Tíminn - 30.05.1918, Síða 3

Tíminn - 30.05.1918, Síða 3
T í M I N N 127 Um kvöldið var haldin samkoma i félagshúsinu af báðum félögun- um. Útlendar borgir, t. d. Lundúna- borg, hafa þann sið að gera hina nýtustu og beztu syni sína að heiðursborgurum. Sá siður tíðkast ekki hér. En það sem bæjarstjórn Reykjavíkur hefir gert í þessu til- felli er hið sama og hún hafi gerl síra Friðrik Friðriksson að fyrsta heiðursborgara sínum. Þann heið- ur á liann skilið í fylsta mæli. Það starf sem hann hefir unnið hér í bæ er ómetanlegt fyrir bæinn og landið í heild sinni. Það ei ekki ofmælt að enginn inaður haíi unn- ið Reykjavík meira gagn en hann, beinlínis og óbeinlínis. Það mun vera samhuga ósk allra, að bærinn fái sem lengst að njóta hins bless- unarríka starfs hans. jtý kjilyerkuaralýerl? Landbúnaðinum íslenzka er það fyrir miklu að geta fengið betra verð fyrir kjötið en hingað til hef- ir fengist, söltunaraðferðin fellir það mjög í verði. Fryst kjöt, kælt og niðursoðið er mun betur borg- að á erlendum markaði, en ann- markar eru á því að við getum notfært okkur\,þær aðferðir og staðist samkepni við kjöt annar- staðar frá. Þó er sjálfsagt að rann- saka þetta til hlýtar. Ný aðferð er að uélþurka kjötið. Er hún að vísu á tilraunastigi, en þó svo á veg komin, að hingað heim hefir verið flutt kjöt vélþúrk- að úti í Danmörkö fyrir fjórum mánuðum, og virðist það halda n57jabragðinu og öllum einkennum nýs kjöts. Hafa sumir þingmenn- irnir fengið smekk af þessu kjöli, enda liggur fyrir þinginu einka- leyíisbeiðni um útflutning á þurk- uðu kjöti um 15 ára tíma, þó með þeim skilyrðum að í landssjóð 3'i'ðu greiddar 10 kr. af hverri útfluttri smálest og landsstjórninrii sé heimil kaup á tækjum öllum og aðferðinni að 5 árum liðnum ef til kæmi. Mörgum kann nú að vera illa við slík einkaleyfi, en eins og hér víkur öllu við, virðist ástæða til að varpa ekki frá sér neinum möguleika sem bætt gæti verð á þessari annari aðal framleiðsluvöru landsmanna. En engin von að lagt sé í dýrrar tilraunir og kostnað við að vinna nýrri vöru álit á erlend- um markaði án varfærni, þar sem tíu fyrir einn ættu þess kost að færa sér ókeypis í nyt hugmynd og árangur allan af slíkum til- kostnaði strax þegar björninn væri urininn. Og sé það svo, að íslenzkt sauða- kjöt sé ljúílengara og betra en bjöt frá Ameriku og Ástralíu, þá gæti það orðið landinu meir en lílil hagsbót að tilraunir í þessa átt yrðu einmitt fyrst gerðar með ís- lenzkt kjöt, það útaf fyrir sig gæti skapað því j'firburða aðstöðu í framtiðinni. En svo langt mun hafa verið skj'gnst inn á þessa óförnu leið, að þótt ekkert yrði úr því að við vildum heimila tiiraunir þessar, þá mundi þær verðagerðarannarslaðar. Neðri deild alþingis samþykti í fyrra að veita einkaleyfið eins og um það var beðið, Slálurfélag Suðurlands, framkvæmdarstjóri samvinnufélaganna og Búnaðarfélag íslands mæla með því. Nú er málið lii meðíerðar í efrideild. pæreyjar og 3$Iani. Einn af færeysku sendimönnun- um er Paul Niclasen lögþingsmað- ur frá Þórsliöfn. Hann er ritstjóri blaðsins »Dugvanft sem er blað bindindis og bannmanna í Fær- eyjum, og einn helsti foiystumaður þar í þeim efnum. Er merk saga bindindismálsins þar í landi og verður hennar getið að nokkru hér í blaðinu innan skamms. Færeyingar eiga það mjög undir okkur íslendingum að gela notið fulls gagns af bindindislöggjöf sinni. Færeyskir sjómenn koma hundruð- um saman liingað til lands árlega og eiga hér langá dvöl. Et við ís- lendingar berum gæfu til þess að gæta vel bannlaganna liggur það í augum uppi að við stj'ðjum vel fræudur okkar í Færeyjum. En við myndum gjörónýta alt starf þeirra bæri sú ógæfa að garði að við veitt- um aftur víninu inn í landið. Þetla er eitt af mörgu sem við eigum að vinna að í sameiningu náfrændurniri Atlandshafi. Enbönd- in eiga að verða miklu fieiri og þessi koma færeysku sendinefndar- innar ætli að verða stórt spor i áttina. Þar hafa þeir komið lil okkar og munu allir nefndarmenn bera hinn hlýjasta hug til íslands. Nú er það okkar að tengja íleiri bönd og ekki einungis á viðskifta- sviðinu. Óskir ísfiröinga. Blað eilt bér í bænum ílutti þá fregn á hvítasunnudag eftir frétta- ritara sínum, að 5—6 hundruð ís- firðingar hefðu skorað á veitinga- valdið að veita hr. Eiríki Kjerúlf lækni héraðslæknisembættið á ísa- firði, og er þetta efalaust alveg satt. En aftan í þessa fregn var því hnýtt, að frestað hafi verið að safna undirskriflum undir sams- konar áskorun um að hr. Vilmundur Jónsson, settur héraðslæknir þar, fengi þessa veitingu, en við það hafði orðið að hætta sakir ónógs fjdgis. Þetta er aftur á móti ekki satt. Bæjarstjórnin á ísafirði liafði skorað á veitingavaldið að veita Vilmundi Jónssjmi héraðið, og hún hafði gert þetta í einu hljóði. Ein- hverjum úr bæjarstjórninni hafði komið það í hug að vert væri að safna nokkrum »beztu nöfnum« ulan bæjarstjórnarinnar undirsams- konar áskorun. I þessum erindum hafði verið farið til tveggja manna sem báðir höfðu ritað nöfnin sín, þegar komist varð að raun um það að einhverjum fjdgismönnum Ivjer- úlfs mislíkaði þetta. Var þá strax horíið trá þvi að halda þessu á- fram og við áskorun bæjarstjórn- arinnar einnar látið sitja. Enda' aldrei _á þessu byrjað af neinni andstöðu við hr. Eirík Kjerúlf, eða af ótta við það að honum yrði veitt embættið. Það sem vakir fyrir ísfirðingum og er þeim sameiginlegt áhugamál, er það að fá í embæltið góðan lœkni, og þá um leið góðan skurð- lœkni. Nú munu þeir ekki gera sér vonir um að neinir af »beztu lækn- unum« hvorki héðan úr Reykja- vík eða annarstaðar að af landinu muni sækja um ísafjörð, til þess séu þeir of bundnir í báða skó þar sem þeir eru komnir, og þörf- in mikil t'yrir þá á þessum slöð- um. Gera svo ráð fvrir því að um sé að velja eldri lækna sem um áraskeið liafa dvalið í minni hér- uðunum, með illa aðstöðu í alla staði til þess að geta þroskað læknishæíileikana, og hinsvegar unga lækna eða læknisefni nýkomna undan handarjaðrinum á háskóla- kennurunum. Og af þessu tvennu munu ís- firðingar fyrir silt lejdi einum rómi kjósa unga lækninn. Atvikin hafa nú líka hagað því svo að eitt af efnilegustu læknis- efnunum hefir nú borist þeiin upp í hendurnar, maður sein alt bend- ir til að sé efni í skurðlækni, maður sem þar á staðnum hefir þegar gert eigi allfáa skurði á þessum átta mánuðum sem hann heíir gegnl þar héraðslæknisem- bættinu, og það með beztu hepni. Er það Vilmundur Jónsson. Það er þvi ekki nema von að ísfirðingar kjósi sér hann fremur til frambúðar en margan annan. En svo vill nú einnig til, að þar á staðnum heíir annar læknir gegnl læknisstörfum síðan hann kom frá prófborðinu, og það um allmörg ár. Er það Eiríkur Kjerúlf. Eftir því sem fram er komið yrði því um þessa tvo menn að ræða, ætti að fara að óskum ís- firðinga um læknisvalið, ef ekki kæmi það til, að því er virðist um fram vonir þeirra, að um embælt- ið sækti einhver af góðlæknunum, sem uissa væri tyrir að ekki hefði »forpokast« með árunum. Fininir Jónsson próí'essor varð sextugur í gær og munu honum í tilefni af því berast margar kveðj- ur héðan að heiman. Einn læri- sveina hans, Sig. Guðmundsson magister, getur nokkuð hinna miklu verka hans í Þjóðólfi nú i vik- unni og fer orðum um hann með mesta hlýleik og virðing. prá úUönlnm. Hingað hefir undanfarna daga borist hvert símskeylið eftir annað um það, að þjóðverjar séu að und- irbúa nýja sókn á vestri vígstöðv- unum, enn mikilfenglegri en þá, sem þeir hófu í vor. En siðasla skejdið segir illviðri hamla alhöfn- um og hefir þessi siðasta sókn því eigi komist í framkvæmd svö frézt hafi. Fyrri sókninni lauk svo, að Þjóðverjar unnu víðast nokkuð á, en hvorki tókst þeim að rjúfa her- fylking bandamanna né ná því tak- rparki er þeir ætluðu sér í fyrstu. Nú liafa þeir safnað enn meira liði en nokkru sinni fyr, alt að tveim miljónum og hergögnum eftir því. Má því óhætt gera ráð fyrir miklum vopnaviðskiftum er tíðin batnar, liver sem árangurinn kann að verða. Bandamenn hafa njósnir af hverju fram fer og eru, að eigin sögn, við öllu búnir. Það eykur mjög þrólt þeirra, þótt Rúss- ar sé nú gengnir úr skaftinu, að þeim berst liðsfyrkur svo að segja daglega vestan um haf, og hafa fengið áheit uin alt að tíu iniljón- um hermanna, ef á þurfi að halda. Gnægð hergagna fá þeir og þaðan og fé eftir vild. Viðburðirnir að undanförnu og þær athafnir sem nú eru í aðsigi benda ótvírætt á, að hvorirtveggja málsaðiljar ætli sig sterkan og slanda vel að vígi, svo að vart verður sagt, að friðarlfkur sé mikl- ar í svipinn.- Af vopnaviðskiftum er fátt frá- sagnarvert, nema þá helst af loft- hernaði sem stöðugt fer vaxandi. Er það augljóst að Bandamenn, og þá einkurn Bretar, bera hærra hlul í viðureignum. Hafa þeir ílogið langar leiðir inn yfir Þýzkland og stráð yfir borgir þar mörgum smá- lestum sprengikúlna. Það bar til tiðinda ekki alls fyrir löngu, að brezkur einbættismaður, Maurice, bar það opinberlega á Lloyd George forsælisráðherra, að hann hefði gefið þinginu ranga skýrslu um liðstyrk Breta. Varð þetta til þess að Asquith vildi láta setja þingnefnd til rannsóknar á málinu. Vakti þelta afarmikla at- liygli og var álitið sem vantraust á stjórninni, ef sú tillaga yrði sam- þykt. En málalok urðu þau, að tillaga Asquiths var feld með 293 alkvæð- um gegn 106. Sýna þessi úrslit að Lloyd George er mjög liðslerkur í þinginu, en stjórn lians er mjög fráhverf friði eins og sakir slanda nú. Brezk skeyti gera fremur lítið úr kafbátahernaði Þjóðverja þenna mánuð. Segja hann fara símink- andi en skipasmið óðfluga vaxandi tveim megin liafs. í Bandaríkjum N. A. eru smíðuð átta 7000 tonna járnskip á hverri viku, til vöru- ilutniga. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu að Lord Rothermere, bróð- ir Lord Northclifi'e, var gerður Ioft- hernaðarráðherra Breta, þá er það

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.