Tíminn - 19.05.1917, Síða 3

Tíminn - 19.05.1917, Síða 3
T í MI N N 3ð Satt er það, að oft og einatt heíir orðið að grípa til lítt sérfróðra manna til þess að beitast fyrir verzlun. En hvaðan hefir þá sú neyð stafað? Frá verzluninni sjálfri. Kaupmannaverzlunin krept skó- inn þangað til að eigi var annars kostur. Og mun sízt séð eftir að til slíkra úrræða var gripið. Hitt er annað mál, að betra væri að geta notið að sem fylstrar sérþekk- ingar hvar sem er um verzlunina og er stefnt að þvi. Að um ráðvendnina sé aldrei spurt, mun þykja ósanngjarn og harður dómur. Höfundur greinarinnar talar um þrenns konar smákaupmenn: Kaup- menn, kaupfélög og verzlunarhluta- félög. Af þessu þrennu sé sú grein- in hollust landinu sem beitt geti mestri verzlunarþekkingu og minst dreifi verzlunarhagnaðinum. Þarf ekki að kvarta undan því að ekki sé frómt frá sagt, og hefir harðdrægur kaupmannamálstaður sjaldan látið sjá svo greinilega í tennurnar. En um kaupfélögin bætt við, að ekki geti maður litið á þau »sem nauðsynlega keppinaula, nema þar sem verzlunin er afskekt vegna samgangnaleysis, þvi þar er verðið hæst á útlendum nauðsynjum«. Er glögt hvert stefnir og gott að almenningur veit hvar hann heíir landsmálablöðin í helztu velferðar- málunum. Sú verzlunin hagstæðust sem minst dreifir verzlunarhagnaðinum! Almenn hagsæld eflir þvi ekki mikið á við auðsöfn á fárra manna höndum. Eftir þessu ætli það að vera hollast landbúnaðinum að hér risu upp einstöku stórbændur, aðall, sem héldu svo bændum alment við kotungsskap, eins og enn eimir eftir víða um lönd. Um sjávarútveginn yrði farið eins að, hagnaðurinn af honum dreifðisl sem minst, svo að;togara- eigendur fengju sem mest bol- magnið til þess að færa sér auðs- uppsprettur hafsins í nyt. Stórbændur og stórútgerðarmenn gætu þá hlaupið undir baggann með verzlunarstéttinni með að koma upp alskonar söfnum, kirkj- um, skólum og spitölum, og ala önn fyrir listamönnum, eins og kornist er að orði í blaðinu. En hætt er nú samt við að al- menningur hugsi sér aðra leið. Hugsi sér að verzlunarhagnað- urinn dreifist til almennra hag- sælda, þó eigi meir en svo, að kaupfélögin verði efnalega sem sterkust á svellinu. Leiðin til þess, að þau verði sem víðtækust, haíi sem allra mesta verzlunarumsetn- ingu, svo að það sem lagt verður i varasjóð árlega nemi eigi minnu en þvi, sem ötull og framsýnn kaupmaður gæti grætt á sama tíma og haft til þess að tryggja aðstöðu sina. Þá velja kaupfélögin þá leið til þess að tryggja heilbrigða verzlun, að sluðla sem bezt að efnalegu sjálfstæði viðskiftamanna sinna, og virðist sú stefna óneitanlega hafa yfirburði j'fir skej'tingalausa kaup- mannaverzlun um þá hluti. En hvernig fer fyrir ríkum kaup- manni um að skapa fullkomna verzlun, ef gjaldþoli viðskiftamanna hans er mjög áfátt? Aðstaða íslenzkar verzlunar er sem belur fer komin á það stig, að hún er búin að hrista af sér hættulegustu milliliðina, erlenda stórkaupmenn, og hún fær þeim aldrei fangs á sér framar. En ekki væri þetta nema hálfur sigur ef verzlunin félli nú aftur jafn ósjálf- bjarga i hendur islenzkum stór- kaupmönnum, og ekki til neins að gylla það með fyrirheitum um gull og græna skóga, alls konar söfn, kirkjur, skóla, sjúkrahús og lista- mannauppeldi. Jafnhliða samvinnuþroskanum um verzlunina eykst þjóðinni skiln- ingur og orka til þess að hrinda slíkum verkum í framkvæmd. Hún sér það og veit, að þótt hin leiðin yrði farin, þá muni kaupmannastéttin nota fé frá ís- lenzkum almenningi til þessara stór- ræða, fé úr hans vasa. Og fremur bæri það vott um eftirsóknarverðan þjóðarþroska að þurfa ekki lxeldur milliliði um þessa hluti. Þjóðin reisir sjálf sína skóla, kirkjur, söfn og sjúkrahús, og þjóð- in vill sjálf ata önn fyrir lista- mönnum sínum. Og vonandi er að liðið sé það að sumri islenzkrar verzlunar, að eigi nái hann sér upp af annari átt með næðingum og norðangarði er hleypi kirkingi í vorgróðurinn til óbætanlegs tjóns um afkomu og meuningarframfarir þjóðarinnar. jifartið í stjórnina. ísafold og Vísir virðasl vera ó- ánægð með sljórnina, þykir þeim hún mælast illa á mælikvarða Einars Arnórssonar stjórnarinnar. Ekki hafi landsmenn skort neitt um hans stjórnartíð en nú vanti margt bagalega. Eflaust mun lesendum ísafoldar finnast að liún hafi einhvern tíma valið sér betra hlulskifti en þetta, hvað sem um Visi verður sagt í þeiin efnum. Hver er aðstöðumunurinn nú og þá? Á dögum E. A. var leikur að verzla, en nú er það bundið örð- ugleikum sem dæmalausir eru í veraldarsögunni. Norðmenn og Svíar svelta, þjóð- ir ineð næga peninga og öflugan skipastól ; það er af þvi að þá vant- ar kol. Við eigum hvorki kol né nægan skipastól, og heldur ekki ólakmark- aða peninga. í stjórnartíð E. A. var Bisp einn í förum. En nú hefir landsstjórnin fjögur leiguskip, Bisp, Escondito, ísland og Ceres. Auk þess hefir lnin fesl Icaup á tveimur skipum, Sterling og Wille- moes. Og kolin eru murkuð út, svo að okkur mun vegna þar hlutfallsjega betur en nokkurri hinna Norður- landaþjóðanna. En að ekki sé auðhlaupið að því, sýnir ekki að eins hungrið í nágrannalöndunum, heldur það, að stórauðugt félag hér í bænum, Kol og Salt, með nafnkendan enskan kaupsýslumann í broddi fylkingar, gal ekki rönd við reist erfiðleikun- um, varð að bregðast, ekki að eins almenningi heldur sjálfum eigend- um félagsins, stórútgerðarmönnun- um, svo að þeir bíða nú stórtjón og verða að láta botnvörpungana Iiggja aðgerðarlausa inni í höfnum. Nei, höggstaðirnir eru illa valdir og mundu heldur alls eklti hafa verið valdir, ef ekki stæði að baki flokksbrotið óánægða með valda- leysið. jKanðsynjaskorturinn. Landsnefnd. Að því var vikið í síðasta blaði, að héldi óáraninni áfrarn sem nú stafar af ófriðnum um aðdrætti alla og útvegun lífsnauðsynja, þá þyrfti að fullkomna eftirlitið með öllu þvi sem spara þarf til þess að öryggi.fengist um að sparnað- arráðstafanirnar kæmu að tilætl- uðum notum. Fyrst framan af, áður en mjög harðnaði á, var bæja-, sýslu- og sveitastjórnum í samvinnu við laudsstjórnina ætlað að inna af hendi sparnaðarráðstaíanirnar. En af því að aðstaða þessara stjórn- arvalda A'ar að ýmsu leyti örðug, I og starfið hins vegar aukist að umsvifuin, þá hafa nú verið skip- aðar sérstakar nefndir til aðstoðar oddvitum sýslu- og bæjarstjórna til þess að leysa þennan vanda af hendi. Til þess nú að fullkomna þetta eftirlitskerfi þarf á sama hátt að skipa allsherjarnefnd við hlið lands- stjórnarinnar, er standi í beinu sambandi við nefndir þær sem skipaðar eru í hverju sj'slu- og bæjarfélagi. Er ekki hvað minst þörfin á að heildaryíirlit fáist um þarfirnar og samræmi njóti við um allar ráð- stafanir. En allir sjá hvert óhag- ræði yrði að því að landsstjórnin annaðist til lengdar jafnumfangs- mikið eftirlilsstarf, jafnmörgum vandamálum og hún hefir að sinna um þessar mundir. Hitt er annað mál, að náin sam- vinna hlyti að eiga sér stað milli allsherjarnefndarinnar og lands- stjórnarinnar. En liægur nær fyrir þingið að velja nefndarmennina með lilliti lil þess. Lagarfoss kemur til Xteylijavílinr- Lagarfoss, hið nýja skip Eim- skipafélags íslands, kom liingað fyrsta sinn í dag. Lagðist að Skanzbryggjunni stundu fyrir há- degi, en fjölmenni mikið í landi fagnaði komu skipsins. Stjórn Eimskipafélagsins hafði fengið Earl Herford til þess að fara á móti I.agarfossi úl í Flóann, og bauð hún blaðamönnuni, ráðherr- um, bæjarfógela, borgarstjóra, þing- mönnum og bankasljórum með lil þeirrar farar. Þegar skipin mællust, var heilsað með eimpipum og húrrahrópum, en skipin fánum prýdd að siglu- toppum. Sjórinn slétlur eins og spegill. Úti á Flóa lögðust skipin hlið við hlið og gekk nú stjórn Eim- skipafélagsins ásaml gestum sín- um yfir á Imgarfoss, en þar kvöddu menn skipstjóra og báðu skipið velkomið. Sjálfu skipinu verður bezt lýst með þvi að láta þess gelið, að það flutti hingað til landsins að þessu sinni 1125 smálestir af vörum, og er það mesti farmur sem nokkurt skip, sem liingað hefir gengið áætl- unarferðir, hefir flutt i senn. Enda er þetta aðallega llutningaskip, farrými að eins fyrir 16 farþega á fyrsta farrými en 8 á öðru. Mikilsvert er það, að Lagarfoss má telja mjög kolasparan, fór hann 10 mílur á vöku með 10 smálesta kolaeyðslu á sólarhring. Ti! sam- anburðar iná geta þess, að Ceres þarf 18 smálestir af kolum til sama hraða, og þó ber hún lítið meir en helmingi minna en Lagarfoss. Skipstjórinn, Ingvar Þorsteinsson, og framkvæmdarstjóri félagsins, E. Nielsen, báru skipinu bezla orð, lelja það afbragðs sjóskip. Voru réttar þrjár vikur í gær frá því skipið fór frá Höfn, en komið hafði það við á 11 höfnum á Austur- og Norðurlandi. í því að skipið sigldi inn um hafnarmynnið, ávarpaði borgar- stjóri skipstjóra og formann Eim- skipafélagsins og bauð Lagarfoss velkominn fyrir hönd Reykvíkinga, og var tekið undir það með húrra- hrópum, en lúðrafélagið Harpa, sem með var í förinni, Iék þá »Ó, guð vors lands«. Þegar festum hafði verið komið við bryggjuna, hélt formaður Eim- skipafélagsins snjalla ræðu, sem var hvorttveggja í senn, kveðju- ræða handa Lagarfossi og hvatn- ingarræða til fólksins um að halda svo fram um að verða sjálfbjarga um samgöngurnar á sjó sem hafið væri. Hét hann á menn að stíga á stokk og strengja þess lieit, að áður en sól færi hæst á loft á þessu sumri, þá skyldu þær 200 þús. króna vera Iagðar fram til hlutafjárkaupa sem enn vantaði til þess að vera við því búnir að kaupa þriðja skipið. Þá liélt Sigurður Jónsson ráð- herra ræðu, kvað hann hér vera

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.