Tíminn - 09.06.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.06.1917, Blaðsíða 4
52 Tí MINN andi svars. Tilgangurinn væri þá auðsær: að Ieika með íslendinga. Yfiriit yflr helztu mannvirki á íslandi 1916. Fróðleikur úr Tímariti Verkfræðingafélagsins. Yitar. (NI.) Tveir vitar voru reistir á árinu. Ingólfshöjðavitinn. Ljóskerið er soðið saman úr járnplötum og stendur á 7 m. hárri járngrind. Vitinn sýnir hvítt Ijós, 2 blossa með stuttu millibili 6 sinnum á mínútu. Vitinn var smíðaður á verkstæði landsins 1915 og lcostaði uppkominn kr. 17331,19. Bjarnareyjar-vitinn (fram af Kollamúla) stendur á 2l/a m. háu steinsteypuhúsi, sýnir hvítt ljós 3 blossa með stuttu millibili þrisvar á minútu. Kostnaðurinn varð kr. 13736,35. Auk þess voru settir upp leiðar- staurar fyrir skipbrotsmenn á Skeið- arársandi og sjómerki reist á Beru- firði, Þórshöfn og Kópaskeri. Til þessa varið kr. 6654,22 á árinu. Hafnarvirki. Regkjavíkurhöfn. Á árinu var fullgert bólvirki og fylling fram undan miðbænum. Bólvirkið er járnveggur með sérstakri gerð (System Larsen). — Er veggurinn úr breiðum, þunnum járnstöngum, er reknar eru langt niður í botn, renna þær í fals hver við aðra og mynda þannig þéttan vegg. Ból- virkið er 160 m. langt, en flatar- mál fyllingarinnar er um 18000 m2. Yfirbygging Örfiriseyjargarðs- ins var fullgerð á 380 m. lengd frá landi. Stórum sívalning úr járn- bentri steinsteypu, er gerður hafði verið á landi í Örfirisey, var kom- ið fyrir þar sem hann á að standa, fremst í Balterí-garðinum. Að mestu var lokið við dýpkun hafn- afinnar. Á árinu var greitt í verka- laun 232200 kr., og voru við þessa vinnu að meðaltali 140 mans. Hafnarsjóður greiddi til hafnar- gerðarinnar um 72 milj- krónur. Vestmanneijjahö/n. Hringskersgarð- urinn var fullgerður og afhentur sýslufélaginu í september, en fáum dögum síðar bilaði hann nokkuð fremst í ofsaverði, og hafa skemd- ir þessar heldur ágerst i vetur, því ekki var hægt að vinna að að- gerð á honum fyrri hluta vetrar. Hörgseyrargarðurinn var orðinn um 40 metra langur um nýjár. / Bolungarvík var endurbygður sá partur brimgarðsins, er skemd- ist 8. nóvbr. 1915 og var kostnað- urinn við það h. u. b. 12500 kr. Á Siglujjarðareyri var unnið að framhaldi sjóvarnargarðsins er byrjaður var 1915, og auk þess lagaðar skemdir þær, er orðið höfðu á honum í óveðrinu 5. febr. 1916. Kostnaðurinn var alls um 18500 kr. Iiafmagnsstöðvar. Byrjað var á byggingu rafmagns- stöðva í Húsavik, Patreksfirði og Bildudal, en á engum staðnum gat verkinu orðið lokið 1916 sökum örðugleika á útvegun efnis stríðs- ins vegna. Mannvirki Ileykjavíkurbæjar. Á árinu hefir verið unnið að götugerð í þessum götum: Lengd Stéttir Kostn- Nöfn: akv. hellul. aður. m. m. kr. Suðurg... 100 100 4,900 Bankast. 200 400 18,700 Kirkjust. 160 2,900 Akvegirnir eru gerðir með tjöru- púkki og þjappaðir með gufuvalt- ara 6 tonna þungum. Enn fremur hefir verið varið til viðhalds gatna 5 þús. kr„ til hol- ræsa 4800 kr., til þrifnaðar 8100 kr. Til fullkomnunar vatnsveitu bæjarins var gerður vatnsgeymir á Rauðarárholti. Hann er stór sívaln- ingur úr járnbentri steinsteypu, hæð að innan er 6,75 m. og þver- mál 14,0 m„ og er yfir lok úr sama efni, sem hvílir á hliðarveggj- um hans og 9 súlum steyptum, er standa í botni geymisins. Hann rúmar um 1000 tenm. og hefir kostað 30 þús. kr. Vegna mikillar húsnæðiseklu, lét bjæarstjórn gera timburhús einlyft 50 álna langt og 10 álna breitt. Eru þar 10 íbúðir, tveggja her- bergja, en eldstæðið er í öðru her- berginu, og skúr fylgir hverjum tveim ibúðum, er þar inngangur og dálítið geymslurúm. Hús þetta stendur við Laufásveg sunnarlega og kostaði 16 þús. kr. frá útlonðum. Síðustu dagana hefir fátt borið til tíðinda á vígstöðvunum, þar til nú að nýustu símskeyti herma, að Bretar og Frakkar hefji nýja sókn. Frægasti hershöfðingi Rússa, Brusi- lofi', hefir tekið við yfirforustu Rússahers. Annars standa innan- landsdeilur í Rússlandi mjög í vegi fyrir hernaðarframkvæmdum. Þjóðverjar sækja ekki á Rússana, þó" að þar sé lágur garður á að sækja, til að láta friðarvinina gleyma stríðinu og hafa hugann allan á innanlandsmálum. Vænta þeir að geta með því fengið sér- frið við Rússa, og þá bæði sloppið úr hungurkvinni, og snúið afli sinu óskiftu gegn vesturþjóðunum. — Heyrst hefir að fundist hafi all- góðar varnir gegn kafbátunum, en óvíst er um sönnur á því. Sagt er að Brasilía sé komin í stríðið, móti Miðveldunum. JFréttir. Skipagöngur. Fálkinn er á leið hingað, farinn frá Bergen. Ut- flutningsleyfi.fengið í Svíþjóð fyrir Sterling, og mun því mega vænta komu skipsins hingað til að halda uppi strandferðum. Munu það þykja góð tíðindi, eins og strandferðir hafa verið í hörmulegu ástandi síðan styrjöldin byrjaði. Hitt lands- skipið, Willemoes, er á leið hingað frá Höfn, hlaðið vörum. Escondido komið með fullfermi frá Ameríku og sömul. ísland ný- komið að vestan. Botnia mun vera í þann veginn að leggja frá Seyðis- firði til Rvíkur og byrjar þaðan strandferð, norður um land. Tekur þingmenn af Austur- og Norður- Iandi og fer síðan aðra hringferð kringum land. Gullfoss er á heimleið, líklega á förum frá Hali- fax. Bisp fór með steinolíu til Austur- og Norðurlands og þaðan til Englands eftir kolum. Ceres á leið frá Englandi með kol, einkum með gaskol handaReykvíkingum.— Þar að auki hafa komið skip með sement, timbur og matvöru, bæði til landsstjórnarinnar og kaup- manna. Flora mun og vera á leið hingað. t Helga Hjörleifsdóttir. 27. maí s. 1. andaðist að Holti undir Eyja- fjöllum ekkjan Helga Hjörleifsdóttir, móðir Kjartans heitins Einarssonar prófasts i Holti og þeirra systkina. Hún var dóttir Hjörleifs bónda í Skógum undir Eyjafjöllum, fædd 25. maí 1829. 1853 giftist hún frænda sínum Einari, syni sr. Kjartans í Skógum. Þau lijón bjuggu lengi hinu mesta raúsnar- búi í Skálholti. En er aldur færðist yfir þau fiuttust þau að Holti til Kjartans sonar síns og dvöldu hjá honum 19 ár. Þeir önduðust sama árið feðgarnir Einar og sr. Kjartan. Eftir það var Helga hjá sonar- dóttur sinni, frú Sigríði Kjartans- dóttur, og sr. Jakob Ó. Lárussyni í Holti. Helga heitin var hin mesta rausnarkona og valkvendi í hví- vetna. Amaryllis. Skáldsaga. Eftir Georgios Drosinis. Eg sá nú, að sólin var komin hátt á loft og eg varð því að halda af stað. Eg stóð upp, nauð- ugur viljugur og kvaddi herra Anastasios. Hann tók mjög inni- lega í hönd mína og sagði: »Nú megið þér ekki gleyma að vera komin hingað kl. 5 í kvöld. Þá ætlum við að fara dálitla skemti- för og svo borðið þér miðdags- mat hjá okkur á eftir.« Á borðinu lágu rósirnar enn þá. Amaryllis valdi úr t þeim fimm G-jalddag^i Tímans. Kaupendur blaðsins eru beðnir að greiða andvirðið fyrir 1. okt. næstkomandi. eða sex þær fegurstu og rétti mér þær. »Þetta er yðar hluti,« sagði hún brosandi. »Yið höfum hvort sem er tint þær saman.« Þau fylgdu mér bæði, feðginin, út að garðshliðinu og mintu mig aftur á að koma um kvöldið, rétt eins og þau væru hrædd um að eg mundi gleyma því. Húsbóndi minn beið mín fyrir ntan hliðið. Við héldum af stað heimleiðis en fórum aðra ieið en við höfðum komið. Lá sá vegur gegnum skóginn. Var hann ó- ruddur og skuggsæll. Þú mátt trúa því, að hið fyrsta, sem eg gerði, þegar heim var komið, var það að setja rósirnar mínar í vatn. — Síðan lokaði eg mig inni i svefnherbergi mínu og með hálflokuðum augum lét eg líða fram í huga minum alt hið óvænta sem komið hafði fyrir mig síðan um morguninn. Mér fanst það líkast fallegu æfintýri. Endirinn á þessu hugarreiki mínu varð sá, að enginn gæti nú neytt mig til að fara strax eftir viku- tíma. Mér var það heldur ekki Ijúf tilhugsun. Það var gefinn hlutur, að það myndi gleðja frænda minn ef eg yrði fengur og eftir stutta umbugsun var eg ráð- inn í að gera það. Svo að orð Amaryllis um það, að eg mundi ekki flýta mér svo á burt, rætt- ust fyr en mig varði. Eg gerði nú alt sem i mínu valdi stóð til þess að eyða þess- um fáu stundum, til þess er Id. væri hálf fimm. Þá átti eg að leggja af stað til nágranna míns. Eg blaðaði í einum fimm eða sex bókum, gekk fram og aftur, labbaði niður í þorpið og gaf mig á tal við bændurna, eg reykti eina fimtán vindlinga og reyndi að sofna — og loksins þegar kl. var íimm, stóð eg við garðshliðið hjá nágranna mínum.----------- »Hér get eg nú hætt í þetta skifti,« sagði Stefanos og lét falla niður frásöguna, sem eg hafði fylgt með mestu athygli. »Áhrif þau sem eg varð fyrir í skemti- förinni gat eg ekki lengi borið innilokuð í huga mínum. Eg varð að létta þeim á mér, þau hvildu á hug mínum, höfug eins og ilm- ur af ótal blómum. Um nóttina eftir gat eg ekki sofið. Ef fór þá á fætur og skrifaði niður allt sem við hafði borið. Eg sagði þar satt og rétt frá öllu og ósköp blátt á- fram, rétt eins og eg mundi hafá sagt þér frá, ef þú hefðir verið hjá mér. Hérna eru blöðin. Lestu þau i kvöld. Komdu svo heim til mín í fyrramálið og þá skaltu fá að heyra framhaldið.« Ritstjóri: Giiðbraudur Magnússon. Hótel ísland 27. Sími 367. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.