dr. med. A. Tannberg, yfirlækni, farast m. a. orð á þessa leið: Mjólk er fullkomnasta næringarblanda, sem til er. Engin önnur fæðutegund getur komist í hálfkvisti við hana. Ef gallar eru á mataræðinu, þá er engin önnur fæða eins vel löguð til þess að bæta úr þessum misbresti, eins og mjólkin. Hún gerir í raun og veru allt mataræði fullkomið. Mjólkurfitan, rjómi og smjör, er auðmeltasta og bragðbezta fita, sem við höfum, og þar að auki hefir hún inni að halda A og D fjörefni. Steinefni eða sölt mjólkurinnar eru mjög haganlega blönd- uð innbyrðis, einkum er þar mikið af kalki — en fæðan nú á dögum vill oft vera kalklítil og getur því oft verið hættuleg börn- um og unglingum. Margvíslegar vísindarannsóknir hafa sýnt og sannað, að mjólkin hefir mikil og góð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska skólabarna. Þau börn, sem fengið hafa 2/3 lítra mjólkur á dag, hafa tekið mestum framförum, og verið ónæmari fyrir sjúk- dómum en börn, sem fengu sama fæði, án mjólkur. Það getur ekki leikið á tveim tungum, að rétt notkun mjólk- ur og mjólkurafurða í daglegri fæðu, er eitt áhrifamesta ráðið til þess að auka hreysti og heilbrigði þjóðarinnar,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.