Tíminn - 11.04.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.04.1917, Blaðsíða 1
TÍMNN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. til áramóta. TÍMINN AFGREIÐSLA á Laugaveg 4 (Bóka- búðinni). Þar er tekið á móti áskrifendum. I. ár. Rcykjavík, 11. apríl 1917. 5. blað. Þeir sem fá fyrstu blöðin send eru beðnir að segja til ef þeir vilja gerast kaup- endur blaðsins, að öðrum kosti verður hætt að senda þeim það. Um verzlnn. Frjálsa samkeppniu cnn. I upphafi þessa máls var drepið á það, að alstaðar í heiminum, þar sem á annað borð nokkuð væri um það hugsað, væri unnið að því að gera verzlunina milli- liðalausa, eða með öðrum orðum að þeir sem kaupa og selja ættu verzlanirnar sjálfir. í siðasta blaði var sýnt fram á það, að hin frjálsa samkeppni hefði orðið helzt til mannfrek hér á landi, hefði milliliðina óhœfilega marga, þar sem þriðjungur þeirra manna, sem nú sýsla um verzlun- ina mundu geta annast hana að öllu, ef fyrirkomulagið væri hent- ugt. Og enn var drepið á aðra agnúa sem geri hina frjálsu sam- keppni ólíklega til þess að gera íslenzka verzlun heilbrigða, svo sem það, að hún hefði látið undir höfuð leggjast eitt aðalatriði heil- brigðrar verzlunarframþróunar, vöriwöndunina, og ætti það við um hvorttveggja, innlendar afurðir og erlendar nauðsynjar. Þá var og minst á hitt, að samkeppnin svik- ist oft og einatt um að vera sam- keppni, og yrði í þess stað sam- vinna, sem miðaði að því einu, að auðga einstaklinga sem mest. Að þessu sinni skal minst á Dýra milliliði, umboðsmenu, heildsala, stórkaup- menn. Þessir menn eru það, sem orðnir eru þyrnir í augum almennings, þegar hugleitt er verzlunarástandið. En hin frjálsa samkeppni fær þeim aðstöðuna, þeir eru einn aðalhlekk- urinn í fyrirkomulagi því, sem hún skapar. Þessir menn eiga að út- vega kaupmönnum erlenda vöru, og þeir takast einnig á hendur sölu á íslenzkum afurðum. En reynzlan mun nú vera búin að sýna, að betra hefði verið þeim sem kaupa og selja, að hafa haft þessa menn í þjónustu sinni, og að skaðlausu hefði mátt launa þeim vel. Það er sem sé ekki farið að leyna sér, að aðstaðan sem hin frjálsa samkeppni skapar þessum mönnum, kemur henni sjálfri í kolf — verður ein af hennar dauðasyndum. Verður ekki hjá því komist, að fara nokkrnm orðum um áhrif þessara manna á verzlun landsins — nokkrum orðum um aðstöðuna. Og hver er þá þessi aðstaða? í stuttu máli sú, að nú éta þessir nienn meir og minna úr hverjum diski með liverjum manni, hvað fátæknr sem hann er, um alt þetta land. Ekkert er það annað en aðstað- an, sem leitt liefir til þess að þessir menn breyta hæfilegu milli- liðsgjaldi í þyngri og þyngri álög- ur á íslenzka verzlun. Það er hún sem freistar og elur upp fégirnina. Það er hún sem hefir gert þessa menn stórauðuga á skömmum tíma. Með öðrum orðum, þetta er að- staða handa einslökum mönnum, til þess að þeir skamti sér launin sín sjálfir. Og að hún sé einstök í sinni röð sést bezt á því, að allir em- bættis- og sýslunarmenn landsins sem lagt hafa margfalt meira fé og fyrirhöfn í það að búa sig undir starfa sinn, þeir bera sjaldn- ast það frá borði sem þarf til þess eins, að lifa. Hinir óheilbrigðu viðskiftatimar sem nú eru og afleiðing eru ófrið- arins mikla, hafa að vísu hafið þessa aðslöðu upp í æðra veldi, en þó eigi gert annað en stækka skuggamyndirnar til þess að þær sæjust enn greinilegar. Ekki er svo sem hér sé um ólöglegar aðferðir að ræða, öðru nær. En ljóður er þetta á ráði hinnar frjálsu samkeppni sem mannkynið löngum dreymdi um að mundi gera verzlunina heil- brigða. Aðalgallinn er þessi. í stað venjulegrar umboðssölu vill um- boðssalinn heldur vera heildsali eða stórkaupmaður, tekur því vör- una yfir á sínar hendur, sitt nafn, og selur hana síðan því verði sem honum gott þykir, eða frekast verður fyrir hana fengið. Að aðstaðan sé notaleg. og frem- ur fyrirhafnarlítil, má sýna með dæmi. Umboðsmaður gerir samning við eimskipafélag um að það flytji fyrir hann 100 smálestir af tiltekinni vörutegund í hvert sinn með 10 næstu skipsferðum frá útlöndum. Að því búnu símar hann út pönt- unina á 1000 smálestum þessarar vörutegundar, sem hann sakir við- skiftavenju fær allar með því verði sem gildir þann dag, hvort sem varan öll er fyrir hendi eða ekki, og jafnframt segir hann fyrir um hvernig hana skuli senda. En borga verður liann þá vöruna að fullu samstundis. Það þarf hann ekki að taka nsérri sér, því aðstaðan hefir gert hvorttveggja, að auðga hann sjálfan, og auka honum lánstraust í bönkum, svo að honum verður þetta leikur, sem öðrum reynist ókleift. Um þetta leyti byrjar þessi vörutegund »að stiga«, það sá um- boðssalinn fyrir, það sáu líka aðrir, allir sem nota þurftu vöruna. Umboðsmanninum dettur nú ekki í liug að selja með því verði, sem hann kaupir, hann miðar auðvitað við verðlagið sem er þann daginn sem selt er hér heima, að viðbæltri milliliðsþóknun sem hann gerir sig ánægðan með. Og þegar alt er komið í kring er lireini gróðinn tugir þúsunda. En hin sérstaka fyrirhöfn að gera einn samning, senda eitt sím- skeyti, og selja annaðhvort einum eða sárfáum kaupmönnum hvern slatta, jafnóðum og þeir koma, og vantar þá sízt eftirspurnina. Þelta dæmi er enginn skáldslcap- ur, en þykir hinsvegar ekki eiga við að nefna nöfn, því að hér er ekki um neitl einstakt lilfelli að ræða. En hverjir borguðu þennan gróða? Þeir sem á vörunni þurftu að halda — þjóðin í heild sinni borgar svona skuldir. Þegar Bisp kom síðast frá Ame- riku með nauðsynjavöru sem lands- stjórnin hafði keypt, var því veitt eftirtekt, að mikill hluti sekkjanna var merktur O. J. & K. (Óiafi Johnson & Kaaber). Þegar umboðssalarnir voru vest- anhafs í haust, var það fyrirsjá- anlegt að vörur þessar mundu hækka í verði, uppskeran hafði orðið með minna móti, það var of lítið af þeim »á markaði«. Lands- stjórnin á þarna engan mann til þess að athuga þetta og breyta samkvæmt því. En O. J. & K. höfðu mann vestanhafs til að átta sig á hlutunum. Sá maður kaupir nú nokkur hundruð smálestir af matvöru umfram það sem hann þurfti á að halda þá í svipinn, borgar þær, og leigir pakkhús fyrir þær. Það bregst nú ekki, varan hækkar. Og þegar landsstjórnin þarf að kaupa vörur næst, mun hækkunin hafa numið 25—30%. Þá geta O. J. & K. selt birgiðrnar sem þeir áttu geymdar, og höfðu þá grætt á að gizka fjórða hvern poka af öllu saman. Eg veit ekki hvort þetta hefir verið svona, hvort svona hefir staðið á merkinu, en þykir það sennilegt, og vildi að það hefði verið svo, því að öðrum kosti hefði þetta fé farið út úr landinu. En fyrirkomulaginu er það að kenna að þjóðin þarf að gjalda svona skuldir. Hefði nú ekki verið betra að landið hefði sjálft átt mann til þess að gera innkaupin? Þetta er nú i því stóra, En talsvert mun nú íapast á smávörunni líka, og safnast þegar saman kemur. Dæmi munu lil þess, að heild- salar og stórkaupmenn leggi alt að 50% t. d. á nýlenduvörutegundir nmfram liæfilegt milliliðsgjald og allan annan tilkostnað, taki full- um fetum þrjá peninga fyrir tvo og láti ekkert í milli. En aðstaðan er góð — alveg örugg. Á það rót sína ekki hvað sízt í því, að þessir menn leggja undir sig farmrými skipanna sem föst eru í förum með bindandi samn- ingum um löng tímabil. Samkeppn- in kemst ekki að — fær ekki flutning, og verða jafnvel þeir sem sjá okrið eins og það er, sjálfir að kyssa á vöndinn, sæta ókjörunum. Og svo skyldi ofan á alt þetta bætast sá voðinn sem verstur gæti orðið og hættulegastur: hringur, samvinna milli þessara manna um að græða enn meir! En ekki er sá grunur með öllu ástæðulaus, þegar litið er á það, að heildsöluverð margra stórkaup- manna er á sama tima ofan við verð hjá smásöluverzlunum sem sjálfar áttu þess kost að annast innkaup sín jafnsnemma og stór- kaupmennirnir. Nei, hin frjálsa samkeppni er hér að svíkja um blessun þá er menn væntu sér af henni. Og ókjörin sem við er búið er hennar sök, sök skipulagsins sem hún hefir skapað. Menn villa sér sýn, þegar þeir halda að það séu aðallega menn- irnir sem hér valda, þetta sé af því að stórkaupmenn og heildsalar séu svona miklir svíðingar. Flestir mundu í þeirra sporum hafa farið eins að, flestir mundu hafa notað sér aðstöðuna. Og get- ur í því efni hver um sig stungið hendinni í eigin barm. Og enn má líta á það, að alveg er það ósagt út í hverjar öfgar hefði getað leitt ef mennirnir með heildsöluaðstöðuna hefðu ekkert aðhald haft. Það verður ekki tölum talið hve mikið landið á að þakka þeim fáu smásöluverzlunum sem sjálfar hafa getað annast innkaup sín, verzl- ununum sem hafa getað Jsneitt hjá þessum milliliðum, og eiga þá sjálf- stæð innkaup kaupfélaganna sömu þakkir skildar, síðan þeim varð komið á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.