Tíminn - 13.07.1918, Qupperneq 3
T í M I N N
159
svo plægja áburðinn niður fyrir
ykkur.
Á stuttum tima getum við marg-
faldað ræktaða landið fyrir ykkur,
unnið alt að því, sléttað tún og
engi. Slegið og rakað, flutt jarðar-
gróðann heim í hlöðu, þaðan i
peningshúsin. Við getum mjólkað
ær og kýr, flutt mjólkina heiin í
stofu til ykkar, soðið hana, hún
brennur ekki einusinni við, og þá
má valdbjóða fráfærur, því þá haf-
ið þið ekkert annað að gera en
hirða ærnar«.
Já, fossarnir okkar þeir geta nú
margt. Útiverkin, erfiðisverkin, þau
ganga alveg eins og í sögu. Við
sitjum bara með pípuna okkar i
munninum og þrýstum á hnappinn.
»Já, en heyrðu góði foss. Ert
þú þá góður til smávika inni hjá
okkur?«
»Já, eg held það nú. Þú ert ný-
búinn að eignast óþektaranga, sí
grenjandi á nóttinni. Konan þín
þarf ekkert annað en snúa snerl-
inum. Strax kviknar á rauðum
náttlampa, og dálítill rafofn hitar á
mjólkurpelanum ef lítið er á móð-
urpelanum. Dugi þetta ekki, getur
dálítill rafmótor ruggað anganum
og snúið mislitri hringlu við nefið
á honum. Valdimar Paulsen kem-
ur með telegrafóninn sinn, og eg
skal snúa og syngja fyrir angann
vögguljóðin, með móðurrómi.
Á morgnana vekur þig rafklukk-
an, hvenær sem þú vilt. Þá er
baðvatnið til heitt og kalt eftir
þörfum. Loftið hlýtt og hreint.
Smá rafvélar sjá fyrir því, og ljós-
ið, — ljósadýrðin í öllum regnbog-
ans litum ef þú vilt — ávalt við
hendina.
Skamindegi þekkist ekki lengur.
Það er eilíft sutnar«. —
Við sitjum hjá fossinum og hlýð-
um hugfangnir á hans framtíðar-
mál. Við gleymum okkur við sælar
vonir og bjartar framtíðarhugsjón-
ir. Það drynur líka niðri í fossin-
um. Rómhrifnin hverfur og nú
þylur hann ömurlega sorgarsöngva.
Því alt í einu kemur fram úr
fossinum ógna roka er öskrar: »Eg
er seldur, eg er glataður mínu góða
landi«. Og við, sem elskum foss-
inn svo mjög, fyllumst ógn og
kviða fyrir framtíðinni, að hafa af
heimsku og óframsýni glatað sólar-
sýninni.
En eftir litla hvild brýst ólömuð
orkan á ný fram úr fossinuin, og
nú kallar hann í skýrum rómi:
»Takið mig, frelsið mig og lofið mér
að vinna fyrir land mitt og þjóð«.
Já, tökum fossana aftur, sem
seldir hafa verið útlendum og inn-
lendum bröskurum fyrir smánar-
verð.
Núverandi handhafar fossanna
græða stórfé á þeim árlega, þó
þeir hafi engin afnot af þeim önn-
ur en þau að eiga þá og ef til vill
útiloka þá frá samkepni við aðra
fossa, sem þeir eru viðriðnir.
Jarðeignir allar í landinu stiga
stórkostlega í verði og það gera
vitanlega fossarnir lika, sem teljast
þó einskonar fasteign, þó fljótandi
sé, því menn eru nú að fá óljósan
grun um hvers virði þeir eru.
Vonandi verður þess ekki langt
að biða að íslenzka þjóðin sér sér
fært, að taka hentugustu fossana í
sína þjónustu, og þá mun verð
þeirra margfaldast við það sem
nú er.
Það er áreiðanlegt að kolaforði
heimsins er mjög takmarkaður.
Fyrir stríðið var svo talið að hann
mundi endast í 6—7 aldir enn þá
með sömu notkun. Hvað er það?
Og nú er eldur uppi á heimsbú-
inu og kolin minka óðum. Olían
er líka mjög svo takmörkuð og
eyðist líka óðum, en þetta eru eins
og stendur aðalorkulindir heimsins.
Að stríðinu loknu munu bernað-
arþjóðirnar fara að spara við sig
þessar orkuleifar sínar, og til þess
að ná sér niðri á hlulleysingjun-
um, sem marga einmitt vantar kol
og olíu, munu þær selja þeim kol
og olíu með ránverði. Gamla kola-
verðið fyrir stríðið, og ináske olíu-
verðið líka, heyrum við aldrei
framar nema margfaldað.
Hvað eigum við þá til bragðs
að taka? Eigum við að treysta á
sauðataðið eða livað? Nei til er
fleira. Svo sem: Vindur, mór, foss-
ar og sól. Og af þessu verða það
vafalaust fossarnir, sem okkur duga
bezt i framtiðinni. Vindurinn er
dutlungafullur, og mómýrin tæm-
ist. Sólin, blessuð sólin, hallar of
mikið undir flatt hér hjá okkur og
hylur sig í skýjunum, en fossinn,
hann er altaf sá sami tryggi vinur.
Fossarnir, hvítu kolin, verða því
áreiðanlega framtíð, hin mikla
framtið þessa lands. Og það því
frekar, sem óðum verður meiri og
meiri þörf fyrir vatnsorkuna, en
hentugir, aflmiklir og aðgengilegir
fossar eru alls ekki algengir. Slíkir
fossar eru því hreinustu dýrgripir
jafn vel hér á hala veraldar, eins
og nú er ástatt.
Núna er stóriðnaður allur, fram-
farir og framkvæmdir mestar í
kringum kolanámur og olíulindir.
Eftir nokkrar aldir verður menn-
ingarmiðjan flutt suður á Sahara í
sólina og — norður að heimskauta-
baug, íslandi, að fossunum.
Það er tómahljóð í skúfl'unni.
Væri ekki reynandi að tolla svo-
lilið þessa fossakaupmenn. Láta
þá borga ögn til sveitar og ein-
hverja vitund í landssjóð. Leggja
ætti á hestaflið í fossinum, og fari
afgjaldið hækkandi árlega fyrir ó-
notaða fossa. Það herðir á fossa-
eigendum að fara að nota þá.
Fossinn stendur sem veð fyrir
skilvísri greiðslu, afgjaidsins. Sé
afgjaldið ekki greitt skilvíslega á
gjalddaga, fellur fossinn til lands-
sjóðs samstundis.
Halldór Vilhjálmsson.
Þingfréttir hafa lílið birst í
Tímanum undanfarið og verður
það bælt upp með yfirliti yfir þing-
störfin þegar þvi er slitið. Búist
við að það verði í næstu viku.
Styrjöldin.
---- Júni.
Þá litið er á ástand ófriðarþjóð-
anna í heild sinni, gelur ekki hjá
því farið, að Rússland verði talið
vera komið lengst, það er komið í
mestar og bersýnilegastar ógöngur
— og það er búið að semja frið
— í orði kveðnu.
Fréttir berast mjög slitrótt út úr
landinu, og fá menn helzt vitneskju
um ásigkomulag lands og þjóðar
frá ferðamönnum er sleppa út úr
landinu. Simfréttir eru mjög ó-
áreiðanlegar.
Stjórn er þar öll á ringulreið.
Skríll borganna gengur víða enn
um eins og grenjandi ljón rænandi
og brennandi. Óbúandi er á neðslu
gólfum húsanna, þvi þar geta menn
átt von á að íllþýði brjótist inn á
mann, meiði fólk og taki það sem
férnætt er. En svo mikið er um
varnir af hendi siðaðra manna, að
skríllinn hættir sér siður langt upp
í húsin af ótta fyrir að sleppa
ekki út að róstum loknum.
Þar sem skríllinn hefir komist
algerlega til valda, ganga bófar um
í stað lögreglu, og eru þá eitt í
senn lögregla og dómarar. Skjóta
þeir þá er að þeirra dómi hafa
brotið lögin, en halda hlífiskildi
yfir lagsmönnum sínum er lifa á
eignum efnamanna.
Flutningar um landið eru mjög
á ringulreið, svo fólk sveltir víða
í borgunum. Jafnvel Þjóðverjar geta
engu tauti á komið þó friður sé,
að nafninu til.
Er friður var saminn milli Mið-
veldanna og rússnesku þjóðanna,
þótti flesturn líklegt, að nú væri
sulti Miðvelda lokið. Ógrynni af
matvöru frá víðlendum síekrum
Rússlands, myndi nú streyma inn
yfir Miðveldin.
En þetta fór á annan veg. Ef
Þjóðverjar vilja fá mat þaðan að
austan, verða þeir að hal’a fyrir
því að rækta jörðina og framleiða
matinn sjálfir. En á því hafa þeir
léleg tök.
Sárgramir yfir óförum lands síns
og yfirgangi Þjóðverja, brenna
bændur heldur matvöru en selja
hana i hendur Þjóðverjum. Og lið
fá Þjóðverjar ekkert frá vinnulýðn-
um, er lifir nú mestmegnis á því
að eyða eigum annara. Lj'ðurinn
hefir loksins fengið hið langþráða
frelsi. Snýst hugsanagangurinn á
þá leið, að fyrst frelsið er fengið
geti þeir ekki annað en notað það
og lifað í vellystingum.
Hér á dögunum hélt núverandi
stórhöfðingi Rússaveldis Lenin
ræðu mikla þess efnis, að hann
þakkaði fylgismönnum sínum fyrir
góða og dygga þjónustu, því nú
væru þeir búnir að gereyðileggja
svo stórueldið Rússland að það risi
aldrei upp.
Munu þetta orð að sönnu. Að
líkindum talar Lenin hér hjartans-
mál sitt. Ófriðurinn er verk stór-
veldanna. Er þau liðast í sundur
eins og Rússland og alt herafl
þeirra druknar í innlendum róst-
um þá, fellur ófriðurinn niður.
Óútmálanlegar eru hörmungar
þær er gerræðismenn Rússlands
hafa bakað þjóð sinni, og ósköpin
öll af dýrslegri grimd hafa þeir
framið. Gegnum alt athæfi þeirra
er hægt að festa auga á ákveðinni
stéfnu.
Særður liðsmaður »rauðra« á
Finnlandi sagði eitt sinn við lækni
sinn: »Þið þarna efna- og menta-
menn kunnið mikið meira en við,
og standið því betur að vígi í bar-
áttu lífsins, þess vegna verðum við
að útrýma ykkur«.
Þetta er stefna, hversu agaleg
sem hún er. Þetta er vofan sem
stjórnleysingar eða gerræðismenn
Rússlands hafa vakið upp i ófriðn-
um. Fyrst ekki er hægt að gera
skrílinn efnaðan og mentaðan
verða heldri sléttirnar að víkja,
því allir eiga að vera jafnir, þegar
allir eru jafnir er öllum ófrið lokið.
Sennilega eru þær getsakir rang-
ar, að Þjóðverjar eigi nokkra
verulega hluldeild í innri sundur-
liðun og niðurlæging Rússlands.
Minsta kosti er það vist, að hafi
þeir haft hönd í bagga, iðrast þeir
þess sárlega nú. »Rauðir« Rúss-
lands hafa vitanlega reynt af
fremsta megni, að hafa áhrif á
þýzkan vinnulýð, unnið að því að
þýzkir verkamenn legðu niður
vinnu alla, svo hersljórninni yrði
nauðugur sá koslur að liætta
ófriði.
Ennþá vita menn litið um þess-
ar tilraunir Rússanna, þvi fréttir
frá Þýzkalandi eru altaf mjög heft-
ar. En geta má þess nærri, að ó-
mjúklega liefir verið farið með þá
legáta Rússa, er liafa hafl þau
erindi með höndum.
Vart er hægt að hugsa sér meiri
mismun á stjórnarfari tveggja landa
en tiú er á Rússlandi og í Þýzka-
landi. Eftir því sem hörmungar
og vandræði hafa aukist á Þýzka-
landi, eftir því hefir stjórnin öll
komist meira og meira i hendur
yfirherstjórnarinnar. Menn ætla oft
að í Þýzkalandi ráði keisarinn
öllu, og hann einn haldi fram ó-
friði. En því fer fjarri. Vald og
lýðhylli keisarans er af kunnugum
talin mjög rénað. Það er herkon-
ungurinn Hindenburg með fylgi-
tisk sinn LiidendorfT sem öllu
stjórnar. Stjórna þeir ekki einu
Þýzkalandi — Miðveldin öll lúla
þeim.
Af fréttum sem kvisast hafa írá
Þýzkalandi geta menn sér þess til,
að herstjórnin hafi átt full í fangi
með að koma hinni slórfeldu árás
á laggirnar sem geisar í algleym-
ing á svæðinu miíli Reims og
Soissons. Að þeir liáu herrar hafi
með því einu móti getað komið
henni á, að þeir fullvissuðu alla
þá um það, er dirfðust að bera
fram mótbárur, að þessi árás væri
lokahríðin — og það væri svo vegna
þess, að nú bæru þeir algjörðan
sigur úr býtum.
Aldrei hefir háð verið mikils-
vægari og stórfeldari orusta en
þessi. Aldrei hafa meiri heraflar
barist. Er Rússland datt úr tölu
stórveldanna og samdi frið, gátu