Tíminn - 30.11.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.11.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni i mka og kostar 4 kr, árgangurinn. AFGREIDSLA i Megkjavik Laugave§ li, simi 2&€, iit um land i Laafád, simi 9S. II. ár. Iteyfejavík, 30. nóvember 1918. 49. blað Friður. Loksins er stríðinu lokið og friður kominn á í raun og veru, þótt ekki sé enn samið um nema vopnahlé. Miðveldin öll hafa sama sem gefist upp. Vesturþjóðirnar semja þess vegna ekki friðinn held- ur segja fgrír hverpig hann skuli vera. Wilson fer til Evrópu á frið- arfundinn snemma í desember. — Bretar, Frakkar og ítalir bjóða honum heim. Jafnvel umtal að þýzka stjórnin bjóði honum til Berlínar. Vegna aðstöðu Banda- ríkjanna og eigin yfirburða mun Wilson ráða meiru um framtíðar- skipulag ríkjanna heldur en nokk- ur annar sem friðarfundinn sækir. Er það vel farið, því að hann mun eiga fáa sína líka meðal stjórnmálamanna heimsins, bæði um drengskap og vitsmuni. Af ræðum Wilsons og annara skörunga meðal Vesturþjóðanna rná gera sér nokkra hugmynd um aðaldrætti friðarskilmálanna. — Frakkar fá Elsass-Lothringen. Belgía verður sjálfstæð aftur. Pól- land fær aftur sín fornu lönd, þar sem meiri hluti ibúanna er pólskur. Hverfa þá í eitt hin marg- hrjáðu lönd sem Rússar, Prússar og Austurríkismenn hafa kúgað í hálfa aðra öld. Rúmenar fg stór lönd bæði frá Rússum og úr þrotabúi Austurríkis. Verða þá því nær allir Rúmenar undir einni krúnu. Serbía, Svartfjallaland og hin suður-slavnesku lönd Austur- ríkis hverta öll saman og er það vilji íbúanna. Verður það mikið ríki með hérumbil 20 miljónum ibúa. Ungverjar eru nú þegar orðnir lýðveldi og er Budapest þeirra höfuðborg. En mitt á milli þeirra eru um tvær miljónir Pjóðverja, sem tæplega munu geta fylgt sín- um löndum. Þjóðverjar í Vínar- horg og ofanverðum Dónárdal munu að líkindum sameinast Suð- urríkjunum þýzku. Yrði það eins- konar framhald Austurríkis. En norðþýzku fylkin yrðu þá í nán- ara sambandi við Prússa. Myndi ~vel fara á þessu að Pýzkaland væri tvískift sökum þess að skap- lyndi þýzkra Sunnlendinga og Norðlinga er töluvert ólíkt. Bar jafnvel á því fyrir stríðið, að Suður-Þjóðverjum, sem eru mildir menn og listelskir, þótti mein að harðlyndi og víkingahug Prússa. ítalir heimta aftur alla lands- hluta með ítölsku þjóðerni sem fyr lágu undir Austurríki. Er þá við- reisn og sameining Ítalíu full- komnuð að því er landvinninga snertir. En því meira eiga ítalir óunnið heima fyrir. Sennilega fá Grikkir landauka á Litlu-Asíuströndum, því að þar býr fjöldi Grikkja. Búlgarar missa aftur héruð grísk-serbnesk og rú- mensk, sem þeir hafa lagt undir sig. Mesópótamíu munu Bretar halda, og að líkinduin halda »verndarvæng« sinum yfir hinu tilkomandi Júdaríki í Gyðinga- landi. Skaðabætur munu viða lagðar á Miðveldin, einkum Þýzkaland. Verður þar fyrst og fremst að ræða um skaðabætur fyrir spjöll í hernumdum löndum og ef til vill um Jierkostnað. Síðara atriðið er óvíst. En svo mikið er víst, að junkararnir þýzku ætluðu að leggja grimmileg fjárgjöld á óvini sína, ef þeim hefði orðið sigurs auðið. Skaðabætur fyrir spjöll i Belgíu, Norður-Frakklandi, Serbíu og Rússlandi er talið að eigi muni verða ákveðin fjárgreiðsla, heldur verði Þjóðverjar að byggja upp aftur á sinn kostnað öll þau mann- virki, sem þeir hafa eytt eða skemt. Þýzkir verkamenn verða þá t. d. með þýzku efni og þýzku fé að endurbyggja Belgíu undir yfirstjórn Belgíumanna og samkvæmt þeirra kröfum. í samræmi við skaðabótakröfur þessar má geta þess, að líkur eru til að Vilhjálmur keisari, og ýmsir af undirmönnum hans, sem sak- aðir hafa verið um hermdarverk í ófriðnum, verði framseldir og dæmdir af alþjóðadómstól. — Sú rannsókn er líkleg til að leiða í Ijós, hverir hafa mestu valdið um upptök ófriðarins. Á Rússlandi geisar enn hin mesta borgarastyrjöld. Mun henni tæplega lokið fyr en Vesturþjóð- irnar senda her inn í landið öll- um megin og friða landið. Gæti svo farið að erlendur her (hins væntanlega alþjóða bandalags) yrði að sitja í Rússlándi, Póllandi og jafnvel Þýzkalandi um nokkur ár, meðan jafnvægi er að komast á i þessum löndum þar sem fullkomið lýðfrelsi kemur alt í einu í stað taumlausrar kúgunar. Beiskja styrjaldarinnar og byrðar hins vopnaða friðar, sem lá eins og martröð á heiminum síðasta mannsaldurinn, hefir gert flesta hina framsýnustu stjórnmálamenn óðfúsa til að losna bæði við víg- búnað og styrjaldir. Yrðu þá mynduð Bandaríki heimsins, þar sem hver þjóð væri frjáls liður í heild sinni, eins og borgarar í lögvernduðu þjóðfélagi. — Verður nánar vikið að þvi efni í næsta blaði. Hins vegar mega menn ekki vænta að dýrtíðin sé horíin um leið og hætt er að berjast. Öll veröldin liggur í sárum. Mein styrjaldarinnar eru of alvarleg til að læknast í einu andartaki. Jafn- framt því að friðurinn boðar stór- kostlega aukið stjórnmálafrelsi, virðist einsætt að þungar álögur og viðskiftakreppa rnuni lengi haldast. Bandaríkin eru kornbyrgi allrar veraldar, nú sem stendur. Búist við að þau verði að skamta úr hnefa eitt ár eða meira. Skipa- leiga verður injög há um mörg næstu ár, og peningaleiga hækkar, af því að byrjað er á endurbygg- ingum og ótal ný7jum framkvæmd- um. Sá heimur sem er að fæðast er furðu nýstárlegur og fullur ný- unga, góðra og ekki góðra. Drepsóttin. Á ’víö og dreif. Það er nú sýnilegt að heilbrigð- isstjórnin vill ekki hlýta því ráði sem haldið var fram hér í blaðinu sem hinu bezta um að koma á skipulagi á sóttvarnir og hjálpar- starfsemi út um land, sem var það að skipa sérstaka nefnd hæfra manna, sem gætu gefið sig alla við starfinu. Þýðir ekki að berja höfði við steininn. Sá drátíur sem orðið hefir á framkvæmdum verður ekki aftur tekinn. Við þetta skipulag sem orðið er verður væntanlega að sitja. Munu allir óska þess að vel fari úr hendi, þótt svo munu margir mæla að ekki sé frá gengið sem bezt væri. «Einhlítir gerðust þeir Norðlendingar um kjör sitt, beri þeir nú ábyrgð fyrir hve verður« — skrifaði Sæmundur í Odda Páli biskupi. Um aðrar ráðstafanir hefir stjórn- in sýnt fulla rögg. Ferðum norðan- og vestanpósta hefir verið frestað um sinn, um óákveðinn tíma. Og helst mun í ráði að Sterling fari ekki í hringferð fyrst um sinn, ‘flytji ekki farþega a. m. k. Hefir komið til orða að senda skipið vestur í Stykkishólm, eða norður á Húnaflóa eftir 'Jtjöti, sem það færi svo með til Noregs. Og sjá svo hverju fram vindur. — f Lögréttu siðustu er löng grein sem heitir »Kvefpestin« og á að vera vörn við hvorttveggja, að ekki var reynt að verjast því að veikin bærist hingað og að ekki voru gerð- ar neinar ráðstafanir til þess að hindra hina óðfluga útbreiðslu hér í bænum. Um fyrra atriðið eru tilfærð orð , eftir dönskum lækni um það hví- líkum erfiðleikum það sé bundið að verjast veikinni. Það sé ómögu- legt nema »landinu sé blindlokað fyrir heiminum«. Hann telur því engan kost á að beita sóttvörnum gegn veikinni svo að haldi komi. Þessi ummæli eiga að sjálfsögðu við Danmörku, og sanna því ná- kvæmlega ekkert um það hvað \ hægt hefði verið að gera hér. Hversu lítið var í húfi þótt skipum hefði verið banna að flytja farþega til íslands? Og ef skipshafnir hefðu verið látnar ganga af skipum og einangraðar í landi meðan verið var að ferma og afferma skipin? Alstaðar að úr nágrannalöndunum berast fréttir um að veikin fari geist yfir og tekur því fyr af. í þéttbýlinu á Seltjarnarnesi hef- ir heimilinu á Nýjabæ tekist að verjast veikinni til þessa. Hversu miklu hægara var að verja landið. Veltir of litil þúfa stóru hlassi og væri ilt hafi það valdið nokkru um að draga úr að verjast, að sóttvarnarhúsið hér í bænum hefir verið tekið til íbúðar og því lík- lega ekki í neitt hús að venda um að sóttkvía í stórum stýl. En hvenær voru meiri líkindi til að til þess þyrfti að taka en á stríðs- tímum. Um síðara atriðið hefir Lögrétta átt tal við landlækni. Og afsökun- in er hin sama: vitnað í það sem gert hafi verið í útlöndum. í Lund- únum og í Stokkhólmi hafi skól- nm ekki verið lokað. — En rétt áður en veikin magnaðist hér, kom skeyti um það að í Kaupmanna- höfn hafði það verið gert, en þess getur Lögrétta ekki í greininni. — Meir að segja líti yfirvöldin í Stokkhólmi-csvo á málið »að í stað þess að tefja sjúkdóminn« sé bezt að »láta hann rasa út sem fyrst«. Það kann að vera að það séu tíu menn í Reykjavík sem lita svona á málið. Fleiri eru þeir ekki. Að líkindum væru nú helmingi færri jarðarfarir í Reykjavík hefði veikin ekki verið látin »rasa út sem fyrst«. Og ef Lögrétta vill, með því að halda þessu á lofti, hvetja menn til þess í sveitum og bæjum, að láta veikina »rasa út sem fyrst«, og taka því samfara afleiðingun- um: fallkomnu hjúlcrunarlegsi, þá mun flestum þykja fara að tíðkast helzt til mikið breiðu spjótin. Það er einmitt lífsspursmálið að veikin rasi ekki sem fyrst út, hvort heldur er á einstökum heim-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.