Tíminn - 11.04.1917, Side 2

Tíminn - 11.04.1917, Side 2
18 TÍMINN Og væri það nú að undra, þótt unnið yrði að því, að þessi tröll- aukna okrunaraðstaða yrði látin daga uppi í ljósi þeirrar þekking- ar sem fengin er um hana sjálfa og um það, hvernig viðskiftunum megi koma fyrir, svo að heilbrigt megi heita. Verður að því máli vikið í næsta blaði. Tvenn Sjugtnœli. í Akureyrarblöðunum íslending og Norðurlandi hafa nýlega birzt tvær greinar, sem dálítið snerta landsjóðsverzlunina. Verða hér að eins athuguð tvö atriði, innanum mörg önnur, sem ekki þykja máli skifta. Annað er samanburð- ur á dugnaði og verzlunarhæfileik- um Hallgríms Rristinssonar erind- reka samvinnufélaganna og 01- geirs Friðgeirssonar, sem stýrt hef- ir landsjóðsverzluninni undanfarin misseri. Hitt atriðið er um frá- farandi stjórn (E. A.) fyrir að hafa látið landið verzla að mestu við Johnson og Kaaber. Það hefði áreiðanlega verið æski- legt fyrir hlutaðeigendur, bæði hr. Olg. Friðgeirsson og fyrverandi ráð- herra E. A., að hvorug þessi vörn hefði komið fram, því að báðar eru þær þess eðlis, að engin von er til að þær verði þessum mönn- um til gagns — fremur til hins gagnsts^a. En þann bjarnargreiða mega þeir Olgeir og Einar þakka vinum sínum á Akureyri, Jóni Stefánssyni ritstjóra og Jóni Berg- sveinssyni síldarmatsmanni. Skal nú vikið að hvorum liðnum fyrir sig. Norðurland gerir ráð fyrir þeim möguleika, að Hallgr. Kristinsson yrði aðstoðarmaður stjórnarinnar við landssjóðsverzlunina, og að Olgeir Friðgeirsson léti af því starfi. Um það segir blaðið, að það væri »hiklaust illa ráðið. Olgeir er við- urkendur dugnaðar og reglumaður, hagsýnn og laginn í öllum verzlun- arrekstri — — — en hefir það fram yfir Hallgr. að hann er orð- inn einmitt þessu starfi kunnugur, en Hallgr. er því með öllu ókunn- ugur. Þá eru það og meðmæli með Olgeiri i augum allra réttsýnna manna — — — að hann hefir verið verzlunarstjóri fyrir Örum & Wulff, því að það er kunnugt að góð verzlunarhús erlend hafa gert meiri kröfu, að því er snertir verzlunarþekkingu, til verzlunar- stjóra sinna hér á landi, en kaup- félög til forkólfa sinna, og er það að mörgu leyti eðlilegt«. Þannig farast Norðurlandi orð. Mörgum mun þykja kynlegur sá dómur að selstöðuverzlanirnar út- lendu eins ogsúsemhér ræðirum, hafi haft sérstaklega vel mentaðan mann t sinni þjónustu. Að minsta kosti hafa þeir hæfileikar og ment- un litla ávexti borið. Hvar sem farið er um landið, ber þjóðin þessum verzlunum sömu söguna, að þœr hafi verið niðurdrep landi og hjð. Þær hafa haldið við vöru- skifta og lánsverzluninni. Þær hafa verið sama sem, ef ekki alveg, þýðingarlausar hvað vöruvöndun snertir. Þar sem þær hafa ráðið, án samkeppni frá hálfu samvinnu- félaganna, er fólkið beygt og kúgað af verzlunaránauð. Um þetta verð- ur ekki deilt. Sönnunargögnin standa þögul, en óhrekjandi i bygðum landsins. Og engan skyldi furða, þó að sá maður, sem byrjar mál sitt á hóli um selstöðuverzl- anirnar fyrir »mentun« forkólfanna sé dálítið óvandur að málstað og málsvörnum. Næst kemur lofsöngur um Ol- geir Friðgeirsson. Ef lof það væri á rökum bygt, mundi þess sjást staður í störfum þeim, sem hann hefir haft með höndum. Hann hefir verið verzlunarstjóri fyrir Örum & Wulff á Vopnafirði. Það eitt að ganga á hönd sliku »firma«, sem aldrei hefir verið kent við annað en afturhald og selstöðubrag, eru ekki beinlínis meðmæli. Þó væri það sök sér, ef maðurinn hefði bætt verzlunina í héraðinu. En af því fara engar sögur, heldur hitt, að þar hafi bæði í tíð Olg. Fr. og síðan verið gamli einokunarsvip- urinn á verzluninni. Og enn þann dag í dag er Vopnafirði viðbrugðið þegar minst er á harðbýla kaup- mannaverzlun. Svo að ekki er aðsjá að hr. Olg. Fr. hafi lagt grundvöll að lofgerð um sig með sérstökum verzlunarendurbótum þar. Eftir þetta flutti hr. Olg. Fr. til Reykjavíkur og var gerður að sam- göngmálaráðanaut stjórnarinnar. En eftir eitt eða tvö ár var það starf lagt niður. Mönnum mun ekki hafa virst árangurinn í sam- ræmi við kostnaðinn. Varla verður því þó um kent að samgöngumálin hafi verið í svo góðu lagi, að þar hafi engin verkefni verið við að fást. Þvert á móti munu flestir ásáttir um að þar sé stórfenglegt viðfangsefni fyrir mann, sem hefir gáfur, áhuga og þekkingu til að finna nýjar leiðir út úr ógöngun- um. En engu eru samgöngurnar nær, fyrir aðgerðir ráðunautsins. Upp úr þessu mun það hafa verið, að hr. 01. Friðgeirsson tók að sér umsjón með landssjóðsverzl- uninni, sem hafin var til að bjarga þjóðinni frá dýrtíðarófarnaði. Ekki verður sagt að sú frammistaða hafi gert lofsyrði Norðurlands sannari. Nú á árinu 1917 er verzlunin fyrst endurskoðuð, eftir skipun Sig. Jónssonar ráðherra. Áður hafði hann orðið til þess að fyrirskipa aðrar sjálfsagðar endurbætur, svo sem það, að landssjóðsverzlunin hejði sjáljstœðan jjárhag. En þang- að til virðist hafa verið ruglað saman jé landssjóðs og verzlunarinnar. Einjöld bókjœrsla kvað hafa verið viðhöfð öll árin, því fyrst breytt nú í fullkomnara horf um leið og endurskoðað er. Vörutalning hefir aldrei verið jramkvœmd í öll þessi ár. Tæplega getur leikið á tveim tungum um það, að þessir fáu liðir, sem kunnir eru orðnir, og á almanna vitorði áður en nokkur endurskoðun jer jram, bendi sér- staklega í þá átt, að landsverzl- unin hafi verið noklcur jyrirmgnd í höndum hr. Olg. Friðgeirssonar. Þvert á móti benda þessi atriði í þá átt, að um talsvert sleifarlag hafi verið að ræða. Sumir kynnu að vilja afsaka verzlunarstjórann með því, að hann hafi í öllu farið eftir ráðum og fyrirmælum yfir- boðara sinna í stjórnarráðinu. Víst væri það nokkur afsökun, en ekki fullkomin, því að hver dugandi maður hefði þegar sagt skiliö við þann húsbónda, sem hefði skipað svo fyrir, að við verzlun skyldi vera höfð úrelt bókfærsla, og hvorki gerð vörutalning né endurskoðað svo árum skifti. Þeir menn sem framvegis vilja dásama slíkan verzl- unarrekstur ættu að kynna sér, hvort hann er algerlega í samræmi við gildandi viðskiftareglur og verzlunarlöggjöf, svo að eigi sé lengra farið. En þótt nú reynt yrði að gera manninum þetta að afsök- un, þá verður það með öllu ókleift þegar á það er litið, að Olg. Fr. átti einmitt að vera ráðunautur stjórnarinnar um landssjóðsverzl- unina. Lof Norðurlands um hr. Olg. Fr. mundi ekki hafa verið gert að um- ræðuefni, þó að það sýnist á litlu bygt, ef það hefði ekki verið tvinnað niðrandi samanburði á einum mætasta manni þjóðarinnar, hr. Hallgr. Kristinssyni, erindreka sainvinnufélaganna. Fyrir nokkrum árum tók hr. H. Kr. við forstöðu lítilfjörlegrar sam- vinnuverzlunar á Akureyri. Hann bætti fyrirkomulagið eftir beztu er- lendum fyrirmyndum, og eigin hug- kvæmd, og rak síðan verzlunina með hinum mesta dugnaði, svo að eftir fá ár hné þangað mestöll sveitaverzlun við Eyjafjörð. Láns- verzlunin hvarf með öllu. Vöru- vöndun lók miklum framförum. Efnahagur bænda stórbatnaði, svo að héraðið er nú varla þekkjan- legt við það sem áður var. Nú er svo komið, að Kaupfélag Eyfirðinga er voldugasta verzlun á Akureyri, og hefir orðið sannanleg lyftistöng fyrir héraðið i heild sinni. Margir góðir menn í Eyjafirði hafa stutt að hinum dæmafáu framförum þessa félags. En þeir sem drýgst- an hafa veitt stuðninginn, munu þó fúsastir að viðurkenna, að án hr. H. Kr. hefði lítið orðið úr fé- laginu. Fyrir utan EyjaQörð gætir áhrifa frá þessu félagi, á þann hátt, að það hefir að meira eða minna leyti verið tekið til fyrirmyndar af flest- um öðrum kaupfélögum landsins. Pöntunarfélögin hverfa úr sögunni, en eyfirska fyrirkomulagið er tekið í staðinn. Eins og eðlilegt var, leituðukaup- félögin til hr. H. Kr. þegar til þess kom, að þau afréðu að hafa erind- reka prlendis. Hefir starf hans þar borið svo góðan árangur, að nú mun þess skamt að bíða, að öll helztu samvinnufélög landsins myndi heildsölu í Reykjavík. Verð- ur það eðlileg frainþróun frá skrif- stofu þeirri, sem félögin hafa haft erlendis, undir umsjón hans. Muu hr. H. Kr. nú vera á leið frá Khöfn,. alfarinn til Reykjavíkur, til að vinna fyrir samvinnumenn það þrekvirki, að leysa kaupfélögin úr viðskifta- fjötrunum við óþarfa-milliliði, út- lenda og innlenda. Það er töluvert einkennilegt að úr Eyjafirði, þar sem hver dugandi maður í héraðinu ann hr. H. Kr. og virðir hann manna mest, skyldi koma svona hjákátlegur saman- burður. En verkin bera manninum vitni. Dvergvaxna félagið hefir hann gert að risa. Úrelta fyrirkomulaginu hefir hann breýtt i fyrirmynd. Sundruðu félögin hefir hann sam- einað. Sá sem slíkt verk hefir unnið getur þolað meiri raun en það, að hafa Jón Stefánsson ritstjóra og Jón Bergsveinsson fyrir óvildar- menn. Þá er komið að siðara öfugmæl- inu. Mun þeim frændum Björns Jóns- sonar renna þar blóðið til skyld- unnar fyrir látinn ættingja, er þeir ganga svo freklega í berhögg við sannleikann eins og J. B. gerir, til þess eins að halda skildi fyrir E. A. (sbr. upptalningu í Landinu eitt sinn um höfundmensku sjö níðrita)? Það sem sagt er hér að framan um landsverzlunina bregður í þvf máli birtu, ekki einungis yfir frammi- stöðu OJgeirs Friðgeirssonar, heldur og Einars Arnórssonar. Ofan á það alt bætist svo að vörurnar lentu hjá allskonar lýð, ef þeir að eins höfðu borgarabréf, og að ekki var gerð minsta tilraun til þess að hindra að smásalarnir okruðu á landssjóðsvörunum, enda svikust margir þeirra heldur ekki um að gera það. En siðast en ekki sizt bar lands- stjórninni vitanlega að kaupa vör- urnar milliliðalaust. í fyrstu grein- inni í blaðinu er dálitið vikið að því hvern bagnað stórkaupmenn og umboðssalar hafa af slíkri verzl- un, og stundum fyrir lítið. Og vafa- laust er það, að enginn kaupmað- ur er hér á landi svo frásneidd- ur öllu verzlunarviti, að hann reki stórverzlun misserum saman, án þess að gera tilraun til þess að sneiða fram hjá milliliðunum. Jón Bergsveinsson getur ef hann vill reynt að sannfæra lslendinga um það, að landssjóðsverslunin hafi verið i góðu lagi í tið E. A., hvort heldur snerti innkaup, jgrir- komulag á skrifstojunni eða smá- sölunni. En sennilega verður bæði honum og ritstjóra Noiðurlands jafnerfitt að finna stað lofsyrðum sinum um landsverzlunina og þá sem að henni hafa staðið, eins og mönnum hefir gengið það hingað til að komast undir enda friðar- bogans.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.