Tíminn - 12.05.1917, Síða 1
TÍMINN
kemur út einu sinni i
viku og kostar 4 kr. til
áramóta.
TÍMINN
AFGREIÐSLA
á Laugaveg 4 (Bóka-
búðinni). Par er tekið
á móti áskrifendum.
I. ár.
Reykjavík, 12. maí 1917.
9. blað.
Um lanðbútiaðinn.
Fjárskorturinn.
t*að er nú orðin allgömul stað-
hæfing, að peningarnir séu afl
þeirra hluta sem gera skal, og
hafi hún nokkurntíma verið hæpin,
þá verður hún naumast talin það
lengur.
Að minsta kosti er það ekki of-
sögum sagt, að margt er ógert látið,
sem hægt væri að gera með pen-
ingum.
Peningarnir eru að verða þarf-
asti þjónninn — líka hér á landi.
Það getur ekki heitið, að langt
sé siðan að peningar tóku til starfa
hér heima svo að verulegu næmi,
og eiga þó aðal-framfarirnar sem
orðnar eru rót sína til þeirra að
rekja.
Einkum hefir þeim verið beitt.
fyrir sig um verzlunina og sjávar-
útveginn. Enda heíir þetta hvort-
tveggja tekið stórvægilegum stakka-
skiftum á skömmum tima.
Aftur á móti hefir sáralitlu fé
verið veitt inn í landbúnaðinn,
•enda sér þess nú stað, landbúnað-
urinn hefir dregist aftur úr, haml-
ar ekki uppá móti framförum
sjávarútvegarins. En af því leiðir
baggamun sem kosla verður kapps
um að jafna og það sem fyrst.
Atvinnuvegirnir verða að þrosk-
ast í samræmi. Sé þess ekki gætt,
verða þeir hver öðrum til byrði.
En þetta hefir verið látið undir
höfuð leggjast, og verður þá næst
að skella þeirri skuld á þá fjár-
málamenn sem mestu hafa getað
ráðið um það, hvernig fjármagnið
skiftist milli atvinnuveganna.
Víst er um það, að sjórinn um-
hverfis landið er auðsæll, og vel
«r það farið hve landsmenn sjálfir
eru komnir á legg með að nota
sér þá auðsuppsprettu.
En hitt er engu síður áreiðan-
legt, að landið sjálft er engu ólík-
legra til þess að tryggja það fé
sem í landbúnaðinn er lagt, en
sjórinn féð sem sjávarútvegurinn
hlýtur.
Síðan bankarnir urðu tveir og
fjármagnið jókst í landinu, hefir
verið litið svo á að íslandsbanki
ætti sérstaklega að sjá sjávarútveg-
inum fyrir fé, en Landsbankinn
landbúnaði.
Hefir íslandsbanka óneitanlega
tekist betur að ynna sitt hlutverk
af hendi.
Og á þetta ekki sízt rót sina í
fyrirkomulagi lánskjaranna.
Það er eins og bankarnir þori
ekki að veita lán til landbúnaðar
nema með afarkostum.
Veðdeildarlánin aldrei þótt hent
ug, en sízt munu þau fara batn-
andi, þykja 4. flokks veðdeildar-
kjörin hreinasta neyðarbrauð, hafa
þau þvert ofaní það sem til var
ætlast, orðið að stýflu í áveitufar-
vegi peninganna á kirkingslegan
landbúnaðargróður þessa lands.
Ókjör skilyrðin sem fullnægja þarf,
og illa lánað út á veðið. Finst
mönnum þó að jarðeignir í sveit-
um, sem að engu liggja undir
ágangi, sé svo tryggt veð, að lán-
stofnanir mættu vel gera sér það
að góðu, lánstofnanir sem fyrst og
fremst er ætlað að stuðla að fram-
þróun sveitanna til móts við sjó
og kaupstaði.
Það sem mun eiga að bæta upp
veðdeildirnar eru sjálfskuldar-
ábyrgðarlánin. Eru það upphaflega
lán til árs í senn, en sú hefð kom-
in á um þau, að nægilegt þykir
að endurgjalda tíunda hluta þeirra
árlega auk vaxta.
Verður ekki séð að þessi láns-
kjör séu sniðin eftir þörfum land-
búnððarins. Mun betur eiga þau
við sjávarútveginn, og hefir hann
líka getað notað sér lánin með
góðum árangri.
þetta liggur í því, að búskapar-
gróðinn er seintekinn, en útvegs-
gróðinn uppgripagróði.
Væri mikil bót að þeirri breyt-
ingu, þótt ekki væri meira, að
sjálfskuldarábygðarlán fengjust til
10 ára, en í stað 10% afborgunar
öll árin auk vaxta, yrðu vextirnir
einir goldnir fyrstu fimm árin, en
20% afborgun árlega siðari fimm
árin. Lánið með þessum hætti að
fullu greitt á jafn-skömmum tíma.
Ætti þetta að vera útlátalítil
breyting og sjálfsögð þegar hvort-
tveggja ynnist, að peningarnir
kæmu með þessum hætti lántak-
anda að meira gagni, en lánstofn-
unin hinsvegar langtum öruggari
um að fá sitt aftur að fullu goldið.
Fyrstu árin veitast frumbýlingum
erfiðust hvort heldur þeir byrja
með lánsfé eða lílil efni. Seinlegt
að auka bústofninn og þurfa jafn-
framt að farga viðkomunni. En
björninn unninn þegar hringrás er
komin á hæfilega framleiðslu.
Pessvegna kæmi sér betur að
geta ált kost á lánsfé sem væri af-
borganalaust í fimm ár, og jafnvel
ekki nema hægðarleikur að borga
það að fullu á fimm árum úr því
Eg er sizt bankafróður og ætla
mér ekki þá dul að gerast leiðsögu-
maður í þeim efnum. En af því
að eg hefi sjálfur reynt sjálfskuld-
arábyrgðarlán lil búskapar þá er
mér það ljóst, að umrædd breyting
á þeim væri til stór-bóta.
Hitt er aðalatriðið, að forsprökk-
um fjármálanna skiljist það, að það
er ekki einungs markaður fyrir fé
peningabúðanna í sveitinni, heldur
tryggur og góður markaður. Og
meir en það. Landinu og þjóðinni
er það ómetanlegur hagnaður að
aðalatvinnuvegirnir þroskist í sam-
ræmi, en þeir eru aftur undirstaða
undir árferði minni atvinnugrein-
anna. En landbúnaðurinn réttir
því að eins við, að þarfasti þjónn-
inn, peningarnir, verði teknir í
þjónustu hans.
Engnum kemur til hugar að
ekki verði fundið hentugt lána-
fyrirkomulag. Hingað til hefir skort
á að að því væri leitað.
En þá er að þora að leggja fé
í landbúnaðinn.
Að lánstofnanirnar þori það, og
að fólkið þori það.
Hvorutveggja hugsa til fellishætt-
unnar. Hún er líka aðalhættan.
En fellishættan er bein afleiðing
af því að menn þora ekki að leggja
fé í landbúnaðinn. Þora ekki að
kosta svo miklu til, að menn geti
verið öruggir. Vilja heldur »lotterí-
ið«. En það er mótsögn í því að
landbúnaðurinn sé eða eigi að vera
»lotterí« í landi þar sem 80 ær
ala önn fyrir tólf barna heimili og
koma þeim öllum til manns.
Þó mun óttinn hjá fólkinu um
að leggja fé í landbúnaðinn að
miklu leyti sprottinn upp úr láns-
kjörum landsmanna eins og þau
hafa verið og erfiðleikunum við
að fá fjárlán.
Aðal atriðin eru því að um þessa
hluti njóti að manna með glöggum
skilningi á gæðum og þörfum þessa
lands, manna sem láta sér ant um
jafnvægi atvinnuveganna. Það er
fyrsta skilyrðið. Síðan þarf að út-
vega meira fé, ekki með því að
taka það af sjávarútveginum — við
eigum að jafna uppá við, en ekki
niður á við, — og er sízt að efa
að það fáist ef réttilega er um alla
hnúta búið. Það getur ekki verið
íslenzka jarðarverðmætinu að kenna
að sala veðdeidarbréfanna hefir
eigi lánast betur, jafn óbundið og
það er. Enda liefir það sýnt sig
um eitt skeið.
Bjartsýnin um íslénzkan land-
búnað gerir ötula og framsýna
fjármálastjórn að höfuðskilyrði,
eigi hún ekki að verða sér til
vanza.
Skipaferðir. F á 1 k i n n fór á-
leiðis til Danmerkur á sunnudag-
inn, tók póst og allmarga farþega
(um 20), meðal þeirra var for
sætisráðherrann með stjórnarfrum-
vörpin á konungsfund. B i s p lagði
af stað frá Nevv York þ. 7. þ. m.
Ceres á heimleið með kol, lienn-
ar von á hverri stundu. í s 1 a n d
komið til Halifax.
lannskaðar - Mannbætur.
Eftirtektarvert nýmæli.
Það er ekki að sjá að við ís-
lendingar séum skaðsárir. Og
hvaða skaðar geta þó verið sárari
en mannskaðar. Og hverjir skað-
ar eru jafn óútreiknanlegt tjón og
mannskaðarnir.
Árið 1912 flutti Guðm. Björns-
son landlæknir fyrirlestur um
Mannskaða á íslandi undanfarin
30 ár (1881—1910). Hann kemst
að þeirri niðurstöðu að manndauði
af slysförum sé um það bil þrefalt
tídari hér en i öðrum löndum. Og
þó eru til margar mannhættur sem
við höfum ekkert af að segja, svo
sem námuslys, járnbrautarslys og
slys í stórvinnustofum, þar sem
margskonar vélar eru í gangi. Hér
fara menn í sjóinn. Á þessum 30
árum drukknuðu hér við land
2096 manns, en af öðrum slysum
fórust 441 maður. Druknanirnar
nema meira en % allra slysa eða
83%.
Og einkum virðast druknanir
fiskimanna gífurlegar. Af hverjum
þúsund fiskimönnum í Noregi ferst
á þessum árum að jafnaði 1 mað-
ur, en hér við land drukna árlega
12 af hverju þúsundi fiskimanna.
Þiiskipin hafa þó verið mannskæð-
ust, á þeim fórust 15 af þúsundi
árlega 1904—’IO, árin sem skýrsÞ
ur eru til um druknanirnar þar.
Druknanir íslenzkra fiskimanna
tólf sinnum tíðari en Norðmanna,
það er alveg ógurlegtl
Sjá allir hvílik blóðtaka þetta er
þjóðinni.
Enda kemst landlæknirinn að
þeirri niðurstöðu að hér séu um
þjóðartjón að ræða »sem iðulega
er á borð við það sem aðrar þjóð-
ir líða í mannskæðum styrjöldum.
Enda segir hann: »1906 druknuðu
af okkur 123 karlmenn (l,5%o af
þjóðinni); ef enska þjóðin hefði
það ár orðið fyrir öðru eins tjóni,
þá hefði hún átt að missa 65.490
karlmenn. í Búastríðinu 1899—1902
féllu ekki nema 5.774 manns af
Englendingum. . . í franska stríð-
inu 1870—71 var manntjón Þjóð-
verja öllu minna að tiltöiu en
mannskaðar á sjó hér á íslandi
árið 1906. Og en meira var tjónið
hér, miðað við fólkstjölda árið
1897 (l,6°/oo) og 1887 (l,7°/oo)«.
Á þessu tilfinnanlega manntjóni
verður að ráða tvenna bót.
Það verður að gera alt sem hægt
er til þess að draga úr mannhætt-
unni við fiskveiðarnar, eins og
landlæknirinn stakk upp á, þvi að
orsakirnar liggja ekki í sjónum