Tíminn - 27.10.1917, Síða 6
134
T í M I N N
/
1907 og hefir hann setið þá jörð
með eigi minni rausn en Helii. Á
Selalæk þykir einkum mikið til
um alla húsagerð. íbúðarhúsið er
mikið steinhús og mun það fyrsta
steinhúsið sem reist var þar í hér-
aði. Þá hefir þar löngum verið til
allra útihúsa tekið, hversu vegleg
og haganleg þau væru og holl
skepnunum. Og um Selalæk hefir
það verið sagt, síðan Sigurður
kom þangað, að flestir bændur
mættu eitthvað af þvi læra, að gista
þann bæ. Var Sigurður hinn mesli
búhöldur, stjórnsamur og nærgæt-
inn heimilisfaðir, athugull um alt
utanbæjar og innan, þótti rnönn-
um vistin góð hjá þeim hjónum,
enda gekk þeim vel hjúahald.
Afskifti hafði Sigurður jafnan
mikil af félagsmálum innan hér-
aðs og var einn af forvígismönn-
um Sláturfélags Suðurlands.
Að hans ráði var gerður skurð-
ur mikill eftir endilangri Safamýri,
var hún blaut og þess vegna ill til
heyskapar. Veitti Sigurður sjálfur
verkinu forstöðu, var það lang-
mesta jarðabótamannvirkið sem
þá hafði verið í ráðist þar um
sveitir, og varð að hinu bezta
gagni.
Ráðhollur var hann og leituðu
menn einatt á hans fund, ef leysa
þurfli einhvern vanda.
Til opinberra máia lagði Sig-
urður margt um búnað og hag-
fræðismál, og eru til rnargar grein-
ar eftir hann í blöðunum um þessi
efni. Árið 1895 kom út bók eftir
hann um búreikninga og þótti þar
betur leyst úr um slíkt reiknings-
hald en áður hafði verið gert. Voru
búreikningar jafnan viðfangsefni
Sigurðar, og kom enn út merk rit-
gerð í Búnaðarritinu 1914 um
þetta efni og hlaut sú ritgerð verð-
laun er heitið liafði verið til góðr-
ar úrlausnar þessa máls.
Forðagæzlumálið lét Sigurður til
sín taka og ritaði inikið um það
mál, og var hans stefna í þeim
málum tekin upp af þinginu í
sumar um heimildarlög fyrir hvert
bygðariag svo forðagæzlan yrði
betur sniðin eftir staðháttum á
hverjum stað, og er sú niðurstaða
þessara mála vafalaust til stórbóta.
Árið 1900 þá Sigurður boð land-
búnaðarfélagsins danska uin að
gista landbúnaðarsýninguna sein
þá var haldin í Óðinsvéuin, og
mun boði þessu hafa veri<t beinl
til Sigurðar fyrir tillögur Búnaðar-
félags íslands.
Tvívegis mun Sigurður hafa gefið
kost á sér til þingsetu en i hvor-
ugt skiftið báru Rangæingar gælu
til að fela honum umboð siti til
þingsetu, og er hér svo að orði
komist fyrir það hve góðum hæfi-
leikum Sigurður var búinn.
Börn eignuðust þau hjón, Sig-
urður og Ingigerður þrjú, Gunnar
yfirdómslögmann hér í bænum,
Guðbjörgu og Kristínu, eru þær
dætur báðar á Selalæk lijá móður
sinni.
Með Sigurði er látinn einn af
merkustu bændum þessa lands.
Hann andaðist að heimili sínu eftir
alllanga vanheilsu en stutta legu
23. þ. mán. 56 ára að aldri. Bana-
meinið var krabbamein í lifrinni.
Fánamálið.
Merkasta erindið sem forsætis-
ráðherra fór með á konungsfund
að þessu sinni er fánamálið. Þing-
ið í sumar gekk óskift frá því
máli með þeim hætti, að almenn-
ingur gerir sér nú fylstu vonir um
að nú verði fullnægt kröfunni um
fullkominn siglingafána. Er vænt-
anleg fullnæging þessarar sjálfstæð-
iskrqfu þeim mun ánægjulegri, sem
skipakostur þjóðarinnar í utan-
landssiglingum hefir nú aukist
stórvægilega á síðustu árum, en
hinsvegar hugsanlegur trafali að
því að þurfa að notast við sigl-
ingafána framandi þjóðar. Þá hafa
líkurnar um það, að nú verði ekki
lengur fyrirstaða um þetta mál,
aukist mjög við það sem við hefir
borið á síðustu tímum, viðburðirn-
ir hafa sannað það að Danir og
ísleudingar þurfa að eiga sinn
siglingafánann hvorir.
liroN^aNalaii.
Sumarið kvaddi í gær. Það hefir
skilið misjafnlega vel við sveilir
landsins. Á Suður- og Vesturlandi
munu menn yfirleitt fagna heyfeng
i betra lagi. A Norðnr- og Austur-
landi er ástandið lakara. pó ekki
afleitt. En sumarið reyndist mönn-
um þar endaslept og hausttíðin í
versta lagi. Menn eru þar ekki vel
undir veturinn búnir.
Sumaraukinn bar ekki nafn
með rentu. Hann er því miklu
líkari að hann væri upphaf »fim-
bulvetrar með fírum«. Elstu
menn muna ekki slík harðindi
fyrir vetur. í gær voru þær fréttir
sagðar undan Eyjafjöllum, hlýjustu
sveitinni á íslandi, að þar var
stórhríð með hörkufrosti og allur
sauðfénaður kominn á gjöf. Likt
mun astandið vera um land alt.
Áhyggjuefnin eru fleiri.
Siðastliðin tvö ár hefir útflutn-
ingur hrossa verið nálega enginn.
Markaðurinn hefir verið lokaður
vegna samgangnanna. Afleiðingin
er sú að hrossafjöldi er nú meiri
i sumum sveituin landsins en
verið hefir undanfarin ár. Menn
hafa sett nálega öll folöld á, i
voninni um hið iiáa markaðsverð.
Freistingin er meiri en verið hefir
um að setja djarft á. En fimbul-
vetur getur nú veiið að ganga í
garð
Menn björguðu sér í haiðind-
unuin vorið 1916. með mikilli
inatargjöf. Norðurlandi var það
sómi, að þá reiddi skaplega af
Það sá meira á fólkinu en skepn-
unum. En — matargjöf bjargar
ekki á komandi vori, ef harðindin
kreppa þá að. Maturinn í landinu
núna er of dýr til þess og það er
of lítið af honum til þess.
Þetta er ekld skrifað til þess að
drótta því að bændum að þeir
setji djarft á. Heldur af hinu að
sumum sveitum hlýtur nú að stafa
hætta af hrossafjöldanum. Og
þegar vetur veður svo geist í garð
verður að spyrja sjálfan sig alvar-
lega hvort ekki sé hægt að slá
tvær flngur í einu höggi: að forð-
ast hættuna með því að útvega
hrossunum markað.
Þess var getið hér í síðasta
blaði, að það kom til tals, að
senda út hross með stóra kola-
skipinu enska. Hvað sem olli, þá
er nú svo komið, að með þvi
skipi mun ekki hægt að senda út
hross.
En nú er von á öðru stóru
skipi með salt til landsstjórnar-
innar. Það eru allar líkur til að
með því skipi geti lekist að koma
út hrossum og að markaður verði
vís í Englandi fyrir hrossin.
Þetta er svo mikið nauðsynja-
mál, að einskis má láta ófreistað
um að hrinda því í framkvæmd
og allar ráðstafanir um fram-
kvæmdina verður að undirbúa
þegar í stað, til þess að ekkert
geti hindrað, þegar skipið kemur.
Það mun láta nærri að 1000
hross muni geta komist út með
skipinu. Það ræður að líkindum
að miklu fleiri hross eru nú til í
landinu á markaðsaldri, sem föl
væru til útflutnings, ef verð væri
sæmilegt, og landið inætti án vera.
Fyrir þá sök verður þess vel að
gæta, verði útflutningurinn tak-
markaður, að jafnt koilli niður á
sveitir útflutningsheimildin, í hlut-
falli við hvorttveggja, hrossafjölda
á inarkaðsaldri og nauðsynina að
losa sig við hrossin af heyjunum.
Það er vitanlegt að hægast er
og brotaminst að taka öll hrossin
á skip í Reykjavík, þar eð saltið
mun verða sett hér á land og all-
ar líkur til þess að nógu mörg
hross fengjust úr austursýslum og
Borgarfirði. En þótt erfiðara verði
að sækja hróssin til Norðurlands
og aukakostnaður kunni að leggj-
ast á nokkur, þá iná það ekki und-
ir neinum kringumstæðum verða
því valdandi að skip taki ekki hross
nyrðra, verði nokkur hrossaútflutn-
ingur á annað borð. Það er ástæða
til að ætla að Húnavatns og Skaga-
fjarðarsýslur hafi eigi minsta þórf-
ina fyrir útflutning, enda eru þar
alstærstu hrossaræktarhéruðin.
Um verðið verður ekkert sagt
ábyggilegt að sinni. Þótt tilboð
muni einhver um verðið er hross-
in eru koinin til Englands, er það
enn óráðin gáta hver kostnaðurinn
veiður sem á legst alt í alt. En
verðið er ekki stærsta atriðið standi
voði fyrir dyrum, þótt að sjálfsögðu
verði alt gert til þess að fá það
sem bezt. Bændur mega ekki halda
fram óskynsamlega háutn kröfum.
Það er fljótt að fara á vorin, sem
mönnum finst á vanta í viðunanlegt
verð á haustin — ef illa fer.
Amaryllis.
Skáldsaga.
Eftir
Georgios Drosinis.
Anastasios hélt áfram að telja
upp nöfn rósanna, en eg hugsaði
nú eingöngu um Amaryllis. Var-
ir mínar hvísluðu óviljandi í lág-
um hljóðum fallega nafnið, sem
lét svo vel i eyrum. — Amar-
yllis, Amaryllis. Nú skal hún heita
það héðan af. Og henni hæfir
svo vel nafnið! — Amaryllis!
Eg hafði tekið eftir einhverjum
hávaða, sem heyrðist i sifellu frá
næsta herbergi og varð mér því
oft litið þangað, að lokuðum dyr-
unum. Anastasios tók eftir því
að síðustu.
»Það er dóttir min«, sagði hann
brosandi, hún er að vinna þar
inni«. »Hvaða vinna getur það
verið sem veldur svo miklum
hávaða?« spurði eg.
»Hún er að vefa.«
»Eg leit undrandi á hann;
hann reis á fætur og opnaði gæti-
lega dyrnar. Eg sá þarna í fyrsta
sinni vefstól, þetta einkennilega
áhald sem okkur höfuðstaðarbú-
um verður svo starsýnt á, stóð
hann þarna eins og beinagrind
úr einhverju undradýri. Hún sat
álút við vefstólinn; við hlið henn-
ar stóð snotur og sælleg, dökk-
hærð sveitastúlka í tandurhrein-
um hátíðaklæðum og var hún
til aðstoðar.
Þegar Amaryllis kom auga á
mig laut hún höfði og leit mig
VÍngjarnlegu augnaráði.
»Þetta mun vera í fyrsta skifti
sem þér sjáið vefstól, komið þér!«
Eg fór innfyrir til hennar.
»Á eg að veita yður tilsögn um
vefnað. Þetta heitir uppistaða,
hérna er ivafið, þetta heitir skytta,
þetta skeið og þetta skammel.
Þér heyrið að eg er allvel að
mér i listinni, eða er það ekki
Maria«, sagði hún brosandi og
sneri sér að stúlkunni.
»Ungfrúin er langbezti vefar-
inn í öllu bygðarlaginu«, sagði
sveitastúlkan með sinni ómjúku
rödd.
»Jafnframt því að óska yður
til hamingju með leiknina, mætti
maður ef til vill spyrja hvað það
er sem þér eruð að vefa?«
»Það er kyrtill, álika og sá sem
María er í«.
»Ætlið þér að gefa einhverri
bóndakonunni hann?«
»Nei, eg ætla að eiga hann
sjá 1 f, eg hefi ofið mér í heilan
þjóðbúning«.
Eg gerði mér í hugarlund hve
yndisleg hún mundi verða í þess-
um undarlega búningi.
»Og hvenær ætlið þér nú að
vera í honum?«
»Hversvegna langar yður til að
vita það?« spurði hún með gletni
i svipnum.