Tíminn - 30.03.1918, Qupperneq 3

Tíminn - 30.03.1918, Qupperneq 3
TÍMINN 63 Auglýsing1 um eina og sömu staísetningu í skólum og á skólabókum. Ein og sama stafsetning skal höíð: 1. í öllum þeim skólum, sem eru kostaðir eða styrktir að einhverju leyti af landssjóðsfje. 2. Á öllum þeim bókum, sem notaðar eru við kenslu í þess- um skólum, jafnóðum og bækurnar eru til með þeirri staf- setningu, sem fyrirskipuð er með þessari auglýsingu. 3. Á öllum þeim bókum, sem hjer eftir verða gefnar út á kostnað landssjóðs, eða með styrk af landssjóðsfje. t*ó má balda sömu stafsetningu á þeim ritum, sem byrjuð eru að koma út í heftum eða bindum, ritverkið á enda. í þessum stafsetningarreglum skal fylgt: 1. Granna raddstafi einfalda skal rita næst á undan ng og nk í sömu samstöfu, en hvorki tvihljóða nje breiða raddstaíi, ' nema œ (og ó má rita í samdregnum orðum, t. d. kóng- ur); t. d. langur, hönk, en ekki Mngur, haank; en aftur á móli vœngur. 2. Rita skal je (ekki é) þar sem svo heyrist í framburði. 3. Stafina y og ý skaí rita í stað i og z, þar sem rót orðsins er o, u, io, iu (jo, ju), eða ó, ú, ió, iu (jó, jú). 4. Rita skal í alíslenskum orðum / og g næst á undan t í sömu samstötu, en ekki p nje k, nema rótin (í öðrum myndum orðsins) endi á þeim stöfum; t. d. skrift, vigt, en ekki skript, vikt; en aftur á móti slakt, (af slakur), lapti, (af lepja). 5. Eigi skal rita j næst á eftir g eða k, ef á eftir þeim stöfum fer í sömu stafstöfu e, i, í, æ, au, eða ey, t. d. gefa, gær, gekk, (en ekki gjefa, gjær, gjekk). 6. Rita skal s (en ekki z) alstaðar, þar sem s-hljóð heyrist í framburði. En rita skal t á undan st í sagnorða beygingum þar sem rót orðsins endar á t, eða tt (flutst, af flytja; hitst, af hitta). 7. Tvöfaldan samhljóða á undan öðrum samhljóð skal aðeins rita: a. ef á eftir fer beygingarending, sem byrjar á n eða r, eða fallending á s, eða n fer á eftir ll: t. d. brekkna, fullra, manns, fallnir. b. i samsettum orðum, er viðskeytta orðið byrjar ^sam- hljóði, svo og ef greinirinn er skeyttur aftan við (hreppn- um, leggnum, bekknum). Raddstafabræðurnir j og v eru hjer (í 7. tölulið) ekki taldir sem samhljóðendur. Að öðru leyti en þvi sem hjer er tekið fram, skal visað til stafsetningarreglna bls. 42—51 í Ritreglur eftir Yaldimar Ás- mundarson 6. útgáfa, 1907, og Islenskrar stafsetningarbókar eftir Björn Jónsson, þangað til út verða gefnar itarlegri reglur fyrir hinni fyrirskipuðu stafsetningu, ,og stafsetningarbók samkvæm henni er út komin. t Retta er hjermeð birt til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. oti' kIi*K|uináladcild 9tjórnarráð»ln§, mars 1018. <s36n cfflagnússon. áður engin opinber mál til sín taka, hefir nú fengið atkvæðisrétt i flestum löndum, og með atkvæð- isréttinum rélt til þess að hafa hönd í bagga með stjórn lands og þjóðar. En vandi fylgir vegsemd hverri. Og því miður hefir þetta mikla hnoss dregið illan dilk á eftir sér. Vér sjáum að virðing- arskortur fyrir stjórnendum eða framkvæmdarvaldi þjóðanna læðist inn í hvern krók og kima þjóð- félagsins. Drotlinhollusta er nú að mestu leyti horfi úr þjóðlífinu. En hvað hefir komið i stað hennar. Enginn hlutur sem getur haft eins göfgandi áhrif á menn eins og hún. Rví hverjar eru svo afleið- ingar af hinum áuknu og sameig- inlegu réttindum manna? Sundr- ung og flokkadráttur. Hver stétt og stjórnmálaflokkur keppist við í líf og blóð að skara eld að sinni köku og eiga þvi í sífeldum ófriði hverir við aðra. Úlfúðin og hatrið fara sem logi yfir akur og spilla fyrir allri góðri samvinnu manna og fiokka í milli, sem annars mundu geta lifað og starfað í sameiningu. Og þetta ægilega böl hefir magn- ast ár frá ári og baráttan orðið æ æðisgengnari. Því þegar um ein- hver vandamál er að ræða, vilja fæstir leggja sjálfa sig og sina hagsmuni í sölurnar fyrir þjóðar- heidina, heldur reyna að sjá sér og sínum flokk borgið, hvað sem öðru líður. Og þegar vér athugum þetta, þá væri ef til vill ekki svo undar- legl, þótt einhverjum dytti í hug að spyrja sjálfan sig, hvort vér munum hafa valið hina réltu eða beinustu leið að frelsistakmarkinu, og hvort um nokkrar verulegar framfarir sé að ræða. Hefir alþýða manna hlotið verulegt frelsi, eða hefir hún að eins haft harðstjóra skifti? Eg veit ekki hvað yður kann að sýnast, en þeir bölsýnis- menn eru til, sem álíta, að hún hati gengið undir margfalt þyngra ánauðar ok en hún bar og hefir nú varpað af sér. Eða ef til vill væri réttara að spyrja, hvort hið mikla frelsi hafi ekki haft ánauð- ina i eftirdragi. Getum vér með sanni sagt að samfélagið stefni að því að verða samfeld og samstarf- andi heild, þar sem allir einstak- lingarnir verða sem limir á einum likama og bera hvers annars byrði, eða miðar alt að því að gefa sundrung og tvídrægni byr undir báða vængi, uns samfélagið liðast i sundur og hver bróðurhöndin verður upp á inóti annari? Hjálparvon. þá er vér sjáum hvernig hag þjóðanna er nú í raun og veru komið, sýnast framtíðarhorfur þeirra alt annað en glæsilegar. það má svo heita að öll hin miklu hnoss, sem þær hafa höndlað hin- ar síðustu aldir, hafi ekki getað orðið þeim til verulegrar blessun- ar og mörg þeirra leitt af sér margvíslegt böl, sem jafnvel hinir meslu og beztu menn þjóðanna fá ekki rönd við reist. Með hverju framfaraspori, er sem þær hafi ver- ið að þokast æ lengra og lengra út á öræfi eymda og örvæntinga. Þar á ofan bætast nú hörmungar ófrið- arins. Þess vegna er nú sem þjóð- irnar standi ráðþrota og mæni eftir hjálp og handleiðslu, því aldrei hafa þær fundið betur en nú, að þær eru ekki færar um að vera með öllu forystulausar. En hvar er hjálp að fá? Það er sem alt hafi brugðist. Hinar fegurstu hug- sjónir: frelsi, jöfnuður ög bræðra- G. Sveinbjörnsson. ... ■ ............ lag hafa reynst sem hverfular hyllingar eða fjarlægari en menn héldu. Hin vísindalega þekking hefir og reynst tveggja handa járn, þar eð hún hefir orðið að miklu leyti til þess að auka á hörmung- arnar í heiminum. Og trúarbrögð- in hafa brugðist — ekki svo að skilja, að öll hin meiri háttar trú- arbrögð hafi ekki nógu fagrar og háleitar siðferðiskenningar á boð- stólum; en trúarbrögðin hafa mist að mestu leyti tök á þjóðunum, þar eð sannfæringareldurinn sýnist víðast hvar kulnaður. Því hvaða þjóðir ætli leiti fyrst og fremst ráða hjá talsmönnum trúarinnar, ef mikla hættu ber að höndum? Engar. Flestum mun þá verða það fyrir að treysta á stjórnkænsku sína eða þá á mátt sinn og megin, jafnvel þótt þær verði að leggja út í von- lausa baráttu bæði við ytri og innri örðugleika. En jafn vel þótt trúarbrögðin hafi brugðist að því leyti að þau hafi ekki forystuna á hendi, þá halda þau áfram að vera því nær ótæmandi huggunarlindir og manni liggur við að segja, þrautalending mannsandans. Öll hin meiri háttar trúarbrögð halda þeirri kenningu ríkt frain, að höf- undur lífsins »líti í náð sinui« til mannkynsins, þegar hörmungarnar sleðja að því. Þá rísi upp trúarleið- toginn á meðal þjóðanna, því þeg- ar neyðin er stærst, er og stærsta hjálpin í vændum. — Hið eina sem sýnist geta bjargað þjóðunuin frá því að halda æ lengra og lengra út á ógæfuleiðina er, að andlegt mikilmenni rísi upp áður langt um líður, mikilmenni, sem »talar eins og sá er vald hefir«. Sú er og sannfæring margra manna nú á timum, að ekki líði á löngu, uns trúar- og samfélagsleiðtogi muni koma fram á meðal þjóð- anna og að hann muni verða nógu kærleiksríkur til þess að fórna sér fyrir þær, það er að segja: helga þeim hina andlegu yfirburði sína og nógu máttugur til þess að leiða þær að minsta kosti fyrstu sporin í bræðralags áttina. Með hans hjálp er vonandi að livert jarðneskt happ sem þjóðirnar hafa nú þegar hlot- ið fái leitt af sér verulega blessun. Og á þeirri framfarabraut sem hann mun leiða þær inn á, hljóti þær % þó fyrst og fremst þau hnoss, sem geta enst hverjum einstakling út yfir gröf og dauða. Sig. Kristófer Pétursson. Réttritnnin. Það hefir valdið glundroða eigi litlum að ólíkar reglur um réttrit- um hafa verið kendar við skólana, bæði æðri og lægri. Er »réttritun- armálið« orðið langt mál og þæft og ekki nýrra raka að vænta. Aðalatriðið var að fá eina reglu gildandi alstaðar, en engin von til þess að allir yrðu sammála um einstök atriði. Eins og_ sjá má af auglýsingu hér i blaðinu hefir stjórnarráðið nú fyrirskipað slíka reglu og er það vel farið. Mun það gert í sam- ráði við þá málfróða menn og skólamenn sem einkum eiga hlut áð. Um einstök atriði skal það látið látið i ljósi að »Tíminn« er því samþykkur hvernig úr þeim er skorið. En það skiftir miklu minna máli. Verður þessi réttritun höfð á blaðinu óðar og þeim greinaflokk- um er lokið sem eru að birtast í blaðinu. / * %

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.