Tíminn - 20.04.1918, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.04.1918, Blaðsíða 7
TÍMINN 87 Es. Sterling (strandferðaskip landssjóðs) fer héðan í strandferð austur og norður, kring um land, miðvikuiag 24. april, kl. 10 áriegis. Tekið á móti vörum þannig': Á föstudag: til Patreksfjarðar, Bíldudals, Dýrafjarðar, On- undarfjarðar, ísafjarðar, Norðurfjarðar, Reykj- arfjarðar. Á laugardag 20. april: til Hólmavíkur, Borðeyrar, Hvammstanga, Blönduóss, Skagastrandar, Kálfshamarsvíkur, Sauðárkróks, Akureyrar og Húsavíkur. Á mánuday 22. april: til Kópaskers, Pórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar, Seyðisfjarðar, Norðfjarðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Breiðdalsvíkur, Djúpavogs og Vestmannaej^ja. Hf. Eimskipafólag íslands. — Af sykri ílultist inn 2,500,000 kg. og samsvarar það 10,000,000, 000 hitaeiningum, eða samtals 53,820,450 hitaeiningum. Nú eru litlar líkur til þess að fiskist jafnmikið og 1915. Togara- útgerðin er hætt, og fá seglskip ganga til fiskjar. Fæði í landinu verður þá til, ef engin útlend fæða er talin, rúmlega handa helming landsmanna. Og fæðið yrði eigi notasælt víða. Þó óvenju dugnað- ur væri sýndur i jarðarávaxtafram- leiðslu, þá munaði það tiltölulega litlu. Við sjáum hér að framan hvað t. d. 30 þús. tn. jarðepla gera litið. Það er slór hít, sem fylla þarf. En svo má nota marg- ar ætijurtir, en hver kann að safna þeim og hagnýta sér þær. Fjalla- grösin eru eigi ótæmandi upp- spretta. Fjörugrösin eru víðáttu- meiri; öðrum ætijurtum er seinlegt að safna. Bæta má mikið úr malarleysinu ef 'allir bændur á landinu færðu frá ánum. En það fæst eigi nema með sljórnarráðsskipun. Það mundi auka matarforða landsins á að giska sem svaraði 10—15 miljör^- um hitaeininga. Eg hefi eigi gert ráð fyrir nein- um sparnaði, heldur hinu að hver eti sem hann vill, af því sem til er. Með sparnaði má auðvitað komast af með miklu minna. Reynsla þjóðverja í stríðinu sann- ar það. En margt annað er ís- lendingum betur gefið en sparnað- ur, í einu' sem öðru. Við erum dæmalaus óhófs og eyðsluþjóð, jafnt vesalir og voldugir, meðan eilthvað er til. Það kalla menn höíðingslund, að eyða á báðar hendur, berast meira á en efnin leyfa. En þetta er fremur skrœl- ingjalund. — Margir efnaðir menn gera engu meiri fæðiskröfu, en fá- tækir menn, jafnvel sumir sem þiggja af sveit. Allir menn hafa vitanlega rétt á að lifa góðu lífi, sem kallað er, en allir hafa eigi ráð til þess. Venjulega eru þeir á- nægðastir sem minstar gera kröfur til lífsins, og hafa fæstar þarfir. Og margir gleyma þvi, að safna á góðu árunum tif þeirra illu. Mögru kýrnar éta fljótt upp feitu kýrnar hans Faraós. Alt af hanga erfiðu timarnir yfir mönnum eins og sverð Demóklesar í konungs- höllinni forðum. Sigurður Pórólfsson. „fjárhagsvolinn". ---- (Frh.) Þá minnist Jón á afsláttinn sem landssjóður veitti á kolum og telur það mesta óþarfa. Eg skal fúslega viðurkenna það að eg stuðlaði að því eftir megni og hefi góða samvisku af því; svo góða að framtal hr. Jóns Þorláks- sonar á sparisjóðsinnieign almenn- ings hefir ekki einusinni fært mér heim sannin um það að það hafi ekki verið lífsnauðsyn að veita af- slátt á kolum vegna afkomu alls þorra þurrabúðarmanna i kauptún- um landsins, sem mest megnis hafa undanfarið notað útlend kol til etds- neytis. Það hefir sitthvað annað meira gildi fyrir lílið og afkomu þjóðarinnar í bráð og lengd, en peningar. Og það verða menn að muna. Af innlendu eldsneyti var mjög lítið til í liaust í ýmsum kauptúnum, þó notast hefði nú mátt við það eitt eða að mestu leyti eitt. Útlend kol voru hinsveg- ar svo dýr (um 300 kr. tonnið) að allur þorri almennings hefði mátt krókna í vetur fyrir það þó þau hefðu verið fáanleg með því verði. Hér t. d. í Reykjavík fengu efna- minstu mennirnir þó dálítið af út- lendum kolum fyrir sem svaraði 75 kr. smálestina, þeir sem voru dálítið betur stæðir á 125 kr. og aðrir þar fyrir ofan. Þó skerfur margra af þessum kolum hafi ekki verið mikill, þá hygg eg að fullyrða megi að þetta hafi mikið létt und- ir með almenningi, þeim er þess urðu aðnjótandi. Auk þess ber að lita á það, að eldfæri alls þorra manna í kaup- túnum eru gerð til kolabrenslu, en ekki til þess að brenna mó eða öðru léttu eldsneyti. Um þetta at- riði segir hr. Jón Forláksson á einum stað: Og býsna efasamt, hvort rétt er að vinna svo mikið til að fá kol i ofnana i þessu landi sem hefir vcrið bygt í 10A3 ár, og komist af án kola í nœrri 1000 ár, að varpað sé fyrir borð öllum heil- brigðum fjárstjórnarreglum, svo sem hér var gert. En ekki til neins að fást um orðinn hluta. (Leturbreyt- ing mín). Það er ekki óvissan um hvað heilbrigðar fjárssljórnarreglur eru. Og sé heilbrigði fjárstjórnar- reglnanna í því einu fólgnar að koma í veg fyrir útgjöld úr lands- sjóði handa almenningi hvað knýj- andi sem ástæðurnar eru fyrir því að eitthvað sé látið af mörkum, þá geta þessi ummæli Jóns staðist. En eg staðhæfi og skýrskota til sönnunar þessari staðhæfingu, til þeirrar upplýsinga sem undanfarin reynsla i vetur hefir leitt í ljós um afkomu almennings og efnahag, að brýn nauðsyn hafi borið til að veita almenningi ívilnum á elds- neytisverðinu. Það hefði verið ó- forsvaranlegt eins og á stóð, ef þing- ið hefði ekkert gert i þessu efni. Séu fjárstjórnarreglur þær, er hr. Jón Þorláksson telur heilbrirgðar, jafn fjarri því að vera hollar fyrir þjóðfélagið eins og lýsing hans i Lögréttu á vinnubrögðum alls þorra jafnaðarinanna (socialista) er Qarri sannleikanum, þá gef eg ekki mik- ið fyrir fjárstjórnarreglurnar hans. Annars er það hálf undarlegt að menn skuli undrast yfir þvi þó ekki sé hægt á þessum timum að fylgja sömu reglum í Qármálum og á venjulegum tímum. Þeir sem halda þvi fram hafa lítið kynt sér hvaða áhrif heimsstyrjöldin hefir haft á atvinnu manna og afkomu yfirleitt. Eg býst við að þegar hr. Jón Þorláksson hefir kynt sér bet- ur afkomu þurrabúðarmanna, þá sjái hann að það var alls ekki að ófyrirsynju að veittur var afsláttur á kolum. Eg býst við að hr. Jóni Þorlákssyni sé nú kunnugt um það að margir eiga í mesta basli með eldivið, en hvað mundi þá, ef þingið hefði ekkert gert og enn eru eftir 9. vikur af vetri. Að menn hefðu getað eins vel bjargast einkanlega þá í vetur án útlendra kola eins og fyrir mörg hundruð árum er fjarstæða. Hvað margir þurrabúðarmenn ælli liafi verið t. d. hér i Reykja- vík fyrir 80 árum? Hvað margir ætli haíi búið í timburhúsum þá? Hvað ætli yfir höfuð hafi verið margir þurrabúðarmenn fyrir 80— 100 árum? Eg er býsna hræddur um að nokkuð mikið hafi breyst frá þeim tírna og það þó skemra sé farið aftur í tímann. Það á því alls ekki við að bera afkomu manna hér og lifnaðarhætti nú saman við það sem áður var. Breytingarnar hafa orðið svo afar miklar. Getgátur J. Þ. um að lands- sjóður eigi ef til vill að vinna upp þessar 350 þús. kr. sem hann tap- aði á kolasölunni á landsverzlun- inni, eru eftir því sem eg veit bezt ekki réttar. En þó svo hefði verið, þá hefði það samt sem áður verið betra fyrir fátækan almenning held- ur en að enginn afsláttur á kolum hefði verið veittur. Annars furðar mig á því að hr. Jón Þorláksson skuli átelja þingið fyrir að það gerði almenningi þó mögulegt að alla sér ofurlítils af útlendum kol- um. Honum ætti þó að vera kunn- ugt um eldiviðarskortinn hérna í Reykjavík. Hr. Jón Þorláksson gaf bæjarmönnum góðar vonir um að þeir myndu geta fengið mó á 25 kr. smálestina. Þessu treystu menn og gerðu sér vonir um að geta fengið nógan mó fyrir þetta verð. En þegar átti að fara að úlhluta mónum til pantenda, þá kostaði hann 45 kr. smálestin, en 50 kr. kostaði smálestin þá sem ekki höfðu pantað móinn árla sumars, og svo reyndist mórinn alt of lítill handa bæjarbúum, svo að margir sem mó hafa ætlað að kaupa hafa ýmist ekki fengið nærri það sem þeir báðu um eða alls ekki neitt. Eg nefni þetta ekki hér í þvi skyni að átelja hr. Jón Þorláksson þó svona færi fjarri áætlun hans með móinn, eg þykist vila að til þess liggi ýmsar eðlilegar ástæður, en eg býst við að síðasta þing hafi að nokkru leyti bætt fyrir þau vonbrygði er menn urðu fyrir út af eldiviðar öfluninni hjá honum og þar sem þær ráðstafanir þings- ins hafa vafalaust leitt til mikils góðs fyrir mörg þúsund íbúa þessa lands, finst mér að hr. Jón Þor- láksson allra manna sízt hefði ált að telja þær gerðir þingsins, eins og á stóð óheilbrigðar. (Frh.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.