Tíminn - 19.01.1918, Qupperneq 4

Tíminn - 19.01.1918, Qupperneq 4
12 TIMINN verði til þess að samningaumleit- anirnar strandi með ölln. Ekki hafa Bretar enn, viðurkent stjórn Maximalista í Rússlandi, enda hefir sá flokkur við mikla örðugleika að stríða og alveg und- ir hælinn lagt, hvort honum tekst að halda völdum til langframa. Sjálfstæði Finna er nú viðurkent af Rússum, Norðurlandaþjóðum, þó ekki íslendingum, og ýmsum öðrum ríkjum. Af vígvöllunum er ekkert nýrra að herma þessa viku. Þjóðverjar safna óhemju liði í Flandri og Miðírkin gegn ítölum, en til stór- tíðinda hefir þó ekki dregið enn. Kafbátahernaðurinn er rekinn með ámóta árangri, sem að undan- förnu, 15—20 stórskipum sökt vikulega. Eftir amerskum heim- ildum er það haft, að skipatjón Breta sé 23/4 miljón smálesta um- fram það, sem þeir hafi hernumið og smíðað frá því að ófriðurinn hófst til ársloka 1917. Mikill er þó floti Breta enn, engu að síður, nær 17 miljónum smálesta i skip- um sem bera yfir 2000 smálestir (Gullfoss ber 1000 smálestir) og óhemja af smærri skipum. Hiátursefni. Lesendum Tímans er kunnugt um það, hvaða tiilögur hafa verið fluttar i blaðinu um skipulag landsverzlunarinnar. Þeim er það og kunnugt að þær tillögur nálega allar eru nú orðnar að veruleik. Andstæðingablöð stjórnarinnar gerðu á hinn bóginn sitt til að koma í veg fyrir að þetta yrði og létu allófriðlega. En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Þessi nýbreytni befir sem sé átt að fagna svo almennum vinsældum, að blöðin treystast ekki lengur til þess að berja höfðinu við steininn. Og hvað gera þau þá? Háværasta blaðið, sem kom út i gær, snýr nú blaðinu við heldur greinilega. Nú segir það landsverzl- unina »í betri höndum« og legg- ur blessun sína yfir ráðstöfun stjórnarinnar. En ekki nóg með það. Blaðið segist hafa haldið þessari stefnu fram frá þvi fyrsta. Aftur á móti sé þetta alt þvert ofan í tillögur »Tímans«. Og blaðið hrósar sigri með fjálglegum orðum. Alveg er það einstök einfeldni, að halda að nokkur maður trúi þessu. Flestum er illa við að verða að athlægi, en það er óhugsandi að nokkur inaður sem veit málavöxtu, geli lesið þetta án þess að veltast um i hlátri. Það fer ekki hjá því að hægt hefði verið að koma orð- um að stefnubreytingunni á ein- hvern hátt annan. Hitíregn. Heimleiðis eftir Stephan G. Stephansson. Ungmennaf. beittust fyrir heim- boði Stephans. Hann launar þeim því að gefa þeim kvæðin sem hann orti í förinni. Eru þau nú gefin út, í snoturri útgáfu og bera nafn sem að ofan segir. Tilefnin verða vitanlega mörg sem skáldið fær til Ijóða sinna á slíkri för og gegnir furðu hversu mikið er ort, því að margt annað hefir glapið hug. Get eg þess að lengst lifi Ijóðin sem kveðin eru út af fornum þjóðsög- um, er rifjast hafa upp á ferða- laginu. Allir vinir Stephans munu fagna því að eignast þetta kver til við- bótar við eldri Ijóð hans. Fréttir. Tíðin. Frosthörkur hafa verið hinar mestu er menn muna um alt land, sunnanlands hafa þær komist upp í 25 stig á Celsius og alt að 30 st. nyðra, enda liefir sjó lagt víða við land. Hörkum þessum hafa fylgt mikil norðan- veður og stórhriðar og er nú ís fyrir öllu Norðurlandi og eitthvað er hann farinn að færa sig suður með anstan og veslan. Bjarndýr hafa gengið á land nyðra. Siglingar með ströndum fram eru hinar er- viðustu í þessari tíð. Lagarfoss kom inn til Fáskrúðsfjarðar eftir 186 klst. siglingu frá Vestmanna- eyjum og var þá svo klölcugur að eigi mátti á það bætast. Gizkuðu skipverjar á að klakinn sem hlað- ist hafði á skipið mundi vega um 400 smálestir. Skipið átti að fara til Akureyrar en komst lengst á Seyðisfjörð. Úr bréfl úr Skagaflrði í des. Tiðin hefir verið hörð, undanfarna viku kom enginn dagur hríðarlaus og suma daga var hríðin svo hörð að ilt var að fara milli húsa. Haustið var afarstirt, hríðar og illveður öðru hvoru, mikið hejr úti um göngur, mest af því mun hafa náðst, en með slæmri verkun, nema hjá þeim sem settu í súrhey. Sú heyverkunaraðferð hefir lítið þekst hér i sýslu fyr en í sumar. Undanfarin ár mun hún aðeins hafa verið notuð af 4 bændum, en í sumar byrjuðu allmargir á súrheys- gerð og mun Tíminn hafa átt góð- an þátt í þvi. Má telja víst að þessi heyverkunaraðferð breiðist út, svo ekki líði á löngu þar til a. m. k. ein slík tóft er til á flestum bæum. Þótt fönn sé óvanalega mikil í firðinum þá er víðast allgóð jörð fyrir hross. Stóðhross eru meira slegin en venjulega og er það því óálitlegra sem lirossum hefir verið fjölgað talsvert. Þó hefir hrossum verið lógað með mesta móti, þ. e. gömlum hestum og lélegum trypp- um og folöldum. En því miður mun það ekki hafa verið svo mik- ið né alment sem skyldi. — í tveim hreppum sýslunnar munu vera til kornforðabúr og heyforða- búr í einum, sem ungmennafélag sveitarinnar liefir stofnað. Nýlega brann baðstofa á Bjarna- stöðum í Blönduhlið, er þetta annar bæjarbruninn í Akralireppi á þessu ári. Ætti þelta að vera lirepps- mönnum bæði þar og annarrsstaðar næg áminning til að koma á bruna- bótarfélögum i hreppum, en þó mun að eins einn hreppur hér hafa komið því nylsemdarverki í fram- kvæmd. Misvimlasamt hefir verið í »Landinu« upp á síðkastið. Ann- arsvegar er talað um »viðurkenda heiðursmenn eins og Björn Krist- jánsson og rilstj. Tímans — svo að báðir séu nefndir í einu —«, hinsvegar er það »aðalmarkmið blaðsins að flytja persónulegt níð og róg um suma helstu og beztu menn þjóðarinnar«. Á hinn bóginn eru engin veðra- brigði sjáanleg um það að halda fram ágæti kaupmenskunnar frara yfir samvinnustefnuna. Ritstjóri: Tryggvi Þórlinllsson Laufási. Simi 91. Prentsmiðjan Gutenberg. Amaryllis. heldur vínglas«. Og hann hló sjálfur að sínum föðurlegu at- hugasemduin um hinar einkar nettu hendur dóttur sinnar. »Og hvernig á Stefanos nú að fara að því að drekka?«, sagði hann alt í einu og leit jafn- snemma lil mín eins og með af- sökun. »Hann drekkur úr sama glas- inu«, sagði hún með barnslegri einlgæni, »úr því að við höfum ekki annað — gjörið svo vel!« Og hún rétti mér hendurnar fullar af vatni. Eg hikaði. Þetfa var of mikið. Eg átti að drekka úr höndum hennar, eg átti að nálgast þær með vörum minum. Það væri frekja og ókurteisi. Og þótt hún yrði svo ógætin að rétta þær að niér, ólti eg þá að taka á móti, eigandi á hættu að gera mig sek- ann í einhverju óviðeigandi? Hr. Anastaios sá að eg var í efa. Annaðhvort misskildi hann mig eða þá hann lét sem hann skildi mig ekki. »Þér skulið drekka, ef þér eruð þyrstir«, sagði hann. »Þér óttist máske að hún sé orðin þreytt. Það er því betra, hún gleymir þá þeim mun síður glasinu næsta ski ftið«. Hvað átti eg að gera. Eg laut höfði og drakk, og eg gerði þetta eins gætilega og eg gat. En jafn- snemma varð eg þess var að eg var að verða óstöðugur í fótun- um, eg lcendi svima yfir höfði eins og hefði neytt mikils áfengis. Eg þorði ekki að drekka meira. »Eg þakka kærlega. Vatnið er ágætt, drykkjarglasið enn betra og sá sem ber svaladrykkinn: En eg er ekki þyrstur«. »Eg vil ekki fara sömu leiðina heim», sagði hún eitthvað svo notalega ákveðin, um leið og hún hnýtti rauðu hattböndunum sín- um undir hökuna. »Við skulum fara strandleiðina«. »Þú veist þó að hún er mun lengri«. »Hvað gerir mér það, og þér eru göngur svo eiginlegar«. »Já, en Stefanos er óvanur löngum göngum«. »0-hvað! Pabbi lítur á yður eins og gamalmenni«, sagði hún, sneri sér að mér og horlðist i augu við mig, eins og lil þess að fullvissa sig um hvort þar væri nokkurn mótþróa að sjá. »IJið skuluð ekki vera með á- hyggjnr út af mér«, flýtti eg mér að svara. »Eg vil heldur að við förum með ströndinni, þá fæ eg lika að sjá það sem er á þeirri leið«. Amarylles var altaf á undan, altaf jafn létt á sér og óþreyt- andi. Hún leitaði uppi allar mis- hæðir á veginum eins og stein- geitarkiðlingur, og oft fór hún út af götuslóðanum ef hún sá láa kletta tíl þess að geta hoppað ofan af þeim. Og alveg var hún sérstökum hæfileikum búin til þess að halda jafnvæginu á gler- hálu viðarbarrinu sem þakti jörðina, sem hvað eftir annað, henni til mikillar ánægju, var rétt búið að koma mér af fótunum, eins og eg þó fór gætilega. Hversu dásamleg var ekki leið- in meðfram sjónum! Bylgjurnar hafa þar löngum glímt og glíma enn við klettana og mest kapp leggja þær á hverja þá nöf sem lengst skagar f'ram, svo nú má heita að ldettabeltið sé alstaðar orðið lóðrétt. Við þetta verður viðureign birmbylgjunnar og klett- anna enn tröjlauknari. Og þar eð rauðuin lit slær áklettana hér og hvar, kemur manni i hug að þetta séu blóðug svöðusár eftir eflir hina tryldu viðureign. Alt fram á brún ná hin risavöxnu tré. Mörg þeirra hafa oi-ðið á bak að sjá moldinni utan aí rótuni sínum, og slúta út yfir bergbrún- ina dæmd til hins óumfhý’janlega dauða þá og þegar, önnur eru þegar fallin fram af og hanga visin með litlu eða engu lífsmarki á svolitlu af rótaröngum sinum. Amaryllis, sem hingað til hafði athugað alt sem fyrir bar á hinni leitóttu leið, rak nú upp gleðióp, eins og hún hefði uppgötvað eitt- hvað afar merkilegt, og samstund- is beygði hún sig til þess að taka eitthvað upp. Að vörmu spori var hún svo komin til okkar með

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.