Tíminn - 24.03.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.03.1917, Blaðsíða 3
T í MI N N 7 €nn um skipakaupin. Langþýðingannesta málið sem fyrir landsstjórninni liggur, eru skipakaupin. Þingið heimtaði að keypt yrði skip til strandferða og það lagði mikla áherzlu á að keypt yrði stórt millilandaskip. I3að er auðséð á þingtíðindunum, að þing- menn bjuggust eins vel við því, að það yrði tap á þessum skipum, þau mundu verða í mun lægra verði eftir stríðið. En þeir litu svo á að í það mætti ekki horfa, það væri meira enn tilvinnandi, til þess að geta haldið uppi nokkurnveg- inn óslitnum siglingum milli ís- lands og Ameríku og með strönd- um fram. Vafalaust eru miklir örðugleikar á því að fá skip á þessum tímum. En samt tekst ýmsum kaupsýslu- mönnum þetta. Einir fjórir eða fimm kaupmenn í Reykjavik hafa keypt flutningaskip nú í vetur. Þeir gera það af því að þeim er það lífsnauðsyn til þess ad geta grœtt. En þjóðinni er nauðsyn að eignast skip til þess að geta lifað. Eitthvað hefir bólað á þeim hugsunarhætti að skilja mætti uud- irbúning þingsins þannig, að land- ið mætti styrkja einstaka menn til að kaupa skip og leigja þau síð- an landinu. En sú skoðun er bæði röng, og þar að auki hættuleg. Ef landið bindur fé sitt eða lánstraust i skipum, þá verður þjóðin að hafa vonina um gróðann — ekki eingöngu óttan við skaðann. Skip borga sig nú stundum á 5—6 mánuðum, meðan farmgjöld eru eins há og nú á sér stað. í leigu fyrir Bisp er landssjóður búinn afi borga meira en verð skipsins. Þjóðfélagið er lika sá eini aðili sem þolað gæti verðfall 2—3 skipa. Því hélt þingið fram. En óbeini gróðinn af því að landið eignist skip sem allra, allra fyrst, verður ekki tölum talinn. Fréttir. Ehlsvoði. Snemma i vikunni brann heyhlaða með um 1000 hestum af heyi og fjárhús sem tóku 4—500 fjár í Glerárskógum i Dalasýslu. Brann þetta alt til öskú, og tjónið því tilfinnanlegt sem bóndinn, Sigurbjörn Maguús- son, hefir orðið fyrir, þar eð hvor- ugt var vátrygt, húsið né heyið. Vildi til happs, að um fótaferðar- tima þegar eldsins varð vart, var hann eigi orðinn magnaðri en það, að hægt var að bjarga fénu úr húsunum. — Um upptök eldsins vita menn ekki, en gizkað er á að kviknað hafi í moði, sem borið hafði verið í hlöðuna. Sigurbjörn Magnússon er sagður með efnuðuslu bændum i Dölum, heyfyrningamaður og búhöldur hinn inesti. Sýslungar hans kváðu farnir að skifta á sig fénu til fóðurs. Expedit hét skip, sem kom hingað með kolafarm í febrúar- mánuði, fór norður um land og tók þar síldarfarm til Englands. Mun skipið hafa verið á vegum Zöllners stórkaupmans. Símuð höfðu verið tilmæli um það, að skipið yrði leigt til flutninga hing- að að nýju, en þeim svarað með því, að skipið væri sokkið. Er sennilegt að kafbátarnir hafi orðið því að grandi. Harry, mótorskip sem Natan & Olsen eiga rakst á klett við Vest- mannaeyjar og sökk þar á höfn- inni. Var sltipið með kolafarm til Eeyja, en hingað átti það af flytja talsvert af mjöli, er fengið var austur á Seyðisfirði fyrir milligöngu landsstjórnarinnar. Geir fór austur í Eyjar til þess að ná skipinu upp og er nú kornin með það hingað. Goðafoss-strandið. Nú kvað vera búið að hjarga öllum vörunum úr Goðafossi, sem Geir eigi náði þeg- ar í stað, og voru þær seldar á uppboði í Aðalvík fyrir skemstu. 55 krónur voru boðnar í steinolíu- fölin, en 4—5 kr. í mjölsekkinn, en vitanlega hafa kornvörur allar verið mikið skemdar. Skipið stendur enn á réttum kjöl, og óbrotið annarstaðar en í botn- inn. Er því enn eigi alveg vonlaust um að takast mætti að ná því út með vorinu. Hverabrauð. Bæjarstjórn Reykja- vikur veitti nýlega Guttormi Jóns- syni smið hér í bænum, þúsund kr. til þess að gera tilraunir um brauðbakstur við gufuhitann hér i laugunum. Golt ef augnabliks kolaleysi yrði til þess að hiti þessi yrði hér eftir að notum. Veðráttan er altaf sama blessuð blíðan, frostleysur með engri úr- komu sem teljandi sé. Mun hafa náð til haga um alt land mestan hluta Þorra og Góu, og er það óvanalegt. Afli er góður í öllum veiðistöðv- um, og ágætur á Vestfjörðum. Enda eru vélbátar þaðan sem héðnan hafa stundað veiðar að flytjast vestur, en hér hafa þeir verið fengsælastir línuveiðaskipa, svo að sunnlenzkir sjómenn munu hugsa sér að geta af þeim lært. — Síld- arvart hefir orðið á Akureyri, og hrognkelsaveiði að byrja þar og hér. Þá koma botnvörpungarnir af og til ineð ágætan afla. Bannlagabrotið. Próf hafa verið haldin i Þórs-málunum og skip- verjar játað á sig sakir. En ekki mun þeitn tnálum lokið, sökunum vísað til dóms. Fyrirlestur flutti Árni Pálsson að- stoðarbókavörður um aðflutnings- bannið í Bárubúð á mánudags- kvöldið. Er Arni andbanningur. Húsfyllir hafði verið, og kostaði aðgangur þó 75 aura. Gott þegar hjartansmálin gefa góðan arð. Aukaútsvör Reykjavíkur nema nú um 372 þús. kr. Fer hér á eftir skrá yfir alla þá er hafa þús- und króna útsvar eða meira: Alliance fiiskiveiðafél. . . kr. 6000 Bragi — . . — 12500 Bræðingur h.f...........— 2500 P. O. Christensen lyfsali — 2000 G. Copland.............— 6000 Defensor fiskveiðafél. . . — 2500 H. P. Duus.............— 16000 Eggert Ólafsson fiskv.fél. — 11000 Eimskipafélag íslands . . — 5000 Magnús Einarsson .... — 2000 Elías Stefánsson........— 6500 Garðar Gíslason.........— 5500 Gísli Þorsteinsson skipstj. — 1300 A. Guðmundss. umboðsv. — 3000 Guðm. Guðnason skipstj. — 1500 Guðm. Jónsson skipstj. . — 1350 Halldór Kr. Þorsteinsson — 6500 Hallgrímur Benediktsson — 2000 Haukur fiskiveiðafél. . . — 9000 Hákon jarl íiskveiðafél. . — 2500 Hið ísl. steinolíufélag . . — 6000 Cliff. Hobbs............— 2600 Carl Höepfner...........— 4000 Höydal & Co. lifrarbr. . — 1000 Jón Jóhannesson skipstj. — 1650 L. E. Kaaber stórkpm. . — 2750 Ól. Johnson — . — 2750 Kol og salt.............— 8000 Kolb. Þorsteinss. skipstj. — 1800 Kristján Bergsson & Co. — 1000 Kveldúlfur h.f..........— 22000 L. G. Lúðvígsson verzl. — 1500 Nathan & Olsen..........— 5000 Njörður fiskveiðafél.... — 6500 Ó. G. Eyjólfsson stórkpm. — 1200 P. Þ. Matthíasson skipstj. — 1400 Pétur Ólafsson konsúll . — 1800 Emil Rokstad............— 2000 Sigurjón Ólafsson .... — 1100 Sláturfélag Suðurlands . — 3500 P. J. Thorsteinsson ... — 1800 Th. Thorsteinsson .... — 9000 Trolle & Rothe .'.......— 1000 Völundurtrésmíðaverksm. — 1500 Jes Zimsen..............— 6500 Geir Zoéga kaupm. ... — 2500 Helgi Zoéga — ... — 1500 Þorst. Þorsteinsson skpstj. — 1700 Ægir fiskveiðafélag ... — 4500 Tveun tíðindi eru nýkomin til sögunnar, sem áhrif hafa á sigl- ingarnar. Hið fyrra er það, að Bretar liafa nú sett hámarkstakmök um skips- leigu, um 44 kr. fyrir smálestina, en skip hafa undanfarið verið leigð mun hærra verði. Þelta virðist í sjálfu sér gott og blessað, en vís- ast er að það dragi þann dilk á eftir sér, að ilt verði að fá skip á leigu, eigendunum þyki borga sig betur að hafa sjálfir skipin í för- um, meðan ekki er ákveðið áþekt hámark á farmgjöldum. Hin tiðindin eru þau, að vá- tryggingargjöld á sjóleiðum milli íslands og Ameríku hafa hækkað úr l°/o upp í 5°/o, en komi skipin inn fyrir hafnbannssvæðið er gjald- ið 15°/o. Er fyrri hækkunin ill aft- urför, sem ef til vill er fyrirboði enn meiri siglingavandræða, en Peir Reykvíkingar sem gerast vilja fastir áskrifendur Tímans segi til sín i sima 444. þegar eru orðin. Aftur á móti er siðara gjaldið framför, þótt hátt sé, því að dönsk félög hafa ekki fengist til þess að vátryggja þarna síðan hafnbannið komst á. Réttur. Fyrsta hefti 2. árs er ný- komið út. í því eru þessar rit- gerðir: Henry George (æfiágrip) eftir Þórólf Sigurðsson. Skattamál eftir Áskel Snorrason. Sendibréf til Þorsteins Þorsteinssonar eftir Beni- dikt Jónsson. Henry George og jafnaðarstefnan eftir Jónas Jónsson. Guðjón • Baldvinsson eftir Sigurð Nordal. Uppi í óbygðum eftir Þor- gils Gjallanda. Neistar eftir Þórólf Sigurðsson. Auðsjafnaðarkenningin eftir sama. Guðm. Björnsson landlæknir flutti fyrirlestur fyrir alþýðufræðslu stúdentafélagsins siðastliðinn sunnu- dag um frakkneska vísindamann- inn fræga, Louis Pasteur. Verður fyrirlesturinn prentaður. Strandlerðaskip. Landssljórnin kvað hafa veitt E. Nielsen fram- kvæmdarstjóra umboð til þess að kaupa Sterling fyrir alt að þús.- kr. og er þá séð fyrir strandferðk unum fyrsta sprettinn, verði úr kaupunum. Sterling er góðkunnugt skip hér heima, hefir það lengi verið hér í förum. Viðgerð kvað skipið nýlega hafa fengið fyrir 200 þús. krónur. Siglingar. Bisp er kominn til New-York, kom þangað fyrst 20. þ. m., enda var mönnum orðið'ó- rótt út af honum. Á útvegurinn mikið undir því, að hann komist hingað heilu og höldnu með stein- olíuna, þvi að hana fer að skorta tilfinnanlega hvað af hverju. — Skeyti hefir borist um það að Glgg hafi lagt af stað frá Englandi með kolafarm til Hinna sameinuðu Is- lenzku verzlana. — Are og Acliv komin heilu og höldnu til Englands. — Kora fer til Breiðafjarðar, Vest- mannaeyja og Austfjarða og þaðan beina leið til Noregs. — Þá kom skip til ísafjarðar nýlega með salt og tunnur til Karls Olgeirssonar, kom skipið frá Englandi og fór þangað um hæl aftur, til þess að sækja söinu vöru. — Ingólfur fór til Borgarness með norðanpóst i gær, degi á eftir áætlun. — Escon- dito annað leiguskip landsstjórn- arinnar, inun liafa komið til New- York frá Halifax í gær, og verður þegar tekið að hlaða skipið mjöl- vöru, sykri og smjörlíki er flytjast eiga hingað heim. Gangi alt vel, getur skipið komið hingað fyrir miðjan næsta mánuð. Nýdáin er á Vífilstöðum Guð- björg Björnsdóttir frá Smáhömrum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.