Tíminn - 20.10.1918, Side 1
V
*
TtMINN
kemur út einu sinni i
vika og kostar i kr,
árgangurínn.
AfGMWSM
i Hegkfavik Laagaveg
18, simi 296, út imt
land i Laafási, simi 91.
Reyhjavík, 20. október 1918.
II. ár.
Fridaryonir.
Mjög lieíir breyst aðstaða styrj-
aldarþjóðanna síðari hluta hausts-
ins, svo að nú má kalla að séð
verði leikslok hins mikla taíls,
sem höfuðþjóðir heimsins bafa
þreytt i meir en fjögur ár.
Svo sem fyr er frá sagt biluðu
Búlgarar fyrst. Stjórnin gaf landið
i hendur Bandamönnum. Ferdín-
and keisari lagði niður völd og
fljTði land, en sonur hans, Boris,
tók við ríkinu. þjóðverjar reyndu
að senda liðstyrk, en réðu ekki
við neitt, og urðu von bráðar að
sætta sig við það að hverfa burtu
irr landinu. Síðan hafa öll vopna-
skifti á Balkan gengið Bandamönn-
um í vil; á sömu leið íer í Tj'rkja-
löndum. Virðist ólíklegt að Tj'rkir
geli veitt viðnám til muna úr
þessu, því að engrar hjálpar er
framar að vænta frá Þýzkalandi.
Austurríki mun og að því kom-
ið að hrynja í mola. Er sagt að
þingflokkarnir hafi dregið völdin
úr höndum keisarans og vilja þeir
nú öllu ráða. Talað er um að freista
að halda rikisheildinni saman, en
gefa þjóðflokkunum víðtæka sjálf-
stjórn. En svo mikið ber þar á
milli, að óliklegt er að sú tilraun
hepnist. Þjóðverjar og Ungverjar
hafa ráðið mestu af þjóðflokkum
þar í landi undanfarið, og verið
heldur harðdrægir við slavnesku
kj'nþættina. Mun Slövunum í Aust-
urríki þykja betra að sameinast
Serbum frændum sínum, eða
mjmda sjálfstætt ríki einir síns liðs
heldur en búa lengur saman við
Germani og Ungverja. Frá hálfu
Vesturþjóðanna mun verða lögð
mikil áhersla á það, að allir þjóð-
flokkar á Austurríki fái fult frelsi,
og verði á engan hátt háðir þýzkri
yfirdrotnun.
þýðingarmest er þó brej'lingin í
þýzkalandi. Hin nýja stjórn hefir
látið í ljósi ótvíræða ósk við Wil-
son forseta um frið. Telja Þjóðverj-
ar sig fúsa að ganga að friðarskil-
málum þeim, sem forsetinn hefir
áður talið sig berjast fyrir. Eru þeir
ærið harðir í garð Þýzkalands,
enda mjmdu þjóðverjar ekki að
heim ganga, ef nokkur von væri
am sigur. Var að þeim vikið
flestum í siðasta blaði. Þar að
auki mun Wilson að öllum líkind-
um neita að semja við Vilhjálm
keisara og júnkaraflokkinn þýzka,
telur þá bera of mikla ábj'rgð á
stríðinu, til þess að þeir megi
framtíðarinnar vegna, sitja lengur
að völdum. Fá Þjóðverjar ekki
vopnahlé, nema því að eins að þeir
dragi herinn þegar í stað heim
j'fir landamærin. Jafn vel talað um
að þeir verði að fá Bretum í hendur
kafbátana, til trj'ggingar því að
þeim sé alvara um friðinn. Þó er
sú fregn ósönnuð. En af likum
má ráða hitt að Þjóðverjar tá nú
því að eins frið, að þeir gefist upp
í raun og veru, eins og Búlgarar.
Og í öðrulagi rná telja einsætt að
þeir verði i öllum aðalatriðum að
sætla sig við þá kosti sem Banda-
menn bjóða.
Aldrei hefir áður borið við, að
voldug herþjóð yrði svo að segja
að gefast upp, þó að herinn væri
ósigraður að lcalla, inn í löndum
óvinanna. Það er ekki herinn sem
hefir bilað, heldur þjóðin sjálf,
sem hungur vonleysi og hverskonar
þrautir hafa lamað. Þýzka þjóðin
fellur í valinn eins og þróttmikill
kappi, eftir tapaðan leik. yfirkomin
af þreytu og sárum, en hertýgin
lítt sködduð.
Sum skilyrði Wilsons eru Þjóð-
verjum fremur í vil en samherjum
hans, svo sem það, að engin við-
skiftastyrjöld skuli hafin að striðinu
loknu. Takist honum að fá því til
vegar komið, er það engu minna
fagnaðarefni smáþjóðunum, heldur
en hitt, ef hervaldsstefna júnkar-
anna j'rði að velli Iögð.
KjötíSíalan.
Veltur á íleiri miljónum en
nokkru sinni áður kjötútílutning-
urinn íslenzki. Veldur hvorttveggja:
stríðsverðið og hin mikla förgun.
Er því eðlilegt að menn vilji fá
að fylgjast með nú, enn frekar en
áður, um söluráðstafanir, einkan-
lega þar eð þær eru framkvæmd-
ar að opinberri ráðstöfun.
Nú er það orðið á allra vitorði
að kjötið er selt. Og það er enn-
fremur kunnugt að verðið er 210
kr. á fyrsta íloltks kjöti, þ. e. meir
en 50 krónum-hærra á tunnu en
meðalverðið brezka. Gerir sá mis-
munur á íimtu miljón króna. Og
það eru Norðmenn sem hafa keypt
kjötið eins og í fyrra.
En um kjötsöluna ganga hinar
ótrúlegustu sögur. Og í einu dag-
blaðanna hafa þær verið gerðar
að umtalsefni, ýmislegt þar full-
yrt, sem lagl er út á hinn versta
veg og alið á tortrygni.
Hafa tveir aðilar viljað kaupa
kjötið: Norðmenn og Aage Ber-
léme stórkaupmaður, sem er eig-
atidi Höpfnersverzlana. Spinnast
sögurnar um þá samkepni.
Það er mjög óheilbrigt að slíkar
sögur gangi manna á meðal. Og
þar eð salan hefir farið fram að
opinberri ráðstöfun eiga framleið-
endur rélt til þess að fá að vita
frá fyrstu hendi hvernig réttar
þeirra hefir verið gætt.
Ritstjóri Tímans heíir snúið sér
bréflega til útflutningsnefndar með
rökstuddri áskorun um að birta
opinbera frásögn um málið.
Meðan slík skýrsla er ekki kom-
in — en væntanlega kemur hún
innan skams — leggur Tíminn
engan dóm á þetta mál. En sú
áskorun er hér áréttuð opinberlega,
sem sjálfsögð og réttmæt. Enda
talið víst að útflutningsnefnd telji
sér skjdt að láta framleiðendum
hana í té.
Á öðrum stað hér í blaðinu er
vikið að ráðstöfunum þeim sem
Bandarikjastjórn hefir gert heima-
fyrir um að vinna stríðið. Jafn-
framt því sem hún hefir tekið sér
meira vald en nokkur önnur sljórn
i heiminum og tekið fram fyrir
hendur manna á svo ótal
mörgum sviðum, hefir hún talið
skyldu sina að láta almenning fá
sem Ijósasta vitneskju um alt sem
gert er og hversvegna það er gert.
Ekki sizt vegna hins síðarnefnda
liafa ráðstafanirnar borið hinn
glæsilega árangur sem raun er á
orðin. Stjórnin þar hefir með því
að Ieggja alt á borðið, fengið al-
menning til að fj'lgja rér.
Þetta er hin eina rétta og sjálf-
sagða leið í lýðfrjálsum löndum.
Kötlugosið.
Fregnin um Kötlugosið barst eins
og eldur í sinu um Reykjavíkurbæ
síðaslliðinn laugardag. Símfregnir
sögðu hvar gosið var, en gosið
sagði til sín »þráðlaust« og það
um Iand alt. Gosmökkurinn sást
héðan úr bænum áður en sím-
fregnin kom og eldglæringarnar
munu hafa sést undantekningar-
lítið alstaðar á landinu.
Hekla er víðfrægust allra eld-
fjallanna íslenzku, en meiri bejg
mun almenningur hafa af Kötlu.
Bygðin er svo nærri og í svo j'fir-
vofandi hættu. Og að likindum
mætast mótsetningarnar, eldur og
ís, hvergi eins. Því að hundrað
faðma þykkur jökull liggur ofan
á Kötlu. Og hún spyrnir honum
af sér með einu átaki.
Menn urðu'gossins varir skömmu
eftir miðjan dag. Fóru jarðskjálfta-
kippir á undan. Gosmökkinn bar
við himin, hærra og hærra, ógur-
legar drunur heyrðust og sprakk
43. blað.
þá jökullinn fram, yfir Mýrdals-
sand og á haf út. Var jakahrönn-
in, kolsvört af ösku, svo langt á
haf út sem augað ej'gði og munu
jakar hafa borist langar leiðir með
suðurströndinni, og var flóðaldan
svo mikil, t. d. í Vestmanneyjum,
að bátar rákust þar á á höfninni
og varð litt við ráðið, en þaðan
eru um 80 kílómetra leið frá þeim
stað er hlaupið rail'n til sjáfar. —
Verður ekki annað séð frá Vík en
áð mikið land hafi myndast út í
sjóinn af öskuburði, veit enginn
enn hve mikið.
Gosmökkurinn breiddist nú út
og hefir orðið öskufall um alt
land. Gengu miklar sögur af þvi
hve það væri mikið í austursýsl-
um, en þær eru mjög ýktar. Und-
ir Eyjafjöllum er öskulagið enn
ekki orðið nema 2—3 millimetrar.
í Ölfusi og Flóa varð vel sporrakt.
Nokkuð meiri aska féll á Rangár-
völlum og Landi. En enn sem
komið er er öskufallið margfalt
minna en oft hefir orðið í Kötlu-
gosum.
Myrkt varð um allar austursj'slur
af öskufallinu. Varð viða að kveikja
ljós um hábjartan daginn. Var
myrkrið svo mikið að margir
ferðalangar viltust, eða settust að
þar sem þeir voru komnir. Menn
viltust jafnveí milli húsa á túnum.
Var askan svo fíngerð, að hún
smaug inn á menn gegn um.öll föt.
Gísli Guðmundsson forstöðumað-
ur rannsókarstofunnar hefir lofað
< að láta »Timanum« í té rannsókn
á öskunni. Er sú rannsókn mjög
vandasöm og tekur langan tíma
og getur því ekki birst fyr en í
næsta blaði.
Veslan gossins hefir ekki orðið
manntjón né gripa enn. Talið er
víst að enginn haíi verið þar á
ferð sem hlaupið fór um, enda
vildi svo vel til að slátrun frest-
aðist í Vík vegna tunnulej'sis.
Austan gossins liafa engar fregnir
borist enn. Eru margar dagleiðir
þaðan á símastöð — í Hornafirði.
Mest er hættan að tjón haíi orðið
í Álftaveri. Fjöll skýla Mýrdalnum,
en Álftaverið liggur bert fyrir og
nálega flatt. Hefir áður vatn og
jakaburður farið yfir þá sveit í
Kötlugosum.
Menn úr Vík, sem skj'gnst hafa
þangað austur, telja þó liklegra að
hlaupið hafi alt lent vestan Haf-
urseyjar og því ekki komið í Álfla-
verið.
Gosið heíir haldið áfram síðan.
Sést gosmökkurinn héðan úr bæn-
um þegar heiðskirt er í austurátt.
En öskufallið hefir ávalt verið
minna en fyrst og er ástæða til að
ælla að kollhríðið sé hjá liðin