Tíminn - 01.12.1917, Side 3
T) MINN
155
og veita ríflegan styrk til strand-
ferða, svo að flutningsgjöldin kring-
um land verði lægri, fremur en
senda vörurnar kostnaðarlaust á
allar hafnir, og munu að sjálfsögðu
verða gerðar tillögur um það til
þingsins.
Þegar þessir menn hafa gert til-
lögur sinar til stjórnarinnar, má
búast við því að fyrirkomulagi
landsverzlunarinnar verði breytt i
það horf, sem bezt er fyrir alt
landið í heild sinni, og líklega
verður farið að framkvæma þetta
laust eftir áramót. Ákveðnari um-
bótatillögur er ástæðulaust að gera
fyr en málið er rannsakað til fulls
af þeim mönnum, sem eiga að
hafa framkvæmdirnar á hendi.
Þessari breytingu landsverzlun-
arinnar mun fagnað af öllum al-
menningi. Lengi hefir hennar verið
þörf, en nú er nauðsyn. Vel stjórn-
nð landsverzlun er bezta bjargráða-
stofnun á þessum erfiðu tímum.
Hér mun öll alþýða manna vera
einhuga án flokkaskiftingar. Þeir
sem ekki geta verið samþykkir
slíkum umbótum, geta ekki haft
almenningsheill fyrir augum.
Vatnsajl nokkurra jossa.
í nýútkomnu hefti af Tímariti
Verkfræðingafélagsins er erindi
eftir Guðm. Hlíðdal rafurmagns-
fræðing um vatnsafl nokkurra fossa
á íslandi.
í upphafi máls síns getur höf-
undur þess að mjög sé örðugt að
gera sér grein fyrir hve mikið
vatnsafl landsins sé. Farvegi ánna
megi að vísu mæla, þótl það hafi
ekki verið gert enn sem komið er,
nema þá búta úr einstöku ám. En
um vatnsmegn ánna eða rensli viti
menn enn þá minna. Orsakirnar
þær að landið er víða lítt kannað,
einkum hálendið, að ekki er unt
með neinni nákvæmni að ákveða
úrkomusvæði eða vatnssvið hverr-
ar ár útaf fyrir sig; vatnaskil óglögg
og valnsrenslið víða neðanjarðar.
Flestar stóránna komi undan jökl-
um og þar sem jöklar þekja há-
lendið sé að mestu ókleift, að á-
kveða skiftingu árrensiis. Jökul-
fjöllin mörg eldfjöll og jarðhitinn
undir þeim mismunandi á ýmsum
tímum. Menn tekið eftir því sem
fyrirboða eldgosa að snjórinn eða
jökullinn hefir bráðnað örar en
ella. Við þetta bætist að um árs-
útkomuna á íslandi viti menn
harla lítið. Mælingar sem gerðar
hafa verið á fimm stöðum með
ströndum fram telja hana minsta
875 m/m, en mesta 1320 m/m, en
víða á landinu er úrkoman miklu
meiri, einkum sunnan í hálendis-
brúninni og með hliðsjón á gerðum
mælingum telst höfundi ársúrkom-
an þar muni vera 3000—4000 m/m.
Til samanburðar er þess getið að
ársúrkoman á vesturströnd Noregs
er viðast 1000—2000 m/m en á
vesturströnd Skotland 2500 upp í
4000 m/m. Vantar því undirstöð-
una til þess að unt sé að reikna
út meðalvatnsmegn ánna hér á
landi eftir regnfleti og ársúrkomu.
Beinasta leiðin til þess að ákveða
rensli ánna sé því að mæla vatns-
megnið með til þess gerðum áhöld-
um og athuga síðan breytingar
þessjjá ákveðnum stað í farveginum.
Hingað til hafi fáar slíkar mæling-
ar verið gerðar, og þær fáu sem
gerðar hafa verið hafi tapað gildi
sínu við það að framhaldandi at-
huganir vanti.
Segir höf síðan frá helztu atrið-
um úr mælingum á nokkrum helztu
fossum, sem hann gerði 1907—’08
og er það fróðleg skýrla, og því er
hennar getið hér, að almenningi
mun hugþekt að vita nokkur deili
á þessum hlutum.
Um fyrsta fossinn, Dettifoss með
nágrannafossum, skal tekin upp
orðrétt skýrsla höf., svo menn fái
sem ljósasta hugmynd um mæling-
arnar, en um aðra fossa verður
að eins getið niðurstöðuatriða:
Jöbulsá á Fjöllnm.
»Vatnsmegnið í Jökulsá á Fjöll-
um mældi eg 31. október 1907 á
ferjustaðnum hjá Grímsstöðum
Breiddin var 72 m., þverflötur vatns
80 m2 og vatnshraðinn að meðal-
tali 1,38 m/sek. Hann var mældur
með flotholti (»Svömmer«). Sam-
kværnt þessu var þá vatnsmegn ár-
innar 80X1,38=110 m3/sek. Kunn-
ugir menn sögðu ána þá um það bil
hið minsta, sem hún gæti orðið.
Hæðin á Dettifoss mældist 58 m.
Hér um bil 1 km. fyrir ofan Detti-
foss, er 10 m. hár íoss í ánni, er
eg hef nefnt Selfoss1) en ca. 2
km. fyrir neðan Dettifoss er Hafra-
gilsfoss, um 24 m. hár. Hallinn í
ánni milli Dettifoss og Selfoss og
aftur frá Dettifossi niður að Hafra-
gilsfossi, er um 30 m. Öll fallhæð
árinnar á þessu 3 km. svæði, er
þá um 122 m., og ætti að mega fá
þar með hinu mælda vatnsmegni
1000 X 122 X 110
—----= 179000
75
hestöfl óbundin, eða um 135000
hestöfl.á túrbínásana, ségengiðútfrá
að notagildi vatnsvélanna sé 75°/o-
Ofan við Selfoss er hallinn á
farveginum lítill og fyrir neðan
Hafragilsfoss er hann nær hallalaus
á kafla; mun því ekki hægt að
gera ráð fyrir, að það borgi sig,
að nota í einu lagi meira af ánni, en
með stíflu ofan við Selfoss má þó
ef til vill auka fallhæðina lítið eitt.
f*ess skal getið að þegar mæl-
ingarnar voru gerðar var vetur að
byrja og veður mjög óhagstæð.
(Frh.)
Jóhann Fr. Iíristjánsson leið-
beinandi í húsagerð er seztur að
Reykjavík á Laugavegi 27. Geta
menn snúið sér beint til hans
þangað um allar upplýsingar.
1) Hann er næstur Hólsseli. Áður
mun hann hafa verið nefndur Willand-
foss.
Steriing hlekkist á.
Mánudagsmorguninn 26. þ. mán.
um kl. 10 lenti strandferðaskipið
Sterling á svonefndu Instalands-
skeri skamt norður af Sauðár-
króki. Var þetta á innsiglingu, í
myrkri logndrífu. Fréttin um þetta
barst hingað ekki fyr en um kvöld-
íð, sakir símslitanna, en svo stóð
á að flóabáturinn Ingólfur var
staddur í Borgarnesi þegar fregnin
barst þangað og brá hann þegar
við án þess að hafa affermt og
flutti skeyti hingað suður um
strandið. Var Geir þegar fenginn til
hjálpar og lagði hann af stað kl.
2 á þriðjudagsnótt og með honum
E. Nielsen framkvæmdarstjóri Eim-
skipafélagsins. Klukkustundu eftir
kom hingað maður frá Útskála-
hamri í Kjós, — lengra náði skeyt-
ið eigi sakir simslitanna — með
skeyti urn það að Sterling væri
laus af skerinu og mundi lítt eða
ekkert skemdur. Á þriðjudag náð-
ust með mikilli yfirlegu skeyti
hingað á stöðina frá Borðeyri og
var notast við »jarðarsamband«
þar sem slitið var. í þessum skeyt-
um var sagt frá miklum leka sem
kominn væri að skipinu, dælurnar
ættu fult í fangi að halda við og
var hert á um að hjálp kæmi sem
allra fyrst. Daginn eftir bárust
fregnir um stórhríð fyrir Norður-
landi, ekkert samband hefði orðið
haft við Sterling, liann væri enn
ofansjávar, en Geir kæmist ekki
fyrir Horn sakir ofviðris og lægi
á Flateyri. Á fimtudag fengu menn
þá fregn að nú væru dælurnar
bilaðar og ætti að reyna að halda
skipinu á íloti með því að hrúga
í það tómum tunnum. í gær komu
skeyti um að Geir væri kominn á
vettvang og hefði lagt af stað með
Sterling til Akureyrar, og er hon-
um þá vonandi borgið.
Vörur voru talsverðar í skipinu
til Sauðárkróks og á Húnaflóa-
hafnirnar. Eitthvað af þeim mun
hafa skemst en miklu samt bjarg-
að á land á Sauðárkróki. Heyrst
hefir að Geir muni koina vörum
þessum áleiðis, enda mundi ekki
af veita ef ísinn legðist að landi
sem Geir sá við Horn.
Vísir ep sannleikurinn.
Hér verða engar hugleiðingar
um það fluttar, hvaða hlutfall er
milli »Vísis« annars vegar og sann-
leikans hins vegar. Hér verða dreg-
in fram nokkur dæmi um afstöð-
una og þurfa þau engra skýringa
við.
Öll snúast dæmin um leiguskip
landsstjórnarinnar. »Francis Hyde«.
Öllum er kunnugt um að leiga
skips þessa hefir i þetta sinn orðið
frámunalega dýr landsverzluninni,
en Vísir tekur þó nokkuð mikið
upp í sig.
Hér fara dæmin á eftir:
Vísir segir, með gleiðu letri, að
landsstjórnin greiði leigu fyrir þann
tíma, sem skipið var í aðgerð f
Bandaríkjunum.
Sannleikurinn er sá, að
landsstjórnin greiðir ekki leigu fyr-
ir þennan tíma.
Vísir segir að flutningsgjaldið
á hverri steinolíutunnu, frá Banda-
ríkjunum til íslands, hafi orðið
80 kr.
Sannleikurinn er sá, að flutn-
ingsgjaldið fer ekki yfir 60 kr.
Vísir segir að skipið fari með
700 steinolíutunnur frá Reykjavík
til ísafjarðar.
Sannleikurinn er sá, að skip-
ið fer með 1300 tunnur þangað,
um 120 smálestir af kolum, auk
annarar vöru.
Vísir segir að skipið verði a.
m. k. 15 daga á leiðinni, enda
verði að hlaða það grjóti, er það
komi aftur til Reykjavíkur.
Sannleikurinn er sá, að skip-
ið mun ekki verða á leiðinni nema
liðugan sólarhring og svo sem tvo
sólarhringa, að afferma, en frá fsa-
firði fer skipið vestur um haf.
Vísir segir að flutningsgjald til
ísafjarðar á hverja sleinoliutunnu
muni verða 30—40 kr.
Sannleikurinn er sá, að flutn-
ingsgjaldið mun ekki fara fram úr
8 kr. á tunnu, eða með öðrmn
orðum að flutningsgjaldið verður
sama og á strandferðaskipunum.
Vísir heíir sagt að leiga skips-
ins hafi hækkað úr 2500 kr. á dag
_upp í 3000 kr., eftir að það kom
frá Ameríku.
Sannleikurinn er sá, að leiga
skipsins hefir lækkað úr því sem
áður var.
— Óneitanlega virðist svo sem
Vísir og sannleikurinn séu and-
stæður, sem bágt eiga með að fara
saman. Rví að ummæli blaðsins
um »Francis Hyde« eru ekki neitt
sérstakt fyrirbrigði.
fyrirburðir og forspá.
Fyrir stórtíðindum verða oft ein-
kennilegir fyrirburðir. Margir fyrir-
burðir harla merkilegir hafa orðið
í Reykjavík síðustu dagana.
Þessir eru merkastir:
Jón Þorláksson verkfræðingur
er orðinn aðstoðarmaður við rit-
stjórn Lögréttu og á nú fyrst um
sinn að skrifa að staðaldri í blað-
ið um landsmál og verkleg mál.
Lögrétta sem síðasta árið hefir
verið lilutlaust allragagn um lands-
mál, kastar ellibelgnum og marg-
Iætinu og virðist nú vera að taka
sólarhæðina, til þess að ákveða
nýja stefnu, undir forystu J. Þ.
Jón Þorláksson byrjar mikla
grein í Lögréttu um landsverzlun-
ina. Byrjar hún á sögulegu yfir-
liti og er hálfsögð sagan er einn
segir frá.
Lögréíta hleður loíi á hr. Olgeir
Friðgeirsson fyrir afbragðs forstöðu
fyrir landsverzluninni.