Tíminn - 11.04.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.04.1917, Blaðsíða 3
TÍMINN 19 Menn höfðu róið »frá söndum« í sveit einni hér austanfjalls á dög- unum, en urðu ekki varir. En á sjónum fengu þeir fréttina um að »skipin« fengju fararleyfi með farm hingað heim, og kváðust mennirnir hafa lent glaðari en þótt fengið hefðu hleðslu. Likt mun öllum landsmönnum hafa farið er þeir fengu þessa frétt. En ekki má stundargleðin draga úr nauðsynlegri varúð um bjarg- arráðstafanir. Framtíðarhorfurnar eru ekki allskostar glæsilegar. Bandaríkin eru komin í stríðið. Ósagt hverjar verða afleiðingar þess. Menn munu nú alment vera farnir að álta sig á þvi, að mikils- verðar séu ráðstafanir landsstjórn- arinnar um útvegun lífsnauðsynja, að án þeirra mundi hér tilfinnan- legur skortur, og þá jafnframt átta sig á hinu, að úthlutunaraðferðin miði mjög að því, að landssjóðs- verzlunin verði einskonar dýrtíðar- hjálp handa almenningi, vörurnar fáist með sannvirði. Skipin munu nú koma hlaðin matvöru, aðallega til kaupmanna. Hvaða verði verða þær vörur seldar? Á þar að ráða framboð og eftir- spurn. Það væri nú máske eðli- legast. En stendur hér ekki sérstaklega á? Er trygging fyrir því að héðan af verði séð fyrir nægum lífsnauð- synjum? Sé ekki svo, veldur það þá ekki ruglingi að nú flytjast hingað vör- ur sem seldar eru hverjum sem hafa vill. Á það við, að þeir sem pen- ingarráð hafa í svip, geti byrgt sig upp til langframa, en aðrir verði að eiga alt á huldu um sín bjarg- ráð? Og getur þessi tviskifting ekki valdið verðruglingi, landssjóðsvör- ur ekki orðið seldar kaupmanna- verði. Naumast mun skipulag lands- sjóðsverzlurnarinnar orðið það trygt, þótt ekki sé það kann ske hennar sök. Væri ekki langtryggast, að lands- stjórnin verzlaði ein með mjölmat allan og sykur, meðan svona stend- ur? Keypti upp allar birgðirnar sem kaupmenn fá af þessum vöruteg- undum, jafnóðum og þær koma. Tíminn. Vegna landpóstanna kemur þetta blað út á miðvikudag í stað laug- ardags; Verða borin nokkur blöð út um bæinn sem sýnishorn. Nýir kaupendur segi til sín í Bókabúð- inni eða á bókbandsvinnustofunni á Laugaveg 4, eða þá í síma 444. Utanbæjarmenn, sem kynnu að vilja gerast útsölumenn blaðsins eða styðja það á annan hátt, eru beðnir að gera afgreiðslunni eða ritstjóranum viðvart. ^teinolía. Flutningur. Geymsla. Engar horfur eru á því að kom- ist verði hjá steinolíunotkun, þvert á móti bendir margt til þess, að hún fari í vöxt. Kolin eru dýr, og líkur til þess að þau verði mun dýrari eftir ófriðinn en fyrir. Voru leiddar lík- ur að því í síðasta blaði. Vonandi kemur að því, að raf- magnið geti leyst kolin af hólmi víðast hvar á landi, þar sem vatns- aílið er í jafnríkum mæli eins og hér á sér stað. Sú stund væri þegar runnin upp — að eins ef það væri ögn ódýrara. Glíman stendur nú þar, að geta notað rafmagnið til ljósa, suðu og hitunar með minni tilkostnaði en önnur efni. En hitt mun eiga lengra í land, að rafmagnið útrými kolunum á sjó. Aftur á móli liklegt að stein- olían geri það að einhverju leyti. Veiðiskip nota mikið vélar knúð- ar steinolíu, og vísast að J)að fari mjög í vöxt. Steinoliuvélunum fleyg- ir fram, svo að jafnvel hafskip eru nú í förum sem nota þær í stað gufuvélarinnar. Er því sýnt að mikið muni undir steinolíuverzluninni komið hvernig hún verður. Skal ekki minst á hana hér að þessu sinni. En steinolíuflutningana er vert að minnast á. Þar veldur mikiu hvernig á er haldið. Hingað til hefir öll steinolia veriö flutt í tunnum lil landsins. Það liggur nú i augum uppi að slíkt muni alldýrt. Tunnurnar sjálfar eru dýrar, þær eru mjög rúmfrekar í skipum, og kosta verður allmiklu til þess að skorða þær þegar í skip eru komnar. Þá eru þær óhentug- ur flutningur og ærið dýr þegar út eru fluttar tómar. Og enn er einn agnúi á tunnuflutningnum. Tunn- urnar leka. Ólíklegt er að á nokkurn einn stað í heiminum sé flutt jafnmikil steinolía i tunnum og hingað til íslands. Menn hafa fyrir langa löngu tekið upp aðra aðferð. Þá aðferð, að flytja hana fljótandi í þar til^gerð- um skipnm. Lestin í skipum þessum er valns- lieldur járngeymir, olíunni er dælt í skipið og úr því aftur. Væri það vel þess vert, að at- hugað væri hvort ekki borgaði sig fyrir landið að eiga svona skip til steinolíuflutninga, vísast að það þyrfti ekki að vera stórt, ef til vill nægði seglskip og þá jafnvel með hjálparvél. Yrði nú hugsað til þessarar ný- breytni, þyrfti jafnsnemma að hugsa fyrir annari. Það er að koma á olíugeynium. Þeir eru gerðir úr járni, og grafnir í jörð. Séð er um að aðstaða sé sú, að hægt sé að dæla olíunni úr skipi í geymana. En af því að flytja þarf olíuna frá geymum þessum í tunnum eða brúsum, þá eru reist byrgi í sambandi við þá úr báru- járni eða steinsteypu þar sem unn- ið er að því að koma olíunni á tunnurnar, og er þess þá gætt, að grafa þá það í jörð, að olían ílyti ekki út úr þeim sem á ílát kynni að vera komin, þótt eldur kæmi upp. Væri ekki ólíklegt að hentugur staður fyrir olíugeymi væri í Ör- firisey. Þá er það og álitamál, hvort ekki mundi svara kostnaði að koma á olíugeymum á helztu höfnum umhverfis landið, t. d. þar sem vél- skipaútgerð er mikil. En eitt skip gæti flutt alla olíuna til landsins eins fyrir því. Rxktunin og bankarnir. Þegar litið er á framfarir þær sem sjávarútvegurinn hefir tekið á síðustu árum, en hinsvegar á kyrstöðu landbúnaðarins, þá hlýt- ur mönnum að verða það ljóst, að ástæðan til þessa mikla munar er ekki sú, að jarðrækt borgi sig mið- ur en útvegur, né að duglegri menn vinni að úlvegnum en búskapnum, því að þar mun nokkuð jafnt á komið, heldur hitt, að leiðandi menn þjóðarinnar, »fjármálamenn- irnir« hafa trúað meir á sjóinn en á landið, veitt þangað fjármagn- inu, mjög einhliða, og með því lyft þeim atvinnuvegi. Bankarnir hafa hingað til komið fram gagn- vart ræktunarframíörum landsins eins og vissar drotningar í æfin- týrunum við stjúpdætur, sem þeim var lftið um gefið. Þess vegna þarf nú að flytja hingað inn útlent hey, kornmat til gripafóðurs, kartöflur, niðursoðna mjólk o. fl. landbún- aðarafurðir, sem ættu að vera út- flutningsvörur héðan samkvæmt náttúruskilyrðum landsins. Lítum á sögu bankanna. Skömmu eftir að Landsbankinn var stofn- aður tók við stjórn hans alkunnur dugnagarmaður, Tryggvi Gunnars- son. Hann trúði á sjóinn, og á hans tíma eignaðist Reykjavik þil- skipin, og smáhýsi yfir sjómennina. Næsta »gullöldin« kom með íslands- banka. Straumurinn féll í sama far- veginn, að eins með þeirri breytingu að togarar og vélbátar komu i stað þilskipanna. Sjórinn í kringum ísland er gullnáma. Þá námu verður að stunda framvegis, og stunda hana vel. En landið er gullnáma líka. En þar er beðið eftir þeim svein, sem breytir mýrunum í áveituengi og móunum í tún. Sá maður eða þeir menn, sem það gera, verða að vera fjármálamenn, fram- sýnir og viðsýnir. Þeir þurfa að sjá hvað í sveitinni býr, uppgötva hana, eins og Tr. G. og eftirmenn hans uppgötvuðu sjóinn. Togararnir og vélbátarnir hafa flestir verið bygðir fyrir lánsfé. Áveiturnar, og stórfeldar ræktunarumbætur verða heldur ekki gerðar nema með láns- fé — frá bönkunum. En ef um- bóta á að vænta úr þeirri átt, þurfa þeir menn að stýra lánsstofnun- um okkar sem sjá hvar gull er fólgið í jörðu. frá ntlðnðum. Mikilvægustu viðburðirnir, sem dagblöðin hafa flutt skeyti uin undanfarna daga eru þeir, að Bandaríki Norður-Ameríku hafi sagt Þjóðverjum ófrið á hendur. Wilson forseti hafði kallað auka- þing saman 2. þ. m. og var það eitt af fyrstu verkum þess, að gera þessa ákvörðun. Var hún samþykt með yfirgnæfandi meirihluta. Efalaust er talið, að bandamönn- um verði mikill styrkur að fylgi Bandaríkjanna að því er snertir fé, skotfæri, flutninga o. fl. þótt ekki sé gert ráð fyrir að þau sendi lið til Norðurálfu að svo stöddu. Að ári liðnu hyggja Bandarikin að hafa mikinn her ferðbúinn til ófriðarstöðvanna. Floti þeirra er þegar vígbúinn og til taks efbanda- menn þurfa á að halda. Fréltst hefir að Roosevelt, fyrverandi for- seti, hafi í hyggju að safna tveim hundruðum þúsunda sjálfboða undir merki sitt, og halda með þá í móti Þjóðverjum. Brasilía og önnur ríki Suður- Ameríku láta nú mjög ófriðlega og öil Iíkindi til þess að þau fari að dæmi Bandaríkjanna og slíti líka friðnum við Þjóðverja. Bandaríkin hafa slegið eign sinni á öll þýzk kaupför, sem legið hafa í höfnum þeirra. Þessi skip bera samtals um 600 þúsund smá- lesta. Hinn 31. f. m. vóru Vesturheims- eyjar Dana opinberlega afhentar Bandaríkjunum til eignar og um- ráða samkvæmt áður gerðum kaupsamningi. Fengu þá Danir að fullu greiddar þær 25 milliónir dala, sem eyjarnar kostuðu. Þar með er veldi Dana úr sögunni utan Norðurálfu, nema í Græn- landi. Blóðugir bardagar standa nú sem fyrr á vestri vígstöðvunum. Heldur sókn bandamanna þar á- fram með talsverðum árangri. Þeir hafa tekið Croiselles austur af Ar- ras og eru komnir að innstu varn- arvirkjum Þjóðverja við St. Quentin, sem er æðistór borg í Sommehér- aði. Rússar hafa beðið mikinn ósigur hjá Stocliod í Volhynia. Þar tóku Þjóðverjar um 10 þúsundir til fanga. í Mesophotamiu hefir lið Rússa og Breta náð að sameinast. Þeir hafa náð þar á sitt vald mikils- verðum stöðvum, en Tyrkir farið halloka. Opinbert skeyti frá utanríkis- stjórninni í Lundúnum segir 18 brezkum stórskipum sökt síðast- liðna viku, og 13 er minni vóru en 1600 smáleslir. Undan árásum þýzkra neðansjávarbáta höfðu 17 skip komist heil á húfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.