Tíminn - 27.04.1918, Side 4
92
T í M I N N
harðan vetur gerir og það jafnvel
núna í þessum vormánuði, komi
ekki góð tíð hér eftir. — Alment
er illa »sett á« og verður, meðan
einstaklingarnir »J)reifa« ekki á
muninum á að setja vel eða illa
á, meðan »strákalukkan« getur
freistað mönnum til að setja illa á,
meðan ekki eru settar tryggar ráð-
stafanir gegn henni.
En eru nokkur ráð til þess, án
þess að beita þvingun, eða tak-
marka um of eignarrétt og frelsi
bænda? — Það vil eg að þingið
taki meðal annars til ihugunar.
Og eg leyfi mér að benda á leið,
hugsanlega og framkvæmanlega,
sem eg minnist ekki að áður hafi
verið rætt um. Hún er sú, að
landsjóður eða önnur stofnun, sem
til þess þækti hentari, borgaði
bœndum fgrir að fyrna.
Þótt það hafi verið marg sýnt,
að bændum væri betra að setja
vel á en illa, þá er það eigi að
síður enn sem komið er, kenning
sem í reyndinni fer fyrir ofan garð
og neðan hjá all-flestum. Á meðan
eg sé nágranna minn koma fram
fénaði sínum sæmilega — kanske
ár eftir ár — á mun minni forða
en eg mínum, á meðan eg sé
»strákalukku« hans og dirfsku
færa honum meiri tekjur en mín
varfærni færir mér — verður mér
á að líta til hans öfundarauga og
mér liggur við að freistast til að
taka upp hans ásetningsreglur, enda
þótt eg sjái og finni, að yfir hon-
um vofir sífeldlega hætta, að hann
þarf altaf að vera »lieyhræddur«,
að sverð hangir í hári yfir höfði
hans, sem eg játa, að eg er að
miklu leyti laus við, fyrir að eiga
heyjatrygginguna. En þannig mun
fjöldanum af bændum vera farið.
Það sýnir, hvað sára-litið hefir
áunnist undanfarin ár með öllum
ritgerðunum, ræðunum og fyrir-
lestrunum um þetta nauðsynjamál.
— En bændur sjá, auk þessa
dæmis, sem eg tilfærði, að fyrn-
ingarnar eru arðlausar meðan ekki
þarf að taka til þeirra og þó ver
en arðlausar, því að þær ganga úr
sér, unz þær eyðileggjast við geymsl-
una. — Bóndi sem fyrnir, leggur
þannig ómótmælanlega fyrir höfuð-
stól rentulausan og sem þar að
auki gengur úr sér að miklum
mun hvert ár sem hann er geymd-
ur. Það er því varla von á, að al-
ment geti bændur þetta og því
minni von til að þeir geri það. Þó
eru fyrningarnar eini sjóðurinn,
sem hægt er að trygga landbúnað-
inn með komi harður vetur, köld
vor eða grasleysis sumur. Pess
vegna þarf og á að borga bœndum
fgrir að fyrna, borga þeim rentu-
tapið af höfuðstólnum og rýrnun-
ina, sem höfuðstóllinn verður fyrir.
— Þá skyldum vér sjá, hvort
heyjabændunum fjölgaði ekki, en
hinum fækkandi sem settu illa á;
hvort það þækti ekki notaleg og
um leið ánægjuleg tekjugrein, að fá
útborgaða peningaupphæð á hverju
vori sem nokkurskonar verðlaun
fyrir góða og tryggilega ásetning
og auðvitað um leið vel undan-
genginn fénað, sem að sjálfsögðu
yrði að vera eitt skilyrðið fyrir að
fá bórgunina. En um þetta þyrftu
að dæma 2 dómkvaddir og óvil-
hallir menn í hverri sveit, sem
skoðuðu hey og fénað bœði haust
og vor.
Ef þingið tæki þetta til rækilegr-
ar íhugunar og gæfi út nákvæm
'og glögg lög á þessum eða líkum
grundvelli, en »strikaði yfir« forða-
gæzlulögin frá 1913, þá teldi eg
að það hefði ekki komið saman
til ónýtis.
5. apríl 1918.
Corax.
Oj)ið bréf
til Sig. Sigurðssonar ráðunauts.
Góði vin! — Nýlega barst mér
Búnaðarritið það sem út er komið
af þessu ári og í því er ritgerð
eftir þig um hrossaræktina, ritgerð
sem sýnir þinn alkunna áhuga á
starfi þínu í þarfir landbúnaðarins.
En sumt í þessari grein er ekki
rétt og vil eg í allri vinsemd
benda þér á eitthvað af því. En
það er ekki nóg að þú fáir að ^ita
það, þeir sem lesa greina verða
líka að fá að vita það og þess
vegna vel eg þessa leiðina með
línur þessar.
í ritgerð þinni stendur að Hrossa-
ræktarfélag HvamnAshrepps hafi
vegna alvarlegrar misklíðar við
utanfélagsmann eða menn, orðið
að selja og gelda kynbótahest sinn
til stórskaða fyrir félagsmenn. En
af því eg býst nú viff að með um-
mælum þessum sé átt við mig, þá
vil eg taka þetta fram:
Félag þetta hefir aldrei verið
qema nafnið, enginn almennur
áhugi fyrir því, enda engin þörf
fyrir það. Tilhneiging einstakra
manna um að fá klakið út sem
flestum folöldum á hér ekki við.
Hér ættu menn ekki að eiga nema
nauðsynleg brúkunarhross, fara vel
mcð þau, en kaupa að hross til
uppyngingar úr sveitum þar sem
hrossaræktarskilyrðin eru betri en
hér, og þar ætti að hlynna sem
bezt að þessum félagsskap.
Flestir bændur hér kðmasl af
með 3—4 brúkunarhross, og sum-
ir tvö. Er það þvi auðsætt að
menn þyrftu ekki að kaupa að
fola nema 5,--8. hvert ár og borg-
ar þá hesturinn sem fargað er
hálft andvirðið. Væri að þessu
hagur mikill í stað þess að drag-
ast með hryssu ásamt 3—4 tripp-
uin oft miður fóðruðum.
Hér er svo þröngt í högum og
heyskapur svo takmarkaður að
hrossastóð er hér eyðilegging, það
svíður upp alla haga vetur og
sumar og meir að segja tún og
engjar vor og haust. Meðan þessu
fer fram kemst búskapur hér aldrei
í viðunanlegt horf. Hér á að hafa
sem mest af ám og kúm, af því
er fljótteknastur og vissastur gróð-
inn, enda mest menningarsnið á
því að sníða búskapinn alstaðar
sem bezt eftir staðhátlum. Þessi
stefna i búskap er líka mjög að
ryðja sér hér til rúins. Vil eg í
því sambandi vitna i ummæli
eins allra merkasta bóndans hér,
Ólafs Jónssonar á Sólheimum, hann
segist álíta »að hvergi í Mýrdal
borgi sig að ala upp hross nema
ef vera skyldi á Hvoli og í Pél-
ursey«. Til þess að koma þessari
réttmætu skoðun í framkvæmd
ættir þú að styðja okkur Mýrdæli
með ráðum og dáð.
Þegar hér verða að eins 2—4
hross á bæ aðkeypt og vel alin,
en þriðjungi eða helmingi fleiri ær
en nú gerist, þá er búskapur
okkar kominn í gott lag og mun-
um við þá lifa sældarlífi, þótt við
séum að eins smábændur.
Nánari atvik að þessu geldingar-
máli eru þau, að félagið selti upp
girðing á svo vanhugsuðum stað,
að þar hefir engin skepna haldist
við fyrir skjólleysi og hagleysi.
Hefir hesturinn því brotist þaðan
út og gengið laus. Þú telur að
hann hafi verið notaður í fjögur
ár, og mun það vera rétt. Árið sem
hann kom var hann magur, þá
var honum slept í hross hér á
mýrunum og gerði liann þá engan
usla. En svo var tekið að aia
hann og næsta vor lá við að hann
gerði úl af við hesl frá Árna bónda
í Görðum. Þriðja árið mun hann
hafa séð fyrir folaldi frá Reynis-
hólum og síðastliðið vor braust
Nokkrar augnabliksmyndir
frá Danmörku og Noregi
eftir
Bjarna Ásgeirsson.
Eg hefi lofað Tímanum nokkr-
um línum, um ferð mína og veru
í Danmörku og Noregi síðastliðinn
vetur og sumar. Sem við er að
búast, er fátt markvert af þessu
að segja. Þótt þeim, er í fyrsta
skifti kemur út í iðustraum hins
erlenda menningarlifs, úr íslenzkum
heimahögum, finnist hann verða
fyrir stórviðburðum með degi hverj-
um, þá er það í sjálfu sér ekki
nema daglegt brauð þar og þykir
því ekki í frásögur færandi. Eg
ætla samt að senda nokkrar laus-
legar lýsingar á því sem fyrír augu
og eyru bar, í þeirri von að eitt-
hvað að því kunni að verða nýtt
fyrir einhverjum sem les. Um neina
heildarlýsing af landi eða fólki
getur skiljanlega ekki verið að
ræða, heldur að eins ófullkomnar
augnabliksmyndir.
Frá Danmörku.
Borgir og land.
Eg hefi oft orðið þess var hér
heima, að menn blanda mjög sam-
an Kaupmannahöfn og Danmörku
í heild sinni, eins og Kaupmanna-
höfn væri landið alt. Það voru
jafnvel sumir sem spurðu mig hvort
eg ætlaði að fara að kynna mér
búskap í Kaupmannahöfn, og á
passanum mínum var Kaupmanna-
höfn látin gilda fyrir Danmörku.
Þetta mun að nokkru stafa af því
að flestir íslendingar sem til Dan-
merkur koma nema staðar í Kaup-
mannahöfn og sjá litið annað af land-
inu. Kaupmannáhafnar-»mórall«,
Kaupmanriahafnarskoðanir bæði í
sambandsmálum og öðru, einkenni
og lifnaðarhættir Hafnarbúa, — alt
þetta er álitið heildareinkenni og
skoðanir Dana yfirleitt. Víst er um
það að Kaupmannahöfn er stór og
hefir mikil áhrif á alt rikið, og
margt af því bezta sem Daniu eiga
«
hefir aðsetur sitt þar. En þó nær
engri átt að eigna Dönum í heild
sinni allar þær skoðanir og öll þau
einkenni sem þar vaða mest uppi.
Jótar segja að sá maður hafi ekki
kornið til Danmerkur sem ekki
hefir komið til Jótlands. Það álít
eg nær sanni, a. m. k. fanst mér
eg ekki vera kominn til Danmerk-
ur, fyr en eg var kominn út úr
borginni.
Það er ekki svo að skiija að
ekki sé margt merkilegt að sjá og
margt til að dáðst að í Höfn. Þar
eru samankomnar flestar lielztu
byggingar landsins og merkustu
söfn. Þar eins og víða hefir sá
siður ríkt að demba qllu mark-
verðu á einn og sama stað. En
það dregur úr áhrifum þess. Það
er eins og að það hverfi að nokkru
hvað í skuggann af öðru. Að
minsta kosti fanst mér eg njóla
þess miklu belur að skoða t. d.
forngripasafnið í Kolding á Jótlandi
(Koldinghús) og eins St. Knuds
kirkju í Odense og dómkirkjuna í
Ilróarskeldu, en hus og söfn í
sjálfri Höfn. Á þeim stöðum var
hvað út af fyrir sig, svo annað
truflaði ekki. Auk þess finst mér
viðkunnanlegra, að sem flestir stað-
ir fái að hafa nokkuð til síns ágætis,
en ekki sé öllu kasað í eitt; það
er eins og að eta smjör við smjöri.
Og eitt datt mér altaf í hug er eg
kom í stóran kaupstað eða borg.
Það var vísan sem Stephan G.
Stephansson kvað einu sinni um
íslenzku sveitabæina:
Og hundarnir gelta þar allir eins
að niér, þá ríð eg í hlað.
Það var þetta sama sérkennislausa
týskusnið á öllu, eins og að hver
tegund sem fyrir augun bar væri
búin til sitt í hverri verksmiðjunni,
og fólkið líka. Mér fanst það svip-
að því að horfa niður í stóran
kæfupolt, þar sem alt bullar og
sýður í einni kássu. Þar sem hver
vöðvi, hver fituögn og síðast hver
trefja missir sitt einkenni og alt
verður að lokum að sameiginlegu
lítt-meltanlegu mauki; — litur
bragð og einkenni alt liið sama;
Þetta er auðvitað misjafnt enn þó,
eftir því live sterkar trefjarnar hafa
verið, hve djúpt þær hafa koinist