Tíminn - 20.10.1918, Page 4

Tíminn - 20.10.1918, Page 4
216 TÍMINN skapa nýja »Fossa«. En þegar svo er komið, þá verður engum blöð- um það flett, á hverjum ábyrgðin hvilir. það eru Fáfnismenn sem þar eru allir samsekir. Þeir hafa kveikt sundrungareldinn í íjárvon- arskyni. Reynslan leiðir í ljós hvort þeir uppskera að lokum, eins og þeir hafa sáð. En stórum þyngri ábyrgð bera þó þeir af forstjórum E. í., sem gengið hafa í Fáfni. Að vísu hafa þeir ekki með því atferli brotið borgaraleg lög, jafnvel ekki hin skráðu lög Eimskipafélagsins. f þeim eru engin ákvæði, sem hindra formann eða meðstjórnendur frá að sælast eftir hlutabréfunum. Yfir- sjón þeirra er brot á óskrifuðum lögum, alveg eins og hin nafn- kendu síldarkaup þingmannanna við Húnaflóa. Þingmenn og stjórn- endur Eimskipafélagsins eru kosn- ir af alþjóð manna i vandasamar trúnaðarstöður; þeir eiga fyrst og fremst að starfa fyrir almennings- heili. Og fylgi í trúnaðarstöður fá slíkir menn af því að kjósend- ur treysta á, að fulltrúarnir sýni drengskap í orði og verki, gœti jafnt bókstafsins og anda lögmálsins. Hlut- hafar i E. í. áttu fullan rétt á því að hver einasti maður í félagsstjórn varaðist að vekja sundrungu og tortrj'ggni í félaginu, varaðist að ota íram eiginhagsmunakröfum fé- lagsheildinni til tjóns í nútíð eða framtíð. Jón Þorláksson, E. Claes- sen, Magnús Pétursson, Þórarinn Jónsson og Guðjón Guðlaugsson hafa allir hrasað um sama ásteit- ingarsteininn. Feir hafa brotið drengskaparanda trúnaðarstarfs. Þeir hafa sýnt að þeir eru óhæfir til að annast vel hagsmuni almenn- ings. Og það bætir ekki fyrir þeim í þessu efni, þá að þeir kunni að vera. aflasælir þegar um eigin tjár- söfnun er að ræða. Hættan sem vofir yflr E. í. er það að Fáfnir svæli félagið undir sig, geri það að »samgönguhring« og gerbreyti stefnu þess alþjóð manna í óhag. Og eftirtektarvert er það, að þegar Fróðafriður er rofinn í E. í. þá lendir fyrst saman kaupmanna- hringnum hér heima, sem vitan- lega hafði mestan beinan hag af starfi Eimskipafélagsins og Vestur- íslendingum, sem eingöngu höfðu styrkt félagsskapinn af ræktarsemi við átthagana. Þegar sérgæðing- arnir hér heima byrja að brjótast til valda í félaginu og sýna hvað þeim býr í brjósti, þó ráðast þeir á garðinn þar sem minstrar eigin- girni hefir gætt um framlögin, al- veg eins og þyrfti að uppræla þann andstæða skoðunarhátt. Vera má að nokkru hafi ráðið um fengin reynsla að áhrif Vestmanna höfðu ætíð gengið í þá átt, að halda fé- laginu á þeim grundvelli sem allur þorri stofnendanna hafði bygt á í fyrslu. Vestmenn í félaginu hafa verið og eru einn öflugasti hyrn- ingarsteinninn í hugsjónabyggingu þess. Þess vegna verða þeir fyrst- ir fyrir biti Fáfnis, þegar hann byrjar að draga Eimskipafélagið inn i bæli sitt. í næsta blaði verður bent á nokkur úrræði, sem gætu ef til vill orðið til að draga úr þeirri hættu, sem söfnun og starfsemi Fáfnis hefur í för með sér. Vinstrimaður. Leni ix. Hér á dögunum töiuðu allir um Lenin, Hann var talinn dauður. Fregn barst frá Moskva um að kona nokkur Dora Kaplan hefði komið til viðtals við hann er haon var á leið frá stjórnmálafundi, brugðið upp skambyssu og sært hann í brjóstið. — Um leið frétt- ist að einn af fylgifiskum hans og meðstjórnendum Uritzky væri drepinn. Lenin kom heim aflur til Rúss- lands í apríl í fyrra. Síðustu 12 árin hafði hann verið i Sviss. Mest alla æfina hefir hann verið í útlegð. Brá sér heim til Rússlands til að taka þátt í uppreisninni 1905, en Ilæmdist burt er uppreisnin varð kúguð. Bróðir hans tók þátt í morði Alexanders keisara og var drepinn fyrir. í fyrra, er leið hans lá gegnum Þýzkaland heim lil Rússlands, var vagninn sem hann var í innsiglað- ur. Þjóðverjar vildu hann ekki til sín — en til Rússlands mátti hann komast. Hann þreif völdin úr höndum Kerenskys og þeirra félaga, hleypti upp öllum her Rússlands og samdi frið við Miðveldin. Eigi var það ást á friði er blés honum því í brjóst. Hann vildi frið við Miðveldi, því hann hafði öðrum hnöppum að hneppa, hann þurfti að berjast fyrir sínum málstað. Keisaranum var steypt, hernum rutt úr vegi, nú var sá dagur kominn að hann átti að standa í broddi fylkinga fyrir verkalýð Rússlands, er taka átti öll' völd í landinu. — Fyrir honum hefir aldrei vakað neitt jafnrétti í orðsins fylsta skilningi. Verklýðurinn einn á öllu að ráða. Til þess að svo geti komið þarf baráttu og blóðsúthellingar á alla bóga. Þegar hann og félagar hans ruddust til valda i nóvember þótti staða þeirra fallvölt og aðstaða einkennileg, þeir höfðu engan her, fáa embættismenn — og eiginlega engin völd í neinu — ekkert, nema »eilt þarflegt þing — og það var góður kjaftur« eins og í vísunni stendur. Þegar félagi hans Trotzky, utan- ríkisráðherrann, kom í ráðaneytið, var enginn maður þar fyrir; — hann, bráð-ókunnugur maðurinn, greip í tómt. Og hvað er nú? Nú hafa þeir félagar her manns af sínum »útvöldu«, er orðum þeirra hlýða og fylgja skoðunum þeirra. Þeir hafa helzt stjórn á leifum hins fyrra Rússlands. íbúa á kringum 1 miljón ferkílómetrum hafa þeir Játið sigla sinn eigin sjó í hendurnar á Miðveldum, — þall- að það svo, að þjóðirnar ættu að ráða sér sjálfar, og lofað Rússum að koma sér upp kóngapeðum þar á víð og dreif, — þó eigi sé útgert um þau mál enn, því ýmsum mönn- um meðal Þjóðverja þykir enginn fengur í að gefa sig við þeim mál- um. Þeir eiga í höggi við Banda- menn, er ráðast að þeim leynt og ljóst á alla lund. Bretar og Frakk- ar hafa her manns kringum Ar- kangelsk, Japanar sækja að austan, Tjekko-Slovakanir vaða um alt landið með eldi og brandi gegn Bolschevikum; og auk þess berj- ast þeir af lífs og sálarkröftum gegn öllum þeim er anda gegn algerðu einveldi verkalýðsins. Af öllu þessu standa þeir straum — og öllu þessu hefir hann getað stjórnað, Lenin, sem sendur var alslaus í innsigluðum vagni til Iandsins fyrir rúmu ári síðan, sendur þangað sem sóttkveikja til að sundra hinu rússneska ríki, — fyrir Þjóðverja. En fyrir sig og sína ætlaði hann að stofna til ör- eigaríkisins, er síðar átti að leggja undir sig allan heiminn. En hug- sjón sú hefir ekki komist lengra en til Finnlands enn, komið þar á stað blóðugri uppreisn, banvænni fyrir frelsi landsins um langan aldur. Eftir síðustu fregnum ætla menn að Lenin lifi. Mælt er að kona sú sem skaut á hann hafi gert það i hefndarskyni, því hann hafi verið þess valdandi að einhver nátengd- ur henni hafi verið liflálinn. Bróðir Lenins var riðinn við morð Alexandars keisara eins og fyr er sagt. Lét hann lífið fyrir. í Jekaterinburg var Nikulás keisari skotinn. Telja má það hefnd frá Lenin. Þótt Lenin grói nú sára sinna, blika hefndarvopn gegn hon- um i hverjum kima. Og hvert hann lifir eða deyr þá hafa þeir félagar látið það boð út ganga að þeir verði að hefna þessa tilræðis og það grimmilega, nú megi enginn vera öruggur innan rikisins sem gangi ekki í lið með þeim. Til Vínstrimannsins. Vill hr. »Vinstrimaðurinn«, sá er ritað hefir greinina »Vonbrigði um Eimskipafélagið«, segja skýrt og skorinort livað það hefir verið í aðferð minni við hlutabréfakaup- in vestra, »se/n vakti gremju meðal landa vestra«, svo sem hann kemst að orði í 42. tbl. »Tímans« þ. á. Enginn »Vestmanna« hefir — mér vitanlega — hvorki leynt né Ijóst — orðið til þess að að bera mér á brýn neina ósæmilega né gremjuvekjandi aðferð við hluta- bréfakaupin og ekki hefi eg heldur séð þess fyr getið í neinu at blöð- unum hér heima, þeim er fjarg- viðfast hafa út af máli þe'ssu. Rej'kjavík 15. okt. 1918. Stefán Stefásson. A t h s . Hr. St. St. skjátlast allmikið um þetta efni. Hin tilfærðu orð hans úr »Tímanum« eru sem sé því nær uppprentun úr »Fróni« 6. júlí 1918 eins og auðséð var af sam- henginu. Þegar lýst liefir verið kaupsýslu þeirra Ö. S. og St. St. segir blaðið: »Aðferð þessi vakti allmikla gremju vestra eins og hér heima, þegar um hana kvisaðist«. — Síð- an segir blaðið frá fyrirspurnum Árna og Bíldfells, sem auðvitað voru sprolnar af því að trúnaðar- mönnum Vestmanna, þótti athæfi Fáfnis lítið frækilegt. Vitanlega er ekki nein sérstök ástæða til að á- fella St. St. Hann var vitanlega að eins þjónn Fáfnis, og mun þar að auki, að sögn kunndgra liafa dansað nauðugur. En gjarnan hefði hann mátt skýra nánar frá sam- bandinu við Ögmund, og þeim fyrirskipunum, sem hann fékk frá Fáfni. Annars græðist alt af eitt- hvað á slikum skýringum, bæði því sem sagt er og stundum ekki siður hinu, sem látið er ósagt. Vinstrimaður. Fréttir. Tíðin. Úrkomulaust fyrri hluta vikunnar hér unf slóðir, nætur- frost en sólskin og blíða flesta daga. Má enn vinna jarðabótavinnu. Iíatla og sáttmálinn. Þegar kri^tni var lögtekin árið 1000, barst sú fregn á alþing, um það bil er síst horfði til sætta, að jarðeldur var uppkominn í Ölfusi og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða. Mæltu þá heiðnir menn: »Eigi er undur í að guðin reiðist tölum slíkum«. Svaraði Snorri goði þá hinum alkunnu orðum: »Um hvat reiddust guðin þá, er hér brann hraunit, er nú stöndum vér á«. — Rifjaðist þessi saga upp, er frum- varpsandstæðingar sumir — í gamni að sjálfsögðu — hreittu því úr sér, að nú væri Katla að greiða at- kvæði af hálfu landvætta, gegn nýja sáttmálanum. Þjófnaður. Það hefur borið ó- venju mikið á þjófnaði undanfarið. Alkunnur er þjófnaðurinn i lestar- rúminu á Sterling, hefur þar margt horfið annað en póstpokinn, eink- um smjörkassar. Um 200 pund- um af púðri var nýlega stolið frá Hans Petersen kaupmanni. Var það geymt í skúr inni í Eskihlíð. Mörg- um koparsnerlum hefir verið stöl- ið af útihurðum, meðal annars hjá lögreglustjóra. Ritstjóri: TrygrgTÍ Þórhallsson Laufási. Simi 91. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.