Tíminn - 30.05.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.05.1918, Blaðsíða 2
126 TlMIN N jiarðagaaðferS stjirnaranðstœiinga. Ritari fjárhagsnefndar Nd. al- þingis hr. G. Sv. hefir sent ritstjóra Tímans eftirfarandi athugasemd úl af grein í síðasta tbl. með sömu yfirskrift og þessi. Er hún á þessa leið: Til ritstjóra »Tímans«. Samkvæmt prentfrelsislögunum krefst eg þess, að þér takið í fyrsta eða annað blað »Tímans«, er út kemur hér eftir, eftirtararidi at- hugasemd: Þér segið í blaði yðar siðasta laugardag (25. þ. m.) að fjárhags- nefnd Nd., eða eg sem ritári henn- ar, hafi gefið »villandi skýrslu« um eitt atriði í sögu Tjörnesnámunnar, og þér gefið í skyn að það sé gert »vísvitandi«. Út af þessu verð eg að taka fram: 1. Nefndin bygði skýrslu sína yfirleitt á engu öðru en því, sem fyrir lá skriflegt — skil- ríkjum frá atvinnumáladeild stjórnarráðsins og vegamála- stjóra. Þetta ber skýrslan líka með sér, énda nefndin öll á einu máli um hana og ekki eitt einasta atriði hennar ve- fengt í þinginu, jafnvel ekki af stjórninni. 2. Þessi klausa í skýrslunni, sem þér gerið þann veg að umtals- efni — um að S. J. ráðherra haíi ferðast norður og undir- búið kolanámið, að því er sjá mætti á greiðsluávísun til hans — er sett í skýrsluna að eins sem einn liður í sögu máls- ins, en alls ekki vegna ávís- uriarinnar eða þeirrar upp- hæðar, er þar um ræðir (hennar var heldur ekki minst með einu orði í framsögu málsins). Úr öllunF plöggum, sem nefndin hafði til vfirlits, var »nóterað niður« dag'setning og innihald, ef máli þólti skifta, svo var og um skjal það, sem áðurgreind ummæli skýrslunn- ar voru bygð á, en það lá í skjölum Tjörnesnámu í at- vinnumáladeild stjórnarráðs- ins. Innihald þess var — skrif- að á gulan pappír, með blýant og með hendi fjármálaráðherra B. Kr., — að til Sig. J. ráð- herra skyldu greiðast úr lands- sjóði 500 kr. til norðurferðar, eða fyrir að fara norður, til þess að líta eftir vegum og undirbúa námurekstur á Tjörnesi. Eg hefi nú í morgun farið enn eina ferð upp í atvinnumáladeild stjr., til þess að bera saman plögg- in á ný. En [viti menn — þetta umrædda skjal, sem sýndi, að nefndin fór að eins eftir því, sem skrifað stóð, fyrirfanst nú ekki í plöggum málsins, það er eða var í dag með öllu horfið þaðan! Hvað hefir orðið af þvi? Hver hefir tekið það eða skotið því undan? — í ávísanabók fjármáladeildar hefi eg séð í dag, að þessi greiðsla er bókfærð til »Sig. Jónssonar ráð- herra vegna Tjörnesnámunnar (rekstrarkostnaður)«. Er það rangt? Ef svo er, þá er það a. m. k. ekki nefndarinnar sök. Fjárhagsnefndin hefir þannig, eins og allir hafa víst getað séð, ekki farið með neinn »róg« um ráðherrann, né hins vegar með einu orði gefið í skyn (eða henni komið til hugar), að hann hafi (óleyfilega) »dregið sér fé úr lands- sjóði«, sem þér eruð að tala um. 1 grein þeirri í »Morgunbiaðinu«, sem þér vitnið í, á eg engan hlut og mér vitanlega enginn úr nefnd- inni. Reykjavík 27. maí 1918. Gisli Sveinsson ritari fjárhagsn. Nd. alþingis. Ritstjóri Tímans birtir þessa at- hugasemd með ánægju því að eng- um dylst að með henni gefst hr. G. Sv. alveg upp við að hrekja meginatriði málsins og verður ekki á betra kosið. Út af athugasemdinni þarf ekki að taka annað fram en þetta: 1. Hr. G. Sv. reynir elcki að hrekja það að hann sagði rangt til um dagsetninguna á hinni margumtöluðu greiðsluávísun til atvinnumálaráðherrans, að sú dag- setning sem hann nefndi átti ein- mitt við hitt, hvenær atvinnumála- ráðherrann borgaði inn nákvæm- lega sömu upphæðina. Hr. G. Sv. nefnir þetla ekki af því að þetta er óhrekjanlegt. 2. Hr. G. Sv. reynir heldur ekki að hrekja það að af þessari röngu dagsetning leiðir það, að það er öllum ljóst, að hann hefir hlotið að sjá það að atvinnumálaráðh. borgaði aftur inn nákvæmlega sömu upphæðina og hann tók við. Eðli- lega reynir hann ekki heldur að hrekja þetta, af því að það er ó- hrekjanlegt. 3. Hr. G. Sv. reynir heldnr ekki að hrekja það, að af þessu leiðir beinlínis að skýrsla hans rar villandi. Hann sagði að vísu ekki ósatt — nema um dagsetninguna — en hann þagði visvitandi um það merka atriði að atvinnumálaráðh. innborgaði nákvæmlega sömu upp- hæðina og hann tók út. Og hvað sem um hr. G. Sv. verður sagt, þá hefir enginn borið honum á brýn að hann sé svo vitgrannur að hann geti ekki skilið, að mjög náið sam- band muni vera milli þess að sami maðurinn tekur út og borgar inn nákvæmlega sömu upphæðina með 20 daga millibili. Þessi frásögn um útborgnnina en þögn nm innborgunina getur ekki skilist öðruvísi en svo að lir. G. Sv. vilji gefa það í skyn að atvinnu- málaráðherrann hafi notað þessar 500 kr. í sínar þaríir. Og úr því hr. Gr. Sv. hefir vitað að svo var ekki, þá er þetta í hæsta máta villandi. Greinin í Morgunblaðinu sýnir það og svart á hvítu að sam- herji hr. G. Sv. sem hana hefir skrifað, hefir ekki verið í miklum vafa um hvernig átti að skilja orð skýrslunnar. 4. Hr. G. Sv. fárast mjög yfir því að týnt muni vera skjal það þar sem talað er um greiðsluávísunina og getið nánar um í hvaða tilgangi hafi verið ávisað. Ritstj. Tímans getur ef til vill gefið upplýsingar um það, ef mikið lægi við að finna það, því að vegamálasljóri sýndi honurn það á vegamálaskrifstof- unni á laugardaginn var, um leið og ritstjórinn fékk tækifæri til þess að komast raun um hina einkenni- legu dagsetning fjárhagsnefndarrit- arans. Annars ætti. nefndarritarinn ekki að þurfa að leita upplýsinga hjá ritsjóra Tímans um það hvar nú liggi skjölin um Tjörnesnám- unna, hann hefir svo margt talað um vegamálastjórann í þessu sam- bandi og ælti þyí að vita að hjá honum liggja skjöl málsins, en ekki í atvinnumáladeild stjórnaráðsins. En þó að hr. G. Sv. finni nú þetta skjal þar, þá græðir hann ekkert á því, því að hann fær þar enga leiðrétting. Því hefir sem sé aldrei verið neitað að atvinnumálaráð- herrann fékk þessa peninga útborg- aða. Hitt hefir hr. G. Sv. ekki vilj- að kannast við, þó hann hljóti að vita það, að atvinnumálaráðherr- ann borgaði hvern eyri aftur. Með yfirlýsingunni hefir hr. G. Sv. viðurkent að liann hefir gefið villandi opinbera skýrslu, sem rit- ari r þingtiefnd. Merkur maður sagði við ritsjóra Timans: I flesl- um löndum, öðrum en íslandi, hcfði G. Sv. orðið að leggja niður embœtti og þingmensku, þegar hann er opin- í berlega slaðinn að sliku /ramferði«. Njdegt dæmi frá Englandi sýnir ljóslega hve liart er tekið á slíku þar. Jjrezkn saœilBgsrnir. Þeir hafa ekki verið birtir enn, að svo miklu leyti sem þeir verða birtir, enda er tíminn stuttur síð- an þeir komu. Stjórnarráðið hefir leyft að birta þau atriði sem hér fara á eítir: Stjórnir bandamanna lofa að greiða fyrir innflutningi til íslands á nauðsynjavöru. Skuldbinda sig ennfremur til þess að selja íslenzku stjórninni ákveðna tölu smálesta af kornvör- um, .steinolíu og benzíni fyrir á- kveðið verð. Ennfremur skuldbinda banda- menn sig til að selja íslenzku stjórninni ákveðna smálestalölu af kolum í Englandi. Ennfremur er gefir loforð um að fá salt í Ítalíu með nánari skil- yrðum. íslenzka stjórnin skuldbindur sig lil að láta bjóða fulltrúum stjórna bandamanna á íslandi þær ís- lenzkar afurðir sem ekki eru ætl- aðar til notkunar i landinu sjálfu: fisk, þar með ialin síld, lýsi, þorskahrogn, íiskmjöl, sauðakjöt, ull og gærur alt eftir nánari regl- um. Stjórnir bandamanna búast við að þær óski ekki að nota sér kauprétt sinn á íslenzkri síld, en samþykkja með nánari skilyrðum útflutning á alt að 50000 tn. af sild til Sviþjóðar. Ennfremur samþykkja þær með nánari skilj'rðum útflutning á alt að 1000 hestum til Danmerkur. Verð á afurðum verður vænt- anlega kunnugt áður en langt um líður. Bersýnilegt virðist að af samn- ingunum leiðir að setja verður nýjar reglugerðir um útfiutning og skipa nefnd til þess að segja fyrir um hann. Annað mjög stórt atriði virðist og hafa áunnist með samningun- um, sem sé það, að hinar dýru tafir skipa ættu að vera úr sög- unni. Og eins hitt að trygt sé að allar nauðsynjavörur fáist. Síra frilrik frilriksson 50 ára. Afmælis hans var getið stuttlega í síðasta blaði, en skal nú gert nokk- uð nánar, því að maklegleikum var honum sýndur hinn mesti heiður. Söngsveit K. F. U. M. heimsótti hann fyrst um morguninn og söng nokkur lög, þar á meðal lag sem. sr. Fr. Fr. hefir sjálfur samið. Á hádegi kom borgarstjóri Reykja- víkur og nokkrir bæjarfulltrúar og afhentu honum 10 þús. kr. gjöf frá bænum og fylgdi skrautritað ávarp undirritað af ölluin bæjar- fulltrúum svohljóðandi: »Bæjarstjórn Reykjavíkur noLar kærkomið tækifæri á fimtíu ára afmæli j'ðar til að votta yður þakklæli fyrir hið þarfa og bless- unarríka starf, sem þér um langt skeið hafið leyst af hendi fyrir æskulýð bæjarfélagsins. Sem sýnilegan vott þessa þakk- lætis leyfir bæjarstjórnin sér að senda yður 10,000 króna gjöf til ráðstöfunar fyrir starfsemi félags yðar, K. F. U. M. hér í bænum, á þann hátt, sem yður þykir bezt henta, og óskar jafnframt yður og starfsemi félagsins góðs gengis á komandi árum«. Svo rak hver gjöfin aðra. Stjórn K. F. U. M. afhenti honum 2000 kr. gjöf í gulli — í sjóvetlingum. — Stjórn K. F. U. K. færði honum að gjöf hempu og prestakraga. Præp. hon. Þorvaldur Jónsson frá ísafirði færði honum 1000 kr. gjöf til félagsins. Margar aðrar gjafir bárust honum frá hinum ótal mörgu vinum hans og yrði of langt upp að telja og heillaóska- skeyti bárust honum úr öllum áttum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.