Tíminn - 27.10.1917, Page 8
136
TIM INN
Yfirlýsin
Vér undirskrifaðir skipstjórar vottum hér með að gefnu tilefni að
engu áfengi er smyglað í land frá »Gullfossi« eða »Lagarfossi« í New-
York eða Halifax, og að ekki hefir heldur verið smygiað neinu áfengi
um borð í skip vor frá Ameríku. Ekkert lagabrot hefir því átt sér stað.
Reykjavík, 20. október 1917.
Sigurður Pétursson, I. Thorsteinsson,
skipstjóri á e.s. »Gullfossi«. skipstjóri á e.s. »Lagarfossi«.
Undirritaður vottar hér með, að áfengi það, sem tekið var í land
frá e.s. »Lagarfossi« i Halifax, tilheyrði bryta skipsins sem skipsforði,
og að þetta var alt fært á stimplaðan tollseðil skipsins Irá New-York.
Yflrvöldin í Halifax viðurkendu, að ekkert lögbrot lá fyrir, og að
andvirði fyrir áfengi þetta skyldi verða sent brytanum gegnum félagið.
Reykjavík, 20. október 1917.
I. Thorteinsson,
skipstjóri á e.s. »Lagarfossi«.
Kréttir.
jlÆikil tiðinði og goð.
Stjórnarráðinu bárust fregnir um
það símaleiðina í gærkvöldi frá Árna
Eggertssyni, sem þá var staddur í
Washington, að útflutningsundan-
þágunum fjölgaði óðum og hann
gerði sér beztu vonir um að undan-
þága fengist um farm í ísland,
Fossana báða og Willemoes.
Ennfremur væru allar horfur á
að heimild fengist um póstflutninga
milli Ameríku og íslands.
falltrðarnir i ^lmeriku.
Tíminn gerði sér ferð á fund
ráðherranna til þess að heyra um-
sögn þeirra um fulltrúa lands-
stjórnarinnar í Vesturheimi, og
hvernig þeim málum mundi háttað
framvegis. Fer hér á eftir aðal-
efni þeirra upplýsinga sem Tíminn
fekk.
í samráði við alþingi eða bjarg-
ráðanefnd alþingis var Árni Egg-
ertsson sendur til Vesturheims sem
erindreki landsstjórnarinnar. Var
þá búist við að nægilegt mundi
að hafa einn erindreka i Ameríku,
og svo ráð fyrir gert, að Jón Si-
vertsen yrði kallaður heim. Fór
Árni Eggertsson með gögn þar að
lútandi. Eftir að þessi ráðstöfun
var gerð, urðu horfur í Ameríku
um útflutningsleyfi ískyggilegri, og
i þinginu komu fram raddir um
að hafa þar fleiri menn, jafnve]
þriggja manna nefnd. Var þá til
bráðabirgða gerð sú ráðstöfun, að
óska þess að Jón Siverlsen yrði
áfram i Ameríku, þangað til önnur
ráðstöfun yrði gerð. Leit stjórnin
svo á, þótt hún eins og alþingi
hefði fult traust til Árna Eggerts-
sonar, að óverjandi væri, þar eð
horfur voru verri, að hafa ekki
mann við hendina ef Árni for-
fallaðist. Stjórnin ræddi því næst
mál þetta og varð sú niðurstaðan,
að rétt væri að hafa þriggja
manna nefnd i Ameríku. Var sú
ákvörðun gerð rétt áður en for-
sætisráðherrann fór til Kaup-
mannahafnar. Gert var ráð fyrir
v því, að skipa nefndina eins fljólt
og hægt yrði. Örðugleikar miklir
voru bæði á því að fá menn sem
unnið gætu saman, og menn sem
vildu taka við þessu starfi og væru
þvi vaxnir, og hefir enn ekki verið
ákveðin endileg skipun nefndar-
innar. En með Gullfossi 24. þ. m.
hafa verið gerðar ráðstafanir til
þess að þriggja manna nefnd geti
tekið til starfa í Ameríku jafn-
skjótt og stjórnarráðið gefur fyrir-
skipanir um það með símskeyti.
Að öðru leyti er rétt að taka fram,
að stjórnin fær ekki betur séð en
að báðir fulltrúar hennar hafi
unnið samvizkusamlega og með
góðum árangri að því marki, að
greiða fyrir viðskiftum við Ame-
ríku, og góð samvinna sé með
fulltrúunum um þau störf.
frá útlSnðmn.
Mjög sverfur nú að Rússum við
Eystrasalt hina síðustu daga. t*jóð-
verjar liafa þar tekið af þeim eyj-
ar, handtekið þar margt manna og
sett lið á land. Stjórnin þorir ekki
að eiga setu lengur í Petrograd og
hefir flutzt til Moskva. Floti þeirra
fær eigi rönd við reist ofurefli Þjóð-
verja, en til þess að hann verði
ekki að engu, hafa Rússar ákveðið
að sigla honum til sænskrar hafn-
ar, með fullri áhöfn, alls um 30
þúsundir manna, og láta hann bíða
þar til ófriðarloka.
Bandamenn eru orðnir mjög
kvíðafullir yfir ástandinu í Rúss-
landi. Fyrst og fremst er þar nú,
sem að undanförnu, liver höndin
upp á móti annari, sífeld stjórnar-
skifti og ný bylting yfirvofandi þeg-
ar minst varir. Hernaðarráðstafanir
þeirra eru mjög á reiki og fram-
kvæmdir eríiðar sakir ills útbún-
aðar hersins og þó efnkum skot-
færaleysis. Nú hafa Bandarríki N.
A. og Japan tekið sig saman um
að freista af fremsta megni að koma
þeim lil hjálpar. Er í ráði að birgja
þá að ýmiskonar nauðsynjum svo
sem skotfærum, efni í járnbrautir
og öðru, sem þá vanhagar um.
Verður þetta flutt eftir Síberíubraut-
inni, en hún er að eins einsporuð
og þolir ekki þunga vagna, svo að
eflaust reynist þetta seinn matar-
afli.
Loftárásir hafa þjóðverjar nýskeð
gert á Frakkland. Héldu þangað
ellefu Zeppelíns loftskip, en fimm
þeirra tókst Frökkum að skjóta
niður.
í Aisnehéraði hafa Frakkar unn-
ið stórsigur. Þeir náðu þar á vald
sitt nokkrum þorpum, æðimörgum
fallbyssum og handtóku hálft átt-
unda þúsund hermanna af f*jóð-
verjum.
Tíðin er hin kaldhranalegasta og
legst vetur óvenju snemma að. Á
miðvikudagskvöld gerði norðan
stórhríð og mun hún hafa geysað
um alt land. Símasambandi varð
eigi náð héðan lengra en til Borð-
eyrar á fimtudag.
Fos8anefndin. Frá forsætisráð-
herra bárust stjórnarráðinu skeyti
á þriðjudagskvöld um skipun
fossanefndarinnar. Pingmenn i
nefndinni eru Guðm. Björnson
form., Bjarni Jónsson frá Vogi og
Sveinn Ólafsson, en af utanþings-
mönnum Jón Þorláksson verk-
fræðingur og Guðm. Eggerz sýslu-
maður.
Stephan G. Stepliansson fór
liéðan heim á leið með Gullfossi
í vikunni. Varð honum heimsóknin
hin ánægjulegasta^ en landsmönn-
um til sóina. Ber það því miður
of sjaldan við að íslenzkir and-
ans menn njóti í lifanda lííi þeirrar
viðurkenningar er þeir eiga skyldar,
en svo fór þó hér. Hefir nú verið
sýndur góður vilji á því að þakka
vestur-íslenzka góðskáldinu And-
vökur.
Fulltrúar þeirra félaga sem geng-
ist höfðu fyrir heimboðinu kvöddu
Stephan með samkvæmi sem hald-
ið var í Iðnaðarmannalnísinu á
þriðjudagskvöld. Var þar hlýtt urn
kveðjur.
Var Stephán leystur út með
gjöfum. Auk heiðursgjafarinnar frá
alþingi, sem áður hefir verið getið
um, gáfu Skagíirðingar honum
skrifborðsáhöld sem Stefán Eiríks-
son hafði gert, góða gripi, ísfirð-
ingar silfur- og gullbúinn göngu-
staf eftir Guðm. frá Mosdal, Akur-
eyringar fána á stöng með útskorn-
um fæti, frá Reykvíkingum mál-
verk eftir Ásgrím Jónsson, and-
litsmynd af skáldinu eftir Ríkharð
Ivaia fæða er óijrasif
Þessa spurningu þurfa allir að
rannsaka gaumgæfilega og sú
rannsókn fæst bezt með þvi að
fá sér og lesa Matreiðslubók eftir
Jónínu Sigurðardóttur. Þar er ná-
kvæmlega reiknað út hve margar
hitaeiningar eru í hverjum rétti,
og í hinum heilsufræðilega inn-
gangi bókarinnar, eftir héraðs-
lækni Steingrim Matthiasson, er
margan fróðleik að fá um mat-
aræði, og um það hve mikinn
mat maðurinn þarf á dag.
Þessi bók er ein af þeim fáu
bókum sem hefir selst svo, að
það varð að endurprenta hana
sama árið og hún kom á mark-
aðinn.
Bókin fæst hjá bóksölura víðs-
vegar um landið.
Jónsson, málaða andlitsmynd eftir
Magnús Árnason, mynd af Drang-
ey eftir Einar Jónsson og frá Ár-
sæli Árnasyni Andvökur í skraut-
bandi, bundnar í hákarlsskráp.
Þá rnun heimboðsnefndin hafa
látið fylgja Ásgrimsmálverkinu
fjárhæð nokkura. Munu þær ó-
laldar góðkveðjurnar sem Stephan
hefir verið beðinn fyrir vestur um
haf til bræðra vorra og má óhætl
treysta því að þær kveðjur lcmni
til skila.
Með Gullfossi sendi Sláturfélag
Suðurlands sex hesta til Ameríku
í þeirri von að þar mætti takast
að fá markað fyrir íslenzka liesta.
Gefur Eimskipafélagið farmgjald
hestanna, en landsstjórn sér fyrir
halla að hálfu á rnóti SláturféJag-
inu af hrossasending þessari, ef
til kemur.
Hrossasalan. Því miður mun
ekki takast að koma neinum
hrossum utan með stóra kolaskip-
inu, en hins vegar mun unnið að
því að hross verði send héðan
með öðru skipi sem hingað kem-
ur bráðlega. Er gizkað á að það
skip muni geta tekið alt að 1000
hross.
Er margföld ástæða til að lögð
verði mikil áherzla á að þessi
hrossasending farist eigi fyrir, fyrst
um of bundið fé í óeðlilega mikilli
hrossaeign, þá léttirinn af heyi og
högum sem við það ynnist og
loks hversu vetur legst nú snemma
að, og verður þar vel að gæta
hagsmuna Norðlendinga, þar er
fellishættan mest.
Jarðaför Tryggva Gunnarssonar
er ákveðin á fimtudaginn kemur.
Blaðið sem út kemur af Tím-
anum í dag er 8 siður.
Ritstjóri:
Gnðbrandur Magnússon.
Prentsmiðjdn Gutenberg.