Tíminn - 20.04.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.04.1918, Blaðsíða 2
82 TlMINN Reikningsskilin og þingið. Það er eins um mig og G. Sv., að fyrst um sinn mun eg eigi hafa öðru við að bæta um reiknings- skil langsummanna en þvi, sem eg get komið fyrir í þessari grein. Það eru að eins tvö atriði í hinni »frægu« grein G. Sv. í síð- ustu ísafold sem deiluna snerta um reikningsskilin. Annað er það, að honum stend- ur hinn mesti óhugur af því, að framkvæmd verði sérstök rannsókn á reikningsskilum þessum, og hygst helzt munu fá henni afstýrt með því að fara fyrirfram háðulegum orðum um þá þingmenn sem styðja vildu að slíku. Hitt atriðið er, að síðasta þing hafi vísað landsreikningunum til stjórnarinnar og stjórnin hafi ekki að eins heimild heldur og beina skipun alþingis til þess að frarn- kvæma rannsókn í þessu máli. En þetta er vitanlega með öllu ósatt. fingið hefir alls ekki vísað landsreikningnum 1914—’15 til stjórnarinnar, til þess að hún geng- ist fyrir sérstakri rannsókn á hon- um. Hinsvegar var, að tillögum fjárhagsnefndar Nd., öllum mót- sögnunum slengt yfir á landsverzl- unarreikninginn, sbr. eftirfarandi kafla úr formála þingsins fyrir samþykt landsreikningsins (þing- skjal 412): »Eftir því sem ráða má af at- hugasemdum yfirskoðunarmanna og svörum ráðherra, er svo mik- ill ruglingur í reikningsfærslu landssjóðsverzlunarinnar, að eigi má við una. Til þess að kippa þessu í lag, virðist eigi annað fært, en að landsstjórnin láti gera nákvæma reikninga yfir verzlun þessa frá byrjun, og fái siðar, að lokinni umboðslegri endurskoðun, yfirskoðunarmönn- um til athugunar, og láti þeir síðan athugasemdir með svörum og tillögum fylgja landsreikn- ingnum«. Eins og á hefir verið bent hér í blaðinu, þá eru ávirðingar hinna opinberu reikningsskila, 1914—’15 svo miklar og margvíslegar, að lelja verður fylstu þörf sérstakrar rannsóknar út af þeim. Og það því fremur sem nú er vissa fengin fyrir því að skýrsla hr. í*órðar Sveinssonar um Qárskifti landssjóðs og landsverzlunar er rétt. Sem sé, skekkjurnar í reikningnum um þessi fjárskifti eru allar í lands- reikningnum sjálfum. Fjárhagsnefnd og alþingi hafa því ekki hitt naglann á höfuðið er þau vísuðu ruglingnum í »lands- sjóðsverzlunarreikningnum<iti\st]órn- arinnar, því skýrsla t\ Sv. lá þá fyrir þinginu og hefir engum end- urbótum þurft að taka síðan. Þingið á eina afsökun þegar rætt er um hversu því fataðist afgreiðsla landsreikningsins í fyrra, þá afsök- un, hvað reikningurinn kom því seint í hendur. En þótt því hafi orðið það á að samþykkja reikning með hundruð þúsunda reiknings- skekkju, þá þykir ekki líklegt að það láti sér það lynda að hlulað- eigendur verði þegjandi látnir laga þetta i hendi sér, og þess vegna verði þingið að fyrirskipa sérstaka rannsókn. Mér er það með öllu ókunnugt hvað þingið sem nú situr gerir í þessu máli, en hitt þykir mér lík- legt að sú komi tíð að þeir menn skipi þingsætin sem kanna vildu þessa hluti til hlýtar, að ekki verði komist hjá rannsókn, og sé þessu svo farið, að þá sé öllum bezt að rannsókin yrði gerð strax. Það mun nú svo, að ekki sé fulltryggi- lega gengið frá fjárreiðum hins op- inbera, bókhaldi áfátt og öðrum gögnum sem til sönnunar mættu verða um tekjur og útgjöld. Yrði rannsókn framkvæmd nú þegar, mundu munnlegar upplýsingar þeirra sem með hafa farið geta leyst úr a. m. k. sumstaðar þar sem gögn ekki hrykkju, en yrði henni frestað gæti farið svo að saklausir menn yrði sakamenn að dómi rannsóknarinnar fyrir það að þá væri fyrnt yfir mikilsverðar upplýsingar eða hlutaðeigendur fallnir frá. Þá eru enn ein rökin sem fram má færa fyrir því að hér sé gerð gagngerð gangskör að, en það er hin alófullnægjandi endurskoðun sem við hefir setið nú árum sam- an. Fyrst og fremst er það vitan- legt að yfirskoðunarmennirnir hafa nú um all langt skeið ekki verið valdir eftir þekkingu eða hæfileik- um til þess að geta leyst verkið viðunanlega af hendi, heldur hefir starfinn verið hafður að bitlingi handa þurfalingum flokkanna. En að yfirskoðunin hafi verið alsendis ófullnægjandi i höndum þessara manna sannar bezt það eitt, að aldrei hafa verið taldir þeir sjóðir, sem sagðir voru að vera til. Rannsóknin ætti því að hafa tvö markmið, fyrst það að grafa upp alt það sem óupplýst er í reikningsskilunum 1914—’15, og jafnframt hitt að umskapa bókhald alt og fyrirkomulag í fjármáladeild landsins, koma því í kerfi sam- kvæmt fylstu nútíðar kröfum, búa svo um að bæði geti reikningar orðið samdir og endurskoðaðir í tæka tíð, og endurskoðun hinsveg- ar fyrirskipuð svo gagngerð að þjóðin gæti haft ástæðu til að treysta henni. Guðbrandur Magnússon. Endurminningar Tryggva Gunnarssonar. Um vorið var almennur fundur haldinn á Ljósavatni og þar rædd mál þessi. Var þeim flestum vel tekið, en þó afráðið að fresta sum- um þeirra þangað til síðar. Eitt sem til umræðu kom var brúargerð á Skjálfandafljót. Þeir sem til þekkja vita hvílíkur farar- tálmi er að því brúarleysi. Urðu undirtektirnar góðar og skyldu fundarmenn gangast fyrir samskot- um hver í sinni sveit, Jón á Gaut- löndum í Mývatnssveit, Jón Jóa- kimsson í Laxárdal, eg í Fnjóska- dal o. s. frv. En þegar á átti að herða gengu samskotin fremur seint og treglega og fengust ekki loforð nema fyrir örlitlum hluta þess Qár sem til brúargerðarinnar þurfti. Sáum við því eigi fært að hugsa til brúargerðarinnar að svo stöddu og því síður að hugsanlegt væri að koma upp fundahúsi handa sýsl- unni eins og ráðgert hafði verið, á meðan fjárframlagsvonirnar hoss- uðu sem hæst. Þegar hér var lcomið varð Bene- dikt Sveinsson sýslumaður í Þing- eyjarsýslu. Hann lét brátt töluvert til sín taka og fór að gefa sig við málinu. Það kom nú fyrir að frönsk fiskiskúta strandaði úti í Fjörðum^ Eg var þá farinn að hugsa um sjáfarútveg og átlum við fjórir saman þilskip sem Fofnir hét. Eg fór því á stranduppboðið og keypti meðal annars sldpskeðjur. Þegar Benedikt Sveinsson frétti það, stakk hann upp á því við mig, hvort eigi mundi það þjóðráð að taka keðjurnar og strengja þær yfir Fljótið, og leggja svo borð yfir. Eg sá að þetta myndi vera hið mesta óráð og neitaði alveg að fást við slíkt, því að eg sá að það myndi ekki verða til annars en að tefja fyrir málinu. Og féll þetta niður. Nú var um nokkurn tíma ekk- ert gert í málinu og eg hætti að hugsa um það, því að þá fór eg að vinna fyrir Gránufélagið. Hafði eg þar nóg að gera, því að það dafnaði ört og færði fljótt út kví- arnar. Var og unun að vinna fyrir félagið fyrstu árin, þvi að flest lék í lyndi, meðan félagsmenn sýndu mestan áhuga og borguðu vel verzl- unarskuldir sínar. Svo vildi það til eitt sumar — nálægt 1875 — er eg var nýkom- inn frá Kaupmannahöfn, að eg fór frá Akureyri til Seyðisfjarðar. Þar var þá faktor fyrir Gránufélagið Sigurður sonur Jóns á Gautlönd- um, dugnaðarmaður hinn mesti og höfðingi í lund. Var að jafnaði gestkvæmt hjá honum. Einn morgun í júli var glaða sólskin, mesti hiti og ár allar ó- færar. Af Seyðisfirði liggja tveir vegir upp á Hérað, annar yfir Fjarðarheiði hinn yfir Vestdals- heiði. Eg hafði þar tekið eftir læk einum, sem vanalega var ekki vatnsmeiri en í hófskegg hesti, en gat orðið ófær í hitum og leysing- um á vorin. Rétt fyrir neðan vað- ið hafði eg séð klappir tvær, sína hvoru megin lækjarins og 10 álna bil á milli. Sýndist mér að’ þar myndi auðgert að leggja brú yfir. Þennan morgun sem eg gat um sat eg að morgunverði hjá Sigurði og nokkrir helstu bændur af Hér- aði. Kemur þá inn maður nokkur og segir að hörmulegt slys hafi komið fyrir. Kona ein úr Hjalta- Sauðfjár- og hrossamark: Hangfjöður aftan vinstra.. Sigurjón Erlendsson Álftárósi Mýrasýslu. staðasókn hafi verið á ferð yfir heiðina, lagt út í lækinn í vexti og druknað í honum. Gestirnir fóru að fárast yfir þessu, en eg sagði. »Miklir am- lóðar eruð þið, að vera ekki búnir að brúa lækjarsprænu þessa. Ekki þarf annað en að leggja tólf álna tré milli klappanna sem þar eru«. »Þú getur talað digurmannlega«r sögðu þeir, »þú hefir nóga pen- ingana«. Eg svaraði: »Eg veit að þið verðið búnir að drekka meira brennivín áður en þið farið úr kaupstaðnum, en brúin myndi kosta, svo féleysi þarf ekki við að berja. En svo ekki standi á mér, þá skal eg leggja til efnið í brúna, ef þið leggið til vinnuna og flutn- ing á efninu«. Við þetta lauk talinu og var ekki meira að gert í bráð. Um hauslið fór eg til Kaup- mannahafnar að vanda. Átti eg þá í mörgu að snúasl. Meðal annars hafði eg mestu ósköp af pöntun- um frá fólki, einn bað mig að kaupa þetta, annar hitt. Tók eg þessu greiðlega og lagði ekkert á það sem eg keypti, né tók fyrir fyrirhöfnina. Með þessu jók eg vinsældir Gránufélagsins. Um þær mundir sem póstskipið fór frá Kaupmannahöfn var eg farinn að kaupa útlendar vörur fyrir Gránufélagið. Þurfti eg þá, auk annars að svara 100—200 bréfum. Þar kendi margra grasa í bréfum þessum, en nú eru þau glötuð og munu sumir telja það skaða. Loks var svo komið nóttina áður en skipið átti að fara, að eg var búinn að svara meiri hluta bréfanna. Var eg í þann veginn að hátta, en hélt þó áfram að blaða í bréfunum sem eftir voru. Rakst eg þá á bréf frá síra Sigurði Gunnarssyni á Hallormsstað. Segir hann þar meðal annars: »Nú höf- um við fimm saman ferðast um sýsluna og okkur komið saman um að engin á væri jafn skaðleg og hættuleg og Eyvindará. Þar er 33 álna bil milli kletta og munu þurfa 36 álna löng brúartré yfir liana. Fyrst þú varst svo höfðing- lyndur að lofa að leggja fram brúarefni, ef við sæjum um verk- ið, myndum við taka með þökk- um brúarefni frá þér yfir Eyvind- ará«. Auðvitað hafði eg aldrei lofað slíku, en mér þótti leitt að þeir Múlsýslingar rækju mig á stamp- inn í þessu. Faxaflóaferðirnar. Ingólfsfélagið hefir nú sagt lausum samningum um að halda uppi ferðunum, vegna bilunarinnar á skipinu. Munu Borg- firðingar vera að mynda félag til þess að kaupa skip.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.