Tíminn - 26.10.1918, Qupperneq 1

Tíminn - 26.10.1918, Qupperneq 1
TÍMINN kemar út einu sinni i viku og kostar 4 ktc árgangarinn. AFGREIDSLA i Regkjavik Laugaveg 18, simi 286, úl unt land i Leufin, timi 91. II. ár. Reykjavík, 26. október 1918. 44. blað. F'riðarkostir. Síðaslliðna viku hefir farið hinu sama fram um styrjöldina, sem Síkur hentu til áður. Sundrungin í Auslurríki fer vaxandi, og virðist einsælt að það muni von bráðar sundrast í mörg smáríki. Þjóðverj- ar hörfa undan úr Belgiu, láta mikil lönd, en fáa fanga, svo að her þeirra og heragi mun ekki lamaður til muna. Lausafregnir segja að Þjóðverjar dragi heim kafbátana. En hvað sem því líður, þá er einsætt að Þjóðverjar vilja frið, þó að það verði með hörð- um kostum. Hins vegar geta þeir vitanlega varið land.sitt lengi enn, ef til þess kemur. En þeim er nú áreiðanlega Ijóst,. að þeir hljóta um síðir að tapa leiknum, og bíða því meira tjón, sem tengur er bar- ist, einkum eflir að bardaginn færist inn í þeírra eigin land. Bandamenn svara liins vegar friðarmáluin Þjóðverja svo, að ein- sætt er að þeir ætla ekki að semja frið, heldur segja upp kostina, þ. e. hafa algert sjálfdæmi um skilyrðin. Forsætisráðherra Frakka hélt nýlega mikla ræðu, þar sem hann heldur því fram, að Þjóðverjar hafi, meðan sigurgyðjan brosti við þeim, engum dómi viljað hlita, nema úr- skurði afls og vopna. Og nú verði þeir að sætta sig við þann dóm, þó að hann kunrii að verða þeim andstæður. f sömu átl hníga orð ýmsra áhrifamikilla inanna í Vest- urheimi. Forkólfar Bandamanna virðast vera einhuga um það, að ibrjóta algerlega á bak aftur veldi keisarans og hinna hergjörnu að- alsmanna, sem ráðið hafa mestu í landinu. Og í sjálfu Þýskalandi heyrast raddir, sein fagna því, að þýska þjóðin verði leyst úr her- fjötri júnkaranna. Maximilian Hard- en, einn hinn áhrifamesli blaða- maður i Þýskalandi, er þar fremst- ur í flokki. Segir hann að þá fyrst muni þýska þjóðin njóta sín fylli- lega, þegar hún sé Jaus úr klóm innlendra harðstjóra. Nafnkendur þýskur vísindamaður, dr. Nicolai, strauk i sumar i flugvél frá Þýska- landi til Danmerkur. Átti að hegna honum grinunilega fyrir stjórn- málaskoðanir, sem andslæðar þóttu júnkaraveldinu. Lýsir hann átak- anlega hinu andlega ástandi í Þýskalandi. Landið hafi nú'þ meir en fjögur ár verið ofurselt einræði hershöfðingjanna. Enginn annar hafi skoðana eða málfrelsi, jafnvel ekki keisarinn. Bantiað sé að birta nemá parta úr ræðum hans, eins og væri hann einhver lýðskrmnari. Keisarinn ráði engu, þingið engu. Allur skoðanatnótþrói sé kyrktur í fæðinguni, frjálshyggjandi inenn skotnir eða læstir í dýflissum, án dóms og laga. Borgaraleg lagavernd sé ekki lengur tii. Og með því hafi herstjórnin beygt og kúgað alla þjóðina undir sinn vilja. Og sá vilji er ekki mildur. í fyrravetur, þegar Rússland lá fallið og sundr- að við fætur herstjórnarinnar þýsku, sagði einn af forkólfum júnkar- anna, von Liebest hershöfðingi, í ræðu sem hann hélt fyrir ihalds- menn í Halle: »Ein stefna gildir fyrir oss og aðeins eins ein. Vér álitum mátt vera rétt. Samúð, mildi, manngæska og meðaumkvun verðnr að vera oss óviðkomandi. Vér munum innlima Kúrland og taka inn í vora þjóð 60 miljónir Rússa. Slavneska martröðin skal ekki kvelja okkur upp frá þvi. Belgíu og Norður-Frakkland verð- um vér að fá. Guðs bölvun hvilir j'fir frönsku þjóðinni. Það ætti að vera oss fagnaðarefni, að drottinn hefir gert þá spiltu og óguðlegu þjóð að óvini vorum, enda skulum við að lokuin reita Frakka inn að skinninu«. Síst er að furða, þó að þeim mönnum senr eiga svo grimmlynda yfirmenn, þyki það góður friður, ef yfir líkur um veldi þeirra. Að því leyti fara saman hugir margra heztu manna í öllum Iöndum, að þeir óska að hervaldsflokkurinn þýzki týni völdum og mætti, en að þýzka þjóðin nái þeim friði, sem trj'ggir líf hennar og friðsam- lega framþróun á ókomnum árum. pnaðarjélag jsiasís. I. Það er lærdómsríkt að veita því athygli hvað bændur á íslandi hafa lil þessa átt margfalt örðugri að- stöðu en sjómenn, um að bæta at- vinnuveg sinn. Bændur dreifðir um alt hið bygða land. Torfærur, vegleysur og óra- vegir gera þeim örðugt að nema hvorir af öðrum og að taka hönd- um sarnan. Sjávarmenn búa í stórhópum á tiltölulega fáum slöðum. Samgöng- ur eru greiðar á meðal þeirra. Útlendar fyrirmyndir koina ekki upp i sveitirnar af sjálfu sér. Ná- lega allir bændur vita ekki um þær nema af afspurn. Sjávarmenn sjá útlendar fyrir- myndir daglega fyrir sér. Útlendir sjómenn, sem nota uýtizku aðferð- ir, sækja -fisk á íslenzk mið. Og loks eru bændur fjarri láns- stofnununum. Þær hafa ekki veitt Iandbúnaðinum liagkvæm lán. Bankastjórarnir hafa oft og tiðum haft megnustu vantrú á landbún- aði. Sjávarmenn hafa lánsstofnanirn- ar við hlið sér. Hafa setið að þeim nálega einir. Bankastjórarn- ir flestir hafa talið það fyrstu skyldu sína að hlúa að sjáfarútveginum með hagfeldum lánum. Af þessum aðstöðumun stafar það fyrst og fremst að landbúnað- urinn er nú í hættu staddur í sam- kepninni og verður enn meir er stríðið hættir. Og það er grundvallaratriði um að forða landbúnaðinum frá falli — og þá Jandinu um leið frá hinni mestu ógæfu sem fyrir það gæti komið — að finna ráð til að bæta þennan aðstöðumun. Hér skal bent á eitt stærsta atr- iðið sem miðar til þessa. Er það i fæstum orðum sagt það: að gefa landbúnaðinum öfl- uga forystu. Að einhver stofnun sé til, sem í fylstu merkingu sé sverð og skjöldur landbúnaðarins. Veru- lega öflug stofnun, með nœgnm slarfskröftum, sem geti ávalt verið á verði um að gæta hagsmuna lanibúnaðarins, og hafi ávalt aug- un opin fyrir öllu nýju sem hon- um er nauðsynlegt. Enda hafi sú sú stofnun svo mikið vald og svo miklu fé úr að spila, að hún geti rækt þetta starf svo að fullkomin viðreisn landbiínaðarius verði árang- urinn. Erfiðleikarnir sem stafa af strjál- bygðinni og torfærunum, um að bindast í félagsskap, einangrunin og alt hið illa, sem afhenni leiðir, ótrúin á framtíð landbúnaðarins — alt þetta verður ekki nógu fljótt yfirunnið, á annan hátt greiðari en þennan. Slík voldug stofnun ætti Búnað- arfélag íslands að vera. Það er eitlhvert mesta nauðsynjamál land- búnaðarins að það verði það. Er Búnaðarfélag íslands nú slík stofnun, sem fullnægir kröfum tímans ? Og ef ekki — Hvernig á það að breytast til þess að verða það? Þeim spurningum verður nú leit- ast við að svara. II. Búnaðarfélag íslands er orðin töluvert mikil stofnun, mælt á ís- lenzkan mælikvarða. Það hefir nokkra menn i þjónustu sinni, for- mann, meðstjórnendur og ráðu- naúta. Það hefir nokkrum tugutn þúsunda úr að spila. Er ráðu- nautur stjórnarráðsins í ýmsum búnaðarmálum o. s. frv. Af síðustu skýrslum stjórnar- nefnda og fundagerðum búnaðar- þinga, er það ljóst að félagið hefir afarmörg járn í eldinum, styrkir mesta fjölda af framkvæmdum ein- stakra manna og félaga, gefur leið- beiningar og hefir forystu um ým- islegt. En samt sem áður myndi eng- um lifandi manni detta í hug, að Búnaðarfélagið, eins og það er nú, sé svo voldug stofnun að samsvari kröfum tímans, eða að það sé nokkurnveginn trygt með starfsemi þess, eins og hún er nú, að land- búnaðurinn reisi við til fullnustu. Hvernig sem það hefir verið áð- ur, þá er það nú orðið alt of langt á eftir tímanum. Breytingarnar sem af stríðinu stafa eru svo mikl- ar og gera svo miklu hærri kröfur en áður. Búnaðarfélagið hefir ekki vaxið með þeim. Það er orðið margar dagleiðir á eftir. Það sem fyrst og fremst vantar er fé. Félagið hefir 60 þús. kr. styrk. Á þeim lið hefir engin dýrtiðar- uppbót verið veitt. Hvað er liægt að gera fyrir svo litla upphæð nú á dögum ? Það er áberandi að lesa fjárveit- ingar Búnaðarfélagsstjórnar og þings. Nurlað með nokkra tugi króna í ótal staði. Og þetta og þetta bráðnauðsynlega er ekki hægt að gera af þvi það vantar fé. Hver einasti eyrir er bundinn og margbundinn. Ekkert nýtt er hægt að gera. Alt kostar peninga en þeir eru ekki til. Afleiðingin er kyrstaða og afturför. Dæmi: Heyþurkunarvél kemur til lands- ins Kostar sáralitla upphæð að reyna vélioa. Leitað til Búnaðar- félagsins. Formaður se^ir að ekk- ert fé sé til. Vélin hefir nú legið ó- notuð á annað ár. Þetta er einungis eitt dæmi af mörgum. Með slíkri forystu er landbúnaðurinn íslenzki dauða- dæmdur. Það er öllum til skapraunar að rekja fleiri einstök atriði. En þau eru á öllu sviðum. Önnur afleiðing fjárskortsins er sú, að það verður að launa for- manni svo illa, að hann verður að hafa starfið alveg i lijáverkum. Ætti hann þó að vera aðal starfs- maðurinn. Núverandi formaðúr hefir t. d. mjög mikið verið öðr- um störfum lilaðinn og litið getað sint Búnaðarfélaginu. Það er betra að hafa engan for- mann en hálfan. Miklu betra að

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.