Tíminn - 27.10.1917, Blaðsíða 5
T í M I N N
133
senn: manna sterkastur og mjúkastur. Hann var fríður maður og
hinn höfðinglegasti ásýndum. Hann var gleðimaður mikill. Hann hafði
farið víða og brotist í lleiru en samlandar hans, en hafði stálminni,
kunni því frá mörgu að segja og hafði ávalt á hraðbergi skemtilegar
og fróðlegar sögur. Hann kunni manna bezt að stilla skap sitt, enda
þurfti liann löngum á stilling að halda á æíi sinni. Mætti um hann
segja það sem Haraldur konungur harðráði sagði um Halldór Snorra-
son: »að hann hafði verið með honum allra manna svá, að sízt brygði
við váveiflega liluti, hvort sem að höndum bar mannháska eða fagn-
aðartíðindi; þá var hann hvorki að glaðari né óglaðari; eigi neytti
hann matar, eður drakk, eður svaf, meira né minna en vandi hans
var til, hvort sem hann mætti blíðu eða striðu«.
Á kaupstjóraárunum bjó Tryggvi í Kaupmannahöfn á vetrum.
Var heimili hans þar miðstöð fyrir íslendinga í borginni og var þar
jafnan gleði mikil og fjölmenni. Sóttu landar mjög á fund Tryggva,
um ráð og fjárstyrk, enda var ekki komið að tóinum kofunum, því
að Tryggvi var hinn örlátasti um að styrkja unga námsmenn. Þótti
honum á siðan gott lil þess að hugsa, að hafa getað stutt marga þá
menn sem nú eru nýtastir taldir með þjóðinni, en aðrir voru þeir er
lítt launuðu honum hjálp og stuðning. Er það á fárra vitorði í hve
afarstórum stil Tryggvi rétti öðrum hjálparhönd um æfina.
Ekkert var Tryggva ver við en letina. Þá var hann beiskyrtur,
er hann mintist letingja og þeirra manna sem svikust um við vinnu
sina, enda voru ekki aðrir menn til er andstæðari voru skapi hans.
Sæi hann hið gagnstæða stóð ekki á lofi og launum. Svo var t. d. i
sumar sem leið, að menn fluttu kol heim á heimili Tryggva. Hann
horfði á vinnubrögð þeirra um stund og fanst til um hvað þeir
unnu vel. Því næst borgaði hann þeim fyrir vinnu þeirra og gaf þeim
svo krónu hvorum að auki: »fyrir ánægjuna að horfa á ykkur vinna«.
Tryggvi hafði miklar mætur á Ungmennafélögunum og vildi
hjálpa þeim í starfi þeirra. Hann valdi þeim virðulega en viturlega
gjöf. Hann gaf þeim ekki fé, heldur verkefni. Árið 1911 gaf hann
Þrastaskóg í Grímsnesi við Sogið og hefir ekki annar maður gefið
þeim félögum fegurri gjöf.
Tryggvi fylgdist vel með þeirri stefnu sem flutt hefir verið í
þessu blaði. Honum var það ljóst að hér var á Iofti haldið því merki
sem hann sjálfur hóf hátt á fyrri árum sínum. Og hann vissi hitt
líka, að hér er verið að vinna á sama hátt og hann vann afla æfi
sína: fyrir heildina, án þess að láta eiginhagsmuni sitja í fyrir-
rúmi. Hann óskaði þess oft að hann væri tvítugur en ekki áttræður.
Starfsþráin var svo mikil. Hann lét það skýrt í ljós, að ef hann
hefði verið á unga aldri þá hefði hann fylt þann flokkinn sem stendur
að Tímanum.
Sæindir voru Tryggva Gunnarssyni margar sýndar um dagana.
Vinsældir hans voru miklar, enda kom það fram í samsætum þeim
er liónum hafa verið haldin. Heiðursmerki hafa honum hlotnast fleiri
en flestum, en þau verða ekki talin hér.
Tryggva varð ekki barna auðið með konu sinni. Fósturdóttir
þeirra var Valgerður Jónsdóttir er giftist Þórhalli biskupi Bjarnarsyni.
Tryggvi andaðist þrem stundarfjórðungum eftir miðnætti, aðlara-
nótt sunnudags 21. október og hafði þá nýlega fylt 82. aldursárið.
Fyrirhyggja
um störf og stöður.
i.
Eftir að verulega tók að lifna
yfir bjargræðisvegunum hér á landi
hefir & meir og meir kveðið að
örðugleikunum um alt hjúahald.
Vinnukonuvandræði húsmóðurinn-
ar í kaupstaðnum og fólkseklan í
sveitinni eru algengasta umkvört-
unarefnið.
En fleiri en þeir, sem hér voru
nefndir hafa orðið fyrir barðinu á
þeirri ringulreið, sem framfarirnar
óneitanlega hafa orsakað í þessu
efni. Hvers konar iðnrekendur,
kaupmenn, útgerðarmenn og verk-
stjórar barma sér yfir þessu, flestir
sem eitthvað þurfa að láta vinna
harma sér, og jafnvel stærsti vinnu-
veitandinn, sjálft þjóðfélagið, hefði
oft og einatt líka fullkomna ástæðu
til að kvarta í þessu efni.
Enda er þetta ofur eðlilegt.
Ný störf og ný tækifæri verða
til árlega, og víðast hvar er mest
óunnið, altaf kostur fyrir fólkið að
breyta til, reyna þetta ef eigi gezt
að liinn. Og með þessum hætti
lendir alt í hringli, fæstir ná þeirri
leikni og þeim þroska við störfin,
sem æfingin ein veitir, ogþessvegna
verða fæstir nema miðlungsmenn
til nokkurs starfs.
Ofan á þetta bætist virðingar-
leysið fyrir vinnunni. Fæstir gera
sér þess grein, hversu meir er um
það vert að vera ágætur gegninga-
maður en lélegur læknir, fyrlr-
myndar vinnukona en auðmanns-
frú sem ekkikann til nokkurraverka.
Þá skortir mjög á um það, að
kröfurnar séu heilbrigðar sem gerð-
ar eru til verkamannsins í liverri
grein, skortir á að þær séu nógu
háar. Mannamuninum ekki gefinn
nógu mikill gaumur. Og freistingin
að horfa um of í aurana, þegar
mannamunurinn á í hlut, hefir
gert sitt tií að draga úr yfirburð-
unum þar sem þeirra varð vart.
íslenzkum uppeldismálum er
skamt á veg komið, og er slikt
ekkert tiltökumál. Nývöknuð þjóð
getur ekki verið búin að koma
þeirri árinni vel fyrir borð. Og
of lítils mega prófm sín til þess að
þau séu bæði látin vera eini þrösk-
uldurinn í trúnaðarstöðuna og ör-
yggistrygging um það, að trúnað-
urinn sé fullsæmilega leystur af
hendi.
Allar þjóðir hljóta að keppa að
því að eiga valinn mann í hverju
rúmi, en þó er eins og smáþjóð-
unum sé það einkum nauðsynlegt.
Og því meiri sem fólksfæðin er,
því meiri umhyggju þarf til þess,
að þetta náist.
II.
Ófriðurinn mikli heflr hleypt
miklum vexti í íslenzkar siglingar.
Við erum að verða bjargálnatnenn
um farmensku í annað sinn. Eim-
skipafélagi íslands er það að þakka,
að hér fer ekki alt í handaskolum,
úr þvi þetta bar svona bráðan að.
Á þremur árum verðum við nú
siglingaþjóð. Skipin eru íslenzk,
skipshafnirnar íslenzkar að mestu
leyti, þarf ekki nema lierzlumun-
inn til þess að því marki verði
náð.
Víst er um það, að eins og þjóð-
inni er vegur að því að eignast
skipin og geta sjálf annast flutn-
ingana milti landa, þá er henni
eigi síður vegur að hinu, að eign-
ast vel mannaða sjómannastétt.
Sjómenskunni hefir hnignað með
vélbátum, meir kveðið að fiski-
mönnum en sjómönnum í seinni
tíð. En nú fer alt þannig að, að
sjómannastéttin ætti að geta unnið
sig upp.
Útgerðarstjóri Eimskipafélags ís-
lands hefir látið það á sér skilja
á prenti, að þröng væri í búi um
íslenzka skipstjóra og stýrimenn á
verzlunarskip er stærri væru en
300 smálestir. Jafnframt þessu lét
útgerðarstjórinn prenta skilyrði þau
er lögin ákveða að fullnægja þurfi
lil þess að geta tekist á hendur
þessar stöður, og eru skilyrðin
m. a. þau, að enginn háseti getur
orðið stýriinaður á verzlunarskipi
án þess að hafa verið 12 mánuði
í förum sem fullgildur háseti á
verzlunarskipi, en skipstjóri verður
enginn án þess að hafa verið 12
mánuði stýrimaður á skipi í utan-
landssiglingum.
Úr því þessu er svona farið, þá
þarf að leggja mikla áherzlu á það,
að sem flestum skipstjórum og
stýrimönnum gefist nú kostur á að
geta fullnægt skilyrðunum sem
lögin ákveða, sém allra flestir sjó-
menn sem próf hafa frá sjómanna-
skóla þurfa nú að nota tækifærið
og gjörast óbreyttir hásetar ef þeir
eiga ófullnægt skilyrðunum frá
rótum, en annars að sitja um tæki-
færið sem hverjum um sig hentar
og neyta til þess aðslöðu útgerðar-
stjóra Eimskipafélagsins. — Þegar
hér er komið grein þessari, fékk
ritstjórinn vitneskju um það, að
útgerðarstjórinn í samráði við
Eimskipafélagsstjórnina hefir haft
nokkra fyrirhyggju um þetta mál,
og nú eru fjórir menn með prófi
frá sjómannaskóla hásetar á ís-
lenzku millilandaskipunum.
Við skipasöluna miklu verða all-
margir skipstjórar og slýrimenn
atvinnulausir. Mörgum þessara
manna mun það mjög hugleikið,
að geta átt kost á því að komast á
millilandaskipin, vegna skilyrðanna,
og má þá eflaust eiga von á því
að útgerðarstjóri E. í. greiði sem
bezt götu þeirra manna, bæði til
þess að úr megi velja þegar ráðnir
eru yfirmenn millilandaskipanna
og til þess að hleypa að sínu leyti
áþekkum vexti í þennan þroska
íslenzkrar sjómannastéttar, eins og
vöxturinn varð í skipaeigninni.
Virðist nokkurt tækifæri til þessa,
meðan erlendir menn fylla sum
skiprúmin.
t
Sigurðtir 6uðmunðsson,
óðalsbóndi að Selalæk.
Sigurður er fæddur 13. ágúst
1861 á Keldum á Rangárvöllum.
Faðir hans var Guðmundur óðals-
bóndi Brynjólfsson á Keldum, er
fæddur var árið 1794, byrjaði bú-
slcap 1819 og bjó í nær 64 ár.
Var hann þríkvæntur og átti 24
börn, en 13 voru alsystkin Sig-
urðar, börn síðustu konunnar.
Eru þeir kunnastir af bræðrum
Sigurðar: Jón á Ægissíðu, Skúli
á Keldum og Vigfús frá Engey.
Guðmundur var gildur bóndi,
hygginn og góður búmaður. Bryn-
jólfur Stefánsson faðir Guðmundar,
óðalsbóndi í Kirkjubæ, var og
merkismaður og gildur bóndi og
hefir farið saman í þeirri ætt bú-
menska góð og fræðaiðkanir og
var Brynjólfur einkar ættfróður.
Þuríður móðir Sigurðar var og
merk kona. Hún bjó 13 ár ekkja
á Keldum, svo samtals bjuggu þau
hjón 77 ár. Þuríður var dóttir Jóns
Sigurðssonar bónda í Skarðshlíð
og Stórólfshvoli er var húsa- og
skipasmiður og listasmiður á tré
og járn. Er Sigurður langt fram í
ættir kominn af góðum og gildum
bændum í Rangárvallasýslu og
má rekja þær ættir saman við
allar helztu fornættir.
Ólst Sigurður upp á Keldum hjá
foreldrum sfnum og fór þaðan eigi
fyr en hann kvæntist konu sinni
Ingigerði Gunnarsdóttur frá Eystri-
Kirkjubæ á Rangárvöllum og reistu
þau hjón bú árið 1885 í Vetleifs-
holti i Holtahreppi. Þar bjuggu
þau eitt ár. Þaðan fluttu þau að
Helli og bjuggu þar yfir 20 ár. Á
Helli vann Sigurður sér þann orð-
stí að vera =talinn einn af mestu
fyrirmyndarbændum þessa lands.
Vann hann þar miklar jarðabætur
og bæinn flutti hann og reisti upp
frá grunni ásamt öllum útihúsum,
og þóttu útihúsin einkum bera af
öðrum þar um slóðir þá. Frá Helli
fluttist Sigurður að Selalæk árið