Tíminn - 01.06.1918, Qupperneq 1
TÍMINN
kemuT út einu sinni t
vika og kostar 4 kr,
árgangurinn.
AFGREIÐSLA
i ^egkjavik Laugaveg
18, sirni 286, út um
land i Laufási, simi 91.
II. ár.
Rcyli.javík, I. júní 1918.
23. blað.
Þingkvaðningin.
Ræða forsætisráðherra
Jóns Magnúsonar.
Eg vil fyrst gera þá athugasemd,
að það svar, er eg gef hér, er að-
allega fyrir minn reikning eins, og
þótt eg búist við, að ráðuneytið í
heiid sinni muni vera líkrar skoð-
unar í aðal-atriðunum, þá er eg hér
aðallega sá, sem ábyrgðina ber og
um er að kenna, því að þau mál
sem snerta alþingi sérstaklega,
kvaðning þess o. s. frv., heyra
undir mina deild. Auk þess má
geta þess, að einn ráðherrann, at-
vinnumálaráðherrann, var helzt
þeirrar skoðunar, að efasamt
væri, hvort þörf væri á, að kalla
aukaþing þetta saman fyr en á
venjulegum tima, eða í júlí, þótt
hann gæfi samþykki sitt til þess
að það væri kvatt saman 10.
apríl. Fjármálaráðherra var aftur
eindregið þeirrar skoðunar að
kalla ætti þingið saman eigi síðar
en gert var.
Þegar eg var að leggja af stað
á konungsfund i fyrra vor, þá
fékk eg tilmæli um það frá stjórn
Sjálfstæðisfélagsins, að reyna að
koma því til leiðar í utanför minni,
að fullkominn verzlunarfáni fengist
^yrir ísland. Eg reyndi fyrir mér
um þetta, og ræddi málið meðal
annars við forsætisráðherra Zahle
Tók hann það fram, að hann
hefði ekki búist við því, að þetta
mál yrði tekið svona fljótt upp
aftur, og minti á ummæli sín í
ríkisráði 22. póv/ 1913, að frekari
aðgerðir í fánamálinu, eða breyt-
inga á hinum almenna siglingafána
fyrir utan iandhelgi yrði að bera
undir rikisþing Dana, og að hann
ekki gæti sætt sig við það, að
þetta mál væri tekið útúr, heldur
teldi hann að rétt væri, ef fara
ælti að breyta sambandinu miili
landanna, að taka þá upp^,í einu
alt sambandið milli landanna.
Annars var þáð talið þar í Dan-
mörku óráðlegt af sumuin, að
taka þessi mál upp, meðan á ó-
friðinum stæði, og þá sérstaklega
fánamálið. Frá þessu skýrði eg þing-
mönnum, er Alþingi kom saman í
fyrra sumar. Eg þóttist ekki geta
færst undan að þreifa fyrir mér
um þetta mál,^þótt eg hefði ekki
fengið tilmæli um það, nema frá
einum stjórnmálaflokki, sem ekki
skipar nema minni liluta þings,
því að fyrst og fremst taldi eg
alla þingmenn mundu vera sam-
huga í málinu, og þar að auki
mundi allur þorri þjóðarinnar
þessu máli eindregið fylgjandi. —
Sú varð og raunin á, að þingið alt
var hér á sama máli, og afréð að
halda málinu fram. Og þótt í fyrstu
væri lítið eitt deilt um það, hvort
réttara væri að samþykkja frum-
varp um fána, eða þingsályktum
um útvegun konungsúrskurðar um
fnllkominn siglingafána, þá hurfu
allir þingmenn að því ráði, að fara
þingsályktunarleiðina, en það var
tekið fram, að þótt svo væri að
farið, þá væri þingviljinn hinn
sami, sem lög væri samþykt. Eftir
þeim undirtektum, sem eg hafði
fengið um vorið, var ekki örgrant
um, að þingið bæri kvíðboga fyrir
því, að komið gæti fyrir, að erind-
ið um fánann fengi ekki áheyrn,
en þingið vonaði þó, að þegar það
sæist að alt þingið væri einhuga
með þjóðina að baki sér, þá mundi
sigurvænlegt. Því kom sú spurn-
ing fram á þinginu í íyrra, hvort
ráðuneylið ætlaði að gera synjun
um fánann að fráfararefni, það
varð þá að ráði með samþykki
þingsins eða viðkomandi nefnda,
að gera það ekki milli þinga, því
ófært þótti að landið væri stjórnlaust
nokkra slund á þessum tímum, en
skjóta skyldi málinu til þingsins á
þann hátt sem eg gerði á ríkisráðs-
•fundi 22. nóv. f. á„ ef synjað væri
um fánann.
Nú stóð svo á, að ráðuneytið
tekur að sér að ílytja erindi fyrir
þingið, erindí, sem bæði þing og
þjóð leggja afarmikla áherzlu á að
fram gangi, en ráðuneytið fær
synjun hjá Hans Hátign konungin-
um. Eftir réltum reglum liefði nú
ráðuneytið átl að gera synjunina að
fráfararefni, en eftir því sem í garð-
inn var búið, er ekki hægt að
saka það fyrir, þótt það gerði
þetta ekki, en þarmeð var alls ekki
loku fyrir það skotið, að þingið
gæti ekki krafist þess, er það kom
saman, að ráðuneytið eða eg sér-
staklega færi frá. Þingið hafði full-
an rétt á að segja við mig: Þú
■liefir tekið að þér að flytja erindið
um fánann, erindi sem mér var
umhugað framar öðru, þér hefir
mistekist, þú verður þvi að fara.
Þetta vakti fyrir mér, er synjað
var um fánann, og því útvegaði
eg samstundis heimild til að kveðja
þingið til fundar hvenær sem væri
á árinu 1918, með það í huga að
gera það sem fyrst, enda leit eg
svo á, að málið væri að öllu svo
vaxið, og það komið í það horf,
að þingið ætti beint heimting á
því, að fá að fjalla um það sem
fyrst. Það var því stjórnarfarslega
fyllilega réttmætt, að kalla þingið
saman svo snemma á þessu ári,
sem fært þótti. Þessvegna hefði
þessi fyrirspurn miklu fremur átt
að vera orðuð þannig: Hversvegna
var þingið eklci kvatt til fundar
fyr en 10. apríl. En þartil er svar-
ið vitanlega, að þetta drógst svo
vegna tíðarfarsins í vetur, íshindr-
ana og hörku.
Þetta sem eg nú hefi talið, er að
minni hyggju eitt ærið nóg til þess
að sýna, að það getur ekki komið
til mála að saka stjórnina fyrir
það, að ekki var dregið lengur en
gert var að kalla þingið saman.
En, segja sumir, það átti ekki
að taka upp fánamálið í fyrra,
það varð fyrirfram vitað, hvernig
fara mundi, en tímarnir eru þann-
ig, að um annað er fremur að
hugsa. Enginn skyldi ætla, að
þeir, sem þannig líta á málið, séu
verri íslendingar en hinir, eða síð-
ur ant um að fá fánann. Það er
eins og áður; markið er hið sama,
en vegirnir einatt ekki hinir sömu.
Það hafa auk heldur komið fram í
blöðunum raddir í þá átt, að þingið
hafi ekki átt með að koma fram með
fánamálið, það hafi ekki verið til
þess kosið. Mér virðist hér kenna
mikils misskilnings. Alþingi er auð
vitað til þess kjörið að ráða öllum
/málum þjóðarinnar, með þeim
takmörkum einum, sem stjórnar-
skráin setur. En þá er hin ásökun
in, að það hafi verið óhyggilegt
að fitja npp á fánamálinu einmitt
nú. Réttara að bíða til ófriðarloka.
— Eg skal nú ekki tína ástæður
þær, er færðar hafa verið fyrir því,
að oss sé einmitt nú svo afar
nauðsynlegt, að fá fullkominn fána
viðurkendan, um það hefir verið
deilt. En eg hj'gg að málið sé ofur-
einfalt, ofurljóst, ef menn gefa sér
tíma til að athuga allan haginn,
allan aðdraganda.
Frá upphafi hefur vakað hjá
oss öflug og lifandi tilfinning þess,
að vér erum sérstök þjóð, sem
byggjum eigið land, og liöfum
eigin tungu, með öðrum orðum:
þjóðernis-tilíinningin hefur jafnan
verið vakandi hjá oss. Jafnvel á
hinum mestu niðurlægingartímum
þjóðarinnar, hefur þjóðernistilfinn-
ingin þó ekki sofið. — Eg skal ekki
fara rnikið út í stjórnmálasögu
landsins, að eins minna á það, að
síðan fyrir miðja siðustu öld hefur
hin íslenzka þjóð barist fyrir því,
að fá það viðurkent, að vér eig-
um rétt á að ráða öllum voruin
málum, og að vér séum ekki und-
yfirdrotnun annarar þjóðar
ír
gefnir. Þólt vegir hinna ráðandi
manna hér hafi ekki ávalt verið
þeir sömu, þá hefur markið þó
verið eitt, viðurkenning á fullrétti.
Sýnilegt tákn þjóðernisréttarins er
fáninn, en þýðing fána sem tákn
þjóðernis kemur i rauninni svo að
segja eingöngu fram í réttinum til
að hafa hann á skipum hvers
lands. Nú fengum vér 1913 viður-
ljiendan rétt vorn til þess að hafa
eiginn fána >að þjóðernistákni á
íslenzkum skipum innan land-
helgi íslands, en í siglingum til
annara landa megum vér eklci
sýna þannig þjóðerni vort, heldur
verðum að hafa þjóðernisfána
Danmerkur. Fyrir mér hefur það
ávalt staðið svo, sem það væri í
rauninni fremur lítils virði út af
fyrir sig, að hafa leyfi til að sýna
þjóðernisfána á skipum landsins
að eins í landhelgi, eða með öðr-
um orðum: að eins heima fyrir,
en vera fyrirmunað að gera það
annarsslaðar, eða einmitt þar sem
aðallega er ástæða til þess. Það
sem ávanst 1913 tel eg samt mjög
mikils virði, en að eins sem spor
,í áttina til marksins, viðurkenn-
ingar fullkomins siglingafána. —
Að ekki hefur verið fylgt fastara
fram fullkomnari fánakröfu hingað
til, hygg eg að hafi komið með-
fram af því, að hin almenna skoð-
un var sú, — og skal eg viðurkenna,
að eg fyrir mitt leyti liélt þeirri
skoðun fram, — að ekki fengist við-
urkendur fullkominn íslenzkur-
siglingafáni, nema áður væri feng-
ið viðurkentfullveldilandsins.eðaþá
að minstakosti viðurkent um leið, Nú
hafa þeir hlutir sem eru að gerast
í heiminum, breyti mörgu í skoð-
unum manna, afmáð ýmsar kredd-
ur, og umsteypt ýmsu, er áður
voru talin svo sem trúaratriði.
Nú ætti ekki að þuffa að búast
við því, að fánakrafa vor strand-
aði á kreddum einum. — Og það
er eitt sérstaklega, sem mér finst
að ætti að gera það skiljanlegt,
að fánakrafan fékk byr undir báða
vængi, og það er það, að nú er
haldið mjög á lofti í umheimin-
um þjóðernisréttinum, rétti smáu
þjóðanna sem hinna stærri. Það
hlýtur að hafa áhrif á íslendinga,
að sjá höfðingja hinna voldugu
þjóða í orði viðurkenna þetta, sem
stöðugt hefur haldið uppi stað-
festu vorri og djörfung í sjálfstæð-
isbaráttu vorri. Það mátti því telja
það nær því eðlisnauðsyn, að þessi
sérstaka þjóðerniskrafa vor, fána-
krafan, kæmi fram einmitt nú. —
En eins og sagt er, strandaði liún
á mótstöðu frá Dana hálfu.
Þegar það var ráðið, að synja
skyldi urn fánann, þá var því hreyft
af Dana liálfu, að rétt væri að
reyna heldur almenna samninga,