Tíminn - 15.12.1917, Side 4
164
TI M IN N
Líísábyrgdaríélagid
Danmark
§kuldlausar oígnir
yfir 35 miljónir kr.
Tryg gingarnpphæö
yfir ÍOO milj. kr.
Pessi 25 niiljóna eign er sameiginleg eign þeirra,
sem liftrygðir eru í félaginu.
Alíslenzk læknisskoðnn sem fyr, og polica frá
skoðunardegi hér.
Félagið hefir keypt fyrir yfir 50 þúsnnd krónnr
foankaraxtabréf í Landsbanka íslands.
■gSSf Félagið hefir lánað bæjarsjóði Reykjayíknr 150
þiisnnd krónnr.
Iflar Bonus. Lág iðgjöld.
Umboðsmaður:
þorvaíéur c5?álsson, lœRnir.
Bankastræti 10.
Ritstjóra »Tímans« er kunnungt um að lífsábyrgðarfélagið
Danmark tekur og hefir tekið islenzka læknisskoðun full-gilda
og heimilað umboðsmanni sinum hér að afhenda skírteini
þegar að læknisskoðun afslaðinni.
Forfeður okkar tala til okkar í
henni. Hún segir okkur frá reynslu
þeirra og áliti þeirra um það hvort
betur gæfist, þegar um mikið við-
fangsefni er að ræða: ofstopi og
yfirgangur, eða stilling og forsjá.
ívarr beinlausi var ófær til hern-
aðar. Bræður hans voru hinir
mestu bardagamenn. Það var ívarr
sem fram kom hefndinni, af þvi
að hann fór að með stilling og
forsjá.
Nú eigum við íslendingar um
tvo kosti að velja, um að vinna
sigur í baráttunni, að fá fullkom-
inn siglingafána. Við getum hafið
æsingar og heimtað skilnað þegar,
og látið oklcur engu skifta hinar
erfiðu kringumstæður sem fyrir
hendi eru — og fetum við þá í
spor hinna ofstopafullu Ragnars-
sona. Við getum á hinn bóginn
hugsað málið með gætni og still-
ing látið fyrirætlanir okkar fara
leynt, og gert urn leið allar ráð-
stafanir til þess að vilji okkar
hljóti að ná fram að ganga — og
þá lilýðum við röddu forfeðranna
og förum að dæmi ívars.
Hitfregn.
Ljóð eftir Schiller.
Það mun vera í fyrsta sinni að
slík bók er gefin út á íslandi. Tólf
íslenzk skáld leggja saman i bókina
og þýða öll sama skáldið, sem er
stórskáldið þýzka Schiller. Flestar
þýðingarnar eru áður prentaðar, en
eru dreifðar um mörg rit, en
nokkrar eru áður óprentaðar.
Steingrímur á langflestar þýðing-
arnar.
Dr. Alexander Jóhannesson hefir
safnað þýðingunum og séð um
útgáfuna og á skilið að verða vin-
sæll af því verki hjá íslenzkum
ljóðvinum. Því að hér er vafalaust
farin rétt leið til þess, að gera út-
lenda skáldjöfra kunna hér á Iandi.
Væri betur að hér rynnu aðrir á
vaðið á eftir um samskonar þýð-
ingasafn erlendra ljóða.
Frágangur bókarinnar er snotur.
Bókaverzlun Guðm. Gamalíelsson-
ar gefur út.
Freijjukettir og Fregjufár.
Útkoma kvers þessa er merkur
og góður viðburður. Því að með
henni er opinberlega rætt um eitt
þjóðarbölið, sem of mjög hefir
legið í þagnargildi og gerð tilraun
til þess að bæta það.
Samræðissjúkdómar — og höf.
nefnir þá Freyjufár og á það orð
skilið að festast í málinu — eru
þjóðarböl alstaðar í heiminutn
Lengi naut ísland fjarstöðu sinnar
og ófullkominna samgangna í því
efni, að lítið var um þessa leiðu
gesti. Fyrir 20 árum voru það
ekki nema 16 slíkir sjúklingar sem
leituðu læknis, en árið 1914 skráðu
læknar samtals 343 sjúklinga af
þessu tagi. Þessar tölur tala skýr-
ar en nokkur orð, um hina miklu
nauðsyn að verjast þessu þjóðar-
böli.
Þess vegna er það merkur við-
burður að um þetta er skrifað
opinberlega af lækni. Og höf. hefir
áreiðanlega rétt fyrir sér er hann
segir að aukin þekking sé ein bezla
vörnin. Kver þetta ætti að komast
í sem flestra hendur, því það talar
um málið í fylslu alvöru og bend-
ir skýrt á háskann sein yfir vofir.
Útkoma kvers þessa minnir og
á aðra ríka þörf, sem sé þá að í
öllum skólum sé nemendum veitt
fræðsla í þessum efnum. Hefir próf.
Guðm. Hannesson gert nokkuð að
því í stýrimannaskólanum, en slík
fræðsla á að vera undantekningar-
laust við alla skóla, og sniðin eítir
þroska nemendanna. Það er við-
kvæmt mál að tala um þessa hluti,
og það er vandaverk að gera það
vel, en það er hin mesta nauðsyn,
því að þekking er eina bezta vörnin.
Steingrímur læknir hefir unnið
þjóðþrifa verk með því að semja
bókina og gera það á þá lund sem
gert er. Bókaverzlun Guðin. Gam-
alíelssonar gefur út.
Fréttir.
Tíðin hefir verið afleit síðustu
vikuna, frost að vísu ekki í harð-
asta lagi, en snjókoma mikil og
stormar. Haglítið mun nú víða um
land, þótt ekki séu alveg fullkom-
in jarðbönn. Síminn hefir altaf við
og við verið í ólagi vegna illviðr-
anna. Skip hafa og orðið fyrir
miklum töfum, svo að menn hafa
oft orðið hræddir um þau, en lítið
hefir úr orðið annað en tafir.
Látinn er 10. þ. m. Árni kaup-
maður Eiríksson hér í bænum.
Yar hann í fremri röð borgara i
Reykjavík og hinn vinsælasti mað-
ur. Stundaði kaupskap sjálfur síð-
ustu árin með miklutn dugnaði.
Vinsælastur var hann sem leikari,
og var þar i fremstu röð í mörg
ár. Sömuleiðis stóð hann framar-
lega í flokki bindindismanna hér
í bæ og var mjog starfandi í
góðteinplarareglunni.
Söngfélagið 17. júní er eitthvert
vinsælasta félagið i Reykjavík og
á það skilið að vera það. Hefir
það nú náð hærri aldri en mörg
önnur söngfélög og mun óhætt að
segja að það hafi nú náð meiri
fullkomnun í samsöng en áður
hefir verið náð á þessu landi. —
Eru þessi ummæli bygð á fyrsta
samsöng félagsins á þessum vetri
sem haldinn var síðaslliðið fimtu-
dagskvöld. Fór það saman að fé-
lagið tókst á hendur erflðari við-
fangsefni en áður og leysti þau
betur af hendi en áður. Er skylt
að því sé á lofti lialdið sem svo
vel er af hendí leyst og miðar tíl
betra uppeldis i sönglistinni og
ættu þau áhrif að ná út fyrir höf-
uðstaðinn.
Tíminn hættif sér ekki út á þá
braut að gagnrýna meðferðina á
einsíökum Iögum, en heildarmynd-
in var sú sem að framan greinir
og þótt kuldi og þrengsli væru
mikil í húsinu og önnur óþægindi,
Pakkarávarp,
Öllum þeim mörgu, sem með
gjöfum hafa reynt að bæta okkur
tjón það, sem við urðum fyrir, við
brunann á Hvanneyri 30. okt.
síðastliðinn, færum við hjartans
þakklæti. Sérstaklega er okkur ljúft
og skylt, að volta húsbændum
okkar — Halldóri Vilhjálmsssyni
skólastjóra og konu hans — alúð-
arfylstu þakkir fyrir þær stórkost-
legu gjafir, sem þau hafa veitt
okkur. Sömuleiðis hafa nemendur
Bændaskólans á Hvanneyri sýnt
mikið örlæti með gjöfum sínum.
Við þökkum þeiin öllum, hvort
sem þeir eru fjær eða nær, sem
þannig hafa sýnt okkur velvild og
leitast við að taka á sínar herðar
okkar byrðar. Samúð sú sem við
urðum þannig fyrir frá fjölda
manna hefir góð og bætandi áhrif
á okkur. Og þótt við getum ekki
með öðru, en þessum ót'ullkomnu
línum sýnt þakklæti okkar, þá
vonum við það og vitum, að góð-
verk ykkar verða ykkur endur-
goldin fyr eða siðar.
Verkafólkið á Hvannegri.
þá gleymdust þau öll við liinn
hressandi söng þeirra félaga.
Því miður eiga þessi ummæli
ekki við um félagið að öllu leiti
nema fyrra kvöldið sem það söng.
Bisp. Fregnir eru um að Bisp
hafi skemst eitthvað á Englandi
og muni tefjast um tíma.
Maður liorflnn. Miðvikudags-
kvöldið 5. þ. m. livarf Pétur Sig-
urðsson skipstjóri á vélskipinu
Hans frá Styltkishólmi. Skipið ligg—
ur hér á höfninni og eru líkur
taldar til að maðurinn hafi hrapað
fram af hafnaruppfyllingunni i
myrkrinu um kvöldið.
»ísland« kom frá Ameríku 8. þ.
m. og »Gullfoss« 9. þ. m. Hvorugt
skipið flutti póst, en farþegar voru
nokkrir á Gullfossi.
Aukaþing. Forsætisráðherra fékk
heimild konungs til þess að kalla
saman aukaþing á árinu 1918,
þegar stjórninni þykir nauðsyn tll.
Lán. Forsætisráðherra tók í ut-
anförinni lán fyrir landssjóðs hönd,
sem hér segir: Til vörukaupa 71/*
milj. kr. hjá dönskum og íslenzk-
um bönkum. Lán þelta er til 2
ára, ársvextir eru 2% og lánið út-
borgast með 98°/o. Annað lán var
tekið hjá Handelsbanken í Kbh.
til lengri tíma, að upphæð 2 milj.
en er trygt með veði í skipum
landssjóðs. Auk þessa eru eldri
lán landsins í Danmörku 2V2 milj.
og er sú skuld við ríkissjóð. Þá
hefir Iandið fengið að láni 3 milj.
af andvirði botnvörpunganna, sem
seldir voru til Frakklands. — Lán
landssjóðs eru því nú samtals 15
miljónir króna.
Ritstjóri:
Tryg-g’vi I'órhallsson
Laufási. Sírai 91.
Prentsmiðjan Gutenberg.