Tíminn - 09.06.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.06.1917, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni í viku og kostar 4 kr. frá upphafi til áramóta. AFGREIÐSLA Bókbandið á Laugaveg 6 (Björn Björnsson). Par tekið móti áskrifendum. I. Ar. Rcykjavík, 9. júní 1917. 13. blað. Um tanðbnnaðinn. Landið og tíðin. Pað þarf sérstaka þekkingu á hverri jörð til þess að geta sniðið búskapinn sem bezt eftir landkostum og staðháttum, staðbundna þekk- ingu. En þótt almenna búskapai'- þekkingin sé nú orðin þúsund ára gömul, og þótt hún sé komin á allhátt stig hvað landgæðin snertir og staðhættina, þá xnun hún nú samt geta tekið talsverðum þroska enn þá, sem betur fer. Hefir mönnum altof oft orðið hált á því að eiga alt undir land- inu og tíðinni. Gi'asbresturinn er erfiðin’ viður- eignar. Einu vopnin sem hann verð- ur beittur er góð áburðarnýting, vatnsræklun og skynsamleg fóður- kaup frá öðrum löndum. Er hér hugsað til maískaupa í heilum, stórum skipsförmum frá Ameríku, eins og Halldór Vilhjálmsson skóla- stjóri liefir áður skrifað um. Tíðin hefir líka leikið íslenzkan landbúnað allgrátt oft og einatt, «n gagnvart henni ættu menn ekki að þurfa að standa jafn berskjalda með vaxandi menning. Vorharðindin eru engin veruleg undantekning á íslandi, og mega ekki vera skoðuð sem nein undan- tekning. Menn verða að hœtta að treysta á góð vor. Með öðrum orð- um, menn verða að setja gætileg- ar á. Allir vita hvern usla horfellirinn hefir gert íslenzkum landbúnaði. En þó læí eg ósagt að þar sé nema hálfur skaði af ógætilegri ásetning. Lambadauði undan mörgum ám, sem ekki »fæða«, er ekki talinn til horfellis, og allir þekkja vænleika- muninn á vel framgengnu fé og horuðu. Það er mikill inunur á síl- grænu heyinu, þegar það þornar »af Ijánum«, og hrakningnum þótt ekki sé nema hálfsmánaðar gamall. En þegar á er sett, er þessa mun- ar ekki nægilega gætt. Það er ó- viturlegt að láta óþurka og illa nýtingu fyrst koma niður á skepn- unum, því að þetta hlýtur æfinlega að koma niður á mönnunum. Einhver allra glæsilegasta land- búnaðar-nýjungin, sem tekin er að ryðja sér til rúms á siðari árum, er votheysgerðin, að geta aftrað ó- þurkum og óhagstæðu tíðarfari frá því að sjúga merg og bein úr vetrarfóðriuu. Það sér hver maður í hendi sér að eigi er lítilsvirði. Og er íslenzkur sveitabúskapur ó- líkt betur á vegi staddur, þegar hæfilega rúmgóðar votheysgryljur eru lcomnar á hvern bæ. Þá geta menn hirt, hvernig sem viðrar. En óttinn við óslitna fjögra til fimm vikna óþurka rekur á eftir og íljdir fyrir því að giúpið verði til þessa ágæta úræðis, þótt margskonar bábyljur, tómlæti og ótrú á hvers- konar nýbreytni leggist í móti. Er alt undir því kornið að ná sem mestu af fóðurgildinu úr gras- inu. Þess vegna vilja menn heldur snemmslegið hey en síðslegið. Annað úrræði í þessum efnum, er að lana á teig. Heyið liggur grasþurt á teignum, slegið deginum áður. Útlitið ískyggi- legt, allur uppgróinn og óveður í nánd. Enginn leið að ná heyinu heim, til þess er það of blautt, og og í annan stað ynnist ekki tírni til þess. Hinsvegar sárt að sjá það fara í rosa. Þá er eitt úræði, koma því upp í lön á teignum, tvístæða lön, nema heyið sé því þurrara, og mæna vel. Er fengin reynsla fyrir því, að þetta blessast vel. Kjarnmikið star- skotið valllendishey, slegið í þurru með slátuvél deginum áður, að eins visnuð efstu stráin en hrágult lieyið sem niður vissi, hefir vei'ið sett í lanir, 25 hestar 1 hverja á að. gizka, mændar vel, og síðan fengið sunnlenzka austan stórveð- ursrigningu. Lanirnar staðið í 10 daga og látnar brjóta sig, og þegar á var tekið var verkunin hin prýði- legasta, i-Suðbrugðinn állinn og grænt til hliða. Er heyið siðan bundið úr löninni og flutt heim þegar vel stendur á, eða jafnvel eigi fyr en í Iok sláttar, sé lönin girt eða eigi að óttast áleitni fén- aðar. Þessi livorutveggju úrræði, vot- heysgerðin og að bjarga heyi und- an hrakningi með því að lana á teig, geta orðið bændum sá fóður- bætii-, sem eigi verður með tölum talinn. Og má nokkuð marka fram- tíðarframfarir landbúnaðarins á því. hve fljótur hann verður til að til- einka sér þessi úrræði. Hingað til hefir hann þótt nokkuð þungur í vöfunum, seinn til að færa sér hoIJar nýungar í nyt, og verður hann að breyta til í því efni, i sjálfsagðri samkepni við sjávar- útveginn. Hefir nú í stórum dráttum verið vikið að ýmsu því, er verða má landbúnaðinum til bjargar, og ætl- ast til að einstaklingar, þing og stjórn leggist á eitt um að hrinda þessum málum í framkvæmd, og öllu því er stuðla má að jafnvægi aðalatvinnuveganna í landinu, en undir því er þjóðarheill komin. Hér í blaðinu verður liaft vak- andi auga á þessum málum, og þau rædd að staðaldri. Einkennileg „landssjóðsverzlun" Þegar E. A. lét af völdum í vet- ur, var um stund . allmikill úlfa- þytur í ísafold, út af því að nýja stjórnin hefði »setta« menn í ýms- um embættum. Hinsvegar hafði blaðið látið E. Á. haldast uppi ó- átalið að hafa tvö embœtti opin handa sér alla sína ráðherratíð. Var það bæði kennaraembætti hans við háskólann og sýslumannsem- bættið í Árnessýslu. Þar að auki var mælt að hann hefði skotrað augunum til bankastjóra-embættis við Landsbankann, og þessvegna látið sér annara um hag þeirrar stofnunar, lieldur en beinlinis sýnd- ist þörf til. Þar að auki bafði E. A. íélt til ráðherra eftirlauna 3000 kr. á ári. Rekur hann þar lestina því, nú eru þau afnumin. Embættamáli hans er nú svo komið, að hann vill helzt taka sitt eigið embætti aftur, e/ hann getur fengið ráðherra-eftirlaunin líka. Mun hann og ísafoldarliðið bjóða þinginu í sumar upp á ein- kennileg og frumleg hrossakaup í þessu Iaunamáli. E. A. á lagalegan rétt á að fá 3000 kr. í eftirlaun, ef honum þykir við eiga að taka á móti þeim. Og engin fyrirstaða mun vera i því efni. En þá getur hann heldur ekki, nema sérstaklega sé um sam- ið, verið í landslaunuðu embætti. Prófessorslaunin við báskólann eru hækkandi úr 3000 í 4800 kr. Ef öðrum lögfræðingi er veitt embætti E. A. við háskólann, þá fær sá maður eftir nokkur ár 4800 kr. á ári. E. A. á eftirlaunum fær 3000. Samtals greiðir landið þá þessum tveim mönnurn 7800 kr. árlega. Nú er kallað að E. A. hafi fundið ráð, sem bæði hann og landssjóður græða á, ef fylgt er. Hann tekur full eftirlaun 3000 kr. og þar að auki einskonar »accord« við háskól- ann, að gegna þar sínu embætli fyrir réltar og slétlar 3000 kr., án hækkunar. Hann fær með þessu móti 6000 kr. í föst laun. Það er engum efa bundið, að þessi verzlunarmáti er ekki sam- kvæmur anda eftirlaunalaganna, og í beinni mótsögn við algengar veit- ingarvenjur. Og ef skapað er lxér fordæmi, virðist lítil ástæða til að gera ráð fyrir, að þar verði látið staðar numið. Mjög margir af em- bættismönnum landsins mj’ndu með jafnmiklum rétti geta hækkað laun sín með því að sameina bæði laun og eftirlaun. Verður fróðlegt fyrir þjóðina að athuga framkomu þingsins í þessu máli. Ennfremur hefir málið sérstaka þýðingu, af því að það er seinasti þátturinn í »landssjóðsverzlun« langsumstjórn- arinnar. Innflutningur á iifandi sauðfé. Eftir Pál Zóphóníasson, (Nl.) Sumir efast enn um að hálfblóðs- lömbin undan enskum hrút og ís- lenzkri á yrðu vænni en lömbin okkar yfirleitt, en þeim mönnum er þessu að svara: 1. í Búnaðarritinu 1915 bl. 44— 57 ritar Jón Þorbergsson, bróðir Hallgríms Þorbergssonar um þetta mál, og hann kemst að þeirri nið- urstöðu að hálfblóðslömbin verði að minstakosti þrem krónum verð- meiri en lörabin okkar, og miðar þó við 56 aura verð á hvert kíló- gramm. Að þessari niðurstöðu kemst hann út frá reynslu Eng- lendinga. 2. Eg er Jóni sammála um þetta, en held eins og hann að munurinn verði meiri, og styðst við liið við- urkenda náttúrulögmál, að foreldr- arnir mætist á miðri leið í afkvæm- inu bæði hvað bráðan þroska og skrokkþyngd snertir. 3. Og hver sá, er eitthvað kynnir sér arfgengisfræði og arfgengis- rannsóknir síðustu ára mun, ef hann les og nennir að hugsa um það sem hann les um þessar rann- sóknii', komast að sömu niðurstöðu, og verður að viðurkenna að þetta hlýtur svona að vera; það er blátt áfram náttúrulögmál. 4. En auk þessa má vísa til inn- lendra rannsókna er benda á þetta sama. Má þar fyrst nefna Heiðar- féð og fl. fé, sem inn hefir verið flutt — þó í öðru augnamiði væri — og um það ber öllum saman, er sáu hálfblóðslömbin þar, að þau hafi verið mun vænni en aðrir dilkar. En þar eru þó engar tölur sem tala. í tíð Ingimundar sál. ráðunautar átti að gera tilraun til að vita hvert einblendingsræk — hálfblóðsrækt — með innlent sauðfé gæti ekki verið arðvænleg. Ingimundur sál. skrifaði um málið í Frej' og lýsti fénu, en um árangur tilraunarinnar hefir aldrei heyrst neitt síðan. Þó fékk hún styrk af landsfé, og mætti því varla minna vera en um á- rangurinn birtist skýrsla. En þessi reynsla, sem átti að fást með þessari tilraun, er nú að fást hér í Borgaríirði í Fjárræktarfélagi Leirár og Melasveitar. Það hefir fengið þrjá hrúta norðan úr Þing- eyjasýslu og notaði þá veturinn 1915—’16 lianda nokkrum ám á þremur bæjum í sveitinni. Ærnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.