Tíminn - 11.04.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.04.1917, Blaðsíða 4
20 TÍMINN Mítill isstilnjnpr. Blað eitt hefir haldið því fram að hagsmuna landbúnaðarins hafi engu síður verið gætt en útvegsins við endurnýjun brezku samning- anna. Er þar borin saman hækk- un á kjöti og fiski. En ekkert er minst á það, að ullarverðið stend- ur í stað, en síldarverðið hœkkað drjúgum. Ullin er önnur helzta útílutningsvara bænda. Síldin er sú vara sem útvegsmenn hafa mest grætt á. Mættu greindir geta sér til, að miklu munar fyrir sjávar- menn að fá báðar helztu sölu vör- ur sínar hækkaðar en bændur fá aðeins hækkun á annari, og hana af skornum skamti. — Vitanlega hefir Bretum staðið á sama, hvernig fé þetta kom niður hér innanlands, og eru þau orð ekki töluð út í bláinn. En sendinefndin var svo skipuð að tveir af þremur voru mjög riðnir við útgerð, en hinn þriðji kaupmaður, og þótt kallað væri að hann væri fyrir landbún- aðinn, snerti verðlagið á landvörum hann ekki sem framleiðanda eins og hina tvo. Þar að auki liöfðu út- vegsmenn sérstakan mann, á sinn kostnað, við samningagjörðina. Var því mun betur til vandað frá þeirra hálfu, enda þeir borið betra úr být- um — uppskorið eins og þeir sáðu. JF'réttir. Ofviðri mikiðafnorðrimeðhörku- gaddi gerði laugardagskvöldið fyrir páska og stendur enn, frostið þó mun vægara í gær og í dag, en tvo dagana fyrstu. Mun það hafa gengið yfir land alt og valdið tjóni. Eru litlar fréttir komnar af því enn, sakir símslita. Konan á Val- bjarnarvöllum í Borgarhr. í Mýras., Sesselja Jónsdóttir, varð úti utan við túngarðinn heima hjá sér, var á heimleið frá næsta bæ. í Forna- hvammi fenti fé og lá við að of- viðrið yrði þar tveim mönnum að bana. l^ndir Eyjafjöllum fuku fjögur róðrarskip af sex sem þaðan er haldið úti, og hafði sum tekið upp og út á sjó í heilu líki, en hin kurlast þar í sandinum. Vestmannaeyjasíminn. Björgun- arskipið Geir var fengið til þess að reyna að gera við sæsímann milli Vestmannaeyja og lands, en þvi tókst það ekki, vantaði 200 metra langan spotta til þess að tengdir yrðu saman endarnir. Er það meir en lítill bagi Eyjaskeggjum og sveit- um þeim er mest viðskifti eiga við Eyjarnar. Siglingar. fsland er væntanlegt i dag. Gullfoss lagði af stað frá Höfn á skírdag, en ófrétt um burtför skipanna frá Ameríku enn þá. Kora komin heilu og höldnu til Englands. Edina, enskt flutn- ingaskip á vegum Andrésar Guð- mundssonar, kom hingað í dag, hlaðið tunnum og salti. Skipsferð norður. Lands- stjórnin mun beitast fyrir því að skip verði sent með vörur til hafna norðanlands sem fyrst eftir að Gullfoss kemur hingað. Amaryllis skáldsaga eftir Georgios Drosinls. En innanhúss er öðru máli að gegna, þakið úr óhefluðum við og svart af reyk, veggirnir kalk- aðir, gluggarnir litlir og myrkir, og húsgögnin — guð minn góður, hvernig á eg að fara að sofa á þessum trébúlkum með ramundn- um fjölum undir mér! Að vísu hefir ráðsmaðurinn lofað mér að hann skyldi gera hviluna nota- legri með ullarteppum sem hann hefði gert boð eftir að fá að láni frá bændunum, en eg er tortrygg- inn gagnvart þeim hlunnindum. Bændurnir sem komið höfðu til þess að bjóða mig velkominn komu mér svo fyrir sjónir, að þeir væru heiðarlegir meinleysis- menn, en líkamlegt hreinlæti þeirra er vissulega í röngu hlut- falli við hið andlega. Ef það væri mögulegt skyldi eg senda þá alla í bað, og síðan bjóða þeim heim. Ráðsmaðurinn gumar af mal- reiðsluhæfileikum sínum, og mér til heiðurs hefir hann lagt sig í -líma um kvöldverðinn, þar eð eg kom að óvörum í meðdegis- verðinn og lét mér næja nolckur egg, nýjan ost og mjólk. Eg tek þetta fram yfir matreiðslusnild ráðsmannsins. Ó, aumingja mag- inn í mér! Hvílík voðaleg upp- götvun var ekki réttur sá sem við átum til kvöldverðar. Og þó var hann gjörður úr fuglakjöti! Vesalingur, þú ást af því að þú varst hungraður, og auðtrúa: Þessir fimmtíu laukar sem eru í fuglinum, eru léttir í meltingu! Frá deginum í dag og að honum meðtöldum er eg minn eigin matgjörðarmaður. Versnað getur það ekki! Um sólarlagið fór eg út til þess að ganga mér til skemtunar. Ja, þvílík villibygð! AUar lifandi verur, frá hænunni og það upp til konunn- ar, lögðu á flótta jafnskjótt og þær sáu mig. Það var að sjá að útlit mitt og búningur væri þessu valdandi, og þá var ekki lítið uppþotið í hundunum. Til þess að fyrirbyggja þetta verð eg að ganga i samskonar stuttbuxum og hinir karlmennirnir, meðan á fangavistinni stendur. Og bændadæturnar! Þessar villigeitur! Skáldskapur, hvernig er þeim farið? óþvegnar, ógreidd- ar, með svarsteikt andlitin af sól- arhitanum, með sprungnar hend- ur af bakstri og þvottum, með bera fætur ataða óhreinindum. Ó, þið huldu skógardisir, fegurð- arinnar heillavættir, sönggyðjur heimskra skálda, sem yrkja ykk- ur lofsöngva af því að þeir hafa aldrei litið ykkur augum. Sparið handa öðrum kærleik ykkar og undirgefni, geymið }Tirburði ykk- ar sjómönnunum og hraustum sveinum bj7gðarlagsins — eg af- þakka. Guð varðveiti mig fyrir ykkur. Kvöldið var dásamlega fagurt, ekki sízt meðan máninn var að koma upþ undan skógarjaðrin- um, eg þorði naumast að fara út á svalirnar meðan eg var að drekka kvöldkafiið, til þess að njóta þeirrar fegurðar. Mér varð hrollkalt og neyddist brátt til þess að loka mig aftur inni í herbergi mínu. Þvílíkt loftslag! Eg er óvan- ur að vera með frostbólgu í maí- mánuði. Ráðsmaðurinn ráðlagði mér líka að sofa í kápunni. í kápunni! Sér á að eg er útlagi! Eg sit hér við að skrifa þér við óhrjálegt plankaborð, sem ætti betur heima í kjötbúð til þess að brytjaðir yrðu á því skrokkar nauta og sauða. Það er smíðað af ágætum húsgagnasmið, malar- anum, segir ráðsmaður! Birtuna leggur frá síreykjandi og þefillri grútartýru. Augun kunna illa svona ljósi og mér ætlar að liða í brjóst af óþefnum. Eg hátta og slekk. í fjarska heyrist í gauk, hann er að bjóða góða nótt. Það er um miðnætti. Góða nótt! Og góðan daginn! Loksins dag- aði — guð sé lof. Pað varð þó endir á þessari ódæmalöngu nótt Mér veitti sannarlega ekki af sinn- epsplástrum á bakið á mér, ekki verkjar mig það lítið í það. Og þessar dæmalausu ábreiður frá bændunum hafa rispað mig allan í framan og á höndunum eins og það væri eftir klær á ketti. Ellegar urmullinn af allskonar pöddum og skorkvikindum sem herjuðu á mig! Engu likara en að blessaður ráðsmaðurinn sé bú- inn að gjöra búgarð frænda míns að allsherjar skordýrasafni. En hingað og ekki lengra; að öðrum kosti mundi eg að þrem nóttum liðnum þjást af blóðleysi. Til allrar liamingju hafði eg miklar birgðir af »lúsasalva« til farar- innar.1) Kendu í brjóst um mig! Vor- kendu mér! Eg á eftir að vera hér í tíu daga, tvö hundruð og tjörutíu klukkustundir. Hvernig á eg að fara að því að drepa allan þann tíma? Með lestri? Það er leiðinlegt. Með skemtigöngum? Það er of erfitt. Með samræðum? Við hvern, ef eg mætti spyrja? Og hugsunin um að engin leið er að þvi að komast héðan fyr, gerir eyrðarleysið alveg fullkomið. Svona lét eg veiða mig í net föðurbróður mins án þess að verða þess í raun og veru var! Það hét að eg færi hingað til þess að hvíla 1) Pvi miöur er þessi lýsing á grísku sveitaheimili yfirleitt altof sönn. Sænski þýð. Peir Reykvíkingar sem gerast vilja fastir áskrifendur Tímans segi til sín í síma 444. • mig eftir próf-erfiðleikana. En hér verð eg annahvort hjartveik- ur það sem eftir er æfinnar, eða eg verð að slytta mér aldur með skammbyssunni. »Eg held eg kannist svo sem við þig í bréfinu því arna. Þetta er þín venjulega sérvizka alt sam- an. Að eins eitt get eg ómögu- lega skilið: hvers vegna sendirðu mér ekki bréfið, það hefði þó gert mig rólegri.« »Ástæðan var ósköp einföld, þegar eg nefndi það við ráðs- manninn að útvega mér sendil til þorpsins — þú gelur því nærri að það er svo sem enginn bréf- hirðing á búgarði föðurbróður míns, — þá sagði hann að nóg- ur væri tíminn, enginn póstur færi til Aþenu næstu tvo daga. En að tveim dögum liðnum hafði alt breyst svo, að mér fanst bréfið ranglátt, óviðeigandi, hlægilegt, og í stað þess að senda það, stakk eg því í veskið mitt og þar hefir það verið þangað til áðan að eg Tekk þér það. Og nú ætla eg munnlega að gera grein fyrir á- framhaldi bréfsins, sem, eins og þú ert nú búinn að sjá, segir frá fyrstu áhrifunum sem eg varð fyrir, þó með því skilyrði að þú sért ekki með neinar óvingjarn- legar spurningar, ellegar takir fram í fyrir mér eða striðir mér«. Kynleg villa. í Norðurlandi 14. marz þ. á. er fullyrt að sparisjóðsdeild Lands- bankans verði skilin frá bankan- um og sett undir sérstaka stjórn þar sem Þórður Sveinson verði forstöðumaður. Ekki er flugufótur fyrir einu orði í þessari sögu. En hitt er satt, að stjórnin hefir fengið Þórð Sveinsson til þess að endur- skoða reikninga landsverzlunarinn- ar. Vísast er að það verði mikið verk, en seinunnið, því að eftir hálfsmánaðartima hefir hann ekki fengið nauðsynleg plögg viðvíkjandi innkaupunum, svo að hann geti byrjað. Fréttin um að Gullfoss hafi lagt af stað hingað á skírdag, barst formanni Eimskipafélagsins með símskeyti í dag. Jarðarför Magnúsar Stephensens landshöfð- ingja íer fram laugardaginn 14. þ. m. Ritstjóri: Gnðbrandnr Magrnússon. Hótel ísland 27. Simi 367. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.