Tíminn - 28.04.1917, Qupperneq 2

Tíminn - 28.04.1917, Qupperneq 2
26 TÍMINN ekki mikið um það, að öll þessi kaupfélög standi öll í einu sam- bandi sem siðar m. a. komi á fót heildsöluverzlun fyrir öll félögin, heildsöluverzlun sem geri hvort- tveggja, að útvega erlenda vöru og selja islenzkar afurðir. Aftur á móti lýsir hann því yfir að hann sé »alls ekki óvinveittur réttri kaupfélagsstarfsemi«. Hvað kallar hann rétta kaup- félagsstarfsemi? Vill hann svara því i næstu grein? Getur það verið að íslenzki verzl- unarfrömuðurinn, stórkaupmaður- inn Garðar Gislason kalli það eitt »rétta kaupfélagsstarfsemi«, sem átt hefir sér stað sumstaðar í þessu landi. Að út úr nfeyð sem stafað hefir af kaupmannaverzlunum, hefiir verið gripið til þess úrræðis að stofna til kaupfélaga af mestu van- efnum, með algerða vöntun á hæf- um forgöngumönnum, svo að orðið hefir í þeim efnum annaðhvort að notast við bændur sem auðvitað hefir vantað þekkingu til þess að slíkt gæti farið verulega vel úr hendi, eða þá uppgjafa kaupmenn sem ekki höfðu orðið sjálfum sér nógir meðan þeir verzluðu fyrir eigin reikning. Ellegar á bann við það að kaupfélögin megi ekki ganga fram hjá dýrustu milliliðunum, stórkaupmönnunum. Ætli pað sé röngkaupfélagsmenska, áð gera það. Eitthvað er það af þessu tagi sem stórkaupmaðurinn á við. En harla eftirtektavert er það að kaupfélögin mörg, sem svona varð að stofna til, skuli nokkur- tíma hafa getað fært félagsmönn- unum arð svo þúsundum króna skifti. Það liggur næstum við að það sé gleðiefni að sum þeirra skuli þó hafa »farið á hausinn«. Annað hefði verið óafmáanlegur blettur af hinni svo nefndu frjálsu samkeppni. Milliliðirnir. Á einum stað þykist Garðar Gislason festa fangs á þvi sem haldið er fram í greinunum »Um verzlun. Það er um mörgu milliliðina. Eg gerði það af ásetningi að nefna i því sambandi alla titlana, stórkaupmaður, heildsali, umboðs- sali, af því að sjálfir viiðast þessir menn nota þá alla jöfnum höndum. En hinu held eg fram, sem þrá- faldlega hefir átt sér stað, að smá- salar hafa keypt af stærri verzlun- unuin, en hvort það er af því að stórkaupmennirnir hafi þá ekki staðist samkeppnina, skal eg ekkert um segja. Þá er það hr. Garðari Gíslasyni óráðin gáta hvernig megi koma við milliUðalausri verzlun. Og alt um það er gátan auðráðin. Verzlunin er milliliðalaus þegar allir þeir sem kaupa og selja eiga Terzlunina. Og verzlunin er enn fremur milliliðalaus, þótt komið sé á fót heildsöluverzlun ef allir þeir sem við heildsöluverzlunina skifta, eiga hana sjálfir. En þetta er framtíðar fyrirkomu- lagið. í stað þess að kaupfélögin hafa verzlað við Garðar Gíslason heild- sala eða einhvern annan stórkaup- mann, hætta þau því, og verzla í þess stað við heildsölu sem þau eiga sjálf. Munurinn er auðsær. Með þessu móti eignast þau heildsölugróðann sem t. d. Garðar Gislason hefir eignast hingað til. En gróði kaupfélaganna er gróði einstaklinganna sem við þau verzla, og honum úthlutað í hlutföllum við verzlunarumsetningu hvers um sig. Ætli þetta sé ekki flísin í bróð- urauganu sem hr. Garðari Gísla- syni verður helzt að stara á? Annars telur hann það »frekustu Villikenningu« að unnið sé að því marki í heiminum að fækka og eyða milliliðum. En öll rökfærsla hans um það efni er ósköp áþekk og hjá karlinum sem »hélt að þing- mannaleiðin væri ekki lengi gengin af svo mörgum mönnum!« dhrakin aðalatriðin. Hr. Garðar Gislason hefir auð- sjáanlega viljað hlýfa silkihönzk- unum. Eða eitthvað hefir honum gengið til að láta óhreyfð öll aðal- atriðin í skoðunum þeim, sem haldið hefir verið fram i verzlunar- greinunum hér i blaðinu. En hon- um til hægðarauka skulu þau nú nefnd í stuttu máli, þvi að óliklega skilst hann svo við þetta mál, að hann sneiði hjá öllum aðalatrið- unum. Verzlunin íslenzka er i ólagi og mjög undan henni kvartað. Á þetta við um hvorttveggja, útlendan varn- ing og innlendar afurðir. Ein sökin og ekki sú veigaminsta er hjá almenningi, sem freistast um of til að nota sér stundarhagn- aðinn og hnekkir með því drengi- legum tilraunum sem gerðar eru um umbætur á verzluninni. En stundarhagnaðurinn langoftast þannig undir kominn, að þeir menn sem telja sig hafa óhag af umbótunum, sjá svo um, að þá stundina sem tilraunirnar eru á ferðinni, sé nóg framboð af vörum undir sannvirði. Þá hetir verið sýnt frani á það, hverjir agnúar væru á hinni frjálsu samkeppni sem gerðu hana ólik- lega til þess að gera verzlunina beilbrigða. Fyrst og fremst væru millilið- irnir of margir, fólkið of margt sem lifa þyrfti af verzlun, og gizk- að á að % hlutar alls þess fjölda gætu sparast með hentugu fyrir- komulagi. Að öðru leyti væru þeir of dýr- ir, slórkaupmennirnir, sem þrá- faldlega létu sér ekki nægja hæfi- legt milliliðsgjald, og væri það ekki dæmalaust, að þeir legðu 50% á sum»r vörutegnndir umfrain hæfilegt milliliðsgj ld og allan annan tilkostnað, tækju fullum fetum þrjá peninga fyrir tyo og létu ekkert á inilli. Samvinna virðist oft og einatt eiga sér stað í stað sanikcppni, og það hjá hvorutveggju, smásöl- um og heildsölum. Vöruvöndunin ætti kaupmanna- verzluninni minna að þakka en búast hefði mátt við, jafnvel að smámunaleg gróðafýsn kaupmanna hafi stórum spilt áliti íslenzkra af- urða á erlendum markaði. Sönnun þess ullin blaula og óhreina sem þegjandi var veitt viðtaka af efna- bóndanum, sem reyndi að bæta sér upp verzlunarókjörin með aukinni pundatölu ullarinnar með þessum hætti. En kaupmaðurinn hinsvegar nógu strangur til þess að efnaminni mennirnir beiltu ekki sömu brögðum. Augnabliksmynd af siðferðisástandinu úr íslenzkri verzl- unarsögu! Þá var sýnt fram á það, að aðalagnúarnir á verzluninni væru ekki aðallega sök mannanna sem með verzlunina fara, heldur væri sökin hjá skipulagi því sem hin frjálsa samkeppni hefði skapað, aðstaðan sem hún skapaði slór- kaupmönnum og heildsölum væri aðalhættan. Það væri aðstaða handa einstökum mönnum til þess að skamta sér Iaunin sín sjálfir, þeir söfnuðu svo miklum auði án teljandi fyrirhafnar að þeir einir gætu notað sér fyrirsjáanlegar verðhækkanir og stungið þeim í sinn vasa, og þeim mun hægar veitlist þeim þetta, þegar litið væri á það, að þeir legðu farmrými skipanna undir sig með bindandi samningum um löng tímabil — keppinautarnir fengju ekki flutt. Þetta er hið mikla skuldabréf á hendur hinni frjálsu íslenzku verzl- unarsamkeppni. Og hr. Garðar Gíslason liefir ekki mótmælt því að einu eða neinu. Vonandi skilur hann hvað það muni kosta að láta þetta alt standa óhrakið. En við sjáum nú til þegar ísa- fold kemur næst. Mcinabætnrnar. Allir sjá að mikils muni um vert að ráða bót á verzlunarástandinu, og að ilt væri að þurfa að deyja ráðalaus í þeim efnum. En meinabótin er nú líka nærri. Það hefir nú tekist að sniða kaupfélagsskapinn eftir íslenzkum staðháttum. Kaupfélag Eyfirðinga er fyrirmyndin. Og fleiri félög eru komin á fastan fót. Öll kaupfélög sem til eru verða umbætt, og n5'jum komið á fót þar sem engin eru fyrir. Öll þessi félög taka sig saman um, að koma á fót heildsölu er þau eiga sjálf. Og nú strandar ekki á mannleysi. Eiga kaupfélögin nú vel mentað- an, víðsýnan dugnaðarmann til þess að beita fyrir sig þar sem mest á riður, við heildsöluna. Er hér átt við hr. Hallgrím Kristins- son. En i Táði að koma upp sér- stakri mentastofnun er ali upp menn handa kaupfélögunum; er það ein lífsnauðsynin að ekki skorti þar menn með víðsýnni verzlunarþekkingu og róttækum skilningi á félagsfræði og sam- vinnumálum. Fullkomin 'kaupfélög, með vel mannaða verzlunarmenn í broddi fylkingar, en glöggan skilning al- mennings að baki, sem verzlað gætu algerlega sjálfstætt fyrir milli- göngu eigin lieildsölu, þau verða það fyrirkomulag um íslenzka verzlun, sem komið getur hinni frjálsu samkeppni til hjálpar. Þetta skipulag neyðir kaupmenn. heildsala og stórkaupmenn til sannrar samkeppni. Þetta skipulag kippir fótunum undan hinni stór- hættulegu okrunaraðstöðu heildsal- anna, sem hingað til hefir verið martröðin á íslenzku viðskiftalífi. Og er þetta svo auðskilið mál, og vinsælt orðið af alþjóð, að eg skil ekki í að það geti verið ó- maksins vert fyrir hr. Garðar Gíslason að bera það við að telja mönnum trú um annað. Sraámnnirnir. Hr. Garðar Gíslason heldur því fram, að islenzkri kaupmannastétt sé í ýmsu ábótavant, og hann telur það óþjöðrœkni að ekki skuli vera bent á i hverju það sé fólgið. Það liggur nú við að eg finni til óþjóð- rækninnar. Það liggur við að vert sé að gera almenningi grein fyrir því að vart megi hann búast við alt of góðu t. d. af stórkaupinönnunum, þegar þess er gætt hvernig þeir, stéttarbræðurnir, Ieika hvern ann- an oft og einatt. Flestir hafa þeir öðlast sérþekkinguna i vist hjá ein- hverjum heildsöluin eða stórkaup- mönnum. Margir þeirra hafa byrjað á því að segja upp vistinni og leggja undir sig alt sem hægt var af sam- böndum húsbændanna. Ellegar hve fast er sótt að bæta sér upp hinn sáratilfinnanlega vöru- þekkingarskort; ásælnin og hnuplið sem átt hefir sér stað í þeim efn- um, það er sízt góðs viti. Um þessa hluti eiga þó sumir stórkaupmennirnir óskilið mál. í grein sinni minnist Garðar á gærur. Það verður til þess að minna á gæruverzlun Garðars á síðastliðnu hausti. Hún hafði gefið honum þúsundir i aðra hönd. En með því að alt bendir til þess «ð bændur úr þessu vilji nú sjalfir fá það sem fæst fyrir gærur þeirra, þá er ekki nema eðlilegt, að Garð- ar sé farinn að »spekúlera« í öðr- um gærum — gærunum af okkur alþýðuvinunuin sem hann kallarl En fyrst er þá að svifta þeim af eins og hann segir sjálfur. Því þá ekki að gera það? Þá lýsir bardagaaðferð herra Garðars Gíslasonar sér m. a. í ósönnu tilvitnunum. í grein sinni tilfærir liann setningar sem hann er sjálfur höfundur að, setur þær í gæsalappir og segir þær vera úr greinunum »Um verzlun« í Tím- anum. Slíkt eru einskonar vöru- svik. Og læt eg það svona veia, ef meðferð hans á tölum er álika ná- kvæm og hún að þessu sinni er á setningum, af því að óneitanlega getur maður hugsað sér freisting-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.