Tíminn - 21.07.1917, Page 1

Tíminn - 21.07.1917, Page 1
• TIMTNN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. frá upphafi til áramóta. AFGREIÐSLA Bókbandið á Laugaveg 6 (Björn Björnsson). Þar tekið móti áskrifendum. iw. I. ár. Reykjavík, 21. júlí 1917. 19. blað. Saga hankanaa íslenzku. ii. Á þinginu 1899 var fyrst llutt frumvarp - um hlutafélagsbanka á Islandi. Samkvæmt því skyldi gefa dönskum monnum einkarétt til þess að gefa út seðla á íslandi um 90 ára skeið. íslendingar áttu að mega sitja fyrir hlutakaupum í bank- anum. Jarðir mátti veðsetja fyrir hlutabréfum en þó ekki meira en 20°/o at virðingarverði. Veltuféð mátti ekki fara fram úr 6 miljón- um, Seðlar frá 7 útlendum bönk- um skyldu teljast sem málm- forði og þó eigi þurfa meira af þeim málmi og gulli en 25 aura alls til tryggingar hverri krónu af íslandsbankaseðlum í umferð. Hlutabankinn skyldi einn hafa rélt lil að gefa út gjaldmiðil, sem kom- ið gæti í stað mótaðra peninga. Landsbankinn skyldi lagður niður, seðlar hans innkallaðir á 3 árum og brendir opinberlega undir eítir- 3iti íslandsbanka. Nefnd í þinginu sem fjallaði um rnálið taldi frumvarpið mjög álit- legt; Þórður Thoroddsen, Valtýr Guðmundsson og Guðlaugur Guð- mundsson voru einna frekastir af forvígismönnum úllenda bankans. G. G. sannaði gildi bankans með því, að bankinn gæti ekki eyðilagt landið, nema að eyðileggja sig sjálf- an um leið. Ýmsir menn urðu til þess að and- mæla þessum ófögnuði. Guðjón á Ljúfustöðum sagði um hina útlendu forgöngumenn að þótt þeir kynnu að vera bankafræðingar þá væru þeir þó ekki mannþekkjarar, »þar sem þeir liafa týnt upp í sína þjóh- ustu eins og gullkorn úr sorpi, þá menn úr mannfélaginu, sem farið hafa í loftköstum gegnum lífið í eigin fjármálum, sem þó hafa verið mildu óbrotnari og viðfangsbetri en þetta stóra bankamál«. Um suma innlendu stuðningsmenn hlutabankans segir sami maður: »Þeir hafa gripið til þess ráðs að sverta og rægja eina nauðsynja- slofnun Arora, bankann, og koma henni af fótunum og hafa með því ætlað að lirinda þessu máli fram. Hverl ílugritið á fætur öðru hefir verið sent út til þess að reyna að verða bankanum að fótakefli og eyðileggja liann og það er ekki nóg með að þessi rit séu borin út um bæinn, send út um land og troðið upp á þingmenn í þingsalnum, heldur veit eg það með sanni, að farið er að snúa þeim á útlenda tungu« (Alþt. 1899 B. 1329). G. Guðlaugsson sagði ennfremur að auðmennirnir dönsku vildu knýja málið gegnum þingið á hálf- um mánuði og hefðu haft í hótun- um um að sópa peningunum niður í vasann, ef ekki væri »tekið við« þeim undir eins. Kl. Jónssyni þótti andstaða bændanna óþörf og taldi sig hafa beinlínis liðið önn fyrir Guðjón. Mikill styrkur þótti Kl. J. í því að nefndin hefði fyrir sér álit einhvers bankafróðasta manns í Danmörku. þó vildi sá maður eigi að nafns hans væri getið. Neðrideild samþ. frumv. með 13 : 3 atkv. í efrideild flutti Hallgrímur bisk- up málið og lofaði hástöfum Gyð- ingana dönsku fyrir að koma hing- að og kynna sér ástand þjóðar- innar, og hjálpa mönnum til að mynda sér óhlutdræga skoðun. Annars dagaði málið uppi í deild- inni í það sinn, en hinsvegar skor- aði bankaliðið í efrideild á stjórn- ina að Ieggja fjuir næsta þing frv. um hlutafélagsbanka. Vildu sumir jafnvel að aukaþing yrði haldið árið eftir til þess að geta þá samið til fulls við Gyðingana. Veturinn á eftir leituðu Gyðing- arnir fast á dönsku stjórnina að fylgja fram máli þeirra við íslend- inga. Sljórnin spurði þjóðbanka- stjórana dönsku ráða, og fekk þar þau svör að 90 ára einkaleyfið væri óhafandi, slík leyfi væru nú veitt að eins til fárra áfa, stundum til eins árs. Málmtrygging yrði að vera minst 50% af seðlum. Spari- sjóð, væri mjög óheppilegt að seðla- banki hefði, enda þóttust leyfis- beiðendur vera því mótfallnir. Auðmennirnir beygðu sig nú smátt og smátt, sættu sig jafnvel við 40 ára einkaleyfi o. fl. skilyrði. Þeir gengu á eftir stjórninni með grasið í skónum, og þegar íslands- ráðherrann loks sagði þeim kum- pánum, að hann- vildi ekki mæla með beiðni þeirra, skrifa þeir hon- um, að þeir hafi ekki enn mist áhugann á fyrirtækinu, og séu fúsir að halda áfram samningum, ef þeir fái uppörvun einhversstaðar frá. Stórlæíið var ekki jafn mikið nú eins og þegar alt átli að gleypa heima á íslandi, þingið ekki að hafa nema hálfs mánaðar um- hugsunartíma, og »gullinu« að vera sópað ofan í vasann, ef ekki væri tekið við því undir eins! Eftir þetta liryggbrot hjá stjórn Dana leituðu auðmennirnir á garð- inn þar sem hann var lægri og það var hjá alþingi. Sumarið 1901 var málinu laumað inn í neðri- deild. Fimm manna nefnd var kos- in: Þórður Thoroddsen, Guðlaugur Guðmundsson, Björn Kristjánsson, Lárus H. Bjarnason og Tryggvi Gunnarsson. Nefndin klofnaði. Voru liinir þrír fyrstnefndu ham- ramir með útlenda bankanum og vildu hiklaust slátra Landsbankan- um. Þeir álíta ófært að efla Lands- bankann, svo sem með því að taka eina miljón króna að láni, og gefa út á þá tryggingu hálfu stærri upp- hæð í seðlum. Slíkt lán myndi hvergi fást. Og ef þessi leið væri farin, myndi landið samt skaðast á öllu saman. Þá niðurstöðu gátu þeir félagar fengið með því að end- urborga lánin á 28 árum og láia eins og afborganirnar vœri tapað fé. Svo mikils þurfti með til að geta framselt fjármálasjálfstæðið, að eigi var svifist þvílíkra rök- semda. Við umræðurnar lagði Trjrggvi Gunnarsson allfast móti leyfisbeið- endum, sagði að annar þeirra a. m. kosti væri ekki í miklu áliti í Danmörku. »Þá sýndi það sig líka í vetur«, segir Tr. G., »þegar skjöl þeirra komu fyrir almenningssjónir — — að þeir ætluðu að taka 125 þús. kr. af óskiftu fé Landsbank- ans og stinga í sinn eiginn vasa«. Þótti ræðumanni sem meira mjrndi síðar fylgja, er svo freklega var byrjað. Hannes Þorsteinsson sagði: »Það er nærri ótrúlegt, hve mikl- um æsingum og blekkingum hefir verið beitt í þessu máli til að afla því fylgis og hve miklu ryki hefir verið þyrlað í augu almennings til að villa hann. T. d. má geta þess að sumir helztu formælendur þessa máls hafa haldið því fram hreint og beint, að' ef þessi banki yrði stofnaður hér, þá gætu menn fengið »nóga peninga!« til hvers sem þeir vildu«. Þá upplýsti sami ræðu- maður, að til væru skjallegar sann- anir fyrir því, að annar forsprakki þessa fyrirtækis, hefði tekið 7—8°/o í rentu af fé sem hann hefði lánað mönnum hér á landi. Eldsneytið. Kafbátahernaðurinn orsakar okk- ur íslendingum eldsneytisskort. A einni viku hefir hann sökt fyrir okk- ur þremur skipum allstórum sem flytja áttu okkur kol. Eru þetta áþreifanlegustu vandræðin sem ó- friðurinn hefir bakað okkur enn sem komið er. Eríitt verður að fá skip til þess að senda eftir kolum, og engin vissa fyrir því, þótt skip fengjust, að nokkurt kolablað næðist liingað heim. Hætturnar á siglingaleiðinni munu fylgja ófriðnum héðan af. * Verður því að neyta annara ráða. Kol eru til í Veslurheimi en okk- ur vantar skipakost til þess að nálgast þau, og þótt hann væri fyrir hendi mundu þau kol ókaup- andi eins og aðdrættirnir þaðan eru dýrir nú á timum. Mætti það gott heita ef skipin sem í förum eru til Ameriku gætu bjargast á kolum þaðan. Ætti að hugsa fyrir því að það gæti orðið. Undanfarið hafa sveitirnar á ís- landi séð sér fyrir eldsnejdi, mó, viði og sauðataði og öðrum þurk- uðum áburði. Og þær sjá um sig. En þá eru bæjir og sjávarþorp. Geipiverð á kolum hefir ýtt undir mótekju í auknum mæli, viðarhögg, og kolanám úr brúnakólanámum sem til eru í landinu. En alt til þess mun þó hafa verið treyst á talsverða kolaaðdrætti. Nú er loku fyrir þá skotið. Verður því að neyta annara ráða. Og þing og stjórn verða að hafa þar framkvæmdir. Samhjálpin um alla bjargræðisvegi á þessum óheil- brigðu viðskiftatímum er viðtekin í verki og hugum almennings, og opinber stjórnarvöld sjálfkjörnir forsprakkar þar í hverri grein. Þótt rangt sé að almenningur Ieggi árar í bát í þessum efnum, þá er nú svo komið, að meiri og víðtæk- ari ráðstafana er nú vænst af stjórnarvöldunum en nokkru sinni fyr. Og þegar svo er komið, er hætt- an meiri að stjórnin geri fremur o/ litið en of mikið. Og mest er auðvitað á landsstjórnina treyst. Eldsneytishættan þarf tilþrifa- mikilla og skjótra aðgerða. Þörfin er svo brýn. Landsstjórnin mun auka til muna kolanám á Tjörnnesi. Þá mun hún hafa látið athuga aðstöðu við "kolanám í Steingrímsfirði og sömuleiðis í Bolungarvík. En þetta er ekki nóg. Hún þarf nú þegar að tryggja sér alt að tvö hundruð manns er hún hafi á að skipa alstaðar þar sem elds- neyti verður unnið úr jörð eða að- gengilegast verður að ná þvi. Hér þarf hraðar hendur. Fólk hefir nú flest fyrirhugaða sumarvinnu og því ekki seinna vænna að tryggja sér fólkið. Kolanám þarf að kom- ast á laggir á þessum stöðum sem nefndir voru, og helzt víðar. Hver er aðstaðan í Norðfjarðar- horni? Ýæri það verkhygni að þurfa ekki að flyta eldsneyti í þá^ landsfjórðunga sem eiga það nóg í fórum sínum. Hættulaust væri að ráða fólkið. Það af því sem fást kynni hér í Reykjavík er hægt að láta vinna að mólekju þar til lcolanámið yrði tímabært. Ellegar að viðarhöggi uppi í Vatnaskógi eða austur í Þrastaskógi. Viðurinn gerir móinu að notasælu eldsneyti. Og annað. Hér er skortur á mönnum sem nokltuð kunna að kolanámi. Úrræðið að eins eitt til þess að bæta úr því, það að taka menn úr Tjörnnesnámunni og láta

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.