Tíminn - 09.03.1918, Side 3

Tíminn - 09.03.1918, Side 3
TÍMINN 47 þess stað. — Slíka byltingatíma nefnum við tímamót. Og eg held að engum hugsandi manni geti blandast hugur nm, að vér lifum nú einmitt á slíkum tímamótum. Vér þurfum ekki að virða lengi fyrir oss ástandið í heiminum, til þess að ganga úr skugga um, að nú er runnin stórfeld byllinga og breytinga öld yfir þjóðirnar — og ekki að eins yfir eina eða tvær þjóðir, heldur yfir alt mannkynið. Hvarvetna getur að líta einhverja óstöðvun og óþreyju, sem sýnisí hafa gagntekið mennina. Alt er á ferð og flugi, ef svo má að orði kveða. Mörg stórtíðindi gerast nú á skammri stundu. Aldrei hefir verið eins erfilt að sjá nokkuð fram i tímann og nú, eða fara jafnvel nokkuð nærri um, hvað næsti mánuður eða vika muni bera í skauti sér. Það er eins og flest- um hugsandi mönnum sé það nokkurn veginn Ijóst, að lieimur- inn hljóti að taka stórum stakka- skiftum áður langt um líður, — og ekki að eins í hinu ytra, held- ur jafnvel á hinum andlegu svið- um, eða með öðrum orðum að bráðlega muni djúplæk andleg byltirfg eiga sér stað. Og svo van- ir erum vér orðnir rás stórviðburða, að vér gefum þeim alburðum varla gaum, sem hefðu þótt, fyrir nokkr- um áratugum, hinir mestu merkis- atburðir í lííi þjóðanna. Ef vér gæfum oss tíma til þess að staldra ögn við og líta yfir þennan tíma, sem liðinn er síðan vér munum fyrst eftir oss, þá mun engum af oss dyljast að breyting- arnar, sem hafa orðið þessi tiltölu- lega fáu ár, eru bæði svo margar og miklar, að þær hafa að lieita má gerbreytt heiminum og högum mannkynsins. Framfurir. Og vér sjáum að framfarir liafa orðið miklar á ýmsum sviðum. Nýjar þjóðir, sem almenningur vissi varla að væru til, hafa lagt út á framfarabrautina og meira að segja skipað sér í sveit helzíu for- vígisþjóða veraldarinnar. Auknar og endurbættar samgöngur hafa eins og þokað þjóðunum saman, svo þær eru nú háðari liver annari en nokkru sinni áður. Þekkingin hefir og aukist og marg- faldast í öllum greinum að heita má; og mannsandinn hefir unnið hvern sigurinn öðrum frægari á náttúrunni, hann liefir lagt undir sig jötunmögn hennar og tekið þau í þjónustu sína. En jafnvel þótt hinar ytri breyt- ingar blasi ef til vill betur við oss en hinar »innri«, þá raunum vér þó geta gengið úr skugga um, að hinar siðarnefndu eru engu minni. Vér sjáum, að hugsjónir liafa liðið undir lok og aðrar komið í þeirra stað. Lífsskoðanir manna hafa tek- ið gagngerðum breytingum, engu síður en lifnaðarhættir þeirra og hin ytri kjör, sem þeir áttu við að búa. í*að mun láta nær sanni að segja að hver áratugur hafi undan farið flutt þjóðunum sínar lífsskoð- anir og sinn »aldarhátt« og þá jafnframt steypt af stóli lifskoðun- um og »aldarhætti« fyrirrennara síns. í stuttu máli sagt: Á síðast- liðnum mannsaldri hafa orðið meiri framfarir í verklegum framkvæmd- um og þekkingu og meiri breyling- ar á lífsskoðunum manna en á margra alda tímabili fyr á tímum. (Frh.) Yegamál. Hér á landi verða samgöngu- málin jafnan sérstaklega þýðingar- mikil. Strjálbygðin veldur því. Svo að segja hver einasta manneskja á íslandi verður stöðugt fyrir ó- teljandi óþægindum af sti’jálbygð- inni og ónógum samgöngum. Eina ráðið til að bæta úr þessu er að leggja mikla stund á allar þær umbætur sem geta, ef svo mælti segja, þokað fólkinu saman, minkað fjarlægðirnar sem sldlja mann frá manni. í þessu efni hefir töluvert áunn- ist siðustu áratugina. Samt er það að eins byrjun. Nokkrir akbrautar- spottar um helstu undirlendin, og dálítið af reiðvegum hér og þar. Enn mj'nda þessir vegstúfar ekki neitt samanhangandi kerfi, nema ef vera skyldi á Suðurláglendinu, og er þar þó mikils ávant enn. Þar sem lítið hefir verið aðhafst enn, er það bersýnilegt að vega- málin muni leggjast ærið þungt á þjóðina á komandi árum. Þörfin svo mikil, en lítið aðgert. Það skiftir þess vegna afar miklu máli að rétt sé stefnt, að inenn geri sér ljósa grein fyrir því, með hverjnm hætli þjóðin getur velt því grettis- taki sem hér liggur yfir þvera götu. Fyrsta atriðið er það að áreiðan- lega þarf að leggja mikla vegi. Það hlýtur að kosta mjög mikið fé, og það fé hlýtur að langmestu leyli að koma úr landssjóði. En af þvi leiðir aftur að einstaklingarnir mega ekki leggja alt of mikla stund á það, að komast Iijá að bera skatla og gjöld til lands þarfa. En á smá- munasemi í þeim efnum ber helzt til mikið, og er þar frumástæðan til þess, að þjóðin er svo skamt á veg komin í verklegum efnum. Næst er það að vita hvernig á að haga framkvæmdunum. Ein- hver drög munu vera til yfirlits i þeim efnum á skrifstofu þeirri sem hefir vegamálin með höndum. En almenningi er lítt kunnngt um þær ráðagerðir og er það málefninu til verulegs tjóns. Far að auki er mikill ágreiniuður um sum þýð- ingarmikil atriði í framkvæmd vegalaganna, og það svo mjög að engin niðurstaða er enn fengin. Nægir í því efni að benda á liina sívaxandi óánægju með þau ákvæði, að hver sýsla eigi að annast um sína akvegi. eftir að landið hefir bygt þá. Framkvæmd þessara laga er bundin mörgum vandkvæðum. Meðal annars því, að sýslufélögin hafa ekki tekjur í samræmi við þær byrðar, sem viðhald veganna Ieggur þeim á herðar. En úr þessum ógöngum þarf að komast. Það þarf að ræða vega- málin gaumgæfilega og með fullri alvöru. Og í samræmi við tillögur hinna framsýnustu og vitrustu manna þarf að gera fullkomið vegakerfi um landið. Vitanlega tek- ur það langan tíma. Það vita aliir. En með skaplegri forsjá má forð- ast marga villigötuna. Dæmi af þvi tagi er vegurinn yfir Mosfellslieiði milli Rejrkjavíkur og Þingvalla. Nú sjá menn, að hann hefði betur Iegið yfir Mosfellssveit, eftir bygð að mestu, þar sem þörfin er mikil fyrir veg, og viðhaldip minna. En nú er of seint að sjá réttu leiðina. Vegurinn er kominn yfir óbygða heiðina og tugum þúsunda sóað til ónýtis. Því að hinn vegurinn keinur samt. (Frh.) Þögnin. Það virðist ætla að sækja í sama horfið við þessa síðari nmræðu eins og hina fyrri um reikningsskil landssljórnarinnar 1914 og ’15, að helzt til lítið líf verði í umræðun- um. Verður öllum almenningi þetta fremur að vonbrigðum í síðara skiflið en hið fyrra fyrir þá sök að lir. G. Sv. hafði tekið að sér vörn í málinu, fór hann geist af stað, talaði hátt og lengi og fór víða. En nú virðist svo sem hann sé þagnaður. í heilan mánuð hafa menn lagt hlustir við til þess að hlýða á það sem Gísli kynni að hafa að segja, en þar hefir verið þögn — steinþögn. Og skilja menn ekki alment yfir hverju hér er að þegja. Annaðhvórt eru reikningsskilin fullnægjandi, góð og blessuð, og virtist lílil ástæða lil að þegja yfir því ef svo væri, ellegar þau eru ó- fullnægjandi og þurfa rannsóknar og leiðréttingar við. Hér getur ekki verið nema um annað tveggja að ræða. Og úr því svo er ekki, því þá ekki að ræða málið opinberlega og komast að niðurstöðu? Eða kemur þjóðinni þetta ekkert við? Er það ekki lielzt til mikið al- vöruleysi af þeim mönnum að þegja sem telja hér alt eins og vera ber, þegar aðrir eru þeir sem eigi telja reikningsskilin gleggri en svo að enganveginn megi heita „fjárlield«. Eg fæ ekki betur séð. Og eftir því sem hr. G. Sv. lýsir sjálfum sér ætli það sízt að standa fyrir honum að kveða hér upp úr. Honum hefir ekki orðið óglatt af því að segja »sannleikann« að því er hann sjálfur segir, þótt ein- hverjum kynni að ltoma það illa. Og úr því svo virðist sem enginn atinar hafi hug til þessa, enginn rnaður og ekkert blað hefir haft »þor« eða »nenning« í sér til þess að halda því fram að reiknings- skilin væru fullnægjandi, þá virð- ist það standa Gísla næst að gera það, fyrst og fremst til þess að ó- sauna ekki sjálfslýsinguna, því næst vegna þess að hann var einn í fjárhagsnefndinni á þingi sem gagnrýna átti reikningsskilin, þá fyrir það að hann var öruggur fylgismaður hlutaðeigandi stjórnar, en þó einkum fyrir það sem hann þegar hefir talað út í þetta mál. En hreki nú hvorki hann né neinn annar með skýrum og ljós- um röktim það í öllum aðalatrið- um sem fundið hefir verið að nefndum reikningsskilum, þá fer allur almenningur að geta áttað sig á því sem hér er um að vera og getur þá hegðað sér samkvæmt því. Guðbr. Magnússon. „Fjárhagmliu". Hr. Jón Þorláksson ininnist fyrst á frumvarp mitt er fór fram á það að nokkrar nauðsynjavörur yrðu seldar undir verði. Þykir honum að tillögur mínar í því efni hafi gengið fram úr öllu hófi. Þá drep- ur liann á tillögur minnihluta bjargráðanefndar (bjargráðanefnd- in liafði frumvarp mitt til meðferð- ar; minni hluti liennar aðhyltist grundvallar hugsun þess) og telur tillögur hennar óalandi og óverj- andi (»glæfratillögur«). Um frumvarp mitt er það að segja, að það fór fram á það, að landsstjórninni væri veitt heimild til þess að selja nokkrar nauð- synjavörur undir verði. Var tilætl- unin með því sú, að reyna að koma í veg fyrir að almenningur liði neyð, og jafnframt að létta, ef á þyrfti að halda, mestu dýrtíð- arerfiðleikana hjá almenningi. Hve- nær til þess skyldi taka (að selja vörur undir verði) og hve mikið skyldi selja af vörunum undir verði á hvern heimilismann af þeim er hjálparinnar áttu að verða aðnjót- andi, skyldi landssljórnin ákveða. Við umræður þessa máls tók eg það fram, að þessar tillögur væru gerðar til þess að koma í veg fyrir neyð meðal almennings á komandi vetri. Alt umtal um það að þessi afsláltur á vöruverði hefði kostað landssjóð margar miljónir, er því fjarri réttu máli. Ef komið hefði til þess, þá hefði ástand- ið í landinu verið á þá lund, að orðið hefði að veita stórfé al- menningi til hjálpar, hjá því liefði ekki verið komist, nema því aðeins að enga hjálp hefði átt að veita, en hver og einn hefði átt að lifa og deyja upp á eigin spítur. Þær háu tölur sem nefndar hafa verið í sambandi við þetta tnál, koma til af því að reiknað hefir verið ineð því að allar aðflultar vörur (iniðað við árið 1913) væru seldar við því verði er lillekið var í frum- varpi mínu. Enn sem komið er er ekki búið að sýna fram á með neinum rökum, að ekki hefði ver- ið skynsamlegast að sú hjálp sem landið veitli almenningi vegna dýr- tíðar og atvinnuleysis, fælisl að

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.