Tíminn - 05.05.1917, Síða 2
30
TÍMINN
6amalt og nýtt.
»Brigzlaðu ekki um bernskuna
burgeis, pó sértu hærri; [mér,
vel kann ske eg velti þér
verði eg eitt sinn stærri.«
í grein sem birtist í ísafold 21.
þ. m. sveigir hr. Garðar Gíslason
að viðskiftafélagsskap alþýðu á
landi hér fyrir ýmsa bresti og ó-
fullkomleika, er við hann hafl loð-
að hingað til: skort á »viðskifta-
heiðarleik«, söfnun skulda, að hann
»ekki geli stært sig af þvi, hversu
vel hann hafi náð tilgangi sinum
hingað til«, »eigi fullerfitt uppdrátt-
ar« i verzlunarsamkeppni, o. fl.
Hr. G. G. »vonast eftir að þeir
sem hlut eiga að máli, neyði sig
ekki til að draga fram dæmi og
myndir »úr lífinu«, sem 16 ára
viðkynning af kaupfélögum hafi
lagt sér í hendur (hótun).
Og hann lítur óhýru auga til
samdráttar milli þessa félagsskapar
og landsstjórnarinnar.
Þetta rifjar upp fyrir mér gaml-
an viðburð. Eg mun hafa verið
12 ára er eg í smölunarferð var
staddur á Hóli. Þá bar þar að
förukerlingarnorn, illmálga og
spillandi öllu er hún mátti; hafði
aldrei náð hylli manns, og var því
sérstaklega illa við »trúlofanir«;
hélt að samdráttur væri milli Sveins
í Holti, ungs efnismanns, og dóttur
bóndans á Hóli. Hún lét nú talið
berast að Sveini: »Eg mætte hon-
öm Sveine í Holte. Sá þeke mér nú
vera orðin nokkuð fereferðamekell
— — hvað sem mannkostonöm
líðör. — Ekke kvað ráðdeildenne
vera ferer að fara, þó ann sé meste
»gnýjare«. — Ef ann næðe sér í
konö — sú ætte ekke sjö dagana
sæla! En nóg er »stolteð«! Ekke
gat hann láteð svo líteð að heilsa
mér — leit ekke á meg! — hvað
þá að hann tæk’ í henden’ á mér!
— Hann gat þó komeð veð ’ana,
þegar ann var að gera öll sin
stekk’j í lóann á mér!« (hún hafði
verið um tíma á sama bæ og
Sveinn, þegar hann var á fyrsta
missirinu).
Hve gömul er kaupmenskan á
íslandi? — Rúmlega 1000 ára. Hve
gamall er hér viðskiftasamvinnu-
félagsskapurinn? — í bernsku (—
lítið meira en 16 ár síðan hann
fæddist hér). Og hver eru tilveru-
skilyrði þau og lífskjör, sem þessi
ungi fæðist i og til? — — Hann
fæðist af ættstofni gerspiltum af
kaupmensku liðinna og yfirstand-
andi alda; andrúmsloftið er eitrað
af anda einokunar ogkaupmensku;
á við að stríða hugsunarhátt inn-
rættan af æfagömlum kaupmensku-
vana; á að búa við argasta mið-
alda-niðursetninga atlæti frá kaup-
menskunni og hennar áhangendum,
sem verið hafa í meiri hluta hing-
að til; skortir lífsreynslu ogþekking
eins og vanrækt barn, á ekki enn
á sig spjarirnar; hefir stundum
verið dreginn á tálar, og i barns-
legri einfeldni látið tælast af kaup-
menskulyndum þrælum. Og þó lifir
hann og dafnar nú fremur öllum
vonum.
Það hefir aldrei verið álitið stór-
drengilegt, að brigzla unglingum
um barnasjúkdóma, hvort sem þeir
eru afleiðing af ætterni eða illri
aðbúð á uppvaxtarárunum, eða að
fóstran beri út ávirðingar barns-
ins, þó hún sé þeim öðrum fremur
kunnug.
Og getur nú hr. G. G. furðað
sig á, þó í þessum unga félagsskap
kunni að hafa orðið vart barna-
sjúkdóma »af því tagi«, sem hann
er að dylgja með? Er ekki miklu
meira undrunarefni að hann skuli
hafa haldið lífi og vera í framför,
svo allar likur eru til, að bernsku-
veiklunin, þó af römmum rólum
sé, ætli að »eldast af honum«, og
hann að ná þroska? En að hr.
G. G. virðist allar horfur á, að
svo muni fara, um það ber rit-
smíð hans ljósastan vott. Hann er
orðinn smeikur um, að unglingur-
inn ætli að »vaxa sér yfir hötuð«,
kaupmenskunni og öllum hennar
árum ætli ekki að takast að murka
lífið úr honum. Er stórkaupmann-
inum ekki láandi þó hann líti ó-
hýru auga þroskun unglingsins, og
s<t skelkaður við að pilturinn muni,
»þá er honum vex fiskur um
hrygg«, gjalda fóstra sínum grátt
hið illa kvala-uppeldi, og jafnvel
láta »kné fylgja kviði«, er hann
leggur karl að velli í lífstilveru-
kappglímunni.
»En guði sé lof, peim gömlu máttur
þverrar;
guði sé lof, þeir ungu eru tímans
herrar«.
29. april 1917.
B. B.
Úr bréfl úr Skagafirði.
— — »Þá eiga Höfðstrendingar
við hörmungarverzlun að búa.
(Hinar sameinuðu íslensku verzl-
anir Hofsós). Þar vantaði tilfinnan-
lega nauðsynjar frá þvi í fyrra-
sumar, t. d. gekk mjög illa að fá
mjöl í slátrið síðastliðið haust. Þó
trej^sta langflestir Höfðstrendingar
og reyndar fleiri eingöngu á þessa
verzlun, og láta hana fá allar af-
urðir sínar.
Eftir áramótin fekk verzlunin
einhverja agnar kvöl af vörum, og
þegar reikningsmennirnir komu og
báðu um matbjörg, varð úrlausn-
in örfá kíló á heimili og með þessu
verði:
Rúgmjöl ........... 54 aura kiló
Mais................. 50 — —
Hveiti betra ........ 75 — —
Hveiti verra ........ 60 — —
Hrísgrjón ........... 75 — —
Kaffi .............. 260 — —
Ef sykur hefði komið átti hann
að kosta 1.60—2.00 kr. kílóið, en
til allra hamingju bætti landsstjórn-
in þar úr.
Hart að vita til þess, að menn
skuli árum saman hafa orðið að
sæta svona verzlunarkjörum — og
vonandi rætist nú von bráðar úr
þessu og öðru eins. En þó er von-
in lítil, nema menn geri eitthvað
sjálfir til þess að hjálpa sér í þess-
um efnum«.
Urrædi.
Sú fregn berst nú bæ frá bæ,
að eina leiðin er fær hefir talist
fyrir okkur íslendinga til matfanga
erlendis, væri nú að lokast með
þátllöku Bandaríkjanna í Norður-
Ameríku í heimsstyrjöldinni. Tið-
indi þessi þykja hér mikil og ill
hvar sem þau spyrjast og gjöra
mörgum manni þungt í skapi. Hvað
er nú til ráða? Svo spyr hver
annan ef maður hittir mann. Á
ráð hefir þegar verið bent í blöð-
unum s. s. fráfærur og aukna garð-
rækt og er hvortveggja mikils vert
og þýðingarmest af þeim ráðum
sem sennilega verður bent á til
að bæta úr vandræðunum. Því
miður er hætt við að skortur á
sinölum og mjaltakonum, og ekla
á útsæði verði all mörgum óþægur
Þrándur i Götu. Þar sem þéttbýlt
er gætu bændur samlagað sig og
liaft smala í félagi gæti það orðið
til þess að fleiri gætu fært frá en
ella. En fleiri ráða verður að leita
ef vel á að takast. í útsveitum
Norðurlands og víðar, er garðyrkja
misfellasöm og margir sem ekki
geta fært frá, skal því bent á nokk-
ur íleiri úrræði sem gætu orðið
þeim til mikils stuðnings er þannig
eru settir, og öllum til nokkurs
gagns er geta notað sér þau.
Eins og allir vita er gróður ís-
lands fáskrúðugur í samanburði
við gróður suðlægari landa, og
hefir því fátt að bjóða sem notað
verður til manneldis, sagt er að
engum sé alls varnað og svo er um
íslenzka gróðuriun, einnig hann
hefir beinlínis getað nært íbúa þessa
lands á undanförnum öldum, og
getur það enn ef íbúarnir hirða
um að notfæra sér gæði hans.
Áður á öldum þegar verzlunin
var hæði lítil og ill hefir liklegast
engin ein jurt hafl meiri beina
þýrðingu fyrir íslendinga en fjalla-
grösin þau gerðu meðalheimilum
það kleift að komast af með eina
kornmatartúnnu yfir árið og stund-
um ekki það, því meira var oft
ekki að fá. Grasaferðir er nú orðin
gamall og líklegast víðast aflagður
siður, sú var þó tíðin að bændur
létu sækja það lil heiðanna, sem
á undanförnum árutn hefir verið
sótt í kaupstaðina. Fyrir 60—70
árum voru grasaferðir mjög tiðar á
Norðurlandi. Oft var farið langt
fram á heiðar og legið við í tjaldi,
hefir það hlotið að vera töfrandi
í góðu veðri, að dvelja þarna fram
undir jöklum og anda að sér hreinu
og hressandi fjallaloftinu. Eftir
viku til hálfsmánaðar dvöl var
venjulega haldið heimleiðis með
troðna grasasekki, þótti það mikið
búsílag ef vel hafði grasast. Að
grasaferðir hafa smámsaman lagst
niður mun aðallega stafa af því,
að jafnhliða og kornflutningar til
landsins jukust að miklum mun
fækkaði vinnufólkinu og kaupgjald-
ið hækkaði, þar til bændur þóttust
sjá að ódýrara mundi að kaupa
kornmatinn. Nú er ekki um það
að ræða heldur á hvern liátt við
munum bezt geta drýgt kornmat-
inn eða jafnvel framfleytt lífinu
að mestu án kornmatar ef í það
versta færi.
Fjallagrösin eru holl og nærandi
að allra dómi, því miður er mér
ekki kunnugt um efnainnihald
þeirra og get því ekki sett það hér„
en reynsla fjölda manna ætti að
vera næg trygging fyrir því að hér
er ekki um skrum að ræða.
Áður voru þau oft söxuð og
höfð í grauta stundum eingöngu
eða með örlitlu af mjöli, slundum
saman við miólk ósöxuð (grasa-
mjólk) og þótti mörgum ljúfengur
réttur. Einnig má nota grös í blóð
til mikilla mjöldrýginda, eru þau
þá söxuð áður en þau eru sett
samanvið.
Eg býst við að bændur segi, að
þeir hafi ekki fólk til grasaferða
fram á heiðar og að unga fólkið
kunni ekki að tína grös. Ef seint
vorar getur svo farið að ekki
verði timi til grasaferða, sízt ef
langt þarf að fara. Siðan grasa-
tekjan hætti, hafa grösin útbreiðst
svo, að nú má víða finna allgóð
grasasvæði skamt frá bygðum. Þegar
stutt er að fara er hægt að grípa
daga þegar bezt hentar, grasatínsla
lærist auðvitað strax, en flýlirinn
kemur með æfingunni.
í kaupstöðum víðsvegar um land
er margt af fólki, einkum kvenn-
fólki og unglingum, sem ekki er
mjög bundið við störf að vorinu.
Betur gæti þella fólk varla varið
tima sínum, en að fara á grasa-
fjall til að drýgja kornmatinn sinn,
sem víða mun af skornum skainti
og afla sér hollrar og nærandi
fæðu. Fleiri úrræði mætti nefna
en bundin eru þau frekar við sér-
stök héruð eða jafnvel við einstaka
bæi. Eins og kunnugt er þykir
kornyrkja ekki borga sig hér á
landi, en við eigum þó eina jurt
sem gefur af sér brauðkorn og
þarf ekkert um hana að hirða.
Þessi jurt er melurinn, hann vex í
sandi og þrifst ekki vel nema þar
sem sandrok eru. Þar sem góð skil-
yrði eru fyrir hendi getur hann
orðið stór og þroskamikill og borið
þroskað korn ár eftir ár. Algeng-
astur mun hann i Skaftafellssýslu,
en auk þess mun hann vaxa *á
smærri blettum víðsvegar um land„
svo sem á Þingeyrasandi í Húna-
vatnssýslu, lítið eitt á Borgarsandi
í Skagafirði og víðar.
í Skaftafelssýslu hefir melkornið
verið nolað til manneldis, en lík-
lega óvíða annarstaðar. Fyrir nokkr-
uin árum rannsakaði Ásg. heitinn
Torfason melkornið efnafræðislega,
reyndist efnainnihald þess sem hér
segir, samkvæmt skýrslu hans í
Búnaðarritinu:
Vatn........................14,30°/o
Aska....................... 2,81 —
Sellulose.................. 3,60—
Feiti...................... 1,88—
Köfnunarefnissb. (N-X6.25) 19,05—
Önnur efni sterkja o. fl. . 58,36—
Til samanaurðar má gela þess,
að hveiti (fínt) hefir 10,18°/o; rúgur
11,52%; hafrar 14.66°/o; bygg