Tíminn - 12.05.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.05.1917, Blaðsíða 3
T í MI N N 35 upp menn til þeirra trúnaðarstarfa eins og hverra annara. Kemur á kaupfélögum í hverri bygð og alls- herjar heildsöluverzlun i þokkabót. Og til hvers gera menn þetta? Til þess að þvinga til raunveru- legrar samkepni alla þá sem verzla fyrir eigin reikning. í*etta er eins konar strangt eftir- lit af hálfu almennings um það hvernig við hann er skift. Ætti hinni frjálsu samkeppni sízt að vera mótgerð í slíku eftirliti — ef hún hefði hreinar hendurl Pað mætti æra óstöðugan að ætla sér að rétta við alstaðar þar sem hr. Garðar Gíslason hailar réttu máli í hinni löngu grein sinni, en af þvi að auðsæ eru vetlingatökin á því öllu saman, þá er svo sem litlu spilt þótt það sé látið ógert. En svona rétt til smekkbætis skal drepið á einstök atriði. Ekki vill hr. G. G. að aimenn- ingi sé gefið það að sök að hann freistist um of til þess að nota sér stundarhagnað. Skiljanlega. Það væri að afvopna okrið bitrasta vopninu. Með því að fækka þeim mönn- um sem að verzlun vinna hér á landi »kemur fram sú hugmynd að láta fólk bíða eftir afgreiðslu, sem að lokum er veitt af náð en ekki skyldu«, segir Garðar. Það mun eiga að vera til þess að flýta fyrir afgreiðslu að stór- kaupmennirnir leggjast svo mjög á þá sveif að fjölga verzlunarhol- um út til yztu jaðra bygðarinnar í Reykjavík til dæmis. Kaupmenn aftur á móti eru svo syndugir að þeir líta þetta i öðru ljósi. Þeir telja að stórkaupmennirnir séu hér að seilastútyfirviðskiftatak- mörkin sem verzlunarvenjan í heim- inum setur þeim, þeir stuðli að því að þessar óþörfu verzlanir verði til, ef þeir þá elcki eigi þær með húð og hári, og keppi þannig sjálfir við þá menn sem af þeim þurfa að kaupa. En að útyfir takmörkin sé farið, sýnir þessi »mynd úr lífinucc Útboð er gert um rúðugler og málningu á tvær kirkjur sem verið var að reisa. Tveir kaupmenn gera tilboð og varð annar 14 krónum Iægri en hinn. Þetta var nú engin stórverzl- un, eitthvað á 6. hundraðinu. En mundi þá ekki koma tilboð frá stórkaupmanni þeim sem selt hafði vörur þessar kaupmanninum sem átti lægra tilboðið, og stórkaup- maðurinu stóð sig þá við að vera 40 krónum lægstur. Kaupmaðurinn sem hlut átti að máli kunni þessu illa, þótti að- ferðin skritin, ef »sá stóri« hefði þarna verið að gefa fyrir sálu sinni. Að eins eitt sýnishorn enn af vetlingatökunum. Garðar tekur eftirfarandi málsgrein upp úr Tím- anum. »Aðalmunurinn á kaupmanna- verzlun og kaupfélagsverzlun er sá, að kaupmaðurinn fær allan verzl- unarhagnaðinn sjálfur, en kaup- félagságóðann allir sem í kaupfé- laginu eru«. Út af henni leggur hann svo á þessa leið: »Eg skal ekki finna áð því, að hér er að eins gert ráð fyrir verzl- unarágóða, sem þó oft og tíðum hefir enginn reynst hjá kaupfélög- um, heldur eins oft slcaði. En eg finn að þvi, að þeir menn skuli skrifa um verzlun, sem svo nauða litið skyn bera á þá hluti, eins og þessi tilvitnun ber með sér. Hvað mundi sjómannastétt lands- ins segja um mig, ef eg úthúðaði henni á allar lundir fyrir það, að hver einstakur hennar veiddi of mikið, þegar hann reri einn á sín- urn eigin bát? Og sönnunin væri sá mikli munur á þvi, að tíu saman á bát fengju hver sinn hlut, en sá sem reri einn hirti allan aflannn. Líkingin væri ágæt, ef verzlunin væri landhelgislaust haf, sem hver og einn gæti róið út á og hlað- aflað öðrum að meinalausu. En því miður er því nú ekki þannig farið, þótt hr. Garðari Gísla- syni kunni kannske að reynast það svo. Þótt nú að likja mætti verzlun- inni við haf, þá er það vissulega ekki landhelgislaust — og land- helgin, þótt stórkaupmanninum þyki -það ef til vill útrúlegt, er budda náungans. Ósannindin um að kaupfélags- verzlanir orsaki samvinnumönnum oftar skaða en gróða, munu ekki eiga að hafa inn úr vetlingunum, en hætt við að þau geri það nú samt. Langur kafli í greininni er sam- tal milli mín og liöfundar, þar sem hann gerir mér upp orð og lætur mig tala tóma vitleysu. Þegar höggstaðina vantar, þá er þó betra en ekki neitt að búa þá til með þessum hætti. En það undrar mig mest, ao hann skuli í þessu sambandi ekki nota tækifærið og láta sjálfan sig segja eitthvað af viti. Eg hefi nú enn af nýju sýnt fram á hvað á skorti um að liin frjálsa samkeppni geri verzlunina heil- brigða, — sýnt fram á það, að hverju leyti liún hefir óhreinar hendur, og eg hefi gert það með »dæmum úr lífinu«. Hr. Garðar Gíslason reynir óefað að þvo þær hreinar, en ekki ætti hann að þurfa að gera það með vetlingum. Blaðadrengiruir og Garðar. Garðar barmar sér J'fir því að útgefendur Tímans auglýsi hann með upphrópunum á gatnamótum um það að blaðið flytji »skammir um Garðar Gíslason«. En hafi þetta átt sér stað, þá er það verzlunar- viðleitni söludrengjanna, þeir ein- hvernveginn fundið það á sér að sízt mundu þeir menn í minnihluta þessum bæ, sem þyldu það ósköp vel að Garðari Gíslasyni væri sagt til syndanna. Lakast að þeir sem keypt hafa blaðið, vegna þessarar auglýsingar, hafa hlotið að verða fyrir vonbrigðum. íœstur i gilðrunni. Það er fært í frásögur að litlu áður en G. G. fór að rita í ísafold móti samvinnunni, hafi allmargir smákaupmenn haldið fund með sér til að ræða um, hvort þeir ættu að leggja út í blaðadeilur við kaupfélagsmenn. Einn þeirra, sá af smákaupmönnunum sem mest líkist G. G. að stillingu, geðlipurð og óeigingirni 1 verzlunarháttum, vildi óvægur fara í deilur. En hinir löttu þess, umræðurnar mundu »safna fólkinu« enn meira en orðið er um fána samvinnunnar. Svo var afráðið að þegja og breiða yfir höfuð sér — vegna málstaðar- ins. Þessir menn sýndu hyggindi, sem í hag koma. Öðruvísi fór G. G. Hann réði ekki við skap sitt, ef til vill fundist eldurinn kominn nokkuð nærri sínum húsgafli. Mun- að eftir Eimskipafélagsstjórninni þar sem alþjóðar rómur ruddi honum úr sæti, fyrstum af um- boðssölunum. í stað þess að bera vit fyrir honum, ýttu keppinaut- arnir undir hann — til að tala af sér. Gletnin í svargreinunum í 7. tbl. Tímans lokkuðu hann út á hálkuna til fulls. Nú situr hann fastur í gildrunni og getur sig hvergi hreyft. Honum hefir orðið að máltækinu: »Orð eru silfur, þögn er gull«. Höfuðatriðið í rnálinu er þetta: Hvor slefnan, kaupfélagsskapur eða kaupmennska, er þjóðinni hollari i bráð og lengd? Samvinnumenn svara spurningunni þannig, að kaupfélags- skapurinn hafi svo mikla yfirburði að hann liljóti að sigra. Þeir rök- styðja þetta bæði með erlendri og innlendri reynslu. Á smásöluverzl- uninni einni auðga kaupfélögin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu bændur um 100 þúsund krónur árlega, miðað við kaupmannaverzlun. Um samvinnuheidsölu er ekki enn fengin reynsla hér á landi, en samkvæmt erlendri reynslu má búast við, að árs hagnaður fyrir áðurnefnd héruð (þau tekin til dæmis) yrðu um 50 þús. kr. af núverandi viðskiftaveltu félag- anna. Þetta er sá beini peninga- legi hagnaður við samvinnuna. En næstum enn meiri hagnaður er þjóðinni þó að þeirri verðhækkun, sem stafar af vöruvöndun sam- vinnufélaganna, sem á landbúnað- arafurðunum nemur hundruðúm þúsunda á ári. Par hafa samvinnu- félögin gert alt, sem gert hefir verið til gagns, kaupmenn ekki neitt. Þetta eru staðreyndir sem ekki verður haggað við. Þess vegna er samvinnustefnunni hagur að deil- um við kaupmenn, því að þá íoma yfii-burðirnir hennar glöggast ram. Sá kaupmaður sem vildi gagna stétt sinni með deilum við samvinnumenn yrði að sanna það að kaupmannaverzlun væri al- menningi arðvænni en kaupfélags- skapur, að framfarir í vöruvöndun væru kaupmönnum einum að mkka og að samvinnan væri að komast í óálit, af því að reynslan fordæmdi liana. Lesendur ísafoldar vita að G. G. hefir ekki snert við þessum atriðum. Jafnvel hælt samvinnustefnunni — og ekki þorað að gera alvöru úr hótunum sínum. Þetta er að missa marks alger- lega. Eftir að aðalatriðin, stefnu- atriðin, voru gefin upp, var einkis sigurs að vænta. Sá sem þannig fer að siglir með lík í lestinni. — En hvert var þá erindið? Talsverður hluti af fyrri grein G. G. var tilvitnanir í greinar, sem eg hefi skrifað í Tímarit kaupfél. í þeim hafi eg sett fram nokkur aðalatriði um skipulag samvinnu- félaganna, eins og það er að verða í reydinni. Þar var bent á hagnað- inn, sem ár eftir ár er hinn sami í heilbrigðu félögunum, og þau eru nú orðin mörg, að vel þyrfti að launa starfsmönnum félaganna, að hafa sérstakann skóla fyrir þá sem verða ættu stafsmenn samvinnu- félaganna, að félögin þyrftu að hafa sum blöðin með sér, þar sem kaupmenn hefðu haft þau öll hing- að til. Og að síðustu kæmi svo heildsalan í Rvík, með undirdeild- um erlendis í þeim löndum þar sem íslendingar hafa viðskifti til muna. Þegar eg sá allar þessar tilvitn- anir í grein G. G. bjóst eg við að bann ætlaði a. m. k. að reyna, að hrekja þær. En svo var ekki. Eina úræðið var það að smána nokkra samvinnumenn persónulega. En gagnvart samvinnuhreyfingunni mun það reynast álíka áhrifamikil sókn, eins og ef einhver vildi þurka Dettifoss með því að taka í hönd sér nokkra vatnsdropa á fossbrún- inni. G. G. lét allar tilvitnanirnar úr greinum minum óhreyfðar, nema þá er snerti auglýsingar með blaða- greinum. Hann kom þvi upp um sig áð hann ber ekki skyn á eitf- hvert allra algengasta auglýsinga- úrræði nútimans, enda reyndi liann ekki í síðari greininni að afsaka fákænsku sína — hefir fundið að þögnin hæfði bezt 16 ára reynsl- unni og verzlunarvitinu. En til hvers var þá maðurinn að skrifa? Ekki var það málefnisins vegna, eins og nú hefir verið sýnt fram á. En af hinum dálkamörgu greinum G. G. má sjá að tilgangurinn er annar. Þar eru ekki allfáir útúr- snúningar og blekkingar, svo að ekki sé frekar að orði kveðið, svo sem það að starfsmenn samvinnu- félaganna séu milliliðir á sama hátt og kaupmenn, þó að þeir vinni fyrir ákveðið kaup og allur verzl- unarágóðinn renni til félagsmanna. Eða að margir milliliðir bæti verzlunina. Gott dæmi um slíka milliliði (á kaupmannavísu) er í bæklingi Jóns Þorbergssonar um hrossasöluna. Þar eru milliliðirnir taldir 4—5 (kaupmenn af ýmsu tagi) og þeir stinga á sig þriðjungi af hestverðinu — fyrir utan sann- gjörn ómakslaun. Á einum stað býr G. G. til skemti-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.