Tíminn - 28.04.1917, Side 1

Tíminn - 28.04.1917, Side 1
*■--------------------"*l TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. til dfamóta. L______________________J TIMINN ÁFGREIÐSLÁ á Laugaveg 4 (Bóka- búðinni). Par er tekið á móti áskrifendum. I. ár. Reykjavík, 28. apríl 1917. Peir sem fá fyrstu blöðin send eru beðnir að segja til ef þeir vilja gerast kaup- endur blaðsins, að aðrum kosti verður hætt að senda þeim það. Um verziun. Landssjóðsverzlun. Þeir menn eru hér til sem ympra ú því, að landið ætti að taka að sér alla verzlunina, það ætli að koma framleiðslunni í peninga og útvega landsmönnum alt það er sækja þyrfti út úr landinu. En sú skoðun mun eiga fáa stuðningsmenn sem vonlegt er. Agnúarnir á því fyrirkomulági svo stórvægilegir og auðsæir fyrir- fram. Þroskinn ekki kominn á það stig, að óhætl mætti treysta því að hvergi yrði lát á þeirri trúmensku og drenglyndi sein þyrfti til þess að alt færi vel úr liendi um svo stórfelt vandaverk undir einni stjórn. Ekki óliugsandi að sískiftandi stjórmnálayfirtök reyndu að gripa inn í uin slika allsherjar lands- verzíun sér til stuðnings á einhvern hátt, og sjá menn í liendi sér hverjar mundu afleiðingarnar. Auk þess er ótalinn sá agnúinn að þetta fyrirkomulag úlilokar með lögum samkeppnina. En hún er það sem æfinlega verður mönnum drýgsta aðhaldið, og lijálpar þeim til þess að fá sein mestu áorkað á hverju sviði sem er. Nei, að ætla sér að gera íslenzka verzlun heilbrigða með því að lög- leiða allsherjar landsverzlun væri óráð. Hitl er annað inál, að eigi er annað sýnna en að landsverzlun verði eina fyrirkomulagið sem bjargað geti verzlun með þær vöru- tegundir sem fallnar eru í liendur svo öfluguin einokunarfélögum, að engir aðrir fái rönd við reist, verði að ganga frá. I’að er annars dálítið gaman að gera sér grein fyrir því hvernig eigingjörnu hvatirnar i sinni hryka- legustu mynd, auðgræðgin frá ein- okunaröldinni, gengur aftur. Meðan all laut einveldi átti hún hægt um vik með að skapa sér forréttindin sem þurfti til þess að ná valdi á heilum þjóðum, og sá einn vandinn þá að stilla svo í hóf, að eigi hljdist af alger dauði þeirra sem kúga þurfti. Þegar svo að einveldinu var komið fyrir kattarnef, héldu menn að einokunaraðstaðan væri jafn- framt úr sögunni. En siðan hefir það sýnt sig, að hún átti sér of djúpar rælur í manneðlinu til þess að verða ráðin af dögum, liún liefir »gengið aftur« og nýtur nú að auðmagns i stað eúweldis, reynir að ná undir sig heimsframleiðslu einhverra þeirra hluta, sem eigi verður komist af án, og ræður síðan verðinu alvöld, eða þar sem ekki þarf svo mikils með, að slofna þá til verzlunarfyrir- tækja með ákveðnar vörutegundir með þvi fjármunalega bolmagni að engum komi til hugar að leggja út í samkeppni. Bryddir nú á báðum þessum einokunaraðferðum hér á landi, og annari þeirra óáreitlri lialdist uppi að vinna þjóðinni stórvægilegt ó- gagn um all-langt skeið. Er hér ált við Hið islenzka steinolíuhluta- félag eins og það nefnir sig nú. barf engum orðum að því að eyða liver melur slíkt einokurfélag! er í viðskiftalífl þjóðarinnar. Og þá heldur ekki að hinu, hver niðurlæging þjóðinni er að því að standa berskjalda og að- gjörðarlaus gagnvart sliku fyrir- tæki. Parf ekki að reka verzlunarsögu félagsins hér, liún er þjóðkunn. Hin aðferðin sem nefnd var er í sjálfu sér ekki eins lúaleg, eða þarf ekki að vera það, en þó munu mönnum standa stuggur af henni að þvi leyti sem'hún hefir látið á sér bóla hér í Reykjavík. Er hér ált við kola- og saltverzl- unina Kol og Salt. Til þeirrar verzíunar heíir verið 'stofnað með svo stórfeldu fjármagni eftir íslenzkum mælikvarða, að eigi er neinnar samkeppni að vænta af hendi einstaldinga. Það getur eigi lalist samkeppni þólt einstöku út- gerðarmenn t. d. geti óáreiltir út- vegað sjálfum sér þessar vöruteg- undir í heilum skipsförmum. Eina ráðið er að landið sjálft skerist í leikinn, hér verði lands- verzlun á öllnm þeim vörutegund- um sem íallnar eru eða falla kunna í hendur einokunarhring- um. Um sumar þessar vörutegundir ælti að lögleiða einkasölu, svo sem steinolíuna, um aðrar gæti verzl- unin verið frjáls eftir sem áður, landið sæi að eins fyrir samkeppn- innni. Enda eigi óhugsandi að einkasala landssjóðs t. d. á kolum ræki sig á hagsmuni annara ríkja, sem iindist á sig liallað ef ekki mættu eiga liér kolabirgðir til af- nota eigin skipum. Þess var getið i upphaíi þessa máls, að næst heilsu og líðarfari ættu menn mest undir verzluninni. En jafnframt var því haldið fram, að sú væri þó bótin, að um verzl- unina gœtu mennirnir miklu ráðið. Illa verzlun mætti heimfæra undir sjálfskaparvíti. í greinum þessum hefir verið sýnt fram á það í hverju íslenzkrj verzlun sé ábótavant, að hverju leyti hinni frjálsu samkeppni hafi misheppnast að gera hana heil- brigða. Jafnframt hefir verið bent á leið sem ein muni líkleg til þess að ráða hér bót á — samvinnuleið- ina. Iiún ein megni að koma hinni frjálsu samkeppni til hjálpar svo að bugur verði unninn á okrunar- tilhneigingum einstakra manna. En þar sem þetta í sameiningu fær eigi rönd við reist verði lands- verzlun að koma til bjargar, og þá með lögleiddri einkasölu ef eigi vill betur til. Og sjálfskaparvítum verður um að kenna ef eigi sér mun á ís- lenzkri verzlun í næstu framtíð, sé þessum ráðum hlýtt. Um ísland í Svíþjóð. Eitt af því sem íslendinga furðar mest þegar kemur út )ríir pollinn, er fáfræði almennings um ísland, og það jafnvel í næstu löndunum og skyldustu; Noregi, Svíþjóð og Danmörku. bað er eins og fólkið yfirleitt í þessum iöndum undrisl það mest, þegar þeir sjá það með sínuin eigin augum, að íslendingar eru »alveg eins og aðrir menn«. t*að er því báðum velgerningur, íslendingum og nágrönnum þeirra, þegar reynt er að höggva skarð í þessa fáfræði, því að engum er hún lil sóma og þó líklega siður lil gagns. Helgi Hjörvar kennari dvaldi í Svíþjóð vetrarlangt við að kynna sér skólamál, en í tóinstundum sínum flutti liann svo fyrirlestra um ísland á 12 stöðum víðsvegar um landið og sýndi þá jafnframt fjölda skuggamynda héðan að heiinan. Láta sænsk blöð hið bezta yfir fyrirlestrum þessum, og geta um helztu atriðin, svo að úr þessu verður allviðförul auglýsing um ís- land. En ef til vill stingur það ekki minst í augun, að íslendingur dvelur misseri í framandi landi og þegar á líður misserið, fer hann að flytja fyrirlestra á framandi tungu »á góðu máli« eins og blöð- in segja, og blaðalaust. 7. blað. Verzlunarhugleiðingar. Svar til hr. Garðars Gíslasonar. Margt hefir nú verið sagt og skrifað um verzlunina á íslandi og ekki síst á síðuslu tímum. En alt til þessa hefir kapumannastéttin opinberlega lítið lagt til þeirra mála. Hún ein virðist hafa verið ánægð með hana, og að þvi leyti sem sökinni hefir verið skelt á hana, iá hefir hún hummað fram af sér flestar aðfmslurnar talið þá vörnina vænlegasta og þá kanske jafnframt sveigt eitthvað undan liáværustu kvörtununum um ein- stök atriði. Er það því eflirtektarvert, að þegar með nærgætni og að öllu ofstækislaust er bent á gallana á verzluninni og með rökum sýnt fram á í hverju þeir séu fólgnir, og hinsvegar bent á það hvernig mætti úr þeim bæta, þá — og þá fyrst heyrist hljóð úr horni. Greinarnar »Um verzlun« hér »’ blaðinu hafa sem sé orðið til þess, að hr. stórkaupmaður Garðar Gísla- son hér í Reykjavík hefir gripið pennann og rilað langa grein í síð- ustu ísafold, sein hann nefnir »Verzlunarhugleiðingar og Tákn Tímans« (svona stafselt!) Aukaalriði öll um ritsmið þessa, svo sem orðfærið, brigslyrðin, hót- anirnar, ósannar tilvitnanir og þess háttar góðgæti, sem sumt varðar við lög, skal nú geymt fyrst um sinn, en snúist við hinu, að sýna fram á livert sé Aðalatriðið hvað það er í raun og veru sem okkur Garðari Gíslasjmi ber í milli. ■» í stuttn máli ber okkur það í milli, að hann er ánægður með verzlunina íslenzku, en eg er ó- ánægður með liana. Og af því að hann er ánægður með liana eins og hún er, þá verð- ur honum það helzt fyrir að ó- frægja það ráðið sem inenn eru nú alment farnir að sannfærast um að líklegt muni til þess að ráða bót á verzluninni. Það fyrirkonni- lagið sem langlíklegast er til þess að gera verzlunina heilbrigða. Garðar er æfur út í samvinnn- félagsskapinn eins og honum er ætlað að verða til þess að hann geti liaft álirif til bóla á íslcnzka verzlun. Garðar má ekki heyra það nefnt að almeuningur eignist verzlunina sjálfur, að komið verði á fót fullkomnum kaupfélögum i sem allra flestum bygðarlöguin' landsins, og að þeim verði stjórn- að af vel mgntuðum, augnaðar og hæfileikamönnum. Þá mun honum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.