Tíminn - 20.04.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.04.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4- kr. árgangurinn. AFGREIÐSLA i 'Regkjavik Laugaveg 18, sími 286, út um land í Laufási, simi 91. II. iír. Reykjavík, 20. apríl 1918. 16. blað. T Sira friðrik jjergmami. Símskeyti barst um það 14. þ. m. að síra Friðrik Bergmann hefði orðið bráðkvaddurv Er það ekki of mælt að þar sé í valinn fallinn sá maður sem kunnugastur var liér á landi af Vestur-íslendingum; og eru þeir þá báðir fallnir frá liöfuðklerkar og fulltrúar íslenzks þjóðernis og kirkjulífs vestra, hann og síra Jón Bjarnason. Fæddur var liann í Garðsvík á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð 15. apríl 1858 og skorli því fáa daga á að hann næði sexlugsaldri er liann lést. Lærir undir skóla hér á íslandi, síðast lijá síra Davíð á Hofi og tekur inntökupróf í latínuskólann þjóðhátiðarárið. Sest þó aldrei í skóla, því að veikindi hamla og svo fer hann til Vesturheims 1875. Stundar þar nám og lýkur stú- dentsprófi. Nemur þá guðfræði tvö ár við Kristjaníu-háskólann, en lýkur guðfræðisprófi við lúterska háskólann í Philadelphíu í Banda- rikjunum 1886. Tekur vígslu sama ár og hefir gegnt prestsstaríi síðan. Hann er einn aðalmaðurinn í stofnun og störfum kirkjufélagsins, varaforseti þess í mörg ár, ritstjóri »Aldamóta«, ársrits kirkjufélagsins og helsti samverlcamaður síra Jóns Bjarnasonar. Er hann þá eindreg- inn gamalguðfræðingur. Dómar hans um íslenzkt kirkjulif upp úr för hans heim um aldamótin, þóttu harðir og vandlætingasamir. En síra Friðrik var silesandi og hann varð fyrir áhrifum nýguð- fræðinnar. Getur enginn annar en sá er reynir, skilið það hvilík áreynsla og barátta þvi er samfara fyrir prest, sem lengi hefir haldið fast við gömlu stefnuna, og meir að segja fylgt henni fast, að brenna hrýrnar að baki sér og snúast gegn ýinsu því sem áður var talið nauðsynlegt og satt. Þótt ekki sé iitið á annað en það, hvað það kostar mikla andlega áreynslu, vinnu og dirfsku. Það er svo marg- falt hægara að standa í stað. Síra Friðrik sneri baki við gömlu stefnunni og gerðist foringi og höfuðprestur hinnar nýrri meðal landa sinna. Hóf baráttu við margra ára samverkamenn. Varð að sætta sig við að vera rekinn út úr kirkju- félaginu með söfnuðum sínum og stofnaði til samheldni með þeim söfnuðum sem aðhyltust hina nýju stefnu. Á þá viðureign alla verður hér enginn dóinur lagður. En öll vörn og sókn, að þvi er guðfrœðilegu hliðina snerti a. m. k., hvíldi á síra Friðrik af hálfu nýrri stefn- unnar vestur þar. Og hvað sem öðru léíð þá bar síra Friðrik höf- uð og herðar j7fir alla Vestur-ís- lendinga um lærdóm og rökfimi. Kirkjufélagsskapur Vestur-íslend- inga hefir hjálpað langinest til um að lialda þar við íslenzku þjóð- erni. Enginn vafi leikur^ á því að þeir síra Jón og síra Friðrik hafa verið áhrifamestir í þvi efni, eigi síður en um kirkjuleg. Munu það margir ætla, þótt ekkert verði sagt um það með vissu, að dauðadóm- ur sé kveðinn yfir íslenzku þjóð- erni vestra, er þeir eru báðir fallnir frá. Síra Friðrik var bæði lærð- aslur maður allra Vestur-íslendinga og beztur íslenzkumaður, enda kennari i íslenzkum fræðum um mörg ár. Ritstörf sira Friðriks verða hér ,ekki talin öll, en mest mun eftir hann liggja allra Vestur-íslendinga. Tímarit tvö gaf hann út: Aldamót og Breiðablik. Síðasta bók lxans: Trú og þekking, ber þess ljósan vottinn hve afburða vel hann var að sér í guðfræðilegum efnum, liklega betur en nokkur maður íslenzkur. Dómar hans um bækur voru orðlagðir. Hann var höfuð- fræðari landa sinna vestra um öll andleg mál. Hann var óþreytandi starfsmaður við að lesa og rita. Upp á síðkastið ritaði hann mjög í »Heimskringlu« um allar and- Iegar og pólitiskar hreifingar í heiminum. Af ókunnugleik verður hér ekki rætt um persónulega eiginleika hans að öðru leyti. Hér á landi eigi siður en vestra verður hans saknað sem andlegs leiðloga og fræðara, því að áhrifin bárust mörg frá honum yfir hafitk Við höfum mist hann líka. Og ísland hefir í honum mist helsta fulltrúa sinn vestra. Það er mikið í húfi, um að frjálslyndur kristindómur nái að þrífast þar, að sæti hans verði vel skipað. Það er eigi síður mikið í húfi um að íslendingar verði ekki tutt- ugu þúsundum færri, að vinir ís- lenzks þjóðernis veslra þoki sér saman, lil þess að fylla skarðið við frá/all lians. Stjðrnmálaástanðið. Rétt um það leyti sem einn þingmaðurinn er að setjast á þing- bekkinn, til þess að taka þátt í ráðum um mestu vandamál þjóð- arinnar, rétt eftir það að búið er að veita honum eitt af mikilsverð- ari embættum landsins — lætur hann sér sæma að birta í elsta stjórnmálablaðinp sem gefið er út í Reykjavík, grein sem er langt fyrir neðan velsæmistakmörlc, bæði að því er snertir rithátt, og virð- ing fyrir sannleikanum. Hann hefir gerst sjálfboðaliði um það að verja mál sem mikið hefir verið um rætt. Hann hefir algerlega orðið undir i þeirri rit- deilu. Rökin sem hann hefir flutt hafa sumpart farið fyrir ofan garð og neðan, sumpart verið hrakin, sumpart hefir hann haldið því fram sem hann segir ósatt. En rökin um málstaðinn hafa verið minsti hluti s fyrirferðarinn- ar í hinum löngu greinum hans. Aðalefnið hefir verið: stóryrði, skammaryrði og bein ósannindi um menn þá og málefni, sem eru honum þyrnir í auga. Með þessum vopnum berst liann blygðunarlaust frammi fyrir ís- lenzkri alþjóð. Og hann miklast af því. Hrósar sjálfum sér. Telur sér sigurinn vísan um málefnið, af því að hann hefir langsamlega borið sigur úr býtum í notkun stóryrða. Þessa er hér getið, ekki fyrir þá sök að neinn vafi leiki á því, hvern dóm allir hugsandi menn leggi á framkomu hvors aðila um sig. Heldur til þess að benda á að þessi framkoma, þessi maður, er lifandi mynd af hinu hörmulega stjórnmálaástandi sem nú ber svo mikið á með þjóðinni og lýst hefir verið hér áður í blaðinu. Menn taka siður eftir þegar brugðið er upp fyrir þeim hinni almennu hlið málanna. Einstök áberandi dæmi hafa oft miklu meiri áhrif. Auk þess seiri þessi rnarg um- rædda framkoma sjTslumannsins og þingmannsins, verður því mjög til þess að létla inönnum að sjá hið rétta í því rnáli sem um er að ræða sérstaklega — auk þess á hún að fá þjóðina til þess að hrökkva við, af því að svo alt of langt er gengið í því að leika á lægstu strengi, svo þjóðin fái opin augu fyrir því hverskonar menn hafa viljað hafa hana að leiksoppi, treyst á að íljóta á hinu lakasta sem býr í eðli mannsins — að hún viðnrkenni hið spilta ástand sem er, hrindi af sér umburðar- lyndinu með mönnum þessum, láti þá áhrifa og umboðslausa og velji sér betri leiðtoga. Xaupjélag €yjirðinga. Eins og getið var um i síðasta blaði hélt félagið aðalfund sinn á Akureyri 26. og 27. f. m. Fram- lagðir reikningar þess og skýrsla framkvæmdarstjóra báru með sér, að hagur félagsins stendur með miklum blóma, þrátt fyrir þá miklu örðugleika, sem við er að stríða i öllum kaups5rslumálum. Útlendar vörur hafði félagið selt fyrir nálega 470 þús. kr. yfir árið, auk þess sem Kjötbúðin seldi út- lendar og nokkuð af innlendum vörum fyrir um 55 þús. kr. Verzlunararðurinn nægði til að greiða félagsmönnum 10% af út- tekt útlendra vara, auk þess.senr lagt var í ýmsa tryggingarsjóði félagsins. Útistandandi skuldir hjá félags- mönnum voru ekki teljandi, rúm- lega 2 þús. kr., en innieignir þeirra í viðskiflareikningum full 40 þús, kr. Innlendar vörur keypti félagið með áætluðu verði fyrir um 450 þús. kr. Af þvi sem þegar var selt, hafði orðið góður liagnaður, og líkur til að svo verði einnig um þær vörur sem óseldar voru, svo félagsmenn fá á þessu ári álitlega uppbót á áætlunarverði innlagðrar vöru sinnar árið sem leið. Félagið hefir lagt kapp á að safna fé i tryggingasjóði til eíling- ar efnalegu sjálfstæði sinu, og nam fjárhæð sjóða þessara um síðustu áramót nálega 150 þús. kr. Auk þess hafa félagsmenn lagt í félagið, svokallaða innlánsdeild, yfir 200 þús. kr., sem notað er sem veltufé. Á fundinunr var fjölmenni nrikið, því Eyfirðingar eru áhugasamir mjög unr öll samvinnumál, og hyggjast að fylkja sér því fastar um þau sem óáran harðinda eða styrj- aldarinnar miklu kreppir meira að. Hestar til Amevíku. Tilraunin sem gerð var af'hálfu Slátursfélags Suðurlands, að útvega rnarkað fyr- ir íslenzka hesta í Vesturheimi, hefir mishepnast. Konru hestarnir á versta tínía og seldust allir sex fyrir um 370 krónur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.