Tíminn - 10.08.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.08.1918, Blaðsíða 3
Tí MINN 175 Tilkynning,. Vegna þess að alþingi sá sér ekki fært að byggja íbúðarhús á Hvanneyri í sumar, verður að eins hægt að hafa eldri deild þetla skólaárið. Öllum nýsækjendum — 48 manns — verður því að neita um inntöku í skólann. Næsta skólaár verður sennilega yngri deild. Sitja þeir þá fyrir skólavistinni sem sótt hafa í ár, ef þeir sækja þá á ný. Hvanneyri, 1. ág. 1918. Halldór* 'Villijálmsson. handfang og kreistir sem mest hann má. Þvi meira sem kreist er, því hærra þokast vísir á skífu sem markaðar eru á tölur, er tákna kg. Venjulega er reyndur látinn kreista af öllum mætti í 1 mínútu, en vegna þess að það lýir mjög, hafði eg það í þetta sinn ekki nema 32 sek. Eftir slögum taktmælis, er sló eitt högg sekúndu hverja, var les- ið á kraftmælinn 4. hverja sek. og talan skrifuð. í teljara brotsins er meðaltal þessara 8 athugana, en í nefnaranum stærstatakið. Því stærra sem brotið er, því meira er þolið. Æðaslögin voru athuguð áður en kappslátturinn byrjaði, og sýna þau, að fæstir keppendanna hafa gengið út í þessa raun með köld- um liuga. Því miður tókst ekki að geru sömu athugun að slættinum loknum, eins og eg hafði ætlað. Á verkfærum keppenda voru gerðar sams konar athuganir og á skýrslu minni í greininni »Um slátt«, en auk þess var hvert orf með ljá vegið, og athugað hve langt þungamiðjan væri fyrir neðan neðri hæl. Svo sem kunnugt er, telja flestir góðir sláttumenn bezt að þungamiðjan sé um neðri hæl, þeg- ar brýnið er lagt á kerlingarhæl- inn. í áminstri grein minni hafði eg lagt það til að hlutfallð væri = 0,56 til 0,58; L2 = mjaðmabreidd sláttumannsins að viðlögðum 9 cm Lr og — = 0,16, en steyping 40 gr Geta þeir er vilja borið þetta sam- an við tölurnar hér í skýrslunni. Þær sýna, að kappsláttumennirnir hafa búið allmismunandi í hend- urnar á sér, og þó virðist auðsætt, að mál orfsins eiga að vera í á- kveðnu hlutfallí við vöxt sláttu- mannsins. Það hlutfall þarf að fmna svo ekki verði um deilt. Ættu þeir er framvegis hyggja á kappslátt, hver í sinu lagi, að gera tilraunir með það, hver hlutföll þeirn reynast bezt. Til þess þarf orf með færanlegum hælum. Einn keppandi hafði slíkt orf með ein- földum, og þó hentugum útbúnaði. Var gerð lykkja úr gjarðajárni og sá endi hælsins er að orfinu sneri festur milli endanna með hnoð- nöglum, orfinu rent í lykkjuna og fleygur rekinn milli lykkjunnar og orfsins þeim megin sem frá hæln- um vissi. Þar með var hællinn fastur. Um ljána vil eg benda á það, að grashlaupið er afarstutt (1 og 2 cm) hjá nr. 2 og 3 og reynist það vel, eins og eg tók fram í grein minni. Grashlaup á Ijáum þarf ekki að vera lengra en svo að hægt sé að slá þá úr orfinu með mjóu áhaldi. Ef vér nú lítum á sláttinn, þá stingur það fyrsl í augun, hve ótt og títt keppendurnir bera orfið. í oft nefndri grein minni lagði eg það til, að skárabreidd væri um 140 cm, ljáfarsbreidd um 28 cm ljáfarstími um l,a sek, en úrrétla ljásins 94°. Nr. 2 hefir fylgt þessu nokkurn veginn nákvæmlega. Sé af skárabreidd, ljáfarsbreidd og ljáfarstíma hans, á skýrslunni, reikn- aður tíminn sem hann hefði átt að vera að slá teig sinn, án þess að tetja slö við að brýna, eða breyta um sláttulag, þá verður útkoman 28,4 mín. og er þáð svo nærri reyndinni sem frekast verður bú- ist við. Um brýnsluna skal þess gelið, að allir keppendur höfðu sams- konar brýni (Indian Pond) og flestallir brýndu þannig, að þeir studdu hnakka orfsins á lærið og struku langstrok. Þeir brý'ndu venju- lega örslutt í senn,‘einar 7 sek., eða svo. Þeir sem tóku þátt í þessurn kappslætti voru flestallir fulltrúar hver fyrir sitt ungmennafélag. — Höfðu ungnrennafélagar víða heima í sveit sinni kappslátt lil reynslu, til að finna hver bezt væri til full- trúa fallinn. Er það ekki ofmælt, að félögin höfðu sóma af fulltrú- um sínum, eins og einkunnir þeirra votta. Og sá áhugi er þeir liafa glætt í héraði sínu nreð allri fram- komu sinni mun áreiðanlega bera góðan árangur. Hafi þeir allir þökk er þessu hrundu í framkvæmd. Guðm. Finnbogason. t Séra Jónas Jdnasson frá Hrafnagili. Á Hrafnagili hafa löngum setið merkisprestar. Frægastur þeirra er Jón biskup Arason. Frá því í lok 17. aldar og ■ angað til séra Jónas sagði af sés ;;útu þar 'sjö prestar og voru allír prófastar í Eyjafirði. Séra Jónas sav staðinn viö auð en ílestir fyrirrennarai - , s en fáir munu hafa verið jafn ósi- sælir og hann hjá söfnuðinum og þjóðkunnari hefir hann orðið en þeir ílestir. Hann var fæddur hinn 7. ágúst 1856 á Úlfá í Eyjafjarðardölum. Útskrifaðist úr latínuskólanum 1880 og úr prestaskólanum 1883, hvort- tveggja með 1. einkunn. — Fékk veiting fyrir Landsprestakalli haust- ið eftir að lrann varð kandídat, og næsta ár fyrir Grundarþingum og var þar prestur lil 1910 og pró- fastur í Eyjafirði 1897 —1908. — Haustið 1908 var hann jafnframt settur kennari við Akurej'rarskól- ann, var veitt embætti við skólann 1910, og kendi þar síðast veturinn 1916—17. Sagði þá af sér embætti vegna heilsubrests. Flultist suður að Útskálum til séra Friðriks son- ar sins. Andaðist hér í bænum 4. þ. m. Þjóðkunnastur er séra Jónas fyrir sagnaskáldskap sinn. Birtust sögur hans fyrst í Iðunni gömlu og hafa þær flestar verið gefnar út í sér- stakri bók: »Ljós og Skuggar«. í Nýjum Kvöldvökum birtust marg- ar sögur, frumsamdar og þýddar af honum. Hafa ýmsar af sögum hans verið þýddar á erlend mál. Séra Jónas stendur alveg sérstak- er meðal islenzkra sagnaskálda. Lýsingarnar eru svo sannar og blátt áfram. Gripið á kýlunum i íslenzku sveitalífi eins og það var fyrir 30—40 árum. En á bak við alt andar mannúð og rétllætistil- finning preslsins. Hann er þar að kenna stærra söfnuði. Er það öld- Kitfregn. * Réttur III. ár, 1. hefti. ---- (Frh.). Jónas Jónsson frá Hriflu ritar grein sem heitir: »Nýr landsmála- grundvöllur«. Er þar gerð grein fyrir nauðsyn hinnar nýju flokka- skiftingar sem nú er að verða með þjóðinni og Fakinn að nokkru að- dragandi hennar. Á sú grein ekki sizt erindi til þeirra manna sem enn virðast ætla gömlu pólitisku ílokkunum líf. Þá eru »Neistar«, fimm stuttar greinar þýddar og frumsamdar, á- deila og skáldskapur. Síðasta greinin tekur yfir fullan þriðjung heftisins, og er þó varla nema hálfnuð þar, er eftir ritstjór- ann sjálfan, Pórólf Sigurðsson frá Baldursheimi og heitir »Verzlunar- málin«. Er þar tekið á miklu við- fangsefni. Skiftir höfundurinn því í þrjá líðu: 1. Deilur: Ástæðurnar eins og þær eru nú í landinu; andstæðar skoðanir og fylkingar. Hvaða viðskiftaleiðir fleyta lands- mönnum út úr ófriðarkrögg- unum. Verður þetta að eins tekið í nokkrum dráttum; af því að daglega eru umræður um það í blöðunum og manna í milli. 2. Slefnur: Eðlismunur þeirra verzlanastefna, er flokkarnir skiftast um; hvert þær leiða hvor um sig. Verður litið á verzlunina í þessu landi, og enn fremur heimsverzlunina yfirleitt, frá sama sjónarmiði. 3. Markmið: Skýrt sérstaklega frá menningargildi vöruviðskifta og verzlunar fyrir þjóðirnar, með sögulegum rökum. Og siðast en ekki sízt framtíðar- markmiðinu í verzlunarmálum. Skal hér að eins sýndur lílill vottur þess, hvernig höfundurinn fer af stað: »í ófriðarbyrjun breyttust nokkuð verzlunarhættir í landinu. Kaup- menn og lcaupfélög viða um land höfðu áður að mestu leyti bein viðskiftasambönd við útlönd. — En smámsaman drógust viðskiflin til Reykjavíkur, fyrir þverrandi siglingar og aðrar ófriðarhindranir sem kunnugt er. Þar jókst mjög atvinna og gróðabrallsútvegir fyrir vörubjóða, heildsala og umboðs- menn. Eftirspurn og pantanir lands- manna á útlendum vörum, urðu að ganga i gegnum skrifstofur í Rvík miklu meir en áður hafði tíðkast. Skipin voru látin leggja þar upp mikinn hluta af vörubirgð- unum o. s. frv. Stórkaupmennirnir margfölduðu viðskiftaveltu sína, og fjöldi nýrra manna bættist 1 hópinn. í stuttu máli sagt, ný og fjölmenn atvinnustétt var mynduð í höfuðstaðnum, til þess að vera tengiliður milli erlendra uinboðs- manna og verzlunarhúsa, og kaup- manna og kaupfélaga hér á landi. Hún virðist stefna að þvi marki, að ná yfirtökum á allri verzlun landsins við útlönd; búa þannig um aðstöðu sína og ýmsa skilmála að hún hlyti að lenda í þeirra hönd- um. Þvi meir sem styrjaldarkrögg- urnar þrengdu að, þess meir jókst gengi og ásókn heildsalanna. Atvinna þeirra og starísemi var auðvitað fengur fyrir Reykjavíkurbæ.i en þó einkum sérstakar stéttir þar. Sló það svo miklum gullglampa í augu ýmsra bæjarbúa, að margir góðir hæfileikamenn hugðu þar til fanga; snerust þess vegna frá atvinnu, er þeir áður höfðu rekið, og sumir jafnvel störfum í landsins þjónustu. Þá hrutu eigi síður ýmsum lög- fræðingum og málaflutningsmönn- um bitar af verzlunarborðunum. Eftirspurn var mikil eftir leiðbein- ingum þeirra við kaup- og sölu- samninga,fjárheimtur og ýms gróða- brögð. Sú stétt var því af skiljan- legum ástæðum samhent heildsöl- unum og fylgdi þeim að málum. Ýmsum mönnum, er að sam- vinnufélögunum stóðu, þótti þetla athugaverðar aðfarir, því nær sem dróg þeirri nauðsyn kaupfélaga að panta vörur sínar gegnfim Reykja- vík. En sum félögin höfðu, sem kunnugt er, lengst allra einkaverzl- ana, bein verzlunarsambönd við útlönd, gegnuin ákrifstofu S. í. S. í Kaupinannaliöfn. -- Þessir sam- vinnumenn fóru því að bera sam- an ráð sín, og leita bragða til að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.