Tíminn - 09.06.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.06.1917, Blaðsíða 2
50 TÍMINN voru ekki valdar undir hrútana með tilliti til stærðar, en hraust- ustu ærnar voru valdar. Má því kanske búast við því að meðallamb þeirra hafi frá mæðranna hálfu verið ögn vænna en meðal lömb hinna ánna, en sá munur getur þó ekki verið mikill því á ánum er lítill munur. En 1916 var meðal gimbur und- an þingeysku hrútunum 4—5 kg. þyngri en meðal gimbur á sömu bæjum undan þeim borgfirsku, og höfðu auk þess meira kjöt í tiltölu við lifandi þunga en hér á sér stað i Borgarfirði. (Um þetta birtist skýrsla í Frey.) Þetta bendir til þess, að lömb undan enn vœnni hrútum yrðu enn þá vænni, enda skil eg ekki að menn geti efast um slíkt. En vegna sýkingar-hættunar verður að fara mjög varlega í að leyfa innflutning. Ætti hann að vera bannaður eins og nú, en undanþága ætti altaf að veitast, þeim sem þess æsktu og vildu skuld- binda sig til 1. Að flytja féð einungis á þær þjýár hafnir, er dýralæknar eru á, sem sé Reykjavík, Akureyri og Stykkishólm. 2. Að láta skepnurnar vera ca. 6 mánaðar tíma einangraðar frá öllum öðrum skepnum, undir stöð- ugu eftirliti dýralæknis, og bæri innflytjanda að greiða allan kostn- að, er af því leiddi. 3. Lofa að lóga öllum hálfblóðs- lömbum undan hinum innfluttu skepnum, og bæri útaf því, ætti það að varða eignamissi á hinum innfluttu skepnum, og sá er bryti auk þess að verða fyrir sektum. Þætti mönnum þetta ganga of langt, og sýkingarhættan með þessu of mikil, mætti líka fara aðra leið sem alls engin hætta þarf að stafa af fyrir landið í heild. En hún er sú, að Búnaðarfélag lslands taki að sér innflutninginn, kaupi 10—20 fjár, af hraustum, bráðþroska og fallþungum enskum stofni, flyti hann til einhverrar eyju hér við land, og hreinrækti hann þar nokkur ár, uns vissa er fengin fyrir því að stofninn sé hraustur, og þá fyrst sé hann seldur til lands- manna, og þá til hálfblóðsræktar eingöngu. Mætti vafalast semja við ábú- anda á Viðey, Engey eða einhverri Breiðafjarðareyju um umsjón og hirðingu á meðan að vissan um sýkingarhættuna er að fást, og væri þá jafnvel bezt að hafa t. d. 1 hrút og 4 ær saman í eyju. Fengist þá líklega einn hrútur undan ánum, strax á fyrsta ári, og þá mætti á öðru hausti drepa eldra féð, og láta dýralæknir skoða af því skrokkana. Færi þá aldrei svo að ekki hefði einhver staðar verið hraustleiki í þessum 5 kind- um, ef smáhópar þessir hefðu verið settir á nokkrar eyjar, og væri þá hnúturinn leystur, fengið hraust og sýkihættulaust fé, sem síðan mætti nota áfram með hreinrækt, til hrútaframleiðslu. Eg hef nú áður hreyft þessu máli bæði á prenti og í ræðum við menn, og eg mun seint þreyt- ast á því, en af því að mér er það áhugamál að landinu sem fyrst megi auðnast að verða aðnjótandi þeirrar Va—1 miljónar króna er hálfblóðsrækt svona löguð mundi veita okkur landbændum í meiri arð af fé okkar, hreyfi eg því enn, og vona að fleiri taki til máls um það, að því verði hreyft á Búnað- arþinginu í sumar, og Búnaðarfé- laginu helst falið að íá féð, og semja við einhverja »eyjarskeggja« um geymslu þess fyrstu árin. Falleg nöfii. Eftir Sig. (xuðmundsson, magister. Ef útlendingur spyrði íslending um viðfangsefni vor á þessum tím- um, og ef landinn yildi satt segja, yrði hann, meðal annars, að svara því, að merkir menta- og andans- menn vorir og efnilegir ungir menn, embættismenn og alþýðumenn nokkrir væru nú á kafi í önnum, langt upp fyrir höfuð, í að breyta nöfnum sínum, skreyta þau og fegra, og verðu til þess bæði hug- viti og býsnum öllum af undarleg- um lærdómi. Við svo göfugt efni fæst víðfleygur andi þeirra, til þessa vinst þeim tími. Kveður svo ramt að þessu, að þeir eru að fleygja því gárungarnir, að bæta þurfi við manni i stjórnarráðið, sökum sívaxandi annríkis við um- sóknir við nafnbreytingar, er nú drífa að hinu háa ráði eins þéttan og kúlnahríð i stórorustu. Þessi skripasótt fór að stinga sér niður um líkt leyti og mislingarnir, hefir magnast og borist út samtímis þeim, og sú er spakra spá, að báð- ir sjúkdómar verði hér nú land- lægir. Þessi nafnahégómi stefnir yfirleitt að því að skafa íslendings- einkennin af nafninu og setja í staðin nöfn, sem eru allra lýða- og landa skrimsl og tæpast verða tal- in til nokkurar tungu né þjóðern- is, mörg þeirra að minnsta kosti. Það er sýnt á þessu, að menn fýsir að eignast vegleg nöfn. En þeir villast sorglega — eða hlægi- lega — á aðferðinni, hafa hér hraparlega hausavíxl. HJjómfegurð nafns vors fer eftir manngildi voru og mikilleik, fer að minstakosti eftir því að lokum. Skilningsleysi, illvild og öfund henda einatt skít á nafn vort, svo að það verður óhreint um hríð. Heitið Jón Sigurðsson er allra nafna hversdagslegast og svip- minst, og þó á saga vor ekki glæsi- legra nafn, svo mikil mótsögn sem kann að virðast í þessu. Mörður er ekki ljótt nafn, ef eingöngu er metið eftir hljóði. Eg býst samt við því, að enginn okkar heiti sveinbörn vor slíku nafni. Og af hverju? Af því að það hefir eitt sinn lent á illræmdu rógbera höfði. Það lætur illa í íslenzkum eyrum, eins lengi og þjóð vor man og les Njálu. Nöfn snillinga og afbragðs- manna hljóma æ með töfraómi i eyrum vorum, hversu stirð, óþjál og skrípaleg sem þau eru, alveg eins og ófrítt andlit verður fallegt, ef það er gagnþrungið af fjöri, hugsunum eða hugargöfgi. Nöfn vor breyta hljómblæ sínum, er vér breytumst. Ef vér vöxum og göfg- umst hljómar nafn vort fagurlegar en áður, ef vér minkum og spill- umst, lætur það ver í eyrum. Þetta er leyndardómur, er þeir ættu að minnast, er glæsa vilja nafn sitt með ættarnöfnum. Fallegt nafn fæst alls ekki keypt; öll stjórnarráð veraldarinnar fá ekki veitt það með einkaleyfum, ekki fremur en allir kóngar á jörðu geta skapað hið minsta blað á jurt, eins og danskt sálmaskáld kveður. Eina ráðið til að eignast hljómfagurt nafn og glæsilegt er því að gera úr sér mikinn mann og göfgan, vinna þau afreksverk, er ljóma leggur af um nafn vort. En sú leið er erfiðari en að sækja nafnið upp í stjórnarráð. En það hefir einhver sagt, að þau ráð væru oss einatt hollust, er oss lcæmi verst í svipinn eða væri erfiðast að fara eftir, og þau orð sannnast hér. (Úr »Rétti«.) Ei uifl Ameríku-sefldiförina. Ritstjóri »Tímans« Reykjavík. Hér með leyfi eg mér að biðja yður að taka meðfylgjandi leiðrétt- ingu í næsta blað »Tímans«. í 12. tbl. I. árg. »Tímans« í grein með fyrirsögninn »Dálítil at- hugasemd«, segir svo m. a. »Sú saga gengur, að Eimskipa- félasstjórnin hafi beðið landsstjórn- ina að hafa O. J. (þ. e. Olaf John- son konsúl) í sinni þjónustu fyrir vestan (þ. e. í Ameriku). Nú er O. J. í stjórn Eimskipafélagsins og jafngildir þetta þá því, að hann hafi sjálfur beðist eftir þessari veg- tyllu, því varla mundi beiðnin fram komin móti hans vilja.« Þessi ummæli í sambandi við fyrri ummæli »Tímans« um þetta mál, hljóta að gefa það í skyn, að Ó. J. hafi troðið þjónustu sinni upp á landsstjórnina, eða því um líkt, í þessu máli. Þar sem O. J. er staddur erlend- is og getur því eigi svarað fyrir sig nú, en Eimskipafélagsstjórnin átti, án nokkurs tilefnis frá hans hálfu, upptökin að því að hann var sendur til Ameríku og henni því vel kunnugt um atvik þau, er lágu að sendingu Ó. J., tel eg mér skylt að biðja yður, herra ritstjóri, að birta í blaði yðar skýringar þær, er hér fara á eftir. í viðræðum við landsstjórnina hafði eg, og fleiri úr stjórn Eim- skipafélagsins vikið að því, að nauðsyn væri á að hafa fulltrúa í Ameríku og var eigi annað skilið en að landsstjórnin væri á því máli. Er að því rak að undirbúa þyrfti ferðir skipa Eimskipafélags- ins til Ameríku, talfærði eg þetta á ný við forsætisráðherrann. Skyld- ist mér þá á honum, að vandkvæði væru á því að fá hæfan mann til starfans. Var mál þetta síðan tekið fyrir á stjórnarfundi Eimskipafé- lagsins 21. apríl þ. á. Á þeim fundi var Ólafur Johnson ekki. Þar var samþykkt að fara fram á það við landsstjórnina, að sameina fulltrúa- sendingu fyrir landsstjórnina og Eimskipaféiagið og stungið upp á Ó. J. sem hæfum manni, ef hann fengist til þess. Síðan átti lands- stjórnin eitthvað tal um mál þetta við Ó. J. — Á stjórnarfundi Eim- skipafélagsins 26 apríl skýrði Ó. J_ trá því að mjög óvíst væri að saman gengi með honum og landsstjórn- inni. um að hann færi vestur sem fulltrúi landstjórnarinnar. Út af þessu var samþykt í einu hljóði, að biðja Ól. Johnson að fara vest- ur, helzt með e.s. Islandi, sem væntanlega fer nokkrum dögum á undan Gullfoss, sem fulltrúi Eim- skipafélagsins og vera þar þangað til Lagarfoss er kominn til New York. Bað Ó. J. um stuttan frest til svars og vék af fundi«. Þannig er þetta bókað í fundarbók félags- stjórnarinnar. Með þvi að Eim- skipafélagsstjórnin taldi það mjög mikilsvert fyrir félagið, að Ó. J_ yrði við þessari beiðni, þá lögðum viðstjórnendur félagsins talsvert að honum að gera það. Hann var mjög tregur til þess, en lét þó undan til þess að firra félagið vandræðum. Tjáði hann svo lands- stjórninni að hann hefði tekið að sér, að fara vestur fyrir Eimskipa- félagið og gæti ekki farið sem full- trúi landsstjórnarinnar. Var það þá af okkur í stjórn Eimskipafélagsins skoðað sem af- gert mál, að O. J. hefði ekki með höndum nein störf fyrir lands- stjórnina í ferð sinni. En morgun- inn áður en »lsland« fór, tjáði O. J. mér, að landsstjórnin hefði lagt svo fast að sér, að fara einnig fgrir hennar hönd, ofan á marg itrekað- ar neitanir sinar /0. J.J, að hann hefði ekki séð sér fært að skorast undan því, en jafnframt tekið það skýrt fram, að eins og málinu væri nú komið, yrði hann fyrst og fremst að starfa fyrir Eimskipafé- lagið. Skýrði og frá þessu á stjórn- arfundi þann sama dag árdegis_ Samþykkti félagsstjórnin að O. J_ starfaði einnig fyrir landsstjórnina i ferð sinni og er þess getið í fund- arbókinni að O. J. fari nú jafn- framt sem fulltrúi landsstjórnar- innar. í samræmi við þetta get eg lýst því yfir, að þvi fór svo fjarri að O. J. »otaði sér fram« í för þessa, að hann fór hana nauðugur. En stjórn Eimskipafélagsins gat eigi hugsað sér annan hæfaði en hann til fararinnar, þar eð útgerðarstjóri vor var ókominn frá Danmörku* Enda hafa aðgerðir O. J. fyrir fé- lagið i Ameriku borið góðan árangur. Skýringar þessar hefi eg borið undir meðstjórnendur mína í Eim- skipafélagsstjórninni og eru þeir allir þeim samþykkir, eins og eg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.