Tíminn - 26.10.1918, Síða 2
218
T I M I N N
hafa starfsmennina færri, en eiga
þá alla.
Fjárskorturinn er undirstaða nú-
verandi hnignunarástands Búnað-
arfélagsins.
Það ástand ber einmitt upp á
þann tíma þegar nauðsynin er
mest á .því að félagið sé eins og
það á að vera, þegar mest fer að
kreppa að landbúnaðinum og mest
er þöríin að vera á verði.
Engar umbætur geta orðið án
stórkostlega aukins styrks og
valds félagsins.
Samhuga verða því allir þeir að
vera, sem unna landbúnaðinum ís-
lenzka og sjá hver hætta er á
ferðum, verði hann undir í sam-
kepninni, að heimta aukinn styrk
til Búnaðarfélagsins.
Og í trausti þess að hann fáist
skal hér vikið að því í stórum
dráttum hvernig Búnaðarfélag ís-
lands á að vera. (Frh.)
„Spánska vdkin.“
Fréltir hafa verið að koma um
»spönsku veikina« í alt sumar og
hafa menn gert heldur litið úr.
Talið hana litlu hættulegri en »in-
flúelsu«. En eftir siðustu fréttum
magnast sóttin nú svo, að mesta
alvara er á ferðum. Skólum hefir
öllum verið lokað t. d. í Dan-
mörku og mjög víða í Norðurálf-
unni eru allir mannfundir bann-
aðir. Manndauði er orðinn stór-
kostlegur af veikinni í Noregi og
Svíþjóð, eftir því sem farþegar
segja sem komu síðast með Botníu.
Og fregnir eru á sveimi um það
að á vigvöllunum sé veikin að
verða skæðari en byssurnar. Síð-
ustu fregnir segja ennfremur að i
Ameriku sé ástandið að verða hið
sama. Sagl er að margir skipsmenn
á »Gullfossi« og »Lagarfossi« hafi
veikst. — Veikin snýst oft upp í
lungnabólgu og segja læknar að
90% deyi af þeim sem lungnabólg-
an kemur í.
Þyrfti ekki alt að vera satt og
væri þó sjálfsagt að beita hinum
allra ströngustu varúðarreglum um
að verja veikinni að komast
hingað.
Virðist það vera hægt verk.
Skipaferðirnar eru svo strjálar. Og
nógu- er löggjöfin ströng í þessu
efni, vilji læknarnir beita henni.
Er að vísu vandi um þetta að
tala af leikmanni. En sé læknunum
gefið valdið^og nægilegt fé til fram-
kvæmdanna — virðist það ekki
eiga að koma fyrir að mistök
verði.
Og þjóðina hafa læknarnir með
sér óskifta að verjast voðanum
með hinum allra strögustu með-
ölum.
SýniDfl Ríkarðs JóDSsonar.
(Nl)
Um skuröhagleik Rikarðs má
nefna íorkunnar fagran pappírs-
hnif, sem einhver hjón höfðu gefið
Ijóslækininum í Rvik til minning-
ar um að hann hafði bjargað lífi
barns þeirra. Á skafti hnífsins er
lagmynd. Sér þar inn í herbergi,
vagga stendur á miðju gólfi, í
henni hvílir barn. Tvennar dyr
sjást á herberginu. í öðrum dyr-
unum stendur dauðinn, beinagrind
með hvassa sigð. Út úr hinum
dyrunum kemur mannshönd sem
heldur á Röntgenslampa. Frá
lampanum leggur geislastaf yfir
vögguna og í andlit óvini lífsins,
sem bersýnilega er að hörfa undan
ofurmagni ljóssins.
Venjulegir tréskerar hefðu í Rík-
arðs sporum gerl fallegan hníf i
s«ma stíl og ótal aðrir hnífar hafa
verið gerðir suður í löndum, en
enga nýja frumlega liugsun greypt
í gripinn. Slíkur tréskurður er list-
iðnciður. En fjölmargir af útskorn-
um gripum Ríkarðs eru listaverk,
af þvi að saman fer frumleg hugs-
un og fagur búningur.
Afburðir R. J. í tréskurði hafa
leitt suma menn afvega í dómum
um list hans, t. d. Hjörvarð i Mbl.
Hann áleit Ríkarð skemra kominn
í teiknun og niyndamótun en í
tréskurði.
En það er hin mesta fjarstæða
og inunu nokkrir íburðarmiklir
skartgripir útskornir, hafa leitt
hann á glapstigu.
Því að sannleikurinn er sá, að
langoftast tekst Ríkarði afburðar
vel, bæði að teikna og móta manns-
andlit. Fyrst og fremt eru mynd-
irnar með afbrigðum líkar ytra út-
liti frummyndanna. Þó er það ekki
hæsta sligið, heldur hitt, hve vel
Ríkarður nær hinum innra manni,
svipbrigðum, lundarlaginu, sálinni.
Eitt sinn hafði Ríkarður teiknað
andlitsmynd af gömlum bragða
karli. En er liann sá sjálfan sig á
pappírsblaðinu mælti hann: »Ekki
hefði eg leyft yður að gera af mér
mynd, ef eg hefði vitað, að þér
gætuð farið innan í inann og dregið
syndina út«. Flestum sýndist hið
sama um þá mynd. Og þó var
hún nákvæm og eðlileg.
Af myndum þeim sem á sýning-
unni voru þóttu mér sérstaklega
góðar, brjóstmyndin af Magnúsi
landshöfðingja, vangamynd af G.
B. landlækni og Stefáni oddhaga.
En erfitt er þó þar úr að velja,
og undan að draga, því að Rík-
arði mistekst hér um bil aldrei
glíman við mannsandlitin og mun
hann á því sviði ávinna sér mikla
frægð og varanlega. En honum
mistekst stundum umgjörð stíkra
liiagjar óíriðar])jóðaDDa.
II. Clemenceau í'orsætígráðherra
Frakklands.
Clemenceau er fæddur árið 1841.
Hann lagði stund á læknisfræði og
fékk skjótt orð á sig fyrir dugnað
og hygni i þeirri grein. Hann tók
snemma að fást við stjórnmál og
1871 var hann kosinn á Þjóðþingið,
er semja skyldi frið við Þjóðverja
og koma skipulagi á stjórn Frakk-
lands. Hann greiddi þá atkvæði
á móti friðarsamningunum og vildi
berjast eins lengi og unt væri, held-
ur en að ganga að friðarsamning-
um Bismarcks.
Síðan hefir Clemenceau ætíð
haldið því fram að EIsass-Lothr-
ingen ætti og hlyti að lokum, að
sameinast franska ríkinu. í þvi
efni hefir hann aldrei verið í nein-
um vafa.
Þegar uppreisn »Kommúnista« í
París liófst 1871, reyndi hann að
miðlá málum milli þeirra og stjórn-
arinnar í Versailles, en er það mis-
tókst, lagði hann niður þingmensku
og tók ekki þátt í pólitík fyr en
1876 er hann var aftur kosinn á
þing. Hann var altaf í þeim flokki
Vinstrimanna er lengst gengu í
kröfum og ákveðnast fylgdu lýð-
veldisstjórninni.
Á þessum árum var skilnaður
ríkis og kirkju helsti liðurinn á
stefnuskrá frjálslynda flokksins í
Frakklandi og yar Clemenceau þar
harðastur i kröfum. Hann sá að
kaþólska kirkjan var aðalstoð
þess flokks er koma vildi á kon-
ungsstjórn á Frakklandi og því
bar nauður til, að brjóta vald
klerkasléttarinnar á bak aftur, ef
lýðveldið ætti ekki að glatast. Á
þessum timum var róstursamt í
franska þinginu, og feldi Clemen-
cau hvert ráðaneytið á fætur öðru.
Fékk hann af því auknefnið ráð-
herrabani. Sjálfur vildi hann ekki
taka við völdum fyr en hann hefði
öruggan meirihluta í neðri deild
þingsins.
Clemenceau bjóst við því, að
fyr eða síðar myndi hefjast ófriður
milli Frakka og Þjóðverja, og vann
hann af alefli að því, að gera her-
inn sem traustastan. Hinsvegar
barðist hann gegn þvi, að herfor-
ingjar fengusl við stjórmál. —
»Herinn á að hlýða stjórn lýð-
veldisins, en ekki að stjórna lýð-
veldinu«, sagði hann eitt sinn í
þinginu. Urðu þessi orð að eink-
unarorðum frjálslynda flokksins, i
baráltunni við hermannavaldið, á
árunum í kringum aldamótin,
þegar Dreyfusmálið var efst á
baugi.
Um 1880 hótust hinir miklu ný-
lenduvinningar Frakka í Asíu og
Afríku. Jules Ferry var aðalmaður
þeirrar stefnu. Clemenceau reis
öndverður gegn honum og bar
honuin á brýn, að hann eyddi fé
og her Frakklands í að vinna
gagnslausar nýlendur, en gælti ekki
heimastöðvanna. »Meðan Ferry
notar her vorn« sagði hann, »til
þess að berjast við Blámenn og
Indverja, hervæðist óvinurinn við
Rín. Honum eiguin við fyrst og
fremst að verjast, því að hann
ætlar að eyðileggja oss«. Ferry
mynda, svo sem slöplarnir undir
brjóstmyndum Tryggva og Matthí-
asar, sem eru of þunglainalegir,
brjóst og lierðar Iílettafjallaskálds-
ins, sern varla er nógu mikið út-
fært á brjóstmyndinni, og umgjörð
vangamyndar sama manns, sem
betur hefði verið einfaldari. Mælti
íleira segja um smámistök á svið-
um sem liggja að landamærum
sjálfrar myndhöggvaralistarinnar,
svo sem sumar landslagsteikningar
hans, enda gerir hann vitanlega
enga kröfu til að teljast málari.
Og þó eru góð tilþrif f sumurn
þeirn mynduin, t. d. teikningum
frá Vestmannaeyjuin.
Ein meinloka hetir komist i grein.
dr. A. J. um sýninguna. Telur
hann ómögulegt að sami svipurinn
geti verið í einu bæði illur og hýr
(Illhýra). En hvernig verður svipur
inanns, illmennis, sem vill vera
hýr? Var ekki yíirbragð Guðmund-
ar á Glæsivöllum og kappa hans
eitthvað skylt illhýru? Þvílík fyrir-
brigði, ein og samsett jafnvel marg-
samsett svipbrigði, koma greinilega
fram á mörgum andlitsmyndum
Ríkarðar, þeim sem á sýningunui
voru. Og þar nær hann hámark-
inu í list sinni. Jafn fráleitar voru
þær skoðanir að Rikarður hefði
tekið sér G. Thorsteinsson til fyrir-
myndar.
En hörmulegt er að landið skuli
ekki koma sér upp vísi til lista—
safns. Seinna meir mun þjóðin
sakna þess, að öll hin fyrstu lista-
verk, máluð og mótuð hér á landi,
skuli vera einstakra manna eign„
Og falin sjónum alþjóðar.
J. J.
»Njörður«, botnvörpungurinn
var skotinn í kaf 18. þ. m. Var á
leið til Englands með isfisk. Menn
komust allir af.
svaraði: »Sjóndeildarhringur Cle-
menceaus nær ekki nema að Rín
og Miðjarðarhafi. Hann vill gera
Frakkland að stórveldi i Norður-
álfu, en eg vil gera það að heims-
veldi«. Clemenceau fékk velt Ferry
úr ráðlierrasæti, en Frakkar héldu
áfram að auka heimsveldi sitt í
öðrum heimsálfum.
Árið 1889 kom Panamamálið al-
ræmda tii sögunnar, og var þá
Clémenceau ákærður fyrir að hafa
þegið mútur. Þótt ekkert sannaðist
á hann, glataði hann trausti hjá
þjóðinni og náði ekki þingkosn-
ingu. Liðu svo nokkur ár að
Clemenceau var utanþings og hafði
engin eða lítil áhrif á frönsk stjórn-
mál, en á meðan framkvæmdu
aðrir menn mörg af þeim málum,
er hann hafði barist fyrir.
Undir aldamótin tóku áhrif Cle-
menceaus aftur að aukast. Dreyf-
usmálið var nú aðal deilumál á
Frakklandi. Nokkrir menn heimt-
uðu að það væri tekið fyrir að
nýju til rannsóknar. En þeir voru
fáir og máttu sín lítils. Þá tók
Clemenceau að sér málstað Dreyf-