Tíminn - 26.05.1917, Síða 2
42
TÍMINN
—
að ástandið væri þannig, að sá
hefði hreinastar hendur, sem hvergi
kæmi nærri. Að minsta kosti verð-
ur honum varla láð, þótt honum
þætti sæta fyrnum að bjóða fram
landsreikningana, án þess að hafa
glögt yfirlit um allan hag lands-
verzlunarinnar, þar sem mörg
hundruð þúsundir af landsfé hlutu
að hafa verið bundin tímunum
saman á þeim missirum, sem end-
urskoðunin átti að ná til.
Um sama leyti varð það hljóð-
bært, að landsverzlunin hefði aldrei
verið gerð upp frá byrjun og þar
til núverandi stjórn tók við völd-
um. Ennfremur að aldrei hefði
verið gerð vörutalning þann tíma.
Landsverzlunin hafði þannig í tíð
»langsum«-stjórnarinnar verið rekin
á frámunalega skeytingarlausan hátt.
Engu líkara en að það væri til-
gangurinn, að gera almenning frá-
hverfan hugmyndinni um landsjóðs-
verzlun. Þetta er vægasta skýringin,
sem finnanleg er. Enda þá verið
einhver tilgangur í vanrækslunni.
Eigingjörnustukaupmennirnirhefðu
þá fengið ósk sína uppfylta. Hefðu
haft tvent að þakka stjórninni,
bæði að mega smyrja á landsjóðs-
vörurnar eftir vild og að hafa stein-
drepið þá hugmynd, að þjóðfélagið
gæti í vissum tilfellum hlaupið
undir bagga með almenningi og
bætt verzlunarkjörin.
Þessi stjórn fór frá og ný tók
við. Hennar fyrsta verk var að
koma skipulagi á landsverzlunar-
glundroðann. Þá var tekið upp það
ráð, að verzla við sveitar- og bæjar-
félög, þó að kaupmenn og kaup-
félög fengju sumstaðar að útbýta
vörunum fyrir alveg ákveðna og
mjög lága þóknun. Smátt og smátt
færðist verzlunin í það horf, að
öllum vörum í landinu, sem veru-
leg þurð var á, var skift eftir
birgðum og íbúatölu. Jafnframt
þessu lét stjórnin telja vörurnar í
fyrsta sinn og gera upp alla gömlu
reikningssúpuna. Verulegar endur-
bætur munu hafa verið gerðar á
fjárreiðum og reikningsfærslu verzl-
unarinnar. Verður það verkefni
þingsins í sumar, að kynna sér
þessar aðgerðir og meta þær. Get-
ur fyrverandi stjórnarflokkur vel
sætt sig við að bíða þessar fáu
vikur eftir meðmælum þingsins
fyrir frammistöðu sína.
Eins og eðlilegt var, létu hin
fyrverandi stjórnarblöð lítið á sér
bera fyrst eftir »fallið«, en nú upp
á síðkastið hafa þau farið að herða
upp hugann og virðast þjást af
öðru meira en »valdalystarleysi«.
Landsjóðsverzlunin á að vera lyfti-
stöngin. Nú eru þessi blöð full af
ráðum, sem betur befði átt við að
þau hefðu gefið sínum herra og
meistara, meðan hann bar á-
byrgðina.
Ekkert minna á að duga, en að
öll stjórnin fari frá, en einkum þó
einn ráðherrann, bóndinn. Laun-
ráðin koma ekki nema að nokkru
leyti fram í blöðunum. En tak-
markið er alstaðar auðsætt. Bjarg-
ráðaráðstafanirnar eiga að fara í
gamla horfið, eins og var á þeim
góðu dögum E. A. Reikningarnir
í sukk, svo að endurskoðendurnir
hræðist þá, vörunum hent í gráð-
ugustu milliliðina, eftirlitið ekkert,
hvorki heima fyrir eða út um land.
Frá þessu sjónarmiði er skiljan-
legt hatrið á þeim ráðherranum,
sem þessir dánumenn, réttilega eða
ranglega álíta að hafi átt drýgstan
þáttinn í að koma viðunanlegu
skipulagi á þá grein bjargráðanna,
sem nú er þýðingarmest fyrir lands-
menn.
Væntanlega verður hægt við og
við að bæta úr lélegu minni langs-
ummanna, hvað landsverzluninni
viðvíkur, með því að bregða upp
fyrir þeim »myndum úr lífinu«,
þegar dekur þeirra við lökustu teg-
und milliliðanna keyrir úr hóíi
fram.
frájxrur og ostagerð.
Talsvert hefir verið um það rit-
að, á hvern hátt landið yrði bezt
trýgt með fullnægjandi matvælum.
Meðal annars hefir þar verið bent
á fráfærurnar sem eitt ráðið, eink-
um til að bæta úr feitmetisskortin-
um. En svo virðist sem sumir telji
þær óframkvæmanlegar, og mjög
tvísýnan hagnaðinn, þess vegna vil
eg nú reyna að leggja fráfærunum
nokkur liðsyrði.
Við fljóta athugun dettur líklega
fáum í hug, hve mikill fóðurforði
er fólginn í allri þeirri mjólk, sem
dilkarnir drekka yfir sumarið, en
sem þeir þó sér að skaðlitlu gætu
skift fyrir hinn kjarnmikla og
og auðmelta gróður á afréttum og
fjalllendi landsins.
Ef meðal ærnyt er reiknuð 36
kg., sem sennilega er þó alt of lágt,
er það 12 daga fæði handa einum
manni. í*ó reiknað sé 2ja kg. mis-
munur á kjöti og mör á dilkum
og hagalömbum, sem reyndar er
full hátt, séu lömbin ekki færð frá
fyr en 6 vikna gömul, og 10°/o
meiri vanhöld á hagalömbum en
dilkum, þá verður sá mismunur
ekki nema tveggja daga fæða. Mat-
arforðinn í landinu eykst því að
minsta kosti um 10 daga fæði fyrir
hverja á sem fært er frá.
Samkvæmtbúnaðarskýrslum 1914
eru á öllu landinu 280 þús. ær með
lömbum. Sé nú vanalega fært frá
80 þús., gætu matarbirgðirnar í
landinu aukist um meir en mán-
aðarforða fyrir alla þjóðina, ef
fært væri frá öllum ám í sumar.
Sennilegl er þó, að það sé ekki
framkvæmanlegt að færa alstaðar
frá, en samt má mikið ef viljinn
er góður.
Vinna við fráfærurnar og þar að
lútandi er auðvitað talsvert mikil,
en þó mun það alls ekki fara fram
úr 10—12 tíma vinnu að meðal-
tali fyrir hverja á yfir sumarið. Og
vandleitað mun að þeirri atvinnu
kvennfólks og unglinga er færi
landinu meiri arð eða meiri mat-
arforða, að undanteknum sjldveið-
unum einum.
Það hefir komið í Ijós, að bænd-
ur, sem lengi hafa látið ganga með
dilk, óttast að ærnar muni mjólka
of lítið fyrst í stað og verða mjög
óþekkar, og þess vegna muni það
ekki svara kosnaði að færa frá
t. d. eitt eða tvö ár i bili, þó að
þörfin krefji.
Eg sé enga ástæðu til að ærnar
þurfi að mjólka mjög lítið fyrir
það, þó þær undanfarið hafi gengið
með dilk, og óhræddur væri eg að
taka álitlegan ærhóp á leigu með
þeim kjörum sem boðin voru í
einu dagblaðinu í vetur.
Vist er það líka, að ærnar munu
fljótt spekjast, og vel má útbúa
kvíarnar svo, að mjaltakonur geti
haft fullan hemil á ánum þó þær
vilji láta illa. Þessu má haga þannig,
að grind með 40 cm. víðum og
70—80 cm. löngum básum er höfð
yfir þverar kvíarnar. Hurð er fyrir
básunum öðru megin sem opnast
með því að lyfta stöng á hinum
endanum. Grindin er færanleg og
ærnar hafðar fyrst allar þeim megin
sem básarnir eru opnir, þær eru
látnar standa í þeim meðan mjalt-
að er, en svo hleypt í gegn, þegar
það er búið. Mjaltakonurnar geta
þá setið á stólum hver við sinn
bás, og fært með sér grindina eftir
því sem ómjólkuðu ánum fækkar.
Ærnar læra með tímanum að fara
sjálfar inn í básana, þótt ýta þurfi
þeim í fyrstu. Slíkt flýtir fyrir
mjöltunum, gerir þær léttari, og
konum ljúfara að mjalta í kvíum.
Það er alls engin ástæða til að
óttast það, að þeir sem færa frá í
ár verði neyddir til að hætta því
aftur, því alt útlit er fyrir, að mjólk-
in verði í mjög háu verði eftir-
leiðis. Bæði sökum þess að skyr
og smjör verður sennilega í mjög
háu verði á næstu árum, og auk
þess er gráðaostagerðin nú komin
í það horf, að hún er líldeg til að
verða landsmönnum álitleg tekju-
lynd í framtíðinni.
Eg hefi nýlega fengið tilboð frá
ostaverzlun einni i Kaupmanna-
höfn um sölu á 18000—22000 kg.
yfir árið, fyrir verð er svarar 55
aurum á hvern líter mjólkur. Kostn-
aður við ostagerð mína síðast liðið
sumar varð: Vinna kr. 15,57 og
annar kostnaður kr 9,90 eða sam-
tals kr. 25,47 á hvern hektólíter
(100 potta) mjólkur. En þessi
kostnaður hlýtur að lækka talsvert,
ef ostagerðin er rekin í nægilega
stórum stíl, og auk þess mun mys-
an úr mjólkinni vera 2ja aura
virði á hvern líter mjólkur til
mysuostagerðar, þegar eldsneyti er
í skaplegu verði.
Það er því óhætt að gera ráð
fyrir, að mjólkin verði á 30—35
aura literinn, eða jafnvel meira
virði til ostagerðar í framtíðinni,
þegar osturinn er orðin þektur í
útlöndum. Því auðvitað gela kaup-
menn ekki keypt hann eins háu
verði meðan óvíst er um eftirspurn-
ina, og þegar hann er orðinn þekt-
ur og markaðurinn viss. Enda
mjög sennilegt að osturinn fari
smásaman batnandi eftirleiðis, líkt
og undanfarið með aukinni reynslu
og æfingu. Því skilyrðin eru að
mörgu leyti miklu betri fyrir osta-
gerð þessa hér, en í hinni frægu
Roquefort, þó ýmislegt þurfi hér að
vera á annan veg framkvæmt.
Það er því auðsær gróði á frá-
færunum þar sem þeim verður
hæglega viðkomið, og góðar mjólk-
urær verða miklu arðsamari en
hinar sem ganga með dilkum, þó
vænir séu. Ær sem mjólkar 128
lítra eins og nýlega hefir verið
skýrt frá í Frey, mun því færa
eiganda sínum kr. 38,40—44,80
fyrir mjólkina yfir sumarið, og
slíkar ær eða betri eru fjölda marg-
ar í mörgum sveitum þessa lands.
En það vantar því miður tilfinnan-
lega að fjölga þeim, og hlynna að
hæfileikum þeirra. Hér eru ekki
neinar óframkvæmanlegar loftkast-
alahugmyndir, heldur viss arður„
sem að eins bíður eftir því að hann
verði notaður.
Eg auglýsti í Lögréttu í vetur^
að mig vantaði nemanda í Ólafsdal
í sumar, en af því að það rúm er
enn þá ekki fastlega skipað, vil eg,
beina því lil lesenda þessa blaðs,
að þeir sem líklegastir eru til að
verða útbreiðslu ostagerðarinnar að
meslum notum, verða látnir ganga
fyrir, og auk þess sennilegt að eg
geti tekið fleiri aðstoðarmenn viðt
ostagerðina en eg ætlaði í fyrstu_
Jón Á. Guðmundsson.
Samvinna sjómanna.
Fram til þessa dags hefir sam-
vinnufélagsskapurinn næstum ein-
göngu komið bændum að liði hér
á landi. Svo mun þó ekki verða
til lengdar, því að verkefni á sam-
vinnan ærið fyrir liöndum við
sjávarsíðuna, engu síður en í sveit-
inni. Skal hér minst á eitt atriði
þessu viðvíkjandi, sem enn hefir
lítt komið til umræðu. Pað er sam~
vinna sjómanna um útgerðartœki sin.
Það hefir alllengi viðgengist hér
á landi, að sjómenn ættu hlut i
útgerð með smærri og stærri út-
gerðarmönnum. Talið er að togara-
eigendur í Rvík hafi margir þann
sið, að leyfa skipstjórunum að eiga
hlut í útgerðinni, og liafi með því
trygt sér áhugasama verkstjóra og
duglega svaramenn gegn öðrum
skipsmönnum. Margir vélbátaeig-
endur hafa félagsskap með báta
sína, ýmist að formaðurinn á hlut
í bátnum eða þá sumir af háset-
unum. í fljótu bragði virðist það
allálitlegt fyrir hásetana, að eiga
hlut i bátnum með útgerðarmann-
inum. En óneitanlega er hagurinn
ennþá meiri fyrir útgerðarmann-
inn, því að í fyrsta lagi tryggir
hann sér áhugasama starfsmenn,
sem eru hlyntir útgerðinni, og i
öðru lagi þarf hann enga ábyrgð
að bera á rekstri þess hluta báts-
ins, sem hann ekki á. Séu þeir há-
setar, sem þannig mynda félag við
útgerðarmann, verður félagið til að
aulca lánstraust hans. En þá er
eftir aðalatriðið, en það er að út-