Tíminn - 19.01.1918, Page 2

Tíminn - 19.01.1918, Page 2
10 TIMINN því yfir að eg mun ekki virða G. Sv. framar svars. Tíminn mun fara sínu fram, ræða áhugamál sín, eins og ekkert hafi ískorist, eins og G. Sv. hafi aldrei skrifað í ísafold. Það hefir farið svo um alla sem G. Sv. hefir ráðist á að þeir hafa a. m. k. verið jafngóðir eftir. Eg er ekkert hræddur um að svo verði ekki enn. Þingmaðurinn. Það er vitanlega ekki gert fyr en í fulla hnefana, að kveða upp slíkan dóm yfir manni, sem hér hefir verið gert. Þess vegna þótti mér rétt að færa svo ítarlega rök fyrir honum. Og eg þarf um leið að víkja að mótbáru sem margur myndi koma fram með gegn þessum dómi yfir G. Sv. og hún er sú að hann er þingmaður og ætti því að vera hægt að rökræða við hann. Það ætti óneitanlega að vera svo, þótt ekki sé, en öllum þingmönn- um og öðrum kunnugum er það vitanlegt að G. Sv. er ekki annar inaður né öðruvísi i þingsalnum en í ritdeilum. Þar er að eins um stigmun að ræða í framkomunni sem stafar af því að í ræðum get- ur hann ekki vandað sig eins á því að þjóna eðli sínu. Og annað atriði kemur mjög til greina um að draga úr gildi þess að G. Sv. er þingmaður. Það er sem sé öllum kunnugt, að það var beinlínis slys að G. Sv. komst á þing. Og á þingi nú situr enginn þingmaður annar en G. Sv. sem það er vitanlegt um, að hann er minnihlutamaður í kjör- dæmi sínu. Slysið vildi svo til að mótstöðumenn G. Sv. voru svo vissir um að hann næði ekki kosningu, að þeir dreifðu kröftunum og buðu sig tveir fram á móti honum og með því móti varð hann kosinn af minni hlutanum. G. Sv. getur því ekki vitnað í það að hann er þingmaður, um að láta taka tillit til sín. Að endingu bið eg lesendur Tím- ans afsökunar á því hvað eg hefi eytt miklu rúmi i blaðinu til þeSs að rökstyðja það hversvegna eg á ekki orðastað við G. Sv. Það er gert i eitt skifti fyrir öll. Það er útrætt mál af minni hálfu. Tryggvi Pórhallsson. Fréttir verða vegna rúmleysis að bíða næsta blaðs, sem kemur út fyrir póstana. Mesti Qöldi af greinum, einkan- lega um dýrtíðarmálin, liggja nú bjá ritstjóra. Eru höfundar vin- samlegast beðnir að afsaka þótt dálítill dráttur verði að vera á birting þeirra. Þorsteinn Jonsson kaupmaður á Seyðisfirði hefir gefið gagnfræða- skólanum á Akureyri 30 smálestir af kolum úr Hringaversnámunni á Tjörnesi og flytur kolin til Akur- eyrar. Um ostagerð eftir Jón Á. Guðmundsson. I. Flestar nýungar eiga talsvert örðugt með að ryðja sér til rúms meðal almennings. Er slíkt eðli- legt og gott, að minsta kosti á sumum sviðum. Margar nýungar eru því miður eltki til mikilla bóta. Þótt ekki skorti á, að blöðin gerðu mikið úr því, þegar mér í fyrstu heppnaðist að búa til ís- lenzkan Gráðaost, hefir almennur áhugi fyrir tilraunum minum með endurbætur á osti þessum verið talsvert lítill. Einstaka menn og þeir allmargir hafa þó fyígt fram- förum mínum í ostagerðinni með talsverðum áhuga. Á síðasta ári virðist þó svo sem vaknað hafi talsverður áhugi fyrir málefni þessu. Margir hafa spurt mig um ostagerðina og ýmislegt henni viðkomandi, og það beinlínis með þeirri hugsun hvort hún myndi ekki eiga við, og geta komist í framkvæmd í sveitum þeirra. Þess vegna víl eg hér gefa nokk- urar upplýsingar, handa þeim sem kynnu að hafa hug á þessu máli, eða jafnvel í hyggju að koma upp hjá sér ostabúi í framtíðinni. Um framtíð þessarar ostagerðar er því miður ekki hægt mikið að fullyrða eins og nú standa sakir. Veruleg framleiðsla yrði óhjákvæmi- lega að byggjast aðallega á erlend- um markaði. En á þessum óvissu tímum er ekki gott að spá mildu um framtíðarverðið. Þó er ekkert nú, sem bendir til, að í framtíðinni verði lógt verð á ostinum. Líkurnar eru langtum fremur hið gagnstæða. Fyrir stríðið var eftirspurnin eftir hinum egta Roquefortosti frek- ar að aukast, en þá var framleiðsl- an alt að 10 miljónum kg. árlega. Nú hefir henni stórlega hnignað, og þó að Frakkar eftir stríðið auð- vitað reyni að auka framleiðsluna, stöndum við íslendingar all vel að vígi um að koma íslenzka Gráðaost- inum á markaðinn meðan eftir- spurnin er mikil þar sem það er við- urkent að hann sé sú eftirstælingin sem stendur næst hinum egla Roquefort, enda sú eina sem til- búin er úr tómri sauðamjólk. í Frakklandi er hringur auðfé- laga sem hafa ostagerðina og ráða verðinu. Litlar líkur eru til að þeir fari að setja niður verðið á sínum 10 miljónum kg., eða þó það væri nokkuð minna, til þess að útiloka nokkur þúsund kg. frá markaðin- um. Enda ekki ómögulegt að eftir- spurnin gæfi kaupmönnum einum tækifæri til að græða á þeirri ráð- stöfun. Þess vegna engar líkur til að það bragð verði notað að setja verðið á ostinum niður. Miklu sennilegra er að ætla að verðinu verði haldið hátt til þess, að jafna þann halla, sem stríðið hefir bakað eigendunum. En hitt, hversu exfitt verður að koma ostunum á erlendan markað, getur haft töluverð áhrif á verð þeirra. Flutningsgjald á osti getur þó aldrei orðið eins tilfinnanlegt og t. d. á kjöti. Óhætt er að gera ráð fyrir, að osturinn yrði alt að 4 sinnum verðmeiri hvert kg., og þess vegna flutningsgjald á osti alt að 4 sinnum minna fyrir hvert krónu virði sem út er flutt. Það eru aðflutningstollar í þeim löndum, sem osturinn myni helzt seljast í, sem eru hættulegasti örðug- leikinn á sölunni. Þó er ekki vert að gera sér neina grýlu út af því, meðan ekkert á- kveðið bendir til þess að slíkt verði tilfinnanlegt. Ef tekið er tillit til þess, að verð það sem Gráðaosturiim var seldur fyrir í sumar, var að eins 40°/o hærra en egta Roquefortostur var seldur hér fyrir stríðið, og það borið saman við hækkun á öðrum ostategundum, er það ekki óeði- leg ályktun, að verðið geti haldist mjög svipað eftir stríðið. Sé ostagerðin borin sarnan við smjör og skyrgerðina, er það aug- ljóst að ostagerðin verður talsvert arðsamari. Úr 100 lítrum af mjólk má gera ráð fyrir 18—19 kg. af Gráðaosti, eftir gæðum mjólkur- innar. Af smjöri mun yfirleitt ekki fást meira en 7 kg. til jafnaðar yfir sumarið. Þó hlutfallið sé nokkru hærra fyrst eftir fráfærur. En af skyri 30—35 kg. Sé nú smjörið reiknað á kr. 4 og skyrið 0,50 livert ldlogr. fást þannig 43,00—45,50 krónur úr hverjum 100 lítrum, með smjörgerðinni. Samsvarandi verð á ostinum er 4,00 kr. hvert kílogr. og því fást með ostagerðinni 72,00—75,00 kr. úr sama mjólkurmagni. Að visu er tilkostnaðurinn talsvert meiri við ostagerðina. Einkum nú í dýrtíð- inni. Get ja.fn vel búist við 20—25 króna tilkosnaði á hvern hektolíter næsta sumar, auk vinnulauna. En smjör og skyrgerðin þarf líka til- kostnað og auk þess talsverða vinnu. Mysuna hefi eg ekki reikn- að, og mun hún þó nokkuð verð- meiri, en sýran og áfirnar. í Gráðaostinum er ekki að eins feitin, heldur líka ostefnið og nokkuð af vatni selt með sama verði og smjör er vanalega selt. Þess vegna er það mjög líklegt, að í framtíðinni verði hann ein af okkar aðal-mjólkurafurðum. Allmargir hafa leitt það í tal við mig, hvort ekki mundi heppi- legt að búa til einhverja aðra ostategund jafnhliða gráðaostinum, auk mysuostanna. Slíkt álít eg algerlega ástæðulaust, því á- höldin fyrir gráðaostargerðina eru svo sérstök að þau geta alls ekki átt við aðra osta. Byggingarnar eru sömuleiðis sérstakar fyrir þá ostagerð. Auk þess er það skoðun mín, að Gráðaosturinn sé sú ostategund, sem heppilegust er hér á landi. Hann er af þeim ostaflokki, sem kallaðir eru hálflinir ostar, en af þeim fæst meira úr hverju kg. mjólkur, en hörðu ostunum. Auk þess er hann með dýrustu ostateg- undum. Staðhættirnir eru hér svo fram- úrskarandi góðir, hvað loflslagið snertir, og svo sauðamjólkin, sem er óumflýanleg í góðan Gráðaost. En það eru svo fá lönd, sem fram- leiða hana og þess vegna er svo mikil eftirspurn eftir sauðamjólk- urostum. Samt sem áður er ekki gott að ákveða að svo komnu máli, hve víða á landinu verði viðkomið ostabúum, eða hve mikla útbreiðslu ostagerðin geti átt hér í framtíð- inni. Það byggist aðallega á því, hve hagnaðurinn verður mikill, og þar af leiðandi hve miklu má kosta til reksturs henni. Meðan alt er í óvissu og lítil reynd fengin fyrir verulegum osta- búum, er því varlegast að byrja eingöngu í þeim sveitum, þar sem góð skilyrðin eru fyrir hendi. Enda er það svo víða, að í náinni fram- tíð er ekki útlit fyrir örari út- breiðslu. (Frh-) Endurminningar Tryggva Gunnarssonar. Að þessu búnu bjóst eg til heim- ferðar. En áður en eg legði af stað hitti eg mann þann er nefnd- ur var Garða-Björn, faðir síra Björns sem nú er í Laufási og þeirra systkina — hann var þá að leggja af stað norður til hesta- sölu. — Spurði hann mig livort eg vildi ekki verða sér samferða og reka með sér hestana. Slóst eg í ferð með honum. Lögðum við af stað um nóttina með 45 hesta og fórum i áfanga lil Kalmanstungu. Þar áðum við um stund og héldum svo í öðrum áfanga norður á Blöndubakka. Var áin enn vatnsinikil og lögðumst við fyrir við hana og biðum morguns. Hafði þá runnið svo úr henni að hún var fær. I þriðja áfanganum héldum við til Akureyrar. Þar settist Björn að, en eg hélt tafarlaust áfram heim- leiðis. Eins og eg gat um að fram- an hafði eg lagt af stað að heiman með tvo hesta til reiðar: brún- skjóttan hest og gráa hryssu, sem kölluð var Brana, stríðalin og bráðvökur. Þegar komið var upp á Járnhrygg, hæzt á Vaðlaheiði var sá skjótti orðinn uppgefinn og til tafar. Tók eg þá það ráð að Ieiða hann út af veginum ofan í graslaut og skyldi hnnn þar eftir, en hélt áfram á Brönu. Hafði al- drei séð þreytu á henni í allri ferðinni. Það varr seint á laugar- dagskvöld að eg kom keim að Hálsi. Morguninn eftir kemur móðir min inn lil mín með hressing og vekur mig. Segi eg henni frá ferðinni og erindislokum. Leist henni illa á þau og þykir eg liafa stofnað mér í ærinn valda. Um daginn átti síra Þorsteinn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.