Tíminn - 19.01.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN
kemur út einu sinni i
viku og kostar 4 kr.
árgangurinn.
AFGREIÐSLA
i Regkjavík Laugaveg
18, simi 286, út um
land i Laufási, simi 91.
II. ár.
Reykjavílí, 19. janúar 1918.
3* blað.
Sil lesenða Zírnans.
LJt af hinni svæsnu persónulegu
árás sem Gísli Sveinsson alþm.
hefir gert á mig — og raunar
marga aðra menn og stefnur —
í síðasta blaði ísafoldar, skal það
tekið fram sem hér fer á eftir. —
Skilja menn það af því sem sagt
verður, að fara verður fyrst dálítið
aftur í tímann til þess að rök-
styðja þá niðurstöðu sem að verð-
ur komist. Þessi síðasta framkoma
G. Sv. verður sem sé að skoðast
i því ljósi sem fyrri frainkoma
hans kastar.
G. Sv. og ldrkjan.
t>að sem eg fyrst vildi
gera öllum Ijóst er það á hvern
hátt G. Sv. berst fyrir áhugamál-
um sínum. Og bezta dæmið er
um G. Sv. og kirkjuna.
Það er alkunnugt að G. Sv. er
«inhver ákveðnasti andstæðingur
hinnar íslenzku þjóðkirkju. Hann
vill slíta öllu sambandi hennar
við ríkið. Hann vill skóinn niður
af kirkjunni hvað sem það kogtar
og með hvaða meðölum Sem er.
Það virtist vera á góðum vegi,
að sambandi ríkis og kirkju yrði
slitið. AUnent var kvartað um
deyfð í kirkjunni. Töluverður
flokkur virtist hallast á þá sveif
að það svaraði ekki kostnaði að
halda í kirkjuna.
En svo keinur nokkuð i veg-
inn sem hindraði áframhaldandi
skilnaðaróskir milli ríkis og kirkju.
Nýjar hreiíingar vakna innan
ltirkjunnar: meiri safnaðastarf-
semi, nýguðfræðin, »spírítisminn«
o. 11. Margir sem áður stóðu and-
vígir kirkjunni hnigu nú nær
henni. Nýjar vonir glæðast um
andlegt líf í kirkjunni. Um leið og
óánægjan minkar yfir aðgerðar-
leysi og deyfð kirkjunnar, um leið
fæklca raddirnar sem heimta skiln-
að rikis og kirkju.
Hinn æsli skilnaðarmaður G.
Sv. sér fram á þelta, að þetta
mikla áhugamál hans — niður-
rif þjóðkirkjunnar — mætir nú
meiri mótslöðu. Hvaða meðöl not-
ar hann til þess að spyrna á móti?
Það er einmitt það sem eftir-
tektarverðast er í þeSsu máli. Og
það er þjóðkunnugt. Aðferðin sem
hann notaði til þess að vinna að
þessu göfuga áhugamáli sinu var
viðlíka göfug: Hann hóf svsesna
persónulega árás á einn mikils-
virtasta og áhrifamesta kennimann
landsins, Harald prófessor Níels-
son.
Prófessor Haraldur Níelsson
-sameinaði alt sern G. Sv. þurfti
með. Hann var sem sé bæði ný-
guðfræðingur og spírítisti — fylgj-
andi báðum stefnunum sem voru
að blása lífi í þjóðkirkjuna — og
einna áhrifamestur. Þess vegna
var skeytunum beint að honum.
Það þarf ekki að lýsa þeirri
deilu, hún er alþjóð í fersku
minni. Það er einhver svæsnasta
persónulega árás sem gerð hefir
verið á mann sem ekki liefir
unnið annað til salcar en að berj-
ast fyrir lielgasta áhugamáli sínu.
Þá hafði ísafold ekki rúm fyrir
ofstæki G. Sv.
Alþjóð mat að verðleikum fram-
komu G. Sv. Prófessor H. N. er
og verður alveg jafn mikilsvirtur
maður, þrátt fyrir allar vammirnar
og slcammirnar sem G. Sv. bar á
hann og málefni hans.
En endurminningin lifir um það
á hvern hátt G. Sv. vinnur að á-
hugamálum sínum. Aðferðin er
þessi: að gera persónulega árás á
einhvern í þeim flokki sem í móti
stendur.
Fleiri dæmi verða ekld nefnd
frá liðinni tíð, um framkomu G.
Sv. En það mætti nefna mörg,
sem eru þjóðkunn, og alt ber að
sama brunni um bardagaaðferð
hans.
G. Sv. og Tíminn.
Þótt G. Sv. sé ekki gamall er
all-langt síðan hann fór að gefa
sig við stjórnmálum. Og það hefir
alt vérið á einn veg.
í innanlandsmálunum hefir hans
verið að engu getið. Enginn veit
neitt um, að hann hafi nokkurn-
tíma sýnt lit á því sviði. Aftur á
móti hefir hann lengi verið í flokki
þeirra sem hæst hafa hrópað í
utanríkismálunum. Og alt sem
hann hefir sagt á því sviði hefir
verið neilegs eðlis. Það hefir
verið fum út í loftið, lögfræðis-
legar útlistanir ineira og minna á
huldu. Tilgangurinn sá að íljóta
ofan á fjöldanum og teljast leið-
togi, með því að stagast á því
sem er ofan og ulan við skilning
fjöldans. Hann hefir lifað — póli-
tiskt — á utanríkismálunum. Hann
sér það fyrir að fáist þjóðin til að
varpa frá sér því þarflausa þjarki,
sem hefir orðið því valdandi að
vanrækt hafa verið miklu hrýnni
mál inn á við, að um leið er hann
pólitiskt dauður. Því að fimbul-
fambið um utanríkismálin hefir
verið eins og dúkur sem hefir átt
að hylja vilja, stefnu og áhuga-
leysið urn fratnfarir þjóðarinnar
inn á við.
Lengi hefir það tekist — alt of
lengi — að glepja þjóðinni sýn og
fá hana til að gleyma hinu meira
yfir hinu minna. En nú bendir
ýmislegt í þá átt að þjóðin sé
orðin leið á hinu lítilsvirta hjali
G. Sv. og annara um utanríkis-
málin, en muni ætla að snúa sér
með festu að hinum innri málum.
G. Sv. veit að um leið getur
hann eklci lengur flotið ofan á.
G. Sv. veit ennfremur að það er
fyrst og fremst stefna Tímans að
fá þjóðina til þessa. Stefna Tím-
ans kemur því þvert í veg G. Sv.
Hann þarf því að ríða þá stefnu
niður. Og aðferðin sem hann beitir
er nákvæmlega §ama og sú sem
hann beitti til þess að ríða niður
stefnurnar sem komu í veg fyrir
hitt áhugamálið hans, að eyði-
leggja þjóðkirkjuna. Nú byrjar
hann persónulega árás á mig sem
ritstjóra Tímans.
Greinin í síðustu ísafold er
skrifuð náltvæmlega í sama tón
og árásin á prófessor H. N. Og
undirrótin er hin sama. Líkingin
er alveg fullkomin.
Persónuleg atvik úr lífi mínu
koma þar mjög til greina. — Um
starf mitt sem sóknarprestur og
sóknarbörn mín er farið viðeig-
andi niðrandi orðum. — Það
kemur og mjög við mál hvaða
embætti eg hefi sótt um en ekki
fengið. — Rétt og rangt er notað
jöfnum höndum og margt fært í
stýlinn. — Af því að Tíminn hefir
fundið að óreglu í reikningsfærslu,
segir G. Sv. hiklaust að blaðið
hafi dróttað þjófnaði að þeim sem
hlut eiga að máli og hefir þó eng-
um komið til hugar að gera slíkt
og aldrei staðið orð í þá átt í
blaðinu. — Tengdaföður mínum
vill hann blanda inn í málið —
hvaða hvatir liggja þar á bak við
hjá G. Sv.? — en veit þó vel að
aldrei hefir liann verið við mál
þetta bendlaður. Og vel má G. Sv.
og aðrir vita að aldrei hefir neinn
sem að Tímanum heíir staðið
beint neinu skeyti að honum, enda
er það alkunnugt að hann skilaði
þeim fjármálum sem undir hann
heyrðu — sem voru á aðra miljón
— með sárfárra daga fyrirvara
svo að ekkert varð að fundið. —
Ungmennafélögin fá viðeigandi
spark. — Samvinnufélögin sömu-
leiðin. — B. Kr. er gerður að ráð-
herra Tímans o. s. frv.
Mýmargt mætti enn telja, því að
greinin er löng og mætti fylla mörg
blöð af Tímanum ætti að fara að
svara þeim öllum út í ystu æsar.
Hvernig á að haga sér?
Það er spurningin sem eg vildi
svara: hvernig á að haga sér, þeg-
ar slíkur maður fer af stað i þess-
um tón?
Um að svara spurningunni,
kemur það einkum til greina sem
hér fer á eftir:
1. Fyrri framkoma G. Sv. sem
dæmi hefir verið tekið af hér að
framan, sýnir það ljóslega, að bar-
dagaaðferð hans er, að hefja per-
sónulega árás á einhvern fylgjanda
þeirrar stefnu sem er honum til
fyrirstöðu. ísafoldargreinin er skil-
getin systir hinna fyrri af sama
tagi.
2. í annan stað má ganga út
frá því sem öldungis vissu — og
er það bygt á fyrri reynslu — að
sé reynt að rökræða við liann um
mál, fæst ekkert upp úr því. Það
er tilviljun ef G. Sv. kemur að
málefninu. Rökræða við hann verð-
ur ekki til að skýra neitt mál.
3. Á hinn bóginn er það öld-
ungis víst — og er sömuleiðis bygt
á fyrri reynslu — að ef lagt er út
í deilu við hann, í von um að
málefnið skýrist, þá verða allir
ættingjar, lífs og liðnir, dregnir
fram á sjónarsviðið með viðeig-
andi svívirðingarorðum, lif sjálfs
manns og störf afflutt í líkum mæli,
og sparkað í alt og alla sem
hægt er á einhvern hátt að blanda
inn i umræðurnar.
Hvernig á að haga sér gagnvart
slíkum manni? Manni sem hefir
þennan megineiginleika að hefja
persónulega árás, þegar hann verð-
ur reiður einhverri stefnu. Manni
sem svífist einskis, um að svivirða
æltingja og »prívat« líf þess, sem
hann kýs lii að beina skeytum að.
Eg lcveð upp dóminn fyrir minn
hluta: Slíkan mann lítilsvirði eg
fullkomlega, um leið og geri sjálf-
um mér og öðrum grein fyrir
hvers vegna eg geri það. Og eg
lýsi þvi hér með yfir — algerlega
reiðilaust og að vel hugsuðu máli
— að þess vegna á eg ekki i rit-
deilum við G. Sv. Eg skoða það
sem ósagt sem hann segir. Eg lít
svo á að það sé fyrir neðan það
sem nokkur maður þurfi að taka
tillit til.
Það er sagt í eitt skifti fyrir öll
og svo verður það. Það eru til
velsæmistakmörk og það liefir
sínar afleiðingar að yfirstíga þau.
Þetta sem hér hefir verið sagt
að framan hefir nógsamlega sann-
að það með hvaða hætli G. Sv.
berst. Á þeim gögnum er þessi
dómur reistur, að eg tala ekki við
hann. Ögranir og fúkyrði sem hann
kann að kasta til mín út af því,
þær heyri eg ekki. Eg mun ekki
þreyta lesendur blaðsins með því
að taka tillit lil þess. Málefnisins
vegna, velsæinis vegna, lesendanna
vegna og sjálfs min vegna, lýsi eg